Tíminn - 12.07.1962, Side 7
WfwéiM
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
t'ramlivæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- j|
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- i 9
stræti 7 Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af- 1
greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- , ffl
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — | H
1
Furðuieg ákvörðun
félagsmálaráðherra
Sú ákvörSun félagsmálaráðherra, að hækkun íbúða-
lána úr byggingarsjóði, skuli aðeins ná til þeirra, sem
hafa byrjað á byggingarframkvæmdum eftir 1. ágúst
1961, er meira en furðuleg. Hún er í hæsta máta ósann-
gjörn. Hún er og tvímælalaust í algeru ósamræmi við það,
s sem Alþingi ætlaðist til, er það samþykkti umrædda
lánahækkun.
Það var orðið meira en ljóst á síðastliðnu hausti, að fl
„viðreisnin“ hafði stórhækkað allan byggingarkostnað. í
framhaldi af því, lögðu Framsóknarmenn til, að hámarks-
lán á íbúð yrði hækkað úr 100 þúsund krónum í 200 þús-
und krónur. Sýnt var fram á að þessi hækkun nægði
engan veginn til að mæta þeirri hækkun á byggingar-
kostnaði, sem orðið hafði af völdum „viðreisnarinnar“,
ef miðað væri við meðalíbúð. Þetta væri þó eigi að síður
verulegt spor í rétta átt.
Stjórnarliðið fékkst ekki til þess að samþykkja þessa
tillögu, en taldi sér hins vegar ekki fært að hafna henni
alveg. Það samþykkti því að hækka hámarkslán í 150
þúsund krónur úr 100 þúsund krónum.
í umræðunum kom ekki annað fram en að þessi hækk-
un ætti að ná til allra íbúðabyggjenda, er hefðu þörf fyr-
ir hana.
Sú ákvörðun, sem félagsmálaráðherra hefur tekið, að
þessi lánahækkun skuli aðeins nú til þeirra, sem hafa
byrjað byggingarframkvæmdir efth' 1. ágúst 1961, kem-
ur því algerlega á óvart.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fjöldi
manna, sem hafa byrjað á íbúðarbyggingu á árunum
1959, 1960 og á fyrra helmingi ársins 1961, eiga í
mestu erfiðleikum með að halda þeim, ekki sízt vegna w
þess kostnaðarauka, sem orsakazt hefur af „viðreisn- g
inni". Fyrir þessa menn hefði það getað orðið nokk- 3
ur úrlausn að verða aðnjótandi lánahækkunarinnar, 1
enda var það áreiðanlega ætlun Alþingis. Með einum B
pennadrætti og misnotkun á reglugerðarvaldi sínu, 3
hefur félagsmálaráðherra svipt þessa menn umrædd-
um stuðningi og verður þess valdur, að þeir munu
margir hverjir neyðast til að missa íbúðirnar e3? að
hírast í þeim hálfgerðum með fjölskyldum sínum.
Fátt sýnir betur en þessi ákvörðun félagsmálaráðherra.
sem jafnframt er formaður Alþýðuflokksins, hve langt
Alþýðuflokkurinn kominn frá uppruna sínum. Fyrir
30 árum hefði það verið óhugsandi, að foringjar
Alþýðuflokksins hefðu gengið fram fyrir skjöldu í ber-
högg við augljósan þingvilja til að þrengja kjör þeirra.
sem af litlum efnum en miklum dugnaði eru að reyna
að eignast þak yfir höfuðið. Vissulega sýnir þetta bezt
hve Alþýðuflokkurinn er nú orðinn allt annar en hann
áður var.
En Emil Jónsson metur hér meira að þjóna stefnu „við-
reisnarinnar“ en stefnu Alþýðuflokksins. Það er vitanlega
í góðu samræmi við stefnu ,,viðreisnarinnar“ að þrengja
þannig að hinum efnalitlu, því að meginmarkmið hennar
er að þrengja að framtaki hinna mörgu til hags fyrir hina
fáu. Umrædd ákvörðun Emils Jónssonar þjónar vel þeirr:
stefnu.
INGVAR GÍSLAS0N, aiþm., Akureyri:
Island getur hvorki tengzt
GBE með aðild eða aukaaðild
Dr. Björn Sigfússon skrifar í
Tímann 28. júní s.l. grein, sem
nefnist: Aðild að EBE og 6. gr.
sambandslaga frá 1918.
f greininni er að finna ýms-
ar hugieiðingar um Efnahags-
bandalag Evrópu almennt, en
jafnframt alllangan kafla um
aukaaðildarsamning Grikkja að
EBE, ásamt samanburði á hon-
um og 6. gr. sambandssáttmála
íslendinga og Daná frá 1918. —
Margt er athyglisvert í grein-
inni, m.a. fróðlegt að kynnast
efni gríska samningsins og
þeim sérstöku ástæðum, sem ráð
ið hafa gerð hans.
