Tíminn - 31.07.1962, Page 14

Tíminn - 31.07.1962, Page 14
Lopez yppti öxlum. — Hvað gæti hann sagt eða gert? Það væri ekki skynsamlegt af honum, að koma upp um okkar mann, þar sem allir vita, hve hátt gjald hef- ur verið sett til höfuðs honum . . . Eg, Lopez, skyldi ekki hafa neitt á móti því að mæta senor Graham augliti til auglitis. Og yfir ógeðugt og svipljótt andlitið breiddist grimmdarglott. — Nei, yðar hátign, hann gæti ekkert gert, allra sízt ef okkar John Graham hefði þá þegar unn- ið hylli og trúnað senoritu Penny. — Lopez, þér eruð snillingur! Nú skil ég, hvag þér eigið við. Auðvitað, okkar John Graham kemur sér í kynni við senoritu Penny, seni hjálparmaður hennar, og hún verður grunlaus. Hann fær skjölin hjá henni og afhendir þau mér. — Einfalt mál, sagði Lopez og brosti. Mario steig út úr bílskriflinu, uppljómaður, og Elenor brosti með sjálfri sér. Nú hafði hann af einhverju að gorta við vini sína. Mario gekk tiplandi á eftir henni og tautaði fyrir munni sér allt, sem hann hafði heyrt og séð. Hún gekk rakleitt til herbergis sins, og um leið og hún lauk upp dyr- unum, vissi hún, að önnur tilraun hafði verið gerð til að finna hin dýrmætust skjöl, sem hún hafði meðferðis. Hún stóð sem stirðnuð í gætt- innj og. kvíðafull rödd sagði að baki hennar: — Er nokkug að, senorita? — Herbergið mitt . . . fötin mín, sjáið, öllu hefur verið umsnúið og rótað! íHótelstjórinn kom nú á vett- vang við köllin. — Lítið á, hvað hér hefur gerzt, meðan ég var í burtu!, hrópaði hún reiðilega og hann glápti undr- andi á ringulreiðina í herberginu. Um leið og bifreiðin ók brott með Senoritu Penny áleiðis til hallar- innar, hafði hann reynt að læðast upp á herbergi hennar. En fyrst hafði ofurstinn tafið hann og síð- an eldabuskan, sem hafði einmitt þurft að krefjast launahækkunar. Þess vegna hafði honum gefizt nau'mur tími Ifl að framfylgja skipun forsetans og rannsaka hvern einasta hlut í farangri sen- oritu. Alla sauma á kápum og kjólum, axlapúða, fóðrið í koff- ortinu, allar klukkur með kremi, hæla á skónum hennar, hafði Don Manuel krafizt, að yrði rannsakað vendilega. Hann hafði verið svo önnum kafinn við iðju sína, að hann gat með naumindum forðað sér, áður en senorita kom inn. — Er þetta venjuleg framkoma við gestina hér á hóteli yðar? spurði Elenor kuldalega. — Þetta er í fyrsta sinn . . . gest gjafinn néri saman höndunum í örvæntingu — ejnhver hlýtur að hafa gert þetta . . — Ekki ber á öðru. — Aldrei áður, aldrei áður, endurtók hann og hljóp um í her- berginu, gægðist undir rúmið, bak við gluggatjöldin og kíkti ofan í baðkerið, eins og hann byggist vig að finna glæpamanninn þar. — Ó, þetta er óttalegt, óttalegt. Eg skal yfirheyra alla . . . — Hefur einhverju verið stolið? spurði Mario. Það tók Elenor ekki langan tíma að ganga úr skugga um, að ekkert vantaði. Og hún vissi vel, að það, sem leitað hafði verið að, var ekki geymt í herberginu. Oð lokum leit hún ráðvana á hótelstjórann. — Að því er ég bezt fæ séð, hefur engu verið stolið. En það er ekki notaleg tilhugsun að geta átt von á slíku hér. Eg held ég fari á fund hans hátignar og kvarti við hann yfir þessu. — Ó, ó, ég grátbið yður, gerið