Tíminn - 08.07.1962, Page 8
i
JÓNAS GUÐMUNDSSON, styrimaSur:
Handhægar
athuganir á
stðöugleika
báta og skipa
Hinir tíðu skipstapar, sem virðast stafa af lítilli sjó-
hæfni eða öðrum þvílíkum ástæðum, eru mikið rædd-
ir manna á meðal. Tíminn hefur snúið sér til Jónasar
Guðmundssonar, stýrimanns, og beðið hann að rita um
þetta mál og hvað helzt mætti verða til hjálpar.
Eftir að íslenzk skip fengu háar lyftingar, mörg þilför, hefur margt
óhappið orðið. Stórum skipum á mælikvarða þjóðar, sem réri til fiskj-
ar úr steinvörum og brimsöndum, hefur margsinnis hvolft og oft hafa
mannslífin týnzt — heilar skipshafnir af vöskum sjómönnum. Hræði-
legur grunur grípur oft þá, sem heyra tíðindin í fjarlægð. Og vér
spyrjum: Voru þetta mistök? Mistök í mönnun? Mis-tök í lestun?
Sjópróf fara fram, en ekkert raunhæft er gert, því að sagan hefur
endurtekið sig með árvissu millibili, og í hvert sinn, sem maður
sér sæmilega yfirbyggt skip, þá getur maður átt von á, að það sé í
síðasta sinn.
Nú hefur það enn þá gerzt, að skipi hvolfir að litlu tilefni, að manni
hefur skilizt. Fiskibátur með nýtt stýrishús, kraftblökk og fl. er á
leiðinni til miða, er hann skyndilega snýr kjölnum upp og það er
fyrir hetjuskap hreinan, að skipshöfnin verður til frásagnar að þessu
sinni.
Skipið og menntun skipstjórnarmanna
Þó ábyrgð, mikil ábyrgð, hvíli á þeim, sem teiknar skip fyrir sjó-
menn í Norður-Atlantshafi, þá skiptir höfuðmáli, að því sé haldið
eins haffæru af hálfu skipstjórnarmannanna og unnt er. Til þess að
svo megi verða, er skipager® kennd við stýrimannaskólann. Menntun í
skipagerð gerir skipstjórnarmönnum kleift að gera rannsóknir á
hleðslu skipsins, eiginleikum þess, stöðugleika og annarri sjóhæfni.
Þó „brjóstvitið" sé til ýmissa hluta gagnlegt, er það ekki mjög mikils
virði við lestun skipa, og því fer, sem fer. Mistökin hvolfa skipunum
eða þegar bezt lætur, valda skemmdum á skipi og farmi, því að skip
kann að vera mjög hættulegt ef það er með of þunga kjölfestu, er
stíft, eins og það heitir, með farminn illa skorðaðan. Það er þvi
margs að gæta, þegar skipin eru lestuð. Til þess að tryggja, að skip
séu lestuð, kennir stýrimannaskólinn lestun kaupfara, en hins vegar
kennir hann ekki fiskimönnum þessa sjálfsögðu námsgrein. Eg vil,
til að forða misskilningi, taka það fram, að samkvæmt reglugerð er
skólanum ekki ætlað að kenna þessa námsgrein undir fiskimannapróf
og eiga forráðamenn skólans því enga sök á þessu En þetta verður
að breytast.
Einföld regla
Það er vitaskuld erfitt fyrir skipstjóra, sem ekki hefur numið reikn-
ingsaðferðirnar, sem til þarf, að ákveða stærð þeiira krafta, er ráða
stöðugleika skipsins. Þó er hægt að mæla með einföldum reglum, sem
fara má eftir til að finna stærðfræðilega, hvort skipið er í hættu
statt. Reglan er miðuð við eina veltuumferð eða þann tíma, er líður
frá því að skipið veltur t.d. frá bakborða yfir til stjórnborða og aftur
í bakborða. Við tökum þá timann á því andartaki, að skipið byrjar að
velta frá stjórnborða yfir í bakborð'a, þar til það hefur aftur stöðv-
azt í stjórnborða.
Reglan er þá svona. Ef ein veltuumferð tekur fleiri sekúndur en
breidd skipsins nemur í metrum, þá er skipið í hættu.
Ef ein veltuumferð tekur jafnmargar sekúndur og breidd skipsins
nemur í metrum, er skipið með fremur lítinn stöðugleika, en sjóhæft
að óbreyttum aðstæðum.
Ef veltuumferðin tekur færri sekúndur en breidd skipsins nemur i
metrum, þá er stöðugleikinn góður.
Þessa reglu geta menn haft til hliðsjónar, þegar þeim verður hugs-
að til stöðugleika skipsins. Þá verður að hafa það í huga, hvort
t.d. verið að brenna olíu úr botnhylki, eða hvort ís er að hlaðast á
skipið, eða einhverjar aðrar ytri ástæður eru fyrir hendi, sem geta
haft áhrif á jafnvægi eða stöðugleika skipsins.
