Tíminn - 13.07.1962, Side 15
Dreifir áburði
F...-f 16. síðu.
þarf afj fljúga til og frá dreifing-
arsvæðinu. Hefur vélinni tekizt að
dreifa 3 og hálfu tonni á klst., þar
sem skilyrði voru góð.
Eins og fyrr segir, hefur Sand-
græðslan unnið að tilraunum með
áburðardreifingu sl. þrjú ár, en
auk þess hafa einnig verið gerðar
tilraunir meg að sá grasfræi með
vélinni. í fyrra var sáð í svokall-
aðan Steinkrossgára, sem er rétt.
við Gunnarsholt. Þetta er 500 hekt
ara landspilda hraun og mikið þar
um hvítan vikur. Nú er búið að
græða 300 til 400 hektara af þessu
landi og reynizt bezt túnvingull.
Það er aðeins í Gunnarsholti
sjálfu, sem vélin hefur verið not-
uð til þess ag dreifa áburði á tún,
enda eru tún yfirleitt það lítil um
sig, að óhentugt er að nota vélar
til dreifingar, svo fremi ekki sé
hægt að dreifa á nokkur tún sam-
hliða.
2, síðan
venjulegri vekjaraklukku. Klukk
an var látin ganga og smám sam-
an vafðist tvinninn upp á lykil-
inn. Eftir ákveðinn tíma, sem
hægt var að ákveða með slak-
anum á tvinnanum, var tvinninn
orðinn svo strekktur, að eldspýt-
an féll og vélin tók til starfa. —
Lögreglulið á Norðurlöndum telja
þetta einhverja snjöllustu
íkveikjuvél, sem þau hafa komizt
í kast við.
GASCOIGNES
8»ar sem síldin . . .
Framhald ai 8 síðu
Þangað liggur leið margra, og
sumir sjá jafnvel allar sýning-
arnar, hverja á fætur annari,
til eru dæmi um það.
Nú er Hótel Snæfell, sem var
mjög notalegur og myndarleg-
ur veitingastaður, lokað. Heyrt
hefi ég talað um að það sé til
sölu. Þá vaknar sú spurning,
hvort einmitt einhverjir þeir að
ilar séu ekki til í okkar þjóð.fé-
Iagi, sem keypt geti þetta ágæta
gistihús og stofnsétt þar sjó-
mannaheimili. Það er ekki hægt
að búast við því af Seyðisfirði,
750 manna bæ, sem hefur í
mörg horn að líta, ag hann geti
sinnt því hlutverki. Hér gæti
ef til.vill orðið samstaða nokk-
urra félaga.
Mér finndist það íslenzku
þjóðkirkjunni verðugt hlutverk,
að hafa forustuhlutverk-.í þessu
máli, hér er mannúðarmál og
menningarmál. Ekki væri ólík-
legt ag Slysavarnafélögin og A1
þýðusamtökin gætu einnig átt
þar hlut að máli. Hver leiðin,
sem farin yrði, er þó aðalatr-
iðig að sem fyrst verg; hafizt
handa í málinu og því hrint í
framkvæmd. Eins og sakir
standa er hér ófremdarástand
í þessum málum. — K.I.
GASCOIGNES mjaltavélin
með nýja endurbætta sog-
skiptinum er 18% fljótari
að mjólka en eldri gerðir,
samkvæmt prófun Verk-
færanefndar ríkisins. Einn-
ig verða hreytur minni. Ný
gerð af spenahylkjum og
gúmmíum.
GASCOIGNES mjaltavélar
eru í notkun hjá hundruð
íslenzkra bænda.
GASCOIGNES mjaltavélar
oft fyrirliggjandi með raf-
magns- eða benzínmótor-
um.
Varahlutir í GASCOIGNES
alltaf fyrirliggjandi.
H
r
ARNI GESTSSON
Vatnsstíg 3 • Sími 17930
SKIPAUTGCRB RIKISINS
M.s. Skjaldhreið ;
vestur um land til Akureyrar ;
hinn 17. þ.m. Vörumóttaka til :
áætlunarhafna við Húnaflóa og
Skagafjörð og til Ólafsfjarðar ;
í dag. Farseðlar seldir á mánu- ,
dag.
FRAMDRIFSLOKUR
fyrir
LANDROVER og
WILLYS-jeppa
Sparið benzín og slit á drifi
og millikassa.
Leitið nánari upplýsinga.
Sendum gegn póstkröfu.
KRISTINN GUÐNASON
Klapparstíg 25—27
Sími 12314
$ Kísilhreinsun
• Hitalagnir
% Breytingar
Kaupi notaða katla
og kynditæki V
Hilmar Lúthersson
Nýlendugötu 15 A
Sími 17041
yPMVHNQUR
Framhald af 2. síðu.
að Alþýðublaðið sá vankantana
á samstarfsmönnunum. Ef Emil
hefði haft sitt fnam, væru þeir
sjálfsagt enn i villu oig svíma.
