Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 2
eru fengnar til ag ljúga í þætt inum, leggja þær sig betur fram og gera verkig betur en kari- menn geta gert, '' einfaldlega vegna þess, að þær standa körl- um framar við allt, sem þarfn- ast greindar til að vinna. — Sannleikurinn er sá, heldur dr. Montagu áfram, að karlmenn ljúga meira en konur Segja rangt til um aldur - en karlar Ijúga oftar? Allar götur síðan Eva kom Adam út úr Paradís hefur fólk deilt um, hvort ósann- sögulla væri, karlar eða kon- ur? Örugg niðurstaða hefur þó engin fengizt. En nýlega hefur sjónvarpskona ein vestan hafs lagt orð í belg um þetta gamla þrætuepli. Á hverju mánudagskvöldi er sýndur sjónvarpsþáttur, sem heitir „Satt bezta að segja“. í þessum þætti eru þrjá manneskj ur leiddar upp á svig og spurð- ar spjörunum úr. Ein þeirra er það, sem hún segist vera, en hinar tvær þykjast vera eitthvað annað og eiga að blekkja dæm- endur með lygum. Dómnef'ndin á svo að skera úr, hver þessara þriggja sé 'Sá, sem segi satt. Konur betri lygarar Stjórnandi þáttarins, Joyce Weiss, hefur reynt meira en tvö þúsund lygara, síðan þátturinn hófst, og niðurstaða hennar er, að konur séu miklu betri lygarar en karlar. -t- Skýrslur okkar sýna, að konurnar blekkja dóm- nefndina í nálægt 60 af hundrað tilfellum, en hlutfallið hjá körl- um er ekki nema 40%, segir hún, — Við þurfum ekki að nota leikkonur i þættinum, bætir hún við. Konur eru fæddir lejkarar. Það er þeirra annað eðli að þykj- ast, Karlar eru hins vegar of heiðarlegir og stirðir. Þeir verða oftast að vera þeir sjálfir. Þessi niðurstaða þáttarins kemur furðanlega heim við gamla reynslu, eins og hún er tjáð í smásögum, skrýtlum og skáldskap. „Enginn skyldi treysta konu“, segir Hómer gamli 800 ár um fyrir Krist, og í Hávamálum stendur einhvers staðar: „Meyj- arorðum skyldi manngi trúa“. ítalskt máltæki eitt segir: „Eng- in kona segir nokkru sinni allan sannleikann“, og Tyrkir hafa öldum saman vitað, „að þegar hlustað er á konu, er hæfilegt að trúa einu orði af fjörutíu.“ Þýzki heimsspekingurinn Sch- openhauer var á sömu skoðun. Hann segir: — Skreitni er kon- unni meðfædd og einkennir jafnt heimskar konur og gáfaðar- Þeim er jafn eðlilegt að beita henni fyrir sig við öll tækifæri, eins og dýrunum er að nota varn artæki sín, sé á þau ráðizt. Karlar hyggnari, en konur greindari En sagan er ekki öll búin enn. Þessár niðurstöður voru born- ar undir mannfræðing einn, dr. Ashley Montagu. Og hann var ekki sammála: — Þetta er vit- leysa, segir hann. — Þessi alda- gamla þula,' að kvenfólk sé skreitnara en karlar, er fárán- leg. Það, sem raunverulega er átt við, er, að konur hegði sér skynsamlegar en karlar. í sjón- varpsþættinum er tilgangurinn sá einn að blekkja. Þegar konur, sem eru greindari en karlmenn, Málið var líka borið undir leik- konuna Julie Newmar. Hún sagg ist halda, að konur lygju meira en karlar. Og þegar hún var spurð, hvað herrni fyndist um konur, sem segðu rangt til um aldur sinn, svarið hún: — Jú, mér finnst að konur hafi fullan rétt til að Ijúga um aldur sinn. Milli 25 ára og fimmtugs eiga þær að draga frá. En eftir fimmt ugt eiga þær að bæta við, til þess að fá að heyra „en hve þú ert ungleg“ og slíkt skjall. Þeir, sem spyrja konur um aldur, eiga ekki annað skilið en að logið sé að þeim.