Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.08.1962, Blaðsíða 9
EEsa m Það er mikill plagsiður ís- lenzkra blaðamanna að grennslast fyrir um hvern- ig útlendingum, sem til landsins koma, lítist á sig. Þá er jafnan búizt við, að okkur sé hrósað upp í há- stert, stúlkurnar eru undur fallegar, hitaveitan dásam- lega og menningin stórkost elg. Síðan eru þessar lof- ræður látnar á þrykk út ganga og íslendingar hafa fengið enn eina sönnun þess hvað þeir séu merkileg þjóð í merkilegu landi. Þessa áráttu hafa ekki ís- lenzkir blaðamenn fundið ein- göngu hjá sjálfum sér, blaða- menn um víða veröld skrifa gjarnan það sem fólkið vill helzt lesa. Fimmtán ára útivist Nú höfum við brugðið nokk- uð út af þessu föstu spori, í þetta sinn hittum við að máli íslending og spurðum hann á- lits á þjóðinni. Hermann Pálsson háskóla- kennari í Edinborg er ekki að- eins fslendingur, heldur Hún- vetningur að auki og hefur feng ið gott tækifæri til að bera sam an ýmiss einkenni þjóðar sinn- ar og annarra á langri útivist. Hann hefur dvalizt erlendis á annan áratug, eða allt frá því hann lauk námi í norrænu- deild Háskóla fslands árið 1947. Þá sigldi hann til Dyflinar og lagði stund á keltnesk fræði við háskólann þar í borg. Síð- an beindi hann för sinni til Skotlands og starfar nú sem kennari við háskólann í Edin- borg, kennir íslenzku. Stúdent- ar í Bretlandi sem leggja stund á enskar bókmenntir verða að kunna nokkur skil á íslenzku og íslenzkum bókmenntum og það er hlutverk Hermanns að fræða þá. Hins vegar eru mjög fáir sem taka íslenzku sem að- alnámsgrein. eins og að líkum lætur. Sífelldur samanþurður Auk kennslunnar hefur Her- mann Pálsson fengizt við fræði og vísindastörf, sett fram ný- stárlegar kenningar um tilurð ýmissa fornsagna okkar og einn ig um uppruna íslendinga. Væri of langt mál að rekja það hér. Þess má einnig geta, áð hann hefur þýtt á íslenzku ljóð úr keltnesku og hafa þau komið út í bókarformi. íslendingur, sem hefur það starf á hendi að uppfræða út- lendinga um íslenzka menn- ingu og halda merki hennar á lofti í erlendri borg. hlýtur að láta sér annt um viðgang okk- ar og vöxt, hlýtur að fylgjast vel með þróun mála heima og gera sífelldan samanburð og því sem þar gerist o,g erlend- is. Því ætti Hermann Pálsson að standa að ýmsu leyti betur að vígi en aðvífandi ferðamenn og vingjarnlegir skyndigestir Stekkurinn verður SnorrabúS Við gerðum Hermanni Páls- syrii heimsókn þar sem hann Rætt við Hermann Pálsson, háskólekennara í Edinhorg, um það, hvernig Islendingar líti út, úr nokkurri fjarlægð nokkru leyti horfið í skuggann. — Flestar þjóðir eiga sér sterk an bakhjarl í sjálfum sér, nátt- úruauðæfi, góða framleiðslu. mikla frægð eða .sterkan her. íslendingar eiga aftur á móti ekkert stórt af þessu tæi til að vekja traust á sjálfum sér, því freistast þeir til að vanmet.a það, sem skilur þá frá öðrum þjóðum en rembast við það von lausa hlutverk, að drengurinn feti í fótspor risans. Þannig hafa þeir horfið frá hlutleysisstefnu sinni, sem áð- ur aflaði þeim virðingar með- al þjóðanna. Það tel ég að ,-,é sálfræðilega hrapalegustu mis- tök af einstökum atburðum, sem íslendingar hafa gert. Á þin.gi Sameinuðu þjóðanna ætti ,það að vera heilagt hlutverk íslendinga, með enga hernað- artradisjón að baki, að tala máli vopnleysingjans og verja mál- stað þeirra sem kúgaðir eru. En á því er ærin misbrestur og nú verð ég var við það í sífellt ríkara mæli af blöðum