En menn eru nú að velt því
fyrir sér, hvört lýsing Alþýðu-
btaðsins gæti ekki verið nokk-
uð góð mynd af núvenandi for-
^ystumönnum Alþýðuflokksins?
Vantraust á Pompidou
Framhald af 3. síðu.
stjórnin hefur ekki valið þessa
leið, segir í álitsgerg vantrausts-
manna, en þess í stað sýnt með
athöfnum sínum, að hún trúir
raunverulega ekki á neina evr-
ópska samvinnu, að undanskildum
hinum ’venjull.egu samskiptum
milli stjórnmálamanna hinna
ýmsu ríkja.
Meðal þeirra, sem undir van-
trauststillöguna rita, er Guy
Mollet, fyrrverandi forsætisráð
herra Frakklands, en hins vegar
voru nokkrir úr stjórnarandstöð-
unni, sem ekki vildu styðja van-
trauststillöguna.
Tíu tíma á sjó
Framhald af 1. siðu.
sex rérum við fram hjá fyrstu
eyjunum.
— Veðrið var mjög gott og sjór-
inn kyrr. Við hvíldum okkur vel
miðja vega. Þegar við vorum næst
um komnir á leiðarenda, komu
ykkar . mepn á móti okkur og
fylgdíj' þjclpjii; til lands. 1 landi var
tekið mjög vel á móti okkur og
við drifnir í mat og bað.
— Á morgun ætlum vig í eina
veiðiferð með báti héðan. Við ætl-
um ag taka myndir af veiðunum.
Síðan ætlum við að róa áfram,
ef gefur. Þá förum við austur til
Víkur og ætlum að róa gegnum
gatið í Dyrhólaey. Þá verður sjó-
ferðunum lokið í bili. Við förum
þá gangveginn til Kirkjubæjar-
klausturs og Heklu, en síðan til
Reykjavíkur.
Gegnum Dyrhólagat!
— Við höfum mjög léttan út-
búnað. Húðkeipana er hægt að
leggja saman og þá verða þeir
ekki stærri en bakpoki. Þeir eru
úr gúmmíi að neðan en olíuborn-
um striga ag ofan. Við höfum einn
ig með okkur lítið tjald og svefn
poka en ekki mikinn farangur ann
an.
Taka fræSslumyndlr
Þetta er fyrsta langferð þeirra
félaga, en þeir hafa nú dvalizt hér
tvo mánuði af þremur, sem þeir
ætla að eyða hór. Annar þeirra
er verkfærasmiður en hinn skreyt
ingamaður, og báðir eiga þeir
heima I Schwei,nefurth. Þeir taka
myndir á þessum ferðalögum, en
þær myndir á síðar að nota til
fræðslu í skólum syðra í Þýzka-
landi.
Þetta eru sömu mennimir og
sigldu niður Hvítá og Ölfusá og
komust í hann krappan, en lánið
hefur leikig við þá hingað til.
Éslandssprungan
Framhald af 16. síðu.
ekki aðgang að ýmsu því merki-
legasta, sem hefur verið skrifað
um sprungurnar, sem liggja frá
suðvestri til norðurs í gegnum
þvert landið.
— Hvað segið þér um sprung-
una? Er hún að stækka?
— Atlantshafshryggurinn, sem
hún er á, er sennilega jafn gam-
all jarðsögulega og Alparnir og
önnur fellingafjöll á jörðinni, sem
urðu til, er hnötturinn skrapp
saman. Mér finnst sennilegast, að
sprungan hafi orðið til við, að
jörðin þandist út aftur, og að hún
sé enn að víkka.
— Og þá rifnar ísland ef til vill
einhvern tíma í tvennt?
— Hver veit! — en það verður
ekki næstu árin.
Landsmót hestamanna
(Framhaid al 3 síðu i
una koma. Þessir dómnefndar-
menn eru svo aftur sinn í hverri
dómnefnd á landsmótinu, en bætt
við meðdómendum, en eins og áð-
ur hefur verið skýrt frá eru sýn-
ingarhross í þremur flokkum,
stóðhestar, hryssur og góðhestar.
Á laugardag kl. 10 mun svo for-
maður L.H. Steinþór Gestsson
setja mótið, síðan verða verðlauna
hross sýnd, íþróttir á hestum og
naglaboðreiðar, en um kvöldið kl.
1930 hefjast undanrásir í kappreið-
um. Að lokum verður svo stiginn
dans. Á sunnudag verður mótinu
haldið áfram kl. 9,30, stóðhestar
sýndir og frekari úrslit dóma til-
kynnt. Kl. 18,30 verða svo úrslit
kappreiðanna, en að þeim loknum
verður mótinu slitið.
