Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 14
Skipanir hans höföu verið mynd
uglegar. Senorita Penny mátti
ekki á nein hátt verða tortryggin.
Hr. Greene varð ag sjá um að
hann yrði kynntur fyrir henni,
hinn elskulegi hr. Robertson
myndi eflaust sjá um það; og
kunningsskapurinn varð að þróást
hægt og eðlilega, hafði hann skip-
að. Jeffrey Greene hafði hlegið,
þegar forsetinn sagði það.
Og það fór nákvæmlega eins og
hans hátign hafði vonað. Hr. Ro-
bertson kynnti þau eftir miðdegis-
verðinn sama kvöld og bauð Elen-
or og hinum nýja gesti að drekka
með sér kaffi. Hann sagði, að
þetta væri síðasta kvöld sitt á
Santa Felice, því að hann færi til
Kingston næsta dag.
Rose og Terry höfðu gengig út,
og Elenor vonaði, að nú færi eitt-
hvað að gerast, svo að einnig hún
gæti farið að hugsa til heim-
ferðar.
Þegar hann tók um hönd henn-
ar, þrýsti Jeffrey hana fas't og
hún fékk samstundis traust á hon-
um.
— Hr. Greene er ljósmyndari,
sagði hr. Robertson vingjarnleg-
ur. — Hann hefur fengig það
starf að mynda alla fögru stað-
ina hér á Santa Felice.
— Já, það er mikil fegurð hér,
sagði Elenor. — Unaðslegar, litl-
ar sandstrendur, háir pálmar, kór-1
alrif og hitabeltisgróður. En mér
persó'nulega finnst nú börnin það
fallegasta. Þau eru aldeiiis ólýs-
anleg.
Jeffrey Green kinkaði kolli. —
Eg sá nokkur á götunum, þegar ég
kom frá bátnum, og ég er sam-
mála yður. Hafið þér áhuga á
ljósmyndagerð, ungfrú Penny?
— Eg er bara venjulegux áhuga
ljósmyndari, sem þykir gaman að
festa á filmu það, sem ég sá. sagði
Elenor og brosti við.
— Ljósmyndun er virkileg list
að mínu viti, skaut hr. Robertson
inn í, og nýi gesturinn hóf þegar
langan fyrirlestur um Ijósmynda-
vélina og allt ,sem henni tilheyrði.
Elenor hallaði sér aftur í stóln-
um og hlustaði. John Graham —
því að þetta hlaut að vera hann
— hafði sannarlega valið sér á-
gæta iðju sem skálkaskjól. Hann
gæti nú rásað um eyjuna eftir
vild, og engan myndi gruna neitt.
Mennirnir ræddu ljósmyndun af
kappi og Elenor hafði sig lílt í
frammi. Hún taldi það hyggilegra,
því að það hefði kannske vakið
tortryggni, ef þau hefðu strax orð-
ið kumpánleg hvort vig annað.
Hótelstjórinn var sjálfsagt nálæg-
ur, tilbúinn að gefa forsetanum
skýrslu um allt, sem hann heyrði.
Að lokum leit hr. Robertson á
armbandsúr sitt, hrópaði upp yfir
1 sig, er hann sá, hversu áliðið var,
og bauð góða nótt .Jeffrey var á-
fram formlegur.
— Og hversu lengi hafið þér
dvalið á eyjunni, ungfrú Penny?
— í tvær vikur. Það hefur ver-
ið ákaflega skemmtilegt, mér
þykir orðið mjög vænt um þessa
eyju. Allt er svo fallegt og lit
skrúðugt hérna, ég er viss um, að
ég sakna Santa Felice, þegar é?
hverf aftur heim til Englands
— Já, eyjan er býsna ólík ætt-
jörð okkar, ekki satt? Hann leit
athugull á hana.
— Eruð þér líka Englendingur,
hr. Greene?
— Já, ég tel mig vera það. Eg
fæddist í Exeter, en foreldrar
mínir gerðust innflytjendur til
Kanada, þegar ég var barn, og
síðan höfum .við ferðazt mikið.
Það var satt, hann hafðj engu
að leyna um bernsku sína, en
hann kærði sig hins vegar ekki
um að segja þessari stúlku né
nokkrum öðrum frá lífi sínu hjn
síðari ár.
