Tíminn - 31.07.1962, Qupperneq 2
/
Hundrað ára og á
leið í hjónabandið
Will setur bjórkrukkuna niður
og gengur til dyra kráarinnar til
aff fagna ástmeynni, sem er að
koma. „Þinn kvensami þr.iótur",
segir hún. Svo sezt hún niður
og fær sór asna.
— Will hefur lofað að gera
mig hamingjusama og skilja vel
við mig, segir hún. — En ég var
geysiundrandi, þegar hann bað
mín. Mér datt ekki í hug, að
slíkt ætti eftir að koma fyrir
mig.
— Ég er sextíu og tveggja,
svo sem ekkert unglanb.
Hún saup á glasinu og strauk
hendinni yfir hárið. — í hrein-
skilni sagt, þá lít ég á þetta
væntanlega hjónaband eins og
Will Chapman lyfti bjór-
krukkunni og andvarpaði
ánægjulega, deplaði augun-
um og sagSi: — Ég er nógu
ungur til að gera hvað sem
er.
Will, sem barðist í Búastríð-
inu á sinni tíð, réttir úr sér og
segir: — Ég er á hundraðasta
aldursári, en samt fæ ég aldr-
ei staðizt fallegt andlit og lögu-
lega fætur. Ég er á leig að kvæn-
ast aftur.
Brúðkaupsdagurinn hefur þeg-
ar verið ákveðinn, og Will getur
varla beðið. En áður en hann
fékkst til að segja frá konuefn-
inu, gekk hann upp að bardisk-
inum og pantaði tólftu bjór-
krukkuna þann daginn.
— Kannski er það góða veðr-
ið, sem heldur mér svona hress-
um, segir Will. — En hvað, sem
veldur, eí hitt, að ég er gefinn
fyrir stelpurnar enn þá.
— Ef ég vakna einhvern morg
uninn og finnst ég elcki vera í
stuði eða eldri en fertugur, þá
rölti ég út og horfi dálitla stund
á kvenfólkið, sem fer fram hjá-
Will pantar þrettánda bjór-
inn. Hann drekkur aldrei minna
en sextán á dag.
— Þú trúir ekki að ég eigi kær
ustu. Bíddu bara þangað til þú
sérð hana. Hún er dásamleg.
— Við hittumst fyrir nokkrum
vikum. Hún lék á píanó í síðdeg-
issamkvæmi hjá fína fólkinu. Þú
veizt hvernig samkundur það eru.
Fólki er safnað saman til að tala
um sjáift sig. Af því að ég er
elzti maðurinn í bænum, var ég
dreginn þangað sem heiðursgest
ur. Ég átti von á heldur leið-
inlegri dagstund, og það rættist,
— þar til ég kom auga á píanó-
leikarann. Hún söng fyrir okk-
ur og dansaði á eftir og síðan
fékk hún sér tesopa með mér.
— Ég bað um að fá að fara
með henni út. Það þurfti ekki
aff biðja hana tvisvar. Nokkrum
dögum seinna tók ég hana með
mér í klúbbinn minn og fylgdi
henni svo heim. Þá bað ég henn-
ar og innsiglaði bónorðið með
kossi.
fjárfestingu. Mér líkar vel við
Will gamla. Og hann er meiri
en aldurinn segir til um. Hann
er dásamlegur. En það er ekki
hægt að lifa á ástinni einni sam-
an. Þegar hann bað mín, sagðist
ég taka honum með þremur
skilyrðum.
Skilyrffin sem festarmærin,
ekkja og þriggja barna móðir,
hefur sett, eru þessi:
1) að þau hafi hvort sitt svefn
herbergi,
2) að Will leyfi henni að
skreppa til London einu
sinni í viku,
3) að brúðguminn geri nýja
erfðaskrá og ánafni henni
allar sínar eigur.
Ég ætla að gefa honum koss
undir svefninn og búa um rúm-
ið hans og færa honum te á
morgnana, segir hún. — Og hann
hefur lofað að halda samning-
inn fyrir sitt leyti.
— Hvað erfðaskránni viðkem-
ur, finnst mér ekki nema rétt-
látt, að konan hans erfi hann.
Will tekur utan um hana og
segir: — Allt sem ég á, er nú
komið á hennar nafn. Elskan
mín á það allt saman. Og hún er
þess virði. Hún er einhver feg-
ursta lifvera, sem ég hef augum
litið. Og ég ætla að fá eins mik-
ið og hægt er út úr kvöldkoss-
inum.
— Fólk heldur að ég sé of gam
all til að ráðast í annað eips og
þetta, of gamall til að spila upp
á eigin spýtur. En ég hef sagt
þeim góðu mönnum, að skipta
sér ekki af því, sem þeim kem-
ur ekki við.
