Tíminn - 08.07.1962, Side 3

Tíminn - 08.07.1962, Side 3
í Friðrik Ólafsson skrif ar um Lokaþáttur áskorendamótsins Enda þótt nokkur sé um liðið, síðan Áskorendamótið í Curacao var til lykta leitt, er ekki sjáan- legt, að áhugi manna fyrir því hafi nokkuð dofnað. Enn þá hafa fáar skákir, úr hinum spennandi lokaumferðum, náð að koma fyrir augu lesenda og er það hlutverk þáttarins^í dag að ráða einhverja bót á þessu. Verður þá fyrst fyrir valinu afar lífleg skák, sem tefld var í 23. umferð. Það er Petrosjan sem á þarna við landa sinn Korc hnoj og með sigri sínum í skák- inni tókst honum að ná Keres, sem fram að þessu hafði haft for- ustuna í mótinu. Hv: Petrosjan Sv: Korchnoj Ensk byrjun. 1. c4—c5, 2. Rf3—Rf6, 3. d4 —cxd, 4. Rxd4—g6 (Eftir þennan leik og þann næsta fær byrjunin á sig svipmót Griinfelds-varnar, sem er ein eftirlætisbyrjun Korch noj. Önnur leið, sem til greina kom, var 4. -—Rc6, 5. Rc3—e6, 6. Rdb5—Bb4, 7. a3—Bxc3, 8. Rxc3 —d5 og svartur hefur fyllilega jafnað taflið). 5. Rc3—d5, (Hér er talið, að hvítur eigi aðeins um tvær leiðir að velja, þ.e. 6. cxd5 eða 6. e3. Petrosjan er hins veg- ar á annarri skoðun, enda er hann ekki vanur að binda sig við það, sem í byrjanabókum stendur). 6. Bg5 (Þessi hvassi leikur hleyp ir talsverðu lífi í skákina). 6. dxc4 (Einnig kom sterklega til greina að leika hér 6. —Re4, sem er einn af lykilleikjunum í Griin- feldsvörn. Hvítur á þá vart annað svar en 7. Rxe4 (7. cxd5?—Rxc3 8. bxc3—Dxd5 og svartur stend- ur vel) 7. —dxe4 8. Dd2 (Ekki 8. e3??—Da5f) 8. —Bg7. Svartur má vel við sinn hag una). 7. e3— Da5(?) (Upphafið að erfiðleikum svarts. Öruggt og gott var 7. — Bg7) 8. Bxf6 (Hvítur telur ekki eftir sér að láta biskupinn af hendi fyrir riddarann, enda er hann langt á undan í liðskipan sinni). 8 —exf6 9. Bxc4—Bb4 10. Hcl—a6 (Það er nú þegar orðið Ijóst, að hugmynd svarts með 7. —Da5 var algjörlega röng. Hvitur hefur að vísu orðið að láta biskupa parið af hendi, en í staðinn hef- ur svartur orðið að taka á sig tvípeð, auk þess sem hann er langt á eftir í liðskipan sinni. Til að firra frekari vandræðum ætti svartur nú að kosta kapps að hrókera sem fyrst. Hann álítur þes þó ekki þörf og reynir fyrst að tryggja aðstöðu sína á miðborð- inu. Þessarar dirfsku sinnar (eða kæruleysis?) á hann eftir að iðr ast sárlega) 11. 0-0—Rd7 12. a3— Be7? (Enn þá leikur Korchnoj sér að eldinum. Eftir 12. —Bxc3 13. Hxc3—0-0 hefði hann enga ástæðu til að örvænta, enda þótt staða hvíts sé þó töluvert betri. Bisk- upaparið er sem sé alltaf leiðin til lífsins). 13. b4!—De5 (Eftir 13. —Dxa3 14. Rd5, hótar hvítur hvoru tveggja í senn 15. Rc7f og 15. Hal ásamt 16. Ha2. Reyni svartur hins vegar að forða drottn ingunni til heimkynna sinna, dyn ur yfir biskupsfórnin á f7: 13. —Dd8 14. Bxf7f—Kxf7 15. Db3f —Ke8 16. Re6—Db6 17. Rd5 og hvítur vinnur auðveldlega). 