— Upp á síðkastið hef ég dval-
ið f New York, hélt hann áfram.
— Það er bandarískt vikublað,
sem hefur fengig mér þetta verk
að vinna.
Hún hló. Þetta hljómagj allt svo
sannfærandi.
— Þér þekkið orðið eyjuna,
ungfrú Penny, hélt hann áfram.
— Hvernig er með samgöngutæki?
— Því miður eru þau víst ekki
ýkja mörg.
Hún lýsti eldgamla bílskriflinu,
sem hún hafði ekið í, og örfáum
gömlum strætisvögnum, sem hún
hafið séð, svo leit hún beint fram-
an [ hann og sagði:
— Vinir mínir og ég höfum
leigt tíkkur bíl, okkur langar til
að sjá okkur betur um á eynni,
fara upp til fjallanna, skoða ekr-
urnar hinum megin á eyjunni. Við
ætlum líka að tína orkídeur, mér
er sagt hér vaxi mikið af þeim.
Kannski — hún hikaði ögn. Hvað.
er þetta var ekki maðurinn, sem
hún beið eftir? — Kannski þér
vilduð koma með í einhverja ferð-
ina? Yður gæfist got» tækifæri til
að taka myndir.
— Þetta er elskulega boðið.
Þessir vjnir yðar, hvað eru þeir
margir?
— Bara tveir, Rose og Terry
Olarence, indælis hjón, þau eru
hér í brúðkaupsferð. Og svo ætl-
ar Mario náttúrlega að koma með,
hann er leiðsögumaður minn og
ráðgjafi, burstar skóija mína, ber
föggur mínar og heldur fyrirlestra
um spænska húsagerðarlist
— Ef það er raunverulega svona
erfitt með samgöngur hér, þætti
mér mjög vænt um að fá tækifæri
til ag komast upp i fjöllin. En ég
hef nóg að gera að skoða mig um
í borginni, fyrstu dágana
Elenor fannst tími til komjnn
að bjóða góða nótt og hann sat
kyrr og reykti hugsandi um
stund.
Bifreiðinni var ekið að hótelinu
dagin neftir, og Elenor brá í brún,
þegar hún sá farkostinn. Hann
var mjög stór og langur og hár,
og eftir stærð mótorsins að dæma,
var hann mjög benzínfrekur.
Terry virti bílinn fyrir sér efa-
gjarn, en hristi höfuðið, þegar
hún leit á hana.
— Eg efast um, að hann fari í
gang. Heldurðu, að þú ættir að
reyna?
— Það getur verið, að hann
renni, svaraðj hún á báðum átt-
um, — niður í móti.
— Leyfist mér að stinga upp á,
að senorita reyni hann? Mario
tiplaði æstur kringum bílinn og'
kíkti á allt.
— Það var snjöll hugmynd. Þú
kemur með mér. ,
Svo virtist sem hann væri ekki
viss um, að hugmyndin væri mjög
snjöll, en þegar Terry minnti
hann á, að hann hefði lofað að
fylgja senoritu sinni í blíðu og
/stríðu, gafst Mario upp og settist
varlega i framsætið. Hann starði
á Elenor, sem paufaðist í ekils-
sætið og tók að skoða mælaborð-
ið og athuga gírskiptinguna. Gisti
hússtjórinn stóg á tröppunum og
neri stoltur saman höndum, hafði
honum ekki tekizt hig ótrúlega?
Að útvega senorjtu bifreið, eins
og hún hafði óskað? Að baki hans
stóð Jeffrey Greene, hann veif-
aði og brosti, þegar hún leit í
átt til hans, og Mario virti hann
fyrir sér, svipb'rigðalaus.
— Hver er þessi maður, senor-
iía? sþurði hann hraðmæltur.
— Einhver hr. Greene, svaraði
hún annars hugar. — Hann er
ljósmyndari og kom í gær. Hún
setti fótinn á startarann, og henni
til mikillar furðu, fór bíllinn strax
í gang. — Jæja!
— Og þá ökum við! hrópaði
Mario og hún hló. Terry hrópaði
stríðnislegt húrra, hótelstjórinn
hneigði sig djúpt og svo óku þau
af stað.
