Tíminn - 12.07.1962, Síða 1
t
156. tbl. — Fimmtudagur 12. júlí 1962 — 46. árg.
Starfsfólk Hatta- og skerniabúðarinnar í Bankastræti 14, fékk óvænta
heimsókn klukkan ljálf fjögur í gær, er bifreið hlunkaðist á vegginn
1
og braut hann. Tveir gluggar molnuðu við skellinn og glerbrotin
dreyfðust innanbúðar og utan, en steinhleðslan milli þeirra gekk inn
í húsið. Bifreiðin R-81 var á leið ofan Skólavörðustíg. Hemlabilun
var orsökin. (Ljósmynd: TÍMINN, RE)
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er I
Bankastræti 7
Muniö að tilkynna
vanskil á blaöinu
í síma 12323
fyrir kl. 6.
í':::
Mjög mikil síld barst til
Raufarhafnar í gær, og jafn-
vel búizt við að þar yrði lönd-
unarbið í dag. Mikill fjöldi
báta hafði tilkynnt um komu
sína í gærkvöldi. Alls hafði
verið tekið á móti 60 þúsund
málum síldar á Raufarhöfn í
gær, en þá bárust þangað 14
þús. mál. Síldarbræðslan get-
ur tekið á móti 6000 málum á
dag. Mest af þeirri síld sem nú
berst að er austan úr Héraðs-
flóa og af Seyðisfjarðardýpi.
í gær náði blaðið tali af Jakob
Jakobssyni fiskifræðing um borð
í síldarleitarskipinu Ægi, sem þá
var statt við Strandagrunnshorn.
Jakob kvað leitina ganga sæmi-
lega, og hefðu leitarskipin nú skipt
með sér verkum þannig, að Ægir
væri á Vestursvæðinu út af Húna
flóa, Pétur Thorsteinsson aUstan j
við Langanes og Fanney á svæð-
inu frá Langanesi að Kolbeinsey. '
Mikil síld mun vera út af Aust-1
fjörðum, og mega teljast góðar |
veiðihorfur þar, sagði Jakob. Meg-;
inhluti síldargangnanna virð'ist f
I vera fyrir Austurlandi. Síldin er
j stygg, og hafa bátar kastað allan
sólarhringinn, en litla síld feng-
i ið, enda þótt torfurnar hafi ver-
ið stórar. Sumt af Austurlandssíld
inni er sæmilegt, en annað ekki.
Það er góðs viti að stöðugt gengur
nýr hluti að Austfjörðunum, síld,
sem ekki hefur verið í átumiklum
sjó og er því mögur. Þar eð átu-
magnið á þessum slóðum fer vax-
Framhald á 15. síðu.
INDVERJAR OTTAST
ÁRÁS KÍNVERJANNA
NTB—Hong Kong og Nýju Delhi,
11. júlí. —
Óttazt er, að til tíö-
inda kunni að draga milli
herja frá kínverska al-
þýöulyöveldinu og Ind-
A HUÐ-
KEIPUM
SJA 15. SIÐU
landi, en báðir aöilar
hafa safnað iiði við landa!
mærin hjá Tíbet og Kas-j
mir.
Snemma í dag bárust þær frétt- i
ir frá Nýju Delhi, að kínverskar !
hersveitir hefðu umkringt ind- j
verska herbækitstöð í Ladakh í
Kasmír, og nokkru seinna var
skýrt frá því, að kínverskt herlið I
hefði einnig setzt um indverska j
herstöð í Galwan-dalnum á landa
mærum Tíbet og Kasmír.
Talið er, að herstyrkur Kínverja
sé þarna um 3000 hermenn, sem
munu hafa komið frá sjö kínversk
um landamæravarðsveitum. Frétta
stofan Nýja Kína birti í dag orð-
sgndingu til indversku stjórnar-
innar, þar sem segir, að Indverj
ar undirbúi nú á laun innrás í
kínverska alþýðulýðveldið. Pek-
ine-stiórn hefur sent indversku
I
stjórninni harðorða mótmælaorð
sendingu, þar sem Indverjar eru
sakaðir um að skapa stríðshættu
með því að stofna fjórar nýjar
herbækistöðvar innan kínversku
landamæranna í Sinkiang-hérað-
inu og með hinum aukna viðbún-
aði indverskra herja við Spangg-
ur-vatn í Tíbet.
Ástandið þarna á landamær
unum er talið mjög alvarlegt,
og er loftvarnalið Indlands við
öllu búið, ef ske kynni, að
Kínverjar létu til skarar skríða
gegn indversku herstöðvun-
um.
Halvard Langc
Lange
kominn
Klukkan hálf átta í gærkveldi
lagði Flugfélagsvél af stað frá
Fornebu-flugvelli við Osló. Meðal
farþega var Halvard Lange, utan
ríkisráðherra Noregs, og kona
hans. Þau hafa verið boðin í sex
daga opinbera heimsókn til ís-
lands. Flugvélin kom til Reykja-
víkur fyrir miðnætti s.l.
Lange fer m.a. út á land og
heimsækir Reykholt, Akureyri og
Mývatn. Hann hefur oft áður kom
ið hingað tjl lands.
Lange hefur tekið háskólapróf
í sögu og ensku, auk þess sem
hann hefur stundað nám í hag-
fræðisögu og stjórnlagafræði. —
Hann sat mikið í fangelsum naz-
ista á stríðsárunum. Hann hefur
verið þingmaður síðan 1940, en
utanríkisráðherra síðan 1946. —
Hann hefur skrifað fjórar bækur.
TIL. VÍNLANDS'
Kristján Eldjárn, Gísli Gestsson
og Þórhallur Vilmundarson fóru í
nótt vestur um haf til þess að taka
þátt í uppgreftri Helge Ingstad á
I Nýfundnalandi.
— Ferðalagið leggst vel í mig.
Það verður spennandi að taka
þátt í uppgreftrinum, sagði Kristj-
i án í gær, er hringt var í hann frá ^
I blaðinu. — Samt get ég enga hug-
mynd gert mér um, hvernig þetta
verður. Ekkert hefur fundizt við
uppgröft Ingstads í sumar, en hann
befur verið þarna í þrjár vikur.
\rifi íslendingarnir verðum þarna í
um það bil mánuð, að ég held, en
és þori ekki að spá neinu um ár-
angurinn.
Kristján Eldjárn
VEIÐILEIT
Á MIÐUM