Tíminn - 13.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.07.1962, Blaðsíða 14
1 Fyrríhlutí: Undanhald, l'. Miðjarðarhafi. Á meðan hægt var að beita aðeins þremur þeirra, eða í mesta lági fjórum gegn ítölum, sökum skorts á skipum til árása og flutninga. VEGNA ÞESS AÐ árið 1943 var Bretland enn sterkasta her- veldið og sökum hins, að yfirher- stjórn á Miðjarðarhafinu hafði verið falin Bandaríkjamanni, þá bjuggust margir og þar á meðal forsætisráðherrann, við því að stjórn þeirra herja sem frelsa áttu Vestur-Evrópu, yrði falin brezk- um hermanni. Um það höfðu þeir Roosevelt og Churchill komizt að samkomulagi, þegar sá síðar- nefndi hafði samþykkt útnefningu Eisenhowers sem yfirhershöfð- ingja í Afríku, þrátt fyrir þá stað- reynd að Bretar höfðu þar a.m.k. tólf herdeildir á móti sjö amerísk- um. Á annan í hvítasunnu, tíu dög- Ujm oftir heimkomu þeirra frá Afríku, sendi forsætisráðherrann eftir Brooke, áður en kvöldfund- urinn hófst í hermálaráðuneyt- inu. „Forsætisráðherrann kallaði mig á sinn fund.“ skrifaði hann, „til þess að segja mér að hann vildi að ég tæki að mér yfirstjórn hernaðaraðgerða héðan yfir sund- ið, þegar til þess kæmi. Hann var hinn alúðlegasti, lýsti því yfir að hann bæri hið fyllsta traust til mín o.s.frv." En þetta var samt aðeins persónuleg ósk forsætis- ráðh. — bending um möguleika fremur en boð. En auðvitað hafði þetta mikil áhrif á Broóke. Þar sem hann hafði verið látinn vinna þagnarheit, þá minntist hann ekki einu sinni á það við konuna sína, en færði hins vegar aðalatriðin inn í dagbók sípa, þegar hann kom heim í íbúf^na sína, af fundi forsætisráðherrans. Fjórum dögum síðar fékk Brooke enn frekari bendingu urn það tækifæri, sem kynni að bjóð- ast honum, þegar vinur hans, að- /105 stoðarhershöfðinginn, snæddi með honum hádegisverð við heim- komu hans frá Norður-Afríku. „Hann vakti undrun mina mcð því að segja mér, að Eisenhower hefði lýst því yfir, að hann teldi aðeins um tvo menn að ræða. til að gegna yfirherstjórn hér, og annar væri Marshall, en hinn ég. Eg furðaði mig á þessu, þar eð ég hélt að hann hefði ekki mikið álit á'mér . . . “ Brooke vék ekk[ frekar að þessu atriði í dagbók sinni fyrr en þann 7. júlí. En þá um kvöldið, eftir miðdegisverðarboð í Down- ing Street 10, sem haldið var King til heiðurs, færði forsætisráðherr- ann þetta aftur í tal. „Þegar King var farinn, hélt forsætisráðherrann okkur á fót- um til klukkan 1,30 e.h. Loks þegar við vorum að kveðja, fór hann með mig út í garðinn hjá Downing Street 10 og sagði mér aftur, að hann vildi að ég tæki að mér yfirstjórn þeirra hernaðarað- gerða, sem gerðar yrðu héðan að heiman. Hann hefði ekki getað verið viðfelldnari og sagði að ég væri eini maðurinn, sem hann treysti fullkomlega til að gegna því erfiða og ábyrgðaímikla hlut- verki ... - Eg var of æstur til þess að fara að sofa, þegar ég kom heim. Ætluðu örlögin að leyfa mér að stjórna þeim her, sem átti að framkvæma síðasta þáttinn í þeim hernaðaraðgerðum, sem ég hafði verið að berjast fyrir? Það virtist of mikil bjartsýni að vænta þess, að hernaðaráformin yrðu framkvæmd nákvæmlega eins og ég hafði viljag og. að ég fengi auk þess að stjórn'a þeim her, sem ætlað var að leiða þær til lykta. Til allrar hamingju gerði ég mér grein fyrir öllum þeim atburðum, sem haft gátu áhrif á hina endan- legu ákvörðun og lét því bjartsýn- ina ekki kippa fótunrm undan mér.