Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 6
MINNING: Rósa Guðlaugsdóttir, Fremstafelli 1 dag verður Rósa Guðlaugsdótt ir húsfreyja í Fremsrtafelli í Ljósa- vatnshreppi til moldar borin. Hún lézt að heimili sínu s. 1. mánudag rúmlega 77 ára að aldri. Hafði hún lengi búið við vanheilsu, en andlát hennar bar þó að skyndilega. Rósa var fædd að Stöng í Mývatnssveit 25. marz 1885. Faðir hennar var Guðlaugur Ásmundsson, sem síðar flutti í Fremstafell og bjó þar lengi. Hann var sonur Ásmundar Jónssonar bónda að Hofsstöðum við Mývatn og Guðnýjar Guðlaugs dóttur frá Álftagerði (Skútustaða- ætt). Móðir Rósu var Anna Sig- urðardóttir, Erlendssonar (Gaut- landaætt). Rósa ólst upp í Fremstafelli, en giftist árið 1904 Kristjáni Jónssyni frá Hriflu, og hófu þau búskap í Fremstafelli árið eftir og hafa bú- ið þar síðan. Tóku þau fljótlega við allri jörðinni, en síðar reistu dóttir þeirra og tengdasonur bú á hluta hennar. Síðustu árin hafa þau búið helmingabúi á móti Jóni syni sínum, sem nú hefur tekið þar við búi. Rósa og Kristján eignuðust átta börn, en eitt þeirra dó í bernsku. Eru afkomendur þeirra hjóna nú j fullir þrír tugir. Rósa var komin af alkunnu gáfu- og dugnaðarfólki og naut þeirra erfðakosta í ríkum mæli. Hún var fríð kona og mjög! aðlaðandi. Guðlaugur faðir hennar var örlyndur gáfumaður, hagyrð- ingur góður, glaður og skemmt- inn, og Anna móðir hennar orðlögð dugnaðar- og mannkostakona. Rósa naut ekki teljandi annarrar mennt unar í æsku en góðra bóka og anda trausts, íslenzks sveitaheimilis, en liún var óvenjulega næm og minn- ug, kunni ógrynni ljóða og vísna, var öllum glaðari, kunni vel að segja frá og átti létta kímnigáfu. Um tvítugsaldur hóf hún búskap með manni sínum, og eftir það var allt hennar þrek helgað börn- um og búi, og hún sinnti því hlut- skipti með allri þeirri umhyggju og fórnarlund, sem góð kona getur af mörkum látið. Rósa var orðlögð kona fyrir góðleik sinn, bjartsýni, lífsgleði og vinarþel, sem aldrei brást, þótt hún ætti löngum við mörk. Framan af búskaparárum var þó ekki ætíð af miklu að taka, en hjartaauður hjónanna var mik- ill og miðlað óspart. Rósa í Fremstafelli lagði sitt til þeirrar auðlegðar. Við fráfall Rósu í Fremstafelli munu þeir vera margir, sem finnst þeir eiga mikla þakkarskuld að gjalda. Þeir minnast hlýs hand- taks, glaðra orða, traustrar vin- áttu og margvíslegrar hjálpar, sem ætíð var veitt af svo fqlskvalausum hug, að gott var að þiggja. Þeir minnast góðrar konu, sem búin var óvenjulegri lyndiseinkunn og mannkostum, konu, sem ætíð vildi bæta og gleðja og lagði til þess allan hug sinn og orku. Fáir áttu hlýrra og glaðara bros, og af því stafaði birtu á veginn. Sú birta mun lengi gleðja þá sem eftir lifa og minnast kynnanna við Rósu í Frems'tafelli. — V. Ferðafólk a thugið 1 'i3<Síí taBSsi / . | Allt frá opnun verzlunarinnar hafa snyrtiherbergi, með sérinngangi, veriS opin allan sólarhringinn. Góð umgengni undanfarin ár ber ferðafólki gott vitni. s Verzlunln BRÚ, Hrútafirði. • BJARNI BJARNASON, Laugarvafni: vanheilsu að etja sjálf og yrði ær- ið oft að hlúa að öðrum sjúkum. Þessir kostir hennar hafa miklu bjargað. Heimili þeirra Fremsta- fellshjóna hefur jafnan verið mann margt og stórt. Annir húsmóður- innar voru því löngum miklar. Rósa átti sinn mikla þátt í því að gera heimilið þannig, að þar þótti öllum gott að koma og dvelja. Jafnt hennar eigin börn sem að- komin, og þau voru oft mörg, áttu þar sem hún var öruggan vin, ætíð reiðubúinn til hjálpar, og hún kunni öðrum fremur að laða bros fram á grátna kinn. Hún kunni sögur, vísur og ljóð að segja. Um- hverfis hana var ætíð glaður brág- ur, góður hugur og velvilji, hvern- ig sem