það ekki!, hrópaði gestgjafinn mið ur sín af örvæntingu. — Eg þoli ekki að hugsa til þess, hvað hann ■segir, ef hann fréttir, að hans tigni gestur, senorita Penny, hef- ur orðið fyrir þessari móðgun. Það eru fátæklingarnir í borginni, sem leggja sig niður við að gera þetta, síðast hér um daginn. ... — Seinast hér um daginn rann- sakaði tollþjónninn farangur minn á sama hátt, sagði Elenor, gremju- lega. — En það er allt annað. Gest- gjafinn pataði ákaft út höndum. — Margir reyna að smygla alls konar varningj til eyjarinnar. — Lít ég út eins og smyglari? Hvað ætti ég að hafa með mér? Hún leit ráðþrota á hann og lét fallast þreytulega niður á rúmið. — Eg skil þetta ekki. Þetta er í annað skipti , sem leitað er í far- angri mínum. öllu rótað til og hvert plagg rannsakað. Eg hef ekk ert merkilegt með mér. Mér líkar þetta hreint ekki, mér fellur þetta sannast að segja svo illa, að ég held ég snúi aftur til Kingston og eyði því, sem eftir er af leyfi mínu þar. Hótelstjórinn reyndi að sefa hana, sór og sárt við lagði, að þetta skyldi endurtaka sig. Það yrði heldur ekki nauðsynlegt, hugs- aði hann, það var ekkert j farangri senoritu, sem var grunsamlegt. Ifann þorði varla til þess að hugsa, hvað forsetinn segði, en það varð að hafa það. Skjölin voru alls ekki í farangri hennar. Og þessi unga kona var svo sakleysisleg, svo skelfd og undrandi, að hún gat ekki verið sek um það, sem hans hátign grunaði hana um. , Þess , vegna yppti hann* öxlum, jafnvel miklum manni eins og hans há-^ tign gat annað veifið skjátlazt. Hann hneigði sig og endurtók há- tíðleg loforð og gekk aftur á bak út úr herberginu, og lofaði, að hver einasti starfsmaður hótelsins skyldi yfirheyrður. Mario lokaði dyrunum á andlit hans og leit rannsakandi á Elenor. — Saknið þér einhvers senor-| ita? spurði hann lágt og hún hristi höfuðið og leit hissa á hann. — Ekkert hefur verið tekið, Mario , sagði hún. En ég er viss um, að hótelstjórinn vissi meira um þetta en hann vildi vera láta. — Sennilega. Eg varaði senor- itu vig því, að það eru þjófar á hótelinu . . . — Og þú sagðist ætla að gæta mín fyrir þeim, sagði Elenor hlæj- andi. — Eg get ekki fylgt senoritu til forsetahallarinnar og samtímis gætt farangurs hennar á hótelinu, sagði hann afsakandi. — Slíkt er ekki einu sinni mögulegt, jafn- gáfuðum manni og mér, Mario. Hann tók varlega upp náttkjóla, sem lágu á gólfinu. — Á ég að hjálpa senoritu að taka til? Eða viljið þér heldur gera þag sjálfar? spurði hann og leit vandræðalega á það, sem hann hélt á. Elenor hló hátt og tók af honum fötin. — Farðu niður, og sjáðu um, að mér verði færður maturinn upp. Eg skal taka til hérna, og þegar ég er búin að því, ætla ég að hvíla mig um stund. Eg -er ákaf- lega þreytt. Hann kom sjálf’ar með matinn til hennar stundarfjórðungi síðar, sannfærði sig um að hún hefði allt sem hún þarfnaðist, tók skóna sem hún hafði verið í og gekk hljóðlega til dyra. Elenor leit upp ,úr bréfinu, sem hún var að skrifa heim til sín. — Já, Marío, áður en þú ferð, ætlaði ég að spyrja þig, hvag ég á að gera við fatnað, sem ég þarf að láta þvo. Anna Maria sagði mér, a-ð gistihúsið sæi ekki um neitt slíkt og ag ég yrði að