“ NEI, þetta eru engin tæki úr sögu eftir Jules Verne. Og þetta er heldur ekki æfing fyrir geim- flug, þótt á vissan hátt megi segja, að tilgangurinn sé að losna undan þyngdarlögmálinu. Þessar maskín ur eru pyndingartæki nútímans og notuð á fegrunar- og snyrti- stofum kvenna. Á myndunum sést franska leikkonan Nicole Nanteu- ill notfæra sér þessi sjálfvirku nuddtæki, en þau eru af ýmsu tagi eins og sjá má. Þarna er á- hald, sem kreppir og réttir úr linému, anna'ð er eins og hæg- indastóll, cn bákið fer í flcygi- ferð eins og pendill, og það er ekkert að gera nema fylgja því eftir. Og tækið á stóru myndinni á allt til, frá því að nudda öldana og strjúka um bakið. Nicole tck- ur meSferðinni hið bezta, enda hlýtur öll fegrun að vera henni leikur einn, eftir myndunum að dæma. D „Eysteinn ©g síidar- | verksmiðjurnar" Það leynir sér ekki, a<5 þeim er orðið órótt í stjómarherbúð- unum, vegna þess, hve stríð þeirra við góðærið er orðið lýðum ljóst, og þeir kveikna sér undan gagnrýn'i þeirri, sem Tíminn heldur upipi. Þessir menn eru n úsýnilega felmti slegnir vegma þess, hverjar af- Ieiðingar blasa nú við af því, hve ríkisstjórnin hefur haldið hörmulega á m'álum við að bæta móttökuskilyrði síldar- innar. Kemur þessi felmtur nn fram í broslegum undanbrögð- um og tilraunum við að vikja af sér ábyrgð þessana mála. f gær heitir til dæmis önnur for- ystugrein Morgunblaðsins „Ey- steinn oig síldarverksmiðjurn- ar.“ Þar er sat, ag Eysteinn Jónsson h<afi ráðið öl'lum þess- um má'lum og reynt að kenna honum um, hve illa var undir það búið að taka 'á móti mik- illi sfld batfði til söltunar og bræðSlu. Þetta er harla kími- leg ályktun hjá málgagni rík- isstjórnar, sem hefur sinn meirihluta og ræður löigum og lofum í landinu, og þvf miður Iiefur Eysteinn Jónsson ráðið helzt til litlu um þessi mál öll, annars mundi nú betur 'ástatt, ef tillögum hians hefði verið fylgt. Hefur hundsað úrbótatillögur Sannleikurinn er vitanlega sá, að ríkisstjórnin hefur þessi mál öll aligeríegia í sínum hönd um og hún hefur haft að engu tillögur síldarverksmiðjustjóm- ar um ag koma upp umhleðslu- stöð síldar á Vestdalseyri, jafn- vel þó fulltrúar stjórnarmeirí- hlutans stæðu að þessum ti'l- lögum í síldarverksmiðjustjórn. Ríkisstjórnin hefur ekki vflað fyrir sér að . vena fullkominn dragbítur á umbætur í þessum málum og hafa að engu tillög- ur, sem öll sfldarverksmiðju- stjóm stóð að. Síðan er Morgu.nblaðið með broslegar dylgjur um það, að Eysteinn Jónsson hafi vanrækt að bæta móttökuskilyrðin og útveiga nóig skip til flutningia. Sannleikurinn er Sá, ag fram- kvæmdastjórum verksmiðjanna hefur aldrei tekizt að útvega eins mörg flutningaskip eins og verksmiðjustjórnin vildi fá, Ofan á allan þennan hugar- burð bætir Mbl. svo við fullyrð- ingu um það, að „viðreisnar- stjórnin“ hafi „sýnt mikinn skilning á nauðsyn afkastamik- illa síldarverksmiðja á Aust- fjörðum“. Skyldi Austfirðing- um ekki finnast til um þann „sbilning“, eftir að ríkisstjórn- in er búin að halda mörgum stórum verksmiðjum lokuðum þar meðan síldin biarst að landi í stríðum straumum og skipin biðu eftir löndun manga sílar- hriniga. Aö falsa iunguna Hér er loks svolítig sýnis- 9 horn af því, hvernig ritstjór- H um MorgunMaðsins er innan | brjósts þessa daga, og hve þar 1 ríkir mikil gætni og yfirvegun g í stjórnmálaskrifum. Þetta er I tekið úr Stiaksteinum Mbl. í | gær: II „Þeim Tímamönnum nægir i þa.nnig ekki að falsa fregnir og staðreyndir. Þeir þurfa líka að * falsa sj'á'lfa tunguna að hætti i siðlausra viaklabraskara í Ikommúnistaríkjunum, sem snúa við hugtökum til að rugla Framhald á Ið. -síðu. 2 TÍMINN, laugardaginn 4. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.