Will á meira en fjörutíu leigu-
hús í London, og hann er elzti
meðlimur hinnar konunglegu vís
indareglu í London. í krafti þess
á hann tvær gullmedalíur frá
félagsskapnum, en nú hefur hann
gefið konuefninu þær, svo að
hún geti skrýtt sTg með þeim á
brúðkaupsdaginn.
Will var hermaður í tuttugu
og tvö ár og þegar hann gekk úr
herþjónustunni, kvæntist hann,
en kona hans dó fyrir fjórtán ár-
um. Þá ákvað hann að kvænast
aftur, ef sú rétta yrði á vegi
hans.
Hann lítur ástúðlega á unn-
Framhald á 13. síðu.
APAR eru merkilcgar skcpnur og stundum ekki ósvipaðir mannkindinni. Eða finnst mönnum liann
plfki taka vel á móti drykkjarföngunum þessi?
| Skatta- og tollaokrið
á lanrJbúnaðarvéluiti
Tíminn hefur oft deilt fast á
það óþolandi skatta- og tolla-
okur, sem ríkisstjórnin heldur
uppi á landbúnaðarvélum, svo
að bændum er nú illmögulcgt
að eignast þessi mikilvægu
tæki, sem afkoma búrekstrar
þeirra fellur og stendur með að
verulegu leyti eins og nú er
komið. Tíminn hefur hvað eft-
ir annað bent á það með óhrekj
andi tölum, að tæki þessi hafa
meira en tvöfaldazt í verði í
tíð viðreisnarstjórnarinnar. S.l.
laugardag er Mbl. að reyna að
klóra í bakkann og verður ekki
annað hálmstrá fyrir hendi en
ósannindin. Blaðið segir m. a.:
„Sannleikurinn er sá, að toll-
ar á Iandbúnaðarvélum hafa
ekki verið hækkaðir. Hækkun-
in stafar af því, að íslenzka
krónan hefur verið skráð í sam
ræmi við raunverulegt gildi“.
Þetta er ekki cinu sinni hálf-
sannleikur hjá Mogga! Auðvit-
að stafar hækkunin að mestu
leyti af gengislækkunum þess-
arar stjórnar meira og minna
tilcfnislausum, en tollar hafa
hækkað, þó ef til vill ckki að
hundraðsliluta en stórkostlega
að krónutölu, og við hefur ver-
ið bætt tvöföldum söluskatti,
hinum illræmda innflutnings-
söluskatti, sem átti að vera til
bráðabirgða en alltaf verið
framlengdur, og hinum al-
menna söluskatti. Ríkið tekur
tugi þúsunda af hverri
dráttarvél, sem bóndi kaupir,
og sá hluti hefur nálega þre-
faldazt í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. Þetta er sannleikur-
inn, byggður á talandi tölum,
hvað sem Mbl. kallar sann-
leika.
Milljónir Gunnars
Gunnar fjármálaráðherra var
drjúgur með sig þegar hann
flutti yfirlit um niðurstöður
ríkisbúskaparins á árinu 1961
í fréttaauka á dögunum. Hann
sagði með ábyrgðarþunga, að
greiðsluafgangur hefði orðið 57
millj. Jafnframt gat hann þcss
á einum stað, að sú blcssun
hefði í skaut fallið, að ríkið
þurfti nær ekkert að inna af
hendi vegna ríkisábyrgða. Þetta
átti að hljóma fallega í munni
Gunnars. Hann lét hins vegar
hjá líða að minnast á það, að
Íþessi greiðsluafgangur var að-
eins tala og fengin með því að
velta ríkisábyrgðargreiðslunum,
rúmlega 70 milljónum, yfir á
útgerðina. Gunnar fór þannig
að því, að hann tók í sinn sjóð
á annað hundrað milljóna geng
ishagnað af útgerðjnni eftir
gengisfellinguna og notaði það
fé tjl að inna ríkisábyrgðar-
greiðslur af hönðum. Var þetta
í senn löglaus eignaupptaka lijá
útgerðinni og jafnframt efnt íil
stórfelldrar rangsleitni milli út-
gerðarmanna innbyrðis,
Sápukúlur
Gunnar háeldi sér líka af því
og lét vera lokaorð pistils síns,
að ríkissjóður hefði engar lausa
skuldir haft um áramót, þær
hefðu allar verið borgaðar upp
á árinu 1961. Líklega hefur
Gunnar reynt að láta reikn-
inga ríkisins standa svo í bönk-
um um áramót, og naut til þess
hins illa fengna gengishagnað-
u ar, sem fyrr getur. En hann
Idugði ekki til. Þá greip Gunnar
til þess ráðs að draga lög-
bundnar og áfallnar niður-
greiðslur til atvinnuveganna
fram yfir áramót, einkum til
íFramhald á 13. siðui
2
TÍMINN, þriðjudaginn 31. júlí 1962