14. f4! (Svarta drottningin fær hvergi griðastað. Að drepa á e3 nú væri hreint sjálfsmorð). 14. —Db8 (Það gildir víst einu, hvert drottning- in fer). 15. Bxf7f! (Þessi fórn er búin að vofa yfir í langan tíma, en Petrosjan fórnar ekki, fyrr en áhrifin eru algjörlega eyði leggjandi) 15. —Kxf7 16. Db3t —Ke8 17. Rd5—Bd6 18. Re6 (Ekki er ástandið beint glæsilegt!) 18. —b5 19. Rdc7t—Ke7 20. Rd4 —Kf8 (20 —Bxc7 21. Rc6f var ekki til frambúðar heldur). 21. Rxa8. Hér^ gafst svartur upp saddur lífdaga. .LíWegasta áfram- haldið væri 21. —Dxa8 22. De6 —Be7 Hc7 og hvítur vinnur létti- lega. 4» Sláttur hafinn Svalbarðsströnd, 5. júlí. Sláttur er hér almennt byrjað- ur, en spretta hefur verið með lélegra móti í ár. Svipað var sett niður af kartöflum og verið hef- ur. En nú er um það bil búið að selja allar þær kartöflur, sem hér voru ræktaðar í fyrrasumar. Alls fóru 125 lestir af kartöflum héðan til útflutnings. Ný sundlaug hefur verið opnuð og er hún 12 og hálfur metri á lengd, og er að hefjast í henni sundnámskeið fyrir unglinga og börn úr byggðarlaginu. Einnig er hafin hér bygging nýs kaupfélags- húss, og verður það með svipuðu sniði og kaupfélagshúsið á Borð eyri. Mikil nauðsyn var að fá hér nýtt hús, þar sem gamla húsið er um 60 ára gamalt. — Nokkuð er unnið að vegabótum í hreppnum. En hreppurinn lánaði 500 þúsund krónur til þessa verks. SJ Tófur aðsópsmiklar Rangavallahreppi, 4. júlí. Mikið hefur verið um tófur í Rangárvallasýslu það sem af er vorinu, og hafa þær gert mikinn usla i lambfé bænda. Við áttum fyrir nokkru tal við tvo menn í Rangárvallahreppi og sagðist þeim svo frá: — Eg hef misst 30 lömb í vor og eitthvað af fullorðnu og er þetta svipað og í fyrra, sagði Sverrir á Selsundi undir Heklu. — Svo virðist sem um sama dýrið hafi verið að ræða í flest skiptin. Hér hafa fundizt 4 greni á litlu svæði. Lítið er um það að tófan leggi í gömul greni, enda nóg um aðra staði í hrauninu. Minkurinn flæddi hér yfir fyrir nokkrum ár- um, á meðan var nóg um fugla- líf, en hefur lítið borið á honum að undanförnu. Haraldur á Hólum í Rangárvalla hreppi hefur verið skytta í mörg ár: — í vor hef ég unnið 11 yrð- linga og 5 íullorðin dýr, og ég veit um 3 greni, sem ég ætla að athuga. Eg held að aðalástæðan fyrir þessum mikla tófufaraldri sé sú, að fyrir nokkrum árum var hætt að eitra rjúpuna, sem er ein aðalfæðutegund tófunnar. í stað þess var farið að eitra smá- brauðmola og kjötbita, og hefur ekki ein einasta tófa fundizt dauð síðan. Stirt tíSarfar Hólmavík. 