og við- tölum við fólk að heiman, að mikil breyting hefur orðið á hugsunarhætti fslendinga. Það er engu líkara en þeir reyni allt hvað þeir geta að gleyma Við hlustum ekki býr í Edinborg í gömlu hest- húsi. Þetta er þó ekki venju- legt hesthús eins og við land- ar eigum að venjast heima, heldur höfðu aðalsmenn og tignarfólk í Edinborg á fyrri öld reist hús hestum sínum jafn vegleg og stiftamtmanns- bústaðir á íslandi á sama tíma. Húsin standa í löngum röðum og er port milli þeirra, þau eru tvílyft og bjuggu hestsvein ar áður á loftinu og þar var heyið einnig geymt. Nú hef- ur efri hæðunum verið breytt í vistlega og sérlega skemmti- legar íbúðir og er hætt við að hestasveinar skozka aðalsins hafi rekið unp stór augu ef þéir nú mættu líta upp úr gröfum sínujn. Þarfasti þjónninn var geymdur á neðri hæðinni en nú er arftaki hans kominn þar í staðinn, sumsé bíllinn Aðall inn sjálfur bjó við breiðstræti skammt undan, þar eru nú komin gistihús handa ættlaus- um túristum, lækningastofur og fleira gagnsamlegt. Óheillavænleg tákn Frú Guðrún, kona Hermanns, kemur til dyra og býður okk- ur til stofu þar sem húsbónd- inn situr og skrúfar fyrir sjón- varpið þegar gestina ber að garði. Þriggja ára dóttir þeirra hjóna, Steinvör, býður góða nótt o,g hverfur burt með bangs ann sinn í fanginu en húsmóð- irin ber okkur kaffi og kökur að gömlum og góðum íslenzk- um sið. Hermann tekur erindinu vel og áður en varir hefur talið borizt að þeim hlutum, sem ís- lendingi í útlegð hljóta jafnan að vera hugstæðir. — Það eru mörg óheillavæn leg tákn á lofti í íslenzkum þjóðmálum og mér virðist ís- lendingar að sumu leyti vera að missa þau sérkenni, sem til þessa hafa gert þá að sérstakri þjóð og réttlætt tilveru þeirra sem þjóðar, segir Hermann Pálsson. Þeir, sem lengi dveljast með framandi þjóð en fylgjast vel með þróun mála heima á ís- landi, hafa opnari augu fyrir því sem er að gerast og verða áþreifanlegar varir við það. en þeir, sem amstra í dagsins önn heima fyrir. Við sþyrjum því Hermann Pálsson hvað helzt stefni í óheillaátt. — Okkur íslendingum er tamt að flagga með sjálfstæði okkar og gorta af því á tyllidög um, segir Hermann Pálsson, við gerum minna af því að varðveita það hversdags. Það er vandi að vera þegn lítillar þjóðar. Nú á dögum eiga sér stað sífelld átök milli stórþjóða og smáþjóða, ljóst eða leynt. í þeirri baráttu skiptir það smá- þjóðina öllu máli að varðveita sérkenni sín. þá hluti, sem gera hana að þjóð. Þróunin á íslandi hefur þvi miður stefnt í öfuga átt Við höfum einmitt kappkostað að líkjast sem mest öðrum þjóð- um, apa það. sem þeim er sam- eiginlegt, jafnvel þótt það stríði móti eðli okkar. Dvergur í fótspor risans Okkur er tamt að nota hug- tök eins og „norræn sam- vinna“. „vestrænt lýðræði" og því um líkt, en í stað þess að standa fast á sérstöðu okkar i heim efnum, höfum við að því að þeir eru vopnlaus þjóð, þeir telja hlutleýsi veikleika- vott og skammast sín fyrir. Fornsögur eða hermennska íslendingar eru farnir að hugsa hernaðarlega. Þessi ný- tilkomni hugsunarháttur birtist að vísu oft í skoplega smáum dæmum, eins og að líkum læt- ur. Ef það er satt sem ég heyrði að stillt hefði verið upp lög- regluliði á flugvellinum í Reykjavík við heimsókn ein- hvers Norðurlandakonungs og kóngurinn látinn kanna liðið. Síðan hefði verið ekið með kónginn um bæinn með mót- orhjól fyrir framan og aftan. Það þætti furðu gegna í ekki ófriðlegri borg en