Tíminn - 28.06.1962, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 28. júní 1962
144. tbl
Olíuvegir lagðir á
tveim stöðtsm hér
Nú í sumar verða gerðar til-
raunir með olíumalarvegi hjá
tveimur aðilum á landinu. Það
er Vegamálastjórnin og Akur-
eyrarfyrirtækið Möl og sandur
s.f., sem eru að undirbúa þess-
ar tilraunir, hvort í sínu lagi.
Verður þetta í fyrsta sinn, sem
eiginlegar siíkar tilraunir eru
gerðar hér.
Svíar munu hafa um það bil 10
ára reynslu í lagningu slíkra vega,
en hugmyndin er fengin þaðan.
Þar þykir olíumölin vera mjög
svipug að gæðum og malbik, svo
framarlega sem umferðin um þá
er ekki meiri en 1000 bílar á dag,
en það er sjaldgæft hér. Sveinn
Torfi Sveinsson verkfræðingur hef
ur kynnt þessa aðferð hér, og telst
honum til, að vegurinn milli
Reykjavíkur og Akureyrar rhuni
ekki kosta nema 35 milljónir
króna með þessari aðferð.
Um 2 km í sumar
Möl og sandur á Akureyri verð-
ur sennilega fyrst til ag leggja
slíkan vegarspotta, en þeir hafa nú
öll tæki í höndunum og bíða að-
eins eftir olíunni, sem von er á
eftir nokkra daga. Þeir vita ekki
enn, hvaða spotti á Akureyri verð-
ur lagður svona, en það verða
sennilega um 500 metrar, lagðir í
júlí, ef veður leyfir. Þeir leggja
hann á eigin kostnað.
Vegamálastjórnin hefur fengið
flest þau tæki, sem þarf til slíkra
tilrauna. Þau eru fengin fyrir
mjlligö'ngu sænsku, vegamála-
stjórnarinnar. Ætlar vegamála-
Framhald á 15. síðu.
Uppsögn samninga
fyrir félagsdóm?
í siávarþorpi elnu hér fannst fyrir örfáum dögum ritan, sem sést hér á myndinni. Einhver hafði leikið
sér að því að betta á öngui og festa girnið við steln. Ritan gleypti agnið með önglinum og reyndi síðan að
fljúga, en skall jafnóðum til jarðar vegna steinslns. Vonandi hefur aðeins verið um barnaskap að ræða,
er agninu var komið fyrir, en ástæða þykir til að vara börn við þessum leik.
Ýmislegt virðist nú benda
til þess, að uppscgn LÍÚ á
samningum við skipstjóra- og
stýrimannafélögin Kára í
Hafnarfirði og Vísi í Keflavík
fari fyrir félagsdóm.
VIÐRÆÐUR
FARID
Tímanum barst í gær eftir-
farandi yfirlýslng frá stjórn
Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands:
Vegna bráðabirgðalaga ríkis-
stjómarinnar frá 25. þ.m. vill
stjóm Farmanna- og fiskimanna-
sambands fslands taka fram eftir-
farandi:
í forsendum laganna er skýrt
svo frá að margra vikna samninga
umleitanir hafi átt sér stað milli
fulltrúa Landssambands íslenzkra
útvegsmanna og Farmanna- og
fiskimannasambands íslands um
kaup og kjör yfirmanna á síld-
veiðum.
Þessar forsendur bráðabirgðalag-
anna eru ekki réttar. Engar við-
ræður hafa farið fram milli þess-
ara aðila, frá því sammngum var
sagt upp af hálfu L.f.Ú. 10. mai
síðastl.
F.F.S.Í. telur sig ennþá samniþgs
bundið L.Í.Ú. um kaup og kjör
sinna sambandsfélaga á síldvaið-
um, þar sem véfengt hefur verið
lögmæti áðurgreindrar uppsagnar
á gildandi samningum .gerðum
14.2. 1961.
Því leyfir stjórn F.F.S.Í. sér að
mótmæla, að hagsmunir sambau s-
félaga þess séu á röngum forsend-
um og að tilefnislausu teng-lir
deilu þeirri, er staðið hefur milli
L.Í.Ú. og undirmanna á síldveiði-
flotanum.
Varðandi skipan Gerðardóms,
samkvæmt bráðabirgðalögunum
hefur stjórn F.F.S.Í. ákveðið að
taka ekki þátt í skipan manns í
dóminn af sinni hálfu, þar sem
sambandið telur sig ennþá moð
bundna samninga.
Hins vegar leyfir F.F.S.Í. sér að
vekja athygli ríkisstjórnarinnar á,
að sambandinu þykir ákvæði lag-
anna um skipan manna i Gerðar-
dóminn mjög óeðlileg.