högum og heilsu hennar sjálfrar var háttað. Þess vpgna löð- uðust allir að Rósu. Mönnum leið vel í návist hennar, smituðust af| bjartsýni hennar og glaðværð. Heimili Fremstafellshjónanna var óvenjulegur griðastaður gamals fólks. opinn miklu fleiri en þeim, sem nákomnir voru. Gestrisnin var frábær og hjálpsemi við nágranna og aðra sveitunga átti sér lítil tak- Konungsbikarinn 1921 Útboð Tilboð óskast í að byggja upp og gera fokheldan dýralæknisbústað að Hvanneyri í Borgarfirði. Upp- drátta og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu húsa- meistara ríkisins gegn 500 kr. skilatryggingu. Útboðsfrestur er 21. ágúst n. k. V ,'A Húsameistari ríkisins. Nauðungaruppbod sem auglýst var í 61., 63. og 65. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1962 á hluta í húseigninni nr. 57 við Tómasarhaga, hér í bænum, þinglesin eign Karls Jónssonar, fer fram eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur og kröfu Hafsteins Sigurðssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 9. ágúst 1962, kl. 2% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. HÓRÐUR GUNNARSSON, ritari Glímudeildar Ármanns, skrifar í Tímann, 14 þ. m., svar til mín, er hann nefnir: „Sigurvegari i Kon- ungsglímunni 1921“. Mun ekki öllum, sem íslenzkri glímu unna og sannri frásögn um hana svo sem annað efní, vera það fyrir beztu, að hið sanna og tvímælalausa sé haft, en flækj- ur og halfsagðar sögur lagðar á hOluna. í máli okkar Harðar er um það að ræða hvaða verðlaun glímt var um á Þingvöllum 1921. Ég lýsti því rétt og tvímælalaust í grein minni í Tímanum 19. júní s. 1. Þar eð sú frásögn mín virðist ekki hafa nægt H.G. til fulls skiln- ings, skal ég endurtaka efnislega það, sem var aðalatriði þeirrar greinar um. konungsglímuna: Verðlaun voru aðeins ein, hinn svokallaði Konungsbikar. Hann var dæmdur af glímudómsnefnd- inni einkum keppandanum, sem sigurverðlaun, strax að lokinni glímunni á glímupallinum. Þessi maður vár kallaður fram út úr röðum okkar glímumannanna að venjulegum hætti og honum af- hentur Konungsbikarinn, sem sig- urvegara í glímunni. Þúsundir manna heyrðu dóm- inn og sáu bikarinn afhentan, þar á meðal sjálfur kóngurinn. og fylgdarlið hans. Það* er vansæm- andi að bera það fram meira en fjörutíu árum síðar, að þessi mað ur hafi samt ekki verið sigurveg- ari og hitt, að sigurvegarar hafi jafnvel' verið fleiri en einn, þó að veitt yrðu aðeius ein verðlaun. — Finnist verðlaunamunir aðrir en konungsbikarinn, sem benda til þess að þeir hafi verið veittir fyrir konungsglímuna, eru þeir röng heimild um verðlaun veitt af dóm nefnd í starfi. Slíkir munir, ef til eru, eru gefnir eftir á af einstök- um mönnum og ættu að vera merktir, t. d- — frá vinum — frá aðdáendum, — þá myndu ókunnug ir ekki ruglast í ríminu, eins og hent hefur nú sjálfan ritara Glímu deildar Ármanns og Eystem Þor- valdsson. Þó að Hörður hafi lesið frásögn mina og hann viti, að ég var þátt- takand’ í glímunni. tekur hann þó fr- að ég hafi aðeins að nokkr.. leyti rétt fyrir mér, en Hörður og Eysteinn fari með rétt mál. Þannig geta ónákvæmar heim ildir villt mönnum sýn og þeir neitað að taka sannleikann til greina. Eftirfarandi klausa eru lokaorð H.G. í grein hans í Tímanum 14. júlí s. 1.: „Á borðinu fyrir framan mig stóð silfurbikar og á hann var grafið: „Sigurvegarinn í konungs- glímunni 1921“. Þetta er heimild, sem ekki er hægt að hnekkja og staðfestir, að við fórum með rétt mál. Það vita margir að Guðmundi Kr. Guðmundssyni voru dæmid verðlaun á ÞingvöUum, en hann hlýtur þá einnig, eins og Bjarni bendir réttilega á, að hafa fengið konungsbikarinn fyrir fegurðar- glímu, svo að enginn missögn er í samtalinu. Hér hefur það