Elenor varð þess fljót vör, að
gott var að stjórna bílnum. Heml-
ar voru i góðu lagi, en fjaðrir
124
þann 12. september svohljóðandi
lýsingu á athöfnum hans í Wash-
ington:
„Forsætisráðherrann hélt af
stag í gærkvöldi til Hyde Park og
svo áfram heim. Hann talar enn
um að fara með flugvél, en ég
efast um að hann geri það. Fram-
koma hans hefur verið til fyrir-
myndar siðan hann kom til Wash-
ington. Hann hefur verið athafna-
samur, en ekki stjórnlaus. Eg var
mjög áhyggjufullur yfir því hverju
hann kynni að valda, þegar við
héldum, eftir áeggjan hans, fund
með forsetanum og bandarísku
herráðsforingjunum. Samt gerðist
ekkert eftirsjáanlegt, eins og þú
munt sjálfur ■ komast að raun
um . . . “
Sunnudaginn 19. september kem
ur Churchill aftur til Englands.
Brooke hitti hann þá um kvöldið,
kl. 9 e.h. í Euston, með hinum
venjulega hópi ráðherra og her-
ráðsforingja. Næsta dag hófst
gamla samstarfið aftur. Eftir að
hafa stýrt herráðsfundi um morg-
uninn og snætt hádegisverg með
pólska yfirhershöfðingjanum,
varði Brooke því sem eftir var
dagsins til að búa sig undir ráð-
herrafundinn á mánudagskvöldið,
sem undir stjórn forsætisráð-
herrans stóð yfir frá klukkan
5,30 til 8,30 e.h.
„Að ráðherrafundinum loknum,
hringdi Winston til mín, til að
vita hvort ég hefði lesið ræðu
hans, sem ég hafði ekki gert.
Hann kvaðst vona að ég gerði
það, þar eð hann vildi að öllum
lfkindum ræða við mig um hana
eftir miðdegisverð. Þar sem ég
hafði Ivan Cobbold til að borða
með ,mér miðdegisverð, var ekk;
mikill tími til ræðulesturs fyrir
mig. Laust eftir miðdegisverð var
sent eftir mér, svo að ég varð að
fará til Downing Street 10, og
dvelja þar til klukkan 2 e.h. við
að kynna mér og tala um ræð-
una . . . “
„Oft kom það fyrir“, skrifaði
Brooke eftir stríðið — „að ég
varð að taka þátt með Winston
í síðasta undirbúningi ag ræðum
hans. Skrifborðið hans allt var
venjulega þakið bréfum með köfl-
um úr „ræðunum, sem hinir og
þessir menn höfðu sent aftur, á-
samt athugasemdum eða gagn-
rýni . .
„28. september. Herráðsfor-
ingjafundur þar sem við rann-
sökuðum uppkast forsætisráðherr-
,ans um aðgerðir á Indlandshafj.
Auk hinna ómögulegu Sumatra-
aðgerða, vonar hann að hægt
verði að framkvæma Akyab, Ram-
ree (Arakan) og Rangoonaðgerð-
irnar, allar á árinu 1944. Ef Þýzka
land verður sigrað í lok þessa árs,
er kannske von um að hægt verði
að gera eitthvað af þessu, en
Þýzkaland hefur enn ekki verið
sigrag . . .
Ráðherrafundur klukkan 5,30
e.h., sem stóð yfir til klukkan
7,45 e.h. Því næst héldum við her-
ráðsforingjafund frá klukksn 9
e.h. til 10,30 e.h. til þess að undir-
búa fund með forSætisráðherran-
um, sem stóð yfir frá klukkan
10,30 til 1 e.m. Við gerum næst-
um því ekki neitt, eða a.m.k. ekk-
ert, sem ekki hefi verið hægt að |
gera á einni klukkustund. Hann
var sannfærður um að við værum
að leita að öllum hugsanlegum
afsökúnum til að forðast fram-
kvæmdir Sumatra-aðgerðanna . . .