Vér teljum A.S.Í. og Sjómanna-
sambandið einn aðila, sem fulHr ia
undirmanna síldveiðiskipanna. —
Samt sem áður er þessum aðilam
ætlað % atkvæðis þess eina -uil-
trúa, sem skipta skal milli F.F S.f.
og nefndra tveggja aðila og hefur
F.F.S.Í. þar af leiðandi 1/15 at-
kvæða í 5 manna Gerðardómi.
Ef miða skal við launatekjur
skipshafnar, munu yfirmenn, sem
eru 4 menn af 10 manna áhöfn,
bera úr býtum, samkvæmt stöðu
sinni á skipinu, um helming þess
kaupgjalds, sem greitt er áhöfn-
inni.
Stjórn F.F.S.Í. telur að með
bráðabirgðalögunum hafi verið tek
in upp ný og varhugaverð stefna
við lausn alvarlegra vinnudeilna;
að síðustu samningar séu ekki
látnir gilda þar til úrlausnai’á-
kvæði laganna hafa náð fram að
ganga.
Eðlilegást hefði verið, úr því lög
festing var talin óhjákvæmileg og
miðlunartillaga ekki fyrir hendi,
að lögbinda síðustu gilda samn-
inga, eins og áður hefur tíðkazt.
Stjórn FFSÍ
10. maí sl. sendi LÍÚ til Far-
manna- og fiskimannasambands fs
lands uppsögn á kjarasamningum
skipstjóra og stýrimanna. LÍÚ
sagði upp samningum með skírskot
un til gengisbreytingarákvæðis
samningsins.
Stjórnir skipstjóra og stýri-
mannafélaganna Kára í Hafnar-
firði og Vísis í Keflavík mótmæltu
við LÍÚ uppsögn samninganna á
þeirri forsendu, að hún væri ó-
gild, þar sem samningunum væri
ekki sagt upp beint við félögin
heldur send FFSÍ. 20. júní sl.
barst félögunum svar frá LÍÚ, þar
sem mótmælum félaganna er al-
gerlega vísað á bug. Stjórnir fé-
laganna Kára og Vísis óskuðu þá
eftir því við stjórn FFSÍ, að sam-
bandið leitaði eftir ógildingu upp-
sagnarinnar fyrir félagsdómi. Var
stjórn sambandsins gefinn frestur
til hádegis 23. júní að gefa svar
við málaleitan félaganna, Svar frá
FFSÍ barst ekki fyrr en sá frest-
ur var útrunninn og var í svarinu
slcgifs úr og í. Síðan hefur þó
FFSÍ mótmælf setningu bráða-
birgðalaganna og uppsögn samn-
inganna. Stjórnir Kára og Vísis
ráða nú ráðum sínum og munu
sameiginlega gera viðhlítandi ráð-
stafanir til að reka réttar síns
gagnvart LÍÚ.
SKEMM TIFERÐ
SkemmtiferS Framsóknarfélaganna í Reykjavík verð-
ur farin sunnudaginn 22. júlí n.k. Síðar verður auglýst
hvert farið verður og nánari tilhögun ferðarinnar.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
J
Litlu flugfélögunum, sem
stunda áætlunar- eða leiguflug
út á land, var núna eftir helg-
ina sent bréf frá samgöngu-
málaráðuneytinu, þar sem far-
ið var fram á, að þau hættu
að auglýsa áætlunarflug,
vegna bess að það bryti í bága
j við reglugerð um löggildingu
1 Hugvélaáhafná.
I Undanfarið hafa nokkur ný flug
i félög staðið fyrir áætlunarflugi til
ýmissá staða á landinu, þar sem
hentugt er að koma fyrir litlum
flugvélum Flugsýn hefur haft fast
a; .jrðir r•! /opþafjarðar. Nes-
kaupstaðar. Hólmavíkur, Gjögurs,
Þingeyrar, Hellissands og Patreks-
fjarðar. Nokkrir menn, sem kalla
sig Flugfélag Reykjavíkurj hafa
flogið föstu áætlunarflugi til nokk-
urra sörnu staða, og Sveinn Eiríks
son hefur stundað áætlunarflug til
Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Þessi
nýbreytni hefur verið íbúum þess-
ara staða til mikils hagræðis.
Gallinn við þessar flugferðir mun
að áliti samgöngumálaráðuneytis-
ins vera sá, að flugmenn þessara
flugfélaga hafa ekki þau réttindi,
| sem krafizt er hér á landi til flug
stjórnar á áætlunarleiðum. Venju-
legt atvinnuflugpróf veitir aðeins
réttindi til óreglulegs leiguflugs..
1 Einnig þurfa flugfélög sérleyfi til
áætlunarferða, sem þessi flugfélög
munu ekki hafa.
Til flugstjórnar á áætlunarleið-
um er krafizt ákveðins lágmarks-
1 flugtíma og vissra aukaprófa fram
yfir atvinnuflugpróf
Fra. iáo.c a 15. síðu.