5. júlí. Tíðarfar hefur verið stirt, það sem af er sumrinu, spretta er lé- leg, og sláttur er ekki hafinn enn sem komið er. — Atvinna er næg, aðallega við fiskvinnsluna. Nokkr Ir smábátar eru gerðir út héðan, en engin mun fara á síld, þar eð bátarnir eru of litlir til þess að leita langt á miSin. Smásíldarafli hefur verið góður og síldin fryst jafnóðum í frystihúsinu, í beitu. — Væntanlega verður nú tekið til við að ljúka framkvæmdum við höfnina innan skamms, en til þess vantar þó nægan mannafla. HS Andrí út á síld Bíldudal, 5. júlí. Bíidudal, 5. júlí. Atvinna er hér næg sem stend- ur. Eitt skip, Andri, er gerður út á síld og er skipstjóri á honum Snæbjörn Arason frá Bíldudal. — Vélskipið Pétur Thorsteinsson hefur hins vegar verið leigt ríkinu til síldarleitar. — Kaupfélagið gerir nú út 4 dragnótabáta og enn fremur er Jörundur Bjarna- son með dragnót. Fjórir bátar eru með línu og handfæri. Allur afli er unninn í hraðfrystihúsinu — Rækjuvinnsla er engin, og verður ekki fyrr en í október í fyrsta lagi. — Niðursuða á grænmeti og kjöti mun senn fara að hefjast í niðursuðuverksmiðjunni. — Nokkuð er um byggingar hér í kauptúninu. Hafin er bygging barnaskólahúss, og er lokið við að steypa grunninn, einnig eru nokk ur íbúðarhús í smíðum. P.Þ. Fé beitt a tun Frai hald af 1. síðu. • anfarin ár. Er því nauðsynlegt að afla meiri heyja, ef ekki á að þurfa að fækka búpeningi. Margir bænd- ur hafa í hyggju að bera ríflega á af Kjarna milli slátta. Hólar í Hjaltadal: Sæmilega spratt í síðustu viku. Tún eru mik- ið kalin víða í Skagafirði. Þó lít- ur út fyrir sæmilega sprettu þar sem skemmdir eru ekki miklar. Heyskapur byrjar 10 til 14 dög um síðar en í meðalári vegna þess hversu seint sprettur. Sláttur er víðast hafinn, en ekki af fullum krafti. Á Hólum er búið að hirða fyrstu töðuna, með ágætis verkun. Eyjafjörður: í sveitum framan Akureyrar er spretta víða sæmi- lega góð. Sláttur byrjaði í seinna lagi, en þurrkar eru ágætir og hey- skapur í fullum gangi. Grýtubakkahreppur: Horfurnar eru mjög slæmar og hafa ekki ver- ið verri síðasta áratug. Sums sfað- ar er svo mikið kal, að allt að helmingi túnanna er skemmdur. Byrjað er að slá á einstaka bæ. Reykjadalur: Víðast er byrjað að beyja. Spretta er yfirleitt léleg og á mörgum bæum mikið um kal- skemmdir. Á einum stað er 18 dagsláttu tún dauðkalið. Norður-Þingeyjarsýsla: Vorið og r -- sem af er sumri hefur verið mjög kalt. Nok'krir bændur byrj- uðu túnaslátt í þessari viku, en al- mennt er heyskapur ekki hafinn. Til samanburðar má geta þess, að túnasláttur hófst all víða um 25 júní í fyrra og árið 1960 viku fyrr. Það er einnig víða mikið um kal- skemmdir og hljóta þær að draga mikið úr heyfeng, og er útlit fyrir að ýmsir bændur þurfi að fækka á fóðrum vegna lítillar sprettu, Sömu sögu e rað s gajevísiet Sömu sögu er að segja í sveitum Þar hefur spretta verði treg og víða kal í túnum.' 