Mesta síldin fer
til Raufarhafnar
I gærmorgun var vitag um 65
skip, sem aflað höfðu 44,900 mála
og tunna, þar af voru 46 skip með
36.450 mál af svæðinu fyrir aust-
an land.
Fyrsta síldin var söltuð á Seyðis
firði í gær, var hún úr bátnum Leó
frá Vestmannaeyjum, og söltuð
hjá söltunarstöðinni Haföldunni.
Tvö síldarflutningaskip, Stokkvík
og Luðvik komu til Seyðisfjarðar
í gær frá Norðurlandshöfnum. og
biðu þeirra þá nokkrir bátar. Ekki
er síldarbræfilan á Seyðisfirði
enn komin í gang, og ekki búizt
við, að það verði fyrr en síðast í
júlímánuði i fyrsta lagi.
Á Raufarhöfn hafði verið salt-
að í 17,420 tunnur, mest hafði
verið saltað hjá Hafsilfri, 3805
tunnur. Tekið hafði verið á móti
milli 70 og 80 þúsund málum í
bræðslu. Lítil síld var út af Sléttu
en mikil síld austan Langaness og
á Digranesflaki. Síldin fyrir aust-
an er nú að fitna, en töluvert blönd
uð smásíld.
í gær komu aðeins fjögur skip til
Sigiufjarðar með 1700 tunnur. —
Bátur lóðaði á síld í Reykjafjarðar-
ál, en hún stendur nokkuð djúpt.
Yfirleitt er ágætisveður á miðun-
um.
Bátarnir fyrir austan fengu marg
ir stór köst í gær og þeir á Guð-
mundi Þórðarsyni sprengdu nót-
ina.
Ferðir á landsmótið
i
| Ferðir á landsmót hestamanna í
■ Skógarhólum verða farnar á veg-
um BSÍ alla daga mótsins fram og
til baka á bifreiðum, merktum
landsmóti hestamanna. Ferðir úr
Reykjavík í dag verða sem hér
segir: Klukkan 10 árdegis, kl. 13,30
kl. 18 og kl. 21. Á morgun hefjast
ferðir kl. 8 f.h. og síðan allan dag-
inn eftir þörfum. í blaðinu á morg
un verður auglýst hvernig ferðum
verður háttað frá Skógarhólum til
Reykjavíkur.
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3. Slmar 19032, 20070.
I Hefur ávult til sölu allar teg-
undir bifreiða.
Tökum bifreiðir í umboðssölu.
Öruggasta þjónustan
bilqsalQ
guomundap
Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20070.
Leiguflug
Sími 20375
Akið sjálf
nýjum bíl
Almenna blfreiðaleigan h.t.
Hringbraut 106 — Stmi 1513
KEFLAVÍK
AKIÐ
SJALF
NÝJUM BIL
ALM. BIFREIÐALEIGAN
KLAPPÆRSTÍG 40
SÍMI 13776
Okkar innilegusfu þakkir fyrir þá samúS og hlýhug, sem okkur
hefur verið sýnd við andlát og jarðarför eiglnkonu minnar, dóttur
og móður,
GERÐAR HELGADÓTTUR
Kári B. Helgason,
Þórlaug Hansdóttir,
Helgi Kárason.
Jarðarför elglnmanns míns, föður og tengdaföður
ÓSKARS SIGMUNDAR SIGURÐSSONAR
Suðurgötu 27, Sandgerði,
hefst með baen að heimlli hlns látna, laugardaginn 14. júlí kl. 4
síðdegis. — Jarðsett verður frá Hvalsneskirkju.
Sigriður Elnarsdóttir,
Sólveig Óskarsdóttir, Magnús Marteinsson,
Jóhanna Óskarsdóttir, Víðlr Sveinsson,
Óli Valdimarsson, Rut Þórðardóttir.
Hugheilar þakklr fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
ANDRÉSAR MAGNÚSSONAR
bifreiðarstjóra frá Ásgarði.
Einnig þökkum við hjartanlega öllum þeim mörgu vinum, er
helmsóttu hann f hans erfiðu sjúkdómslegu. Sérstakar þakkir vtijum
við færa hjúkrunarkonu hans, frú Sigriði Pétursdóttur, fyrir frá-
bæra umönnun, svo og læknum og öðru hjúkrunarliði Landsspítal-
ans. Guð blessi ykkur öll um ókomin ár.
Jóna S. Slgmundsdóttir, Bjarni Andrésson,
María Kristmundsd., Sigmundur M. Andréss-.
Erna Jóna Sigmundsdóttir
Salbjörg Magnúsdóttir, Jónas Benónýsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug vlð andlát og jarðarför
ÁSMUNDAR ÁRNASONAR
Ásbúðum.
Guð launi ykkur álla hjálpina.
Vandamenn.
T f M I N N, föstudagurinn 13. júlí 1962
15