“ Broke vissi fullkomíega, að hin endanlega ákvörðun yar ekki undir forsætisráðherranum ein- um komin, heldur forseta Banda- ríkjanna og hinu Sameinaða her- foringjaráði. Jafnvel nú, þegar uppástunga yfirboðara hans var orðin að til- boði, nefndi Brooke það ekki við eiginkonu sína. Það féll í hluta Churchills að gera það, viku síðar í sherry-boði í Downing Street 10. „Forsætisráðherrann spurði þá konuna mína hvernig henni litist á það, ef ég yrði skipaður. yfir hershöfðingi í innrásinni í Frakk- land, og ég hafði ekki énn sagt henni neitt frá því, þar eð það var enn allt svo fjarlægt og óá- kveðið.“ Þessi duli og þagmælski maður, sem vanur var að koma hverri hugsun sinni bak vig grímu, hélt boðinu og þeim vonum sfnum, er við það voru tengdar, leyndum, og nefndi það ekki einu sinnj við hína brezku, eða síðar, amerísku starfsbræður sína. Ekki lét hann heldur vonir sínar og eftirvænt- ingu raska innri ró sinni. í frí- stundurh sínum reyndj hann að 95 okkar allra. Eg trúi ekki öðru en þegar þeirri hljóðu bænastund lýkur, opnist möguleiki til frið- samlegrar lausnar, er allir mega vig una. Þá hefst bænin, verið öll með og biðjið af heilum huga. Prestur spennti greipar, drúpti höfði, lokaði augunum, varirnar bærðust lítið eitt. Og öll líkfylgd- in fór að dæmi hans. Loks lauk presturinn bæn sinni með þessum orðum, sem hann mælti upphátt með hrærðum rómi: — í Jesú nafni. Amen. Allt í einu sneri prestur sér að Margréti húsfreyju, sem sat hjá prestskonunnni, hallaði sér að barmi hennar, skalf eins og hrísla og grét mikig og mælti: — Mar- grét, átti ekki faðir yðar ein- hverja hirzlu, sem hann er lík- legur til að hafa geymt í sín leynd ustu skjöl og skilríki? Margrét hugsaði sig um: — Litli kistillinn, sagði hún með grátstaf í kverkunum. — Sækið litla kistilinn, bauð prestur. Vinnukona bauð sig fram. Hún kom ag vörmu spori með lítinn, haglega skorinn kistil *með upp- hagsstöfum Sigþrúðar. En þótt kistillinn væri kominn, var ekki allt fengið, því að lykilinn vant- aði. Hann fannst ekki á lyklakipp- unni. Þá minntist Margrét þess, að faðir hennar hafði verið ™eð nisti á brjósti sér, er hann var búinn í kistuna. Hún hafði helzt viljað láta það vera ,en maður hennar aftekið það, losað það og rétt henni. Nistið hafði hún látið hjá kvensilfri sínu. Sama roskna vinnukonan fór öðru sinni að sækja það, og er því var lokið upp, kom örsmár silfurlykill í ljós. ' Er hann var borinn að skránni, laukst kistillinn upp. Það gerði Margrét. Fyrst blasti við hvít pappírsörk. Er Margrét fjar- lægði hana með skjálfandi hendi, sást bréf. Húsfreyja tók bréfið og rétti prestinum, en sjálf hné hún ag barmi prestskonunnar. Og grét nú með miklum ekka. — Bréfið er til yðar, Margrét , mín, sagði prestur. Húsfreyja hvíslaði einhverju að prestskonunni. — Hún biður þig að opna það og lesa, sagði prestskonan. Prestur gerði það. — Bréfið er til yðar, Margrét, sagði prestur. — En