hér í Edin- borg, ef tekið væri á móti út- lendum þjóðhöfðingja með því að sýna honum lögregluþjóna staðarins. Það er hægt að skilja og fyrirgefa þjóðum eins og Bret- um Rússum og Ameríkönum, sem hafa hernaðarlega tradi- sjón að baki, þar sem hver þegn hefur hlotið þjálfun í hernum og menntun. Þessar þjóðir hafa þurft að verja líf sitt með vopnum og því er ekki nema eðlilegt, að þær sýni dýrð og mátt vopna sinna við hátíðleg tækifæri. Það rúm sem vopnin og her- valdið hefur skipað i hugum almennings í þessum löndum, hafa fornsögur. passíusálmar og saga skipaö í huga íslend- inga fram að þessu. Fegurðardrottningar í kulda og trekki Þess vegna er það hjákát- legt. hörmulegt. þegar íslend- ingar fara að gleypa hráa út- lenda hluti af þessu tæi og reyna að tileinka sér þá, hluti, sem eru svo andstæðir allri sögu okkar og menningu- Þeir hafa séð í skrautlegum, út- lendu.m myndablöðum lokk- andi ljósmyndir af nær alls- nöktum fegurðardísum í sól- skini og hita á baðströndum í Kaliforníu. Þess vegna þarf að hafa það eins heima í Reykjavík þótt loftslagið mæli á móti því. É.g sá myndir af fegurðarkeppni í blöðum að heiman, þar voru stúlkur í sundbolum látnar skrönglast í einhvers konar vagni um göt- ur borgarinnar í kulda og trekki. grettar í framan af kulda. en þeir sem stjórnuðu herlegheitunum þrömmuðu kappklæddir á eftir. Það er ekki hægt að flytja Kaliforníu til íslands hvernig sem við reynum Þetta verður grátbros legt. Styrkur <vopnleysisins Og Hermann Pálsson heldur áfram: Við íslendingar erum næmir og viðkvæmir fyrir því. sem sagt er um okkur og hvað aðrir hugsa um okkur, roynum sífellt að fiska eftir áliti ann- arra. Aðalhættan er. ekki fólg- in í þeirri tilhneigingu okkar, heldur hinu að við hlustum ekki alltaf á rétta fólkið. — Breta úr almenningsstétt finnst t. d. harla undarlegt, að við skulum ekki hafa her og finnst skömm að. Og brezkri alþýðu finnst það hlægileg þjóð, sem hefur engan kóng. Brezkur mennta- maður lítur öðrum augum á hlutina. En það er tvennt, sem menntaðir Bretar dást að í íari íslendinga: hernaðarleysi og bókmenntir. Ég minnist þess er landhelg- isdeilan var sem illvígust, að í hópi kunningja minna í menntamannastétt, hitti ég að- eins einn, sem var íslending- um andvígur. Allir aðrir fylgdu okkur fast að málum og ósk- uðu okkur hugheilir sigurs. í landhelgisdeilunni var styrk- ur okkar einmitt fólginn í vopnleysinu, vopnleysið var okkar skæðasta vopn. HefðUm við haft fallbyssur og sprengj- ur á móti Bretum þá, er hætt við, að við hefðum aldrei aflað þeirrar samúðar með málstað okkar erlendis, sem raun varð á og okkur var svo nauðsynleg Friðarsinni skammaryrði íslendingar eiga að stuðla að hlutleysi og afvopnun á al- þjóðavettvangi. Þeir eru eina þjóðin, sem ekki hefur nokkra hernaðarsögu að baki. Þeir hafa ávallt viljað búa við frið. Sjálf tilkoma þjóðarinnar er sprottin af ást þeirra á friði. Þeir taka sig upp frá átthög- um sínum í Noregi, af því að þeir gátu ekki unað þeim her- styrk, sem kom í hendur ein- um manni er Haraldur hár- fagri gerðist yfirkonungur. Á þessu er enginn vafi. Fámennið er engin afsökun, þvert á móti getur það verið styrkur. Við sjáum t. d. hvern- ig einstaklingur eins og Bertr- and Russell hefur sett stóran svip á baráttuna fyrir friði í heiminum og afvopnun. — Nú fFramhald á 13 síðu' TIÍVII N N . laueardamnn 4. áeúst 19fi2 9 nvn 11 " > > > v * \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.