Tíminn - 12.07.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.07.1962, Blaðsíða 16
I Fimmtudagur 12. júlí 1962 156. tbl. 46. árg EINN SPRETTHARÐUR Hljóömúr- inn rofinn á Veilinum R. B. Moore, aömíráll, yfir- maður varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli, skýrði blaða- mönnum frá því í gær, að fyr- ir dyrum væri að skipta um gerð orrustuflugvéla á vell- inum. Teknar verða í notkun hraðfleygari og nýrri vélar í stað þeirra sem varnarliðið notar nú. Nýtileg tæki verða f Almúga- maöur úr heiöni í kumlinu, sem fannst um daginn í Draugklifi yzt á Snæfellsnesi, var sverð, scm gefur ýmsar upplýsingar um manninn, sem beinagrindin er af. Lagið á sverðinu sýn- ir, að það er úr heiðni og einnig, að það hefur ekki verið neinn liöfðingi, sem hélt á þvi, heldur almúga- maður. fburðurinn er eng- inn, en þetta hefur samt verið gott sverð til síns brúks. — Kristján Eldjárn sagði blaðinu í gær, að þetta kuml væri merkur fundur, einkum vegna sverðsins. Það er nú í hreinsun, sem mun senni- lega taka nokkra mánuði. tekin úr gömlu vélunum og flutt vestur, en vélaskrokkun- um verður að öllum líkindum ekið á öskuhauga. Þessi skipti á vélum verða kom- in í kring í haust. Nýju vélarnar nefnast „Delta Dagger“ og geta þær farið mikið hraðar en hljöð- ið og náð mikilli hæð. Vélar þess- ar þykja góð tæki og þær beztu, sem nú eru notaðar á flugstöð'v- um víða um heim. Þær fyrstu þeirra koma í næsta mánuði. Hraði og hávaði Þessar nýju vélar, sem fara með 700—800 mílna hraða á klukku- j stund, eru skjótari á vettvang, verði vart við ókennileg farar- tæki í ratsjám, heldur en eldri gerðir þær, sem undanfarið hafa verið í notkun. Þær eru búnar samskonar vopnum og eldri vél- ar, en vegna hraða er ekki hægt að notast við ílugvélamóðurskip til lendingar. Aðmírállinn var spurður að því, hvort vélum þess- um fylgdi ekki aukinn hávaði, en hann kvað hljóðið frá þeim ekki valda neinum óþægindum, enda væri þeim flogið í mikilli hæð. Kafbátar og kafbátalægi Moore var spurður, hvort flug- menn yrðu ekki varir kafbátaferða í kringum ísland. Hann sagði að þeir sæu oft til ferða rússneskra kafbáta, sem væru að æfingum á Atlantshafi. Við slíkar æfingar væri ekkeit að athuga, þær væru reglum samkvæmt og hér við land- ið hefði þeirra ekki orðið vart að undanförnu, heldur á úthafinu. Aðspurður sagði hann, að ekki væri gott að sjá hverjum vopnum kafbátarnir væru búnir, enda væru þeir ekki lengi á yfirborð- (Framhald á 15. sfðu) Landsmót hestamanna verður háð á Þingvöllum um helgina. Þeir sem lengst eiga að fara, eru þegar lagðir af stað með hesta sína til mótsins, en aðrir nota tímann til að æfa gæðingana fyrir keppni, Þessi mynd er af hesti, sem líklegur er tH að verða einna harðastur á sprettinum um helgina. Hann er eign Gunnars Magnússonar í Ártúnum. í gær var honum hleypt 800 metra sprett á Rangárbökkum. Vegalengd- ina hljóp hann á 72 sek. og það keppnislaust. — f dag segjum við frá undirbúningi að lands- mótinu á bls. © (Ljósm.: Ottó Eyfjörð). se ra GJALDHEIMTAN „STOR- RUKKARI” BORGARINNAR! Nú fá Reykvíkingar bráðum að greiða opín- ber gjöld sín á einum og sama stað, hvort sem það er útsvar, þínggjöld eöa sjúkrasamlagsgjald, því verið er aó innrétta hús- næði fyrir Gjaldheimfuna í Tryggvagöfu, í eystri helmingi hússins, þar sem Sjúkrasamlagiö er. Að vísu verður jafn strangt og áður að borga opinberu gjöldin, en óneitanlega verður minna um- stang við það, þegar þau eru öll komin á einn stað. Að Gjaldheimt- unni standa Tollstjóraskrifstofan, Borgarskrifstfýturnair og Sjúkra- samlagið. Framkvæmdastjóri henn ar verður Guðmundur Vignir, lög- fræðingur hjá borgarverkfræðingi, en stjórn hennar skipa Einar Bjarnason, aðalendurskoðandi rík- isins, Gunnlaúgur Pétursson borg- arritari og Gunnar Möller Sjúkra- samlagsstjóri. Gjaldheimtan tekur að öllum íik indum til starfa í ágúst, um sama leyti og skattskráin kemur út. Hjá Gjaldheimtunni verða sett- ar niður kassa- og bókhaldsvélar af gerðinni Boitos. Vélarnar verða tvær og munu kosta um eina millj. samtals. Þessar vélar munu leysa af hólmi kassavélar af Mathisen- gerð, (þýzkar) sem bærinn hefur notað í innheimtu útsvara og fast- eignagjalda. Fyrirtækið sem fram leiddi Mathisenvélarijar, var lagt niður skömmu eftir að vélarnar komu hingað, en þær hafa reynzt mjög illa, bilað hvað eftif ann- að, klesst og rúllað skakkt. Annað þýzkt fyrirtæki, Natzional, hefur nú tekið við framleiðslu vélanna, og umboðið Westlund hér tekið Framhald á 15 síðu Ein af nýju vélunum, scm eru a3 koma á Völli.. þær fara hraðar en hljóðið. TVÖ HÉRAÐS- MÚT f Norður-ísafjarðarsýslu verður mótið haldið laugar- daginn 14. júlí kl. 9 s.d. í Bolungarvík. Ræður flytja: Helgi Bergs, ritari Fram- sóknarflokksins, Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisháðh. Sigurvin Einarsson, alþm. Skemmtiatriði: Einsöngur: Erlingur Vig- fússon. Undirleikari: Ragnar Björn Hinn vinsæli Kvintett Vil- bergs Vllbergssonar lcik- ur fyrir dansinum. Söngv ari er hinn Vinsæli Barði Óiafsson. Framsóknarfólk! Fjölmenn- ið og takið með ykkur gesti. í Vestur-ísafjarðarsýslu verður mótið haldið sunnu daginn 15. júlí kl. 9 s.d. á Þlngeyri við Dýrafjörð. Ræður flytja: Helgi Bergs, ritari Fram- sóknarflokksins, Hermann Jónasson, fyrrv. forsætisráðherra. Sigurvin Einarsson, alþm. Skennntiatriði: Einsöngur: Erl. Vigfússon Undirl.: Ragnar Björnsson — Hljómsveit Baldurs Geir mundssonar. Framsóknarfólk fjölmennið á þessa ágætu skemmtun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.