Þessi regla er til í nákvæmnari útfærslu og er þá MG (við óendan-
Iega lítinn halla eða byrjunarstöðugleikinn)
R
f = 0,8 stuðull fyrir venjuleg skip
B = Breidd skipsins í metrum
R = Veltuumfei'ð í sekúndum
MG er í metrum. (Framhald á bls. 15)
I
Tristan da Cunha, sem
dregur nafn sitt af portú-
gölskum aðmírál, Tristao da
Cunha, sem fann eyjuna
1506, er 9,6 sinnum 11,2
km að stærð. Hún liggur í
Suður-Atlantshafi um 2900
km vestur af Höfðaborg.
Brezkt herlið var sett á eyj-
una 1815 í sambandi við út-
legð og dvöl Napoleons á
St. Helena, sem er um 1560
mílur í norðausturátt.
Næsta ár var eyjan form-
lega lögð undir Bretland og
fylgdi brezku St. Helenu-
nýlendunni. Árið 1817 var
setuliðið flutt á brott, en
brezkur hermaður, sem
varð eftir með fjölskyldu
sinni er í rauninni upphaf
að íbúum eyjarinnar. Eina
þorpið, sem á eyjunni er,
nefnist Edinburgh.
Sjóliðar á brezku herskipi virSa fyrlr sér eldsumbrotin á Trlstan.
Þegar íbúar Tristan da Cunha
sneru heim að loknum kvöld-
bænum sunnudaginn 8. októ-
ber s. 1., blasti við þeim eyði-
legging. Frá því í ágústmán-
uffi höfðu þeir stöðugt heyrt
skruðninga og fundið titring
fara um litlu eldfjallaeyjuna
sína, þarna úti á miðju Suður-
Atlantshafi. Þetta kvöld mættu
þeim opnar dyr og brotnir
gluggar, og í görðunum voru
djúpar og víðar sprungur.
Daginn eftír, á meðan brezki
valdsmaffurinn á eyjunni, Pet-
er Wheeler, var að ræða við
karlmennina um möguleika á
því að flytja fólkið á brott frá
eyjunni, reis allt í einu upp
úr jörðinni bak \*ð-.þorpið gúll,
sem varð upphaf^lqkeiffinýnd
uðu eldfjalli.
Næstu 48 klukkustundir urðu
allir á eyjunni, allt frá hinni
85 ára gömlu Jane Lavarello
til Margrétar litlu Green, sem
aðeins var 5 ára, aff þola
martröð skelfingar, ógna og
sorgar, en þeir tóku þessu öllu
með þögulu hugrekki og miklu
jafnaðargeði. Þau þrömmuðu
þá 5 kílómetra leið, sem var
út á kartöfluakrana, þar sem
þau söfnuffust öll saman, á
meðan mennirnir reyndu ár-
” angurslaust að koma á flot
m strigabátunum sínum. Næsta
morgun sneru þau . aftur til
þorpsins, sem nú var algerlega
mannlaust og náðu til víkur,
þar sem sjórinn var ögn stillt-
ari, og þaðan var róið út í tvö
fiskiskip. Næstu nótt gistu þau
á mannlausri eyðiey, Nætur-
galaey, en þangað voru þau
sótt og flutt um borð í hol-
lenzka farþegaskipið Tjisadene.
Þau sigldu í vonleysi fram hjá
húsunum, sem forfeður þeirra
höfðu byggt endur fyrir löngu,
fram hjá húsdýrunum og öllu
sem þeim var kærast, fram hjá
ökrunum, sem þau höfðu strit-
að á, í burtu frá eyjunni, sem
þau elskuðu öll.
Martröðin var um garð geng-
in, en önnur martröð beið
þeirra. Þau urðu að byrja nýtt
líf í heimi, sem var þeim al-
gerlega ókunnur og framandi,
og sem aðeins einn þeirra
hafði svo mikiff sem augum lit-
ið áður.
Kaldan nóvembermorgun
tæpum mánuði síðar lagðist
farþegaskipið Stirling Castle
aff bryggju í Southampton með
eyjarskeggjana um borð. Og
nú leit þetta fólk fyrst hinn
iðnvædda heim augum á langri
ökuferð með áætlunarbílum,
sem fluttu það til Redhill í
Surrey. Þar hafði þeim verið
búin nsamastaður í búðurn,
sem samanstóðu af smákofum.
Nú sáu þau í fyrsta sinn bíla.
áætlunarbíla, lestir, stein-
steypta vegi, umferðarljós og
lögregluþjóna, stór sveitabýli
umkringd háum trjám og víð-
áttumiklum ökrum, háreist
fjölbýlishús og óendanlegar
raðir smærri húsa, sem öll
voru eins. Þau sáu götur troð-
fullar af bílum og gangandi
fólki, búffir fuliar af húsgögn-
um, mat og fatnaffi. Þau sáu
ungar konur með himinháar
ÞaS er engin höfn á eyjunni, og verSur þvl aS flytja allar vörur í land á ferjum, en síSan eru þær
fluttar á vögnum upp ti! Edinburgh, eina þorpsins á eyjunni.
8
T f M I N N, sunnudagurinn 8. -júlí 1962