koma því á annan stað, Mér datt í hug, að þú gætir komið því í þvott fyrir mig. Kannski mamma þín gæti | gert það. 120 var mjög skömmu eftir þetta, sem hann fékk fyrstu aðkenninguna af slagi við komu sína til Wash- ington. Hann fór tií baka helsjúk- ur. Er hann kom til London, beið sjúkravagninn hans og hann lézt litlu síðar. Glæsilegt göfugmenni, sem hélt áfram að vinna alveg þangað til hann hneig í valinn . . . Hann var frábrer starfsféiagjjjað vinna með. Og nú þegar mér er ljóst, hve sjúkur hann var, þá aft- urkalla ég alla óvingjarnlega gagn rýni, sem ég kann að hafa skrifað í dagbókina mína viðvíkjandi sein læti hans og framkvæmdaleysi. Við fórum frá gistihúsinu klukk an 11 f. h. og niður á bryggjuna, þar sem við stigum um borð í gufubát, sem flutti okkur út í flugvélina, sem,lá úti á St. Law- rence-fljótinu. Ferðafélagarnir voru, auk mín, Anthony Eden, Portal, Mountbatten, Jacob, Boyle, Barney og þrír menn aðrir. Klukk an 11,45 var flogið af stag upp með fljótinu, en svo flogið í hring yfir Quebec og áfram niður fljót- ið. Dásamlegt landslag mest alla leiðina. Við borðuðum hádegis- verg skömmu eftir flugtak og komum til Botwood rétt fyrir mið- degisverð, þar sem vig þurftum að flýta klukkunni um tvær stund ir. Eftir miðdegisverg var haldið af stað aftur, rétt þegar sólin var að hverfa til viðar og flogið áfram inn í rökkur kvöldsins. Við erum nú yfir austurströnd Nýfundnalands og tökum hátt stefnu út yfir Atlantshafið. Þetta er nú þriðja ferð mín yfir þenn- an heimshluta, en hún hefur alveg jafn mikla töfra og sú fyrsta . . . 29. ágúst. í flugvél á heimleið frá Quebeck. Mjög köld nótt, en kyrr og róleg. Eg fór á fætur klukkan 9 f.h. samkvæmt brezk- um tíma, 'Sem samsvarar því að klukkan hafði verið 4 f.h. eftir kanadiskum tíma. Að loVnum á- gætum morgunverði vonaðist ég til að sjá strönd írlands, en því miður voru bæði írland og Eng- laní! hulin skýjaþykkni. Við flug- um beint yfir Lough Erne og Bel- fast, en sáum ekki neitt. Við sá- um aðeins glitta í bárukamba ír- landshafs, svolítinn blett af Wal- es, nálægt Shrewsbury, eitthvað af Salisbury-sléttunni, það sem ég held að hafi verið Salisbury-dóm- kirkjan, [ gegnum skýjagat og lolcs Poole-höfnina. Við svifum niður í gegnum skýin og lentum öruggt og mjúklega klukkan 2 e.h. eftir 18—19 klukkustunda ferð frá Quebeck. Þar beið okkar vagn, sem flutti okkur til sérstakrar járnbrautarlestar, íog með henni komum við til London um þ. b. klukkan 5 e.h. Eg ók þaðan beint heim og það var mér til ólýsan- legrar gleði og hugarléttis . . . 30. ágúst. Fór á venjulegum tíma til hermálaráðuneytisins og átti löng og þreytandi viðtöl við ýmsa mikilvæga menn, s.s. for- sætisráðherrann, yfirmann leyni- þjónustunnar, forstjóra hernaðar- legra framkvæmda, Mallaby og hermálaritara, svo að einhverjir séu nefndir. Allir þurftu að fá upplýsingar um þær ákvarðanir, sem teknar höfðu verið í Quebeck og svo varð ég að fá hjá þeim nýjustu fréttir frá hermálaráðu-, neytinu. Brátt varð ég aftur tekinn tjl við hin venjulegu störf mín, en mér finnst ég enn þarfnast nokk- urrar hvíldar. Eg er mjög þreytt- ur eftir Quebeck-ráðstefnuna, Winston gerði allar aðstæður