þag grípur inn í deiluefnið hér. Má ég lesa upphátt þann kafla bréfsins? Margrét játti því. En bóndi hennar varð við það . eins og flóttamaður. Prestur las: — Ég sagði Birni mínum, er við kvöddumst síðast, að mér væri sama, hvar beinin mín eyddust. En eftir þvi, sem ég hugsa um það nánar, finnst mér ég hvergi finna ró nema við hlið Sigþrúðar minnar. Eg trúi því, að sálir okkar mætist í öðru lífi. En ég þrái líka, að líkamar okkar hvíli í sömu mold. Nú bið ég góðan guð að sjá um, að þessi hinzta bæn mín liggi frammi, ef fyrirhugað er að jarða mig ann- ars staðar en hjá eiginkonunni. Hún var bezti, mér liggur við að segja einasti, Ijósgjafinn á lífsvegi mínum. Láttu það ekki hryggja þig, barnið mitt, þó að þú fáir þetta bréf í hendur eftir jarðar- för mína. Ef guð vill ekki bfen- heyra mig, þá fer það svo. En ef ég verð bænheyrður, þá vitið þið, ástvinir mínir, vilja minn. Guð hefur þá bænheyrt mig. Þig gerið það líka, bömin mín. Fleira las prestur ekki úr bréf- inu. Enda var ekkert í því, sem snerti jarðarförina annað en þetta. Nú varð löng þögn. — Hvað segið þið nú, mágar? spurði prestur eftir drykklanga þögn. — Er víst, að tengdafaðir minn hafi skrifað þetta? Eða var hann kannski með óráði þá? Það bar nokkuð á því seinustu dægrin, sem hann lifði. Eitt er víst, að þeim Birni og honum, beT ekki saman. Björn segir, að faðir sinn hafi beðið sig að jarða sig hjá Sigþrúði. Guðmundur ségir og vitnar til kveðjustundar þeirra, að hann hafi sagt Birni þá, að sér væri sama, hvar beinin hans eyddust. Mér virðist það liggja Ijóst fyrir, að Björn hafi sótt þetta fast á kveðjustund þeirra, þá hafi Guðmundi fundizt það fjarstæða, en í óráði banalegunn- ar hafi hann gengið í sig. Hér finnst mér koma til álita, hvort réttara eigi að teljast ósk hins heilbrigða manns eða ósk þess manns, sem er með óráði. Prestur leit enn á bréfið, — Bréfið er skrifað fyrir tæp- um 11 mánuðum, eða nánara sagt, síðasta vetrardag í fyrra. Höndin, sem skrifar bréfið, er skýr og styrk. Það er hönd Guðmundar Björnssonar. Eg þekki hana vel. Og ég þori að fullyrða, að ekkert í þessu bréfi vitnar um óráð. Eg kom hér einmitt þennan dag, og þá var hann að moka hesthús, og fannst mér til um til.þrif hins aldna manns. Enn var löng þögn. Björn hugleiddi hvort hann ætti að gera nánari grein fyrir samtali þeirra feðga á kveðjustundinni. Hann mundi vel, ag faðir hans kom með þessi eða.lik orð sem loka orð, eftir ag Björn hafði bent hon- um á, að það gæti verið miklum vandkvæðum bundið að uppfylla ósk hans, ef hann dæi að vetrar-j lagi á heimili Margrétar. Vega-j lengdin væri svo mikil og yfir fjall j að fara. Þá kom gamli maðurinn Aieð orðin, sem tilfærð voru í loréfi hans. En þar sem Björn virt- ist sjá, að prestur væri orðinn liðsmaður hans í málinu, sýnd- ist honum réttast ag láta hann vinna imálið. Margrét, systir Björns, sagði heldur ekkert, en 'gíét mikið og látlaust. Prestur tók enn til máls: — Finnst ykkur ekki undarlegt; ég vil segja dásamlegt, að mér skyldi eftir bænina detta í hug að láta leita í fórum gamla manns- ins? Það var eins og því væri hvíslað að mér. Og að dóttirin góða, húsfreyjan hér, skyldi undir