Björn Sigfússon telur upp 4
aðalatriði samningsins, en þar
eru (í örstuttu máli):
1. Gagnkvæm frjáls hreyfing
verkamanna milli Grikklands
og EBE landa.
2. Gagnkvæmur réttur til stofn
unar fyrirtækja.
3. Frjáls samkeppni skipa, flug
véla o.s.frv.
4. Aðrar almennar reglur um
frjálsa samkeppni o.fl.
INGVAR GÍSLASON
Þess má enn fremur geta um
það, sem líkt er með samning-
unum, að báðum er ætlað að
gilda tiltekið árabil, gríska samn
ingnum 22 ár, dansk—íslenzka
samningnum 25 ár.
akvæói jaín uppsegjaniegt og
önnur ákvæði samningsins. Mið
að við það, að Danir höfðu öld-
um saman haft fullan og oft ein
skoraðan athafnarétt á íslandi,
fólst því ekki ýkjamikil hætta
á 6. gr., þó að hún væri að sjálf
sögðu nokkur, svo að brugðið
gat til beggja vona.
Slefnt að fmllum
skilnaði
Ég hef ekki athugað, hvort
íslendingar gáfu nokkrar yfir-
lýsingar í sambandi við samn-
ingsgerðina 1918 um það, að
þeir myndu neyta réttar síns til
fullra shta við Dani að loknum
gildistíma sáttmálans, en ég
held þó, að snemma hafi orðið
Ijóst, að þeir ætluðu ekki að
endurnýja sáttmálann, enda
varð sú og raunin. Má telja full-
víst, að íslendingar hafi gert
sambandssáttmálann 1918 í
þeirri trú, að hann leiddi til
fulls aðskilnaðar, þannig að ís-
lendingar tækju að fullu og öllu
við meðferð mála sinna eftir
I samanburði sínum á
„Grikkjasamningi“ og dansk—
ísl. sáttmálanum frá 1918, segir
greinarhöf. réttilega, að margt
sé ólíkt með samningum þess-
um, en þó sé ýmislegt líkt,
m.a., að báðir séu fjarri því að
tákna sjálfstæðisafsal (af hálfu
íslendinga eða Grikkja) og svo
hitt, að meginefni gríska samn-
.IngsinSihjihni verulega á ákvæði
8. gr. sambandslaga.
Ég ætla ekki að ræða um
hugsanlegt sjálfstæðisafsal í
þessu sambandi. A.m.k. veit ég,
að íslendingar afsöluðu sér ekki
sjálfstæði með sambandslögun-
um frá 1918, heldur þvert á
móti: Kjarni þeirra laga (samn-
ings) var fullveldisviðurkenn-
ing af Dana hálfu til handa ís-
lendingum.
Hvaö er líkt?
Rétt er, að 6. gr. sambands-
laganna frá 1918 kvað á um
'gagnkvæman rétt íslendinga og
Ðana í hvoru landi um sig til
vinnu og hvers kyns athafná.
Gríski samningurinn við EBE-
löndin geymir sams konar eða
svipuð ákvæði um gagnkvæmt
athafnafrelsi í mjög víðtækri
merkingu. Og Björn Sigfússon
telur, meira að segja, að hlut-
fallslega standi Grikkland líkt
gagnvart Efnahagsbandalaginu
‘þ.e. 6 ríkjum: Þýzkalandi,
Frakklandi, Ítalíu, Hollandi,
Belgíu og Luxemburg) eins og
fsland gagnvart Danmörku á
sínum tima (miðað við mann-
íjölda og efnahagsþróun). —
Hætta Grikkja af gagnkvæmis-
ákvæðum aukaaðildarsamnings-
ins ætti þá að ' vera ámóta og
sú hætta, sem íslandi stafaði af
gagnkvæmisákvæðum 6. gr.
sambandslaga, en ótti margra ís-
lendinga við afdrifarík áhrif
þeirra reyndist ástæðulaus, þeg-
ar til kom. Þó segir greinarhöf-
undur: ,.Á hinn bóginn getur
dómur sögu ekki fortekið fyrir
það, að sarns konar atvinnu-
rekstrarleyfi og hömluleysi gæti
steypt þjóðinni í ógæfu á síð-
asta þriðjungi aldar, og ekki efar
sá, sem þetta ritar, að svo fari,
ef aðild er gerð án viðhlítandi
varúðarráðstafana og samkeppn
isþrek vort cigi stórum eflt
Gerolíkt markmid
Ég ætla ekki — út af fyrir
sig— að bera brigður á þenna
samanburð dr. Björns á um-
ræddum milliríkjasamningum,
en þó get ég ekki stillt mig um
að minna á önnur atriði, sem ég
held að sanni, að þessir samning
ar séu annars afar ólíkir að
uppruna, eðli og meginmark-
miði.