105 farasi Framhald af 1. síðu. tíma, og hafði viðkomu í Róm, Singapore og Bankok, en síðasti áfangastaður var Bombay, eins og áður segir. Þótt enn séu ekki óyggjandi fréttir fyrir hendi um afdrif þot- unnar, telja þó flestir fullvíst, að hún hafi farizt, og er sérstaklega á það bent, að flugvélin hafði ekki eldsneyti nema til þriggja klukku stunda flugs, en 15 klukkustundir voru liðnar á hádegi í dag, frá því ■síðast heyrðist frá henni. Flugstjóri í þessari ferð var einn þekktasti flugmaður Alitalia. Olíubrákin ai hverfa Eftir fyrsta skeifingarkastið vegna olíunnar úr LW Haskell í Hvalfirði, kemur í Ijós að lýs ingar á tjóni af völdum henn- ar eru mjög orðum auknar og hafa meira stjórnast af ótta við tjón en að það hafi raun- verulega orðið. Skýrsfa kafar- ans leiðir í Ijós, að lítil hætta er á frekari leka. Olíubrákin er nú að mestu horfin. Vcgna ðhugnanlegra blaBalýs- l inga á æðarfuglsdauða af völdum | olíunnar og stöðugt vaxandi leka ' fóru forráðamenn Olíufélagsins upp í Kjós og Hvalfjörð í fyrra- dag. Enga olíubrák var þá að sjá á sjónum hvorki við flakið né frá því, og virðist olíunni hafa skolað á land næstum allri á sömu stöð- um. Þessir staðir eru frá Staupa- steini og nokkuð inn eftir, og er þar ekkert æðarvarp hvort sem er, mest urðir og klettar. Við Brynjudal og Botnscjal hafði engin olía komið á ströndina, en nokkuð á svæðinu frá kísilnámi Sements- verksmiðjunnar og inn að Þyrli. Á fimmtudaginn stóð vindur inn fjörðinn og barst þá nokkur olía inn að Hvalveiðistöð, en í fyrradag hvessti mjög af norðri og er svo að sjá, að olían hafi þá rekig á land á fyrrgreindum stöðum. Olíufélagsmenn færðu húsfreyj- uni í Hvammi í Kjós eintak af Vísi, þar sem haft er eftir henni að „hræðilegt hafi verið um að lit- ast. Æðarfuglarnir voru flestir dauðir og þeir voru að drepast, sem eftir voru. Æðarkollum leið mjög illa. Margar voru dauðar, en þær sem lifðu þjáðust mjög mikið.“ Furðaði hún sig mest á því, hvað þeim Vísismönnum varð mikill mat ur er úr því, er hún sagði þeim, að hún hefði séð fáeina dauða æðar- unga í fjörunni. Starfsmenn í kís- ilnnámi Sementsverksmiðjunnar drógu einnig úr sögum um æðar- dauðann, sögðust hafa séB tvo, þrjá unga dauða í fjörunni. Starfsmönnum í Hvalfirði ber saman um það, að þegar allt kem- ur til alls, sé þetta ekki meiri olíu- brák en oft gerist, þegar stór skip landa oliu þar, en þá fer alltaf eithvað í sjóinn, þótt eftir megni sé reynt að forðast það. Kafarinn upplýsir, að LW Has- kell liggi á 18 faðma dýpi og alveg á kafi að framan í aur, eins og rótað hafi verið að honum með jarðýtu. Telur hann ólíklegt, að meira leki út í gegnum lúkarinn, sem er fullur af sjó og aur, en bendir á þann möguleika, að olíu- brákin hafi mest komið úr vélar- rúminu, bæði smurolía og diesel- olía. Litlar líkur eru taldar til þess, að báturinn hreyfist, þótt veður versni. en fremur til þess, að hann grafist þarna smám saman í aur og verði þar með úr sögunni fyrir fullt og allt. I Frá Húsmæðrakennara- skóla íslands Umsóknafrestur um skólavist næstu námstímabil, er útrunninn 1. ágúst n.k. Skólastarfið hefst 15. sept. Skólastjóri. T í M I N N, sunnudagurinn 8. júlí 1962. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.