miklu erfiðari en þær hefðu þurft að vera . . . Hann hefur þann óheppilega ávana, að taka fyrir eitthvert einstakt atriði og berjast fyrir því með oddi og egg, án þess að hafa kynnt sér það raunveru- lega fyrst. Þegar sá gállinn er á honum, finnst honum allir berjast gegn sér og valda tómum erfiðleik um. Hann fyllist þá enn meiri ofsa og ákafa, skákar öllu öðru til hliðar og þegar nánustu ráðgjaf- ar hans reyna að sanna honum, að þetta atriði sé óframkvæmanlegt, þá losar hann sig við þá og fær sér aðra nýja í þeirri von að þeir geti sannað hið gagnstæða. Eg hefði gaman af að vita hvort sagnfræðingum framtíðarinnar muni nokkurn tíma takast að draga upp rétta og sanna mynd af Winston. Hann er gæddur frábær- um hæfileikum og næstum ofur- mannlegu hugviti, en líka stund-| um svo öfgafullur og ofsafenginn að slíkt myndi koma honum í vandræði aftur og aftur, ef hann hefði ekki góða og gætnari menn sér til aðstoðar. Hann er sá langerfiðasti maður að vinna með, sem ég hef nokkru sinni kynnzt, en þó hefði ég ekki i fyrir nokkuð í þessum heimi vilj-' að missa af tækifærinu tjl að starfa með honum.“ NÚ VOR.U AÐEINS fáir dagar eftir til innrásarinnar á Ítalíu og þeirrar upþgjafar, sem landgang- an við Salerno olli. Alls staðar gerðust atburðir með miklum hraða. í Rússlandi voru Þjóðverj- ar á undanhaldi á öllum suður-víg- stöðvunum. Þann 23. náðu Rúss- ar aftur stórborginni Kharkov á sitt vald og Taganrog þann 30. s. m. Stalín, sem nú var laus undan martröð anarrar haustsókn- ar Þjóðverja og hinn ánægðasti vegna sigurvinninga þeirra banda- manna sinna, sem hann hafði þó brigzlað um vanrækslu og jafnvel svik, hafði m.a.s. falizt á,að hald- inn yrði fundur utanríkisrághsrra þríveldanna, í Moskvu, en það var fyrirboði ráðstefnu æðstu manna þessara sömu ríkja. Um svipað leyti komu Portúgalar öllum á óvart með því ag lýsa sig reiðu- búna að Ijá Stóra-Bretlandi flug- og flotastöðvar á Azoreyjum — glöggt merki um þverrandi áhrifa- vald Möndulveldanna. Það var vaxandi skilningur Hitl- ers á hinu þverrandi áhrifavaldi sínu og ótti hans við innrás úr suðri, sem olli því að hann sendi herlið yfir Alpafjöllin og Balkan- skaga, inn á landssvæði, þar sem erfitt yrði að sjá því fyrir birgð- urh og enn erfiðara að flytja það aftur á burt. Hann taldi allt komið undir getu sinni til að halda Bandamönnum } skefjum, í eins mikilli fjarlægð og mest væri frá Þýzkalandi, og halda jafnframt ó- skertum yfirráðum yfir Suður- Evrópu, þangað til hin nýju vopn hans, eldflaugarnar — væru full- gérð. Loftárás, sem sex hundruð sprengjuflugvélar Har/is gerðu þann 17. ágúst á Teenemiinde, hafði seinkað þeim áformum hans að eyðileggja London og innrásar- borgirnar, um marga mánði. Nú var enginn möguleiki á ag nota eldflaugar hans og flugsprengjur fyrr en einhvern tíma síðar á ár- inu 1944. Hann þorði ekki að láta undan síga á ítalíu, Balkanskaga eða jafnvel á Austur-Miðjarðar- hafssvæðinu af ótta við uppreisn hinna herskáu kynflokka í Suð- austur-Evrópu. í byrjun ágústmán- aðar höfðu amerískar Tjboraters- flugvélar og fljúgandi virki, jem 14 TÍMTNN. hi-iðiudneimi 31. inlí 19G2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.