Uih upprunann er það að
segja, að gríski samningurinn
er sprottinn upp úr hugmynd-
um eftirstríðsáranna 1939—’45
um efnahagslega og pólitíska
einingu Evrópu, en sambands-
sáttmáli íslendinga og Dana á
rætur að rekja til sjálfstæðisbar-
áttu íslendinga og þeirra hug-
mynda um stofnun „þjóðríkja",
sem mest ber á í stríðslok 1918.
Þá voru orð eins og „þjóðríki"
og „sjálfsákvörðunarréttur“ heil
ög vígorð frjálslyndum mönn-
um, miklu fremur en virðist á
7. tug aldarinnar.
Eðli samninganna er einnig
mjög ólíkt, enda er gríski samn
ingurinn fyrst og fremst efna-
hagssamningur, en dansk—ísl.
sambandssáttmálinn fullveldis-
samningur, þó að í honum séu,
af mjög eðlilegum ástæðum á-
kvæði af efnahagslegum toga.
Það kann að vera, að mér mis
sýnist um tilgang samninganna,
en ég fæ ekki séð, að hann sé
sá sami í báðum tilvikum. Til-
gangur sambandssáttmálans var
auðvitað fyrst og fremst að
kveða á um fullveldi íslands. En
jafnframt hafði sáttmálinn að
geyma ákvæði um ýmis atriði,
sem vörðuðu sambúð íslendinga
og Dana ákveðið árabil, enda
jafnframt um skilnaðarsáttmála
að ræða, eins konar búsuppgjör
milli þjóða, sem höfðu „búið sam
an“ um aldaraðir.
Enn um 6. gr.
sambandslaga
Ákvæði 6. gr. um gagnkvæm-
an rétt voru engan veginn ný
1918, þvi að milli íslands og
Danmerkur hafði lengi ríkt gagn
kvæmur þegnréttur, svo að 6.
gr. gerði vart annað en fram-
lengja hann — í vissum skiln-
ingi í 25 ár. en síðan var það
1943.
Hvert er markmið
„Grikkjasamnings(t?
Um tilgang Grikkja í lengd
og bráð með samningi sínum við
EBE veit ég harla lítið. Ég geri
þó ekki ráð fyrir, frekar en
Björn Sigfússon, að samningur
inn feli beint í sér afsal sjálf-
stæðis. Nærtækast er auðvitað
að ætla, að tilgangur Grikkja
sé að efla atvinnu- og fram-
kvæmdalíf í landinu sínu. En í
þessu sambandi væri alls ekki
fráleitt að reyna að gera sér
grein fyrir, hver sé tilgangur
hins aðilans, Efnahagsbandalags
ins, með samningnum við
Grikki, en þar með erum við
líka komnir að stóru spurning-
unni um markmið Efnahags-
bandalagsins yfirleitt.
Bandalagið á sér að sjálfsögðu
efnahagslegan tilgang, eins og
nafnið bendir til, þann að koma
á viðtækri samvinnu aðildar-
ríkjanna um cfnahags- og fjár-
mál, í því skyni að efla fram-
leiðslu og viðskipti og velmegun
einstakiinga og þjóða.
Sumir segja, að til viðbótar
eigi bandalagið sér pólitískt
markmið. Er þá jafnvel talað
um bandaríki Evrópulanda. Ef
það er rétt, er ástæða til að
ætla, að aukaaðildarsamningur
sé af bandalagsins h^lfu skoðað
ur sem Iiður í þeirri keðju, sem
á að leiða til þess, að hinu
(hugsanlega) pólitíska mark-
miði verði náð.
Þó að svo væri, að efnahags-
bandalagið ætti sér ckki póli-
tískt markmið, þá er eigi að síð-
ur líklegt, að hver aukaaðildar-
samningur yrði skoðaður af þess
hálfu sem liður í keðju, sem ætl
að er að ná lengra en sjájf auka
aðildin, en það yrði þá full að-
ild með þeim skyldum og rétt-
indum, sem Rómarsamningur-
inn greinir.
Þróun fil fullrar
aðildar?
En svo að við víkjum aftur
að tilgangi Grikkja sjálfra með
samningnum, þá vil ég endur
Fvamhald á 15 siðu
we:
T I M I N N, fimmtudagurinn 12. júlí 1962
I
7