átt sér stað, að verðlaun hafa verið veitt fyrir tvenns konar afrek í sömu glímunni, eins og að vísu tíðkast oft“. Ég leyfi mér að segja, að Glímu deild Ármanns gerir ekki miklar kröfur til rökvísi ritara síns. í fyrri grein minni er á einfaldan en ótviræðan hátt skýrt frá því hvaða verðlaun var glímt um á Þingvöllum 1921 og enn hefi ég sagt frá því t0 frekari áréttingar. Ég bendi enn á, nú sérstaklega rit ara Glímudeildar Ármanns, að rétt er og ómaksins vert að kynna sér hvað gerðist manna á milli og í blöðunum eftir konungsglímuna. Sá bikar, sem H G. talar um. er runnin undan rifjum þeirra her- ská.u radda, en með öllu óviðkom- andi fyrrnefndum glímudómara- Vilji ritari Glímudeildar Ármanns ekki fallast á þetta og ráðandi menn í íþróttalífinu heldur ekki, hvað er þá framundan í ve-rðlauna veitingum fyrir íþróttir? Hlutverk glímudómnefndar og réttindi hennar til verðlaunaveit- inga voru með öllu úr sögunni, samtímis og fyrrnefndur glímu- dómur var upp kveðinn og enn síður höfðu aðrir menn rétt til að veita verðlaun í nafni konungs glímunnar nema sem frjálsar gjaf ir, enda beri þá slikir gjafamun- ir með sér hvernig þeir séu til orðnir, eins og fyrr segir. Þetta um verðlaunin á ÞingvöO um 1921 er með öllu þýðingar- laus. Vilji nútímamenn ekki trúa mér, vill svo vel til, að allir glímu mennirnir, sem þá.tt tóku í kon- ungsglímunni 1921, eru lifandi og við góða andlega heilsu, nema Magnús Kjaran, hann er látinn, Mennirnir eru flestir, eða allir .þjóðkunnir. Ennfremur er til frá- sagnar sá maður, sem fer með æðstu tign, sem íþróttamenn ráða yfir, Ben. G. Waage, forseti ÍSÍ. Hann var í glímudómnefndinni, en hinir, sem með honum stóðu að því að veita þessi einu verðlaun, sem keppt var um, eru látnir. Myndu ekki þeir menn, sem ekki trúa mér, vilja spyrja þessa menn, ég nefndi þá alla í grein minni 19. júní s. 1., og biðja þá að svara þessum spurtiingum: 1. Um hvaða verðlauh var keppt í konungsglímunni á Þingvöll- um 1921? 2. Hvaða glímumaður hlaut þessi verðlaun? Með svörum við þessum spurn- ingum, sem ekki yrðu með rökum véfengd, ættu þrætur um þetta mál að vera úr sögunni. Það er of seint að iðrast eftir dauðann. Ef til vill hefur glímu- dómnefndin lent í þeirri aðstöðu, að iðrast of seint Lifandi og starf- andi dæmdi hún Guðmund Kr. Guðmundsson sigurvegara. Sú á- kvörðun dómnefndar gildir um alla framtíð, en ekki það, sem hún eða óánægðir áhorfendur kunna að hafa gert síðar, t. d. með verð-’ launagjöfum. Hörður Gunnarsson ætti að gera sér það ómak að heimsækja Guð- mund Kr. Guðmundsson ogyfá að sjá með eigin augum sigurlaunin, þau sönnu og réttu, konungsbikar- inn fr 1921, þar með ætti hann að átta sig. Þó að ég lenti í því að rekast í þessu verðlaunamáli til þess að leiðrétta missögn, sem gat leitt til algers mishermis, fer því fjarri, að ég vilji með því blanda mér í gerðir dómnefndarinnar í um- ræddri glímu. Þegar harðast var um þann dóm deilt, lagði ég aldr- ei orð í belg og sama minnir mig, að segja megi um hina glímufélag ana. Þó hafði ég jafna vinninga- tölu og sigurvegarinn og Hermann Jónasson,fleiri, eða alla mögulega. Þessu lýsti ég áður og endurtek það ekki. Okkur varð Ijóst að upp- kveðnum dómi, að sigurinn var mældur á annan mælikvarða en vinningafjölda. Hitt er ég fús til að viðurkenna og víst oft látið í ljós, að H.J. glímdi með miklum glæsibrag 1921 og jafnan meðan ég þekkti hann sem glímumann. Læt ég hér með útrætt um þetta mál, nema eitthvað óvænt komi fram, t. d. það, að verðlaun, sem veitt eru eftir á vegna óánægðra áhorfenda, séu jafnréttrá og þau, sem dómnefndir ákveða. T í M IN N , laugardaginn 4, ágús 196£ 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.