eins koma með kistilinn, sem geymdi bænarorð hans? Nokkru hærra og ákveðnar: — Gug hefur sjálfur gengið hér fram. Við skulíTm ekki láta það henda okkur að lítilsvirða bæn- heyrslu skaparans. Og eins og það var guðleg forsjón, sem hvíslaði því að mér ag gera leit í munum öldungsins, sem vig erum hér að kveðja hinztu kveðju, leitin sú bar fljótan og góðan árangur, ég BJARNI ÚR FIRÐI: Stúden í Hvammi vil segja, yfirnáttúrlegan árangur, eins vona ég , að það, sem ég nú legg til málanna hér, sé ekki mitt ráð, heldur guðs ráð. Við flytjum nú líkið til kirkju okkar hér og látum þar fara fram þá kirkjulegu athöfn, sem þar átti fram að fara. Svo afhendum við Birni Guð- mundssyni líkkistuna til heim- flutnings, og felum honum áð sjá um, að bæn föðurins verði upp- fyllt. Samþykkið þetta, góða fólk. Guð veri með oklyir öllum saman. Við höfum heyrt rödd guðs á helgri stundu. Og beygjum okkur í auðmýkt fyrir orði hans. Beygj- um okkur allta'f undir náðarvilja hans. Það er vegurinn til lífsins. Enginn hreyfði andmælum. Bær- inn tæmdist á skammri stundu og haldið var til kirkjunnar. Þegar þangað kom, lét prestur vinnu- menn sína taka hesta langferða- mannanna, hýsa þá sér og gefa þeim vel. En Björn bað fylgdarlið •sitt að moka ofan í opnu gröfina og ganga vel frá öllu, meðan kirkjuathöfnin færi' fram. Er komið var úr kirkju, var búið vel um líkkistuna á sleðan- um, sem þeir Björn voru með. Eftir þag voru veitingar þegnar Þá kállaði Björn fyrir sig líkmenn þá, sem ráðnir voru af Andrési, og greiddi þeim vel fyrir það verk, sem þeir höfðu tekið að sér að gera, þó að minna væri þar gert en ætlað var. Eins greiddi hann presti og þakkaðj honum fyrir þann ómetanlega stuðning, sem hann hefði veitt sér. Kvaddi svo prestshjónin bæði með virkt- um. Systkinin kvöddust og mjög innilega og mágarnir * ón allrar blíðu, en sæmilega þó. Á heimleiðinni gisti Björn hjá Guðnýju, systur sinni. En félagar hans á næsta stórbýli. Morguninn eftir kom Guðný mcð bróður sínum og börn hennar tvö þau elztu til þess að kveðja föður og afa hinztu kveðju. Svo var ferðinni haldið áfram hcim, komig við hjá Birni og hvílt 'S'ig um stund og þeginn beini. Þá var hafin ferð að nýju á kirkju- staðinn og kistan borin inn að altari. Nokkrum dögum síðar var þessi harðduglegi bóndi, sem stóð af sér margs konar hret og erfið- leika, borinn til grafar á áttræðis- aldri, undir sálmasöng, að lokinni stuttri bæn í kirkjunni, syrgður af hjúum sinum flestum og nán- ustu ástvinum, en misskilinn af öllum fjöldanum. öllum kom þó saman um eitt. Hann hafðj tekið út sín laun og goldið hverjum sitt, gengið til hvíldar saddur líf■ daga. Nú er liðig hátt í öld frá þess- ari jarðarför. Og gröf hjónanna á Teigi er gleymd. Og það er að vonum, þar sem enginn veit leng- ur um gröf sýslumannshjónanna í Asi eða Guðrúnar, fósturdóttur þeirra. Meira að segja ríkir nokk ur óvissa um gröf sjálfs héraðs höfðjngjans, sýslumannsins í Hvammi og frú Ragnheiðar Torfa dóttur. Vér gleymum þér, leiði og gröfunum týnum. En geymum þig minjaauð, söfnum og sýnum. ENDIR T f M I N N, föstudagurinn 13. júlí 1963 14 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.