29. september. Eftir herráðsfor-
ingjafundinn í morgun sendi for-
sætisráðherrann eftir mér og
reyndist vera í miklu betra og
samvinnufúsara skapi. Hann byrj
aði með því að segja, að hann
væri eins áhyggjufullur og ég
vegna Miðjarðarhafsstefnu okkar
og, að hann vildi að ekkert væri
gert, sem kynni að draga herlið
burt af Miðjarðarhafssvæðinu. Eg
Sigur westurweida, eftir
held að hann hafi fundið, að hann
var í ónotalegu skapi kvöldið áð-
ur og viljað bæta fyrir það á ein-
hvern hátt.
Þessi yfirbót varð samt skamm-
vinn. Næsta dag, 30. september,
skrifaði Brooke:
„Við tókum enn einu sinni að-
gerðirnar á Norður-Sumötru til
yfirvegunar, til þess að komast
að raun um, hvort hægt væri að
framkvæma þær, án þess að hafa
áhrif á hernaðaraðgerðirnar á
Miðjarðarhafi. Upplýsingaþjónust-
an er ófullkomin og þess vegna
er erfitt að gera sér sanna
mynd . .
1. okótber. Herráðsforingja-
fundur þangað til klukkan 12. Þá
fundur með forsætisráðherranum,
herráðsforingjum, Dickie Mount-
batten og Poidnall. Klukkustund-
ar orðasenna milli mfn og forsætis
ráðherrans viðvíkjandi því atriðj,
hvort flytja ætti herlið burt frá
Miðjarðarhafssvæðinu til árásar-
aðgerða á Indlandshafi Eg var
ejndregið á móti því, að fækkað
yrði herliði á Miðjarðarhafi, til
þess að búa Mountbatten út til
glatfralegra framkvæmda á Sum-
ötru. Forsætisráðherrann var þess
hins vegar albúinn að bregða al-
gerlega út af okkar fyrri ákvörð-
unum, og hefja aðgerðir gegn
Japönum og láta Þjóðverj^ sitja á
hakanum. Mér tókst samt að
breyta þessum áformum hans að
lokum.“
Löngun forsætisráðhérrans til
að sóa brezkum efnum í þetta
fjarlæga og áhættusama fyrirtæki,
stafaði, að því er Brooke grunaði,
af þeirri veglyndu ósk hans að
bæta fyrir órétt er hann hafði
beitt garnla starfsbróður sinn,
Louis prins af Battenberg, í
flotamálaráðuneytinu, 30 árum
áður, með því að gefa hinum á-
gæta syni hans tækifæri til að
vinna sér frægðar.
Bandaríkjaforseti var hins veg-
ar fylgjandi hernaðarlegum stór-
aðgerðum Breta á Burma. En þær
urðu að gerast, ekki á ströndinni,
heldur i hinum ókleifu fjöllum
mnlandsins, í þeim tilgangi að
endurvopna flutningaleiðina á
landi til Kína Chiang Kai-sheks,
á hvers framtíð og baráttuþreki
hann hafði næstum óskiljanlega
trú. Auk hans og Marshalls hers-
höfðingja var Kína aðmíráll mjög
fylgjandi þessari kínversku stefnu,
en hann vildi, eins og allir banda-
rískir sjóliðsforingjar, hefna fyrir
ósigurinn í Pearl Harbour, eins
fljótt og því yrði frekast við
komig ag hann áleit að á megin-
landi Kína væri hjnn ákjósanleg-
asti bækistöðvastaður fyrir þær
herdeildir, sem tortíma skyldu
Japan. Á Quebec-ráðstefnunni
hafði hann tryggt sér eftir þráláta
andstöðu hinna brezku fulltrúa,
samþykkj hinna sameinuðu her-
ráðsforingja með því að gerðar
yrðu á næstu tólf mánuðum árásir
á Kyrrahafseyjar, sem lutu yfir-
ráðum Japana, s.s. Gilbertseyjar,
Marshallseyjar, Carolineeyjar, Pal
aus og Marianas. Og hann eyddi
heldur ekki neinum tíma til
ónýtis Á sama tíma og banda-
menn voru að reyna að ná fót-
festu við Salerno, var Kína að
búa sig undir ag fljúga til Pearl
14
T f M IN N , laugardaginn 4. ágúst 1932