Tíminn - 18.08.1962, Page 7
~~ iMíint—
Utgefandi: F R AMSOKN ARFLOKICURINN
Framkvæmdast.ióri Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson fáb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fullt.rúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusimi 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan.
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Ihaldsstefnan
Höfuðeinkenni íhaldsstefnu er sú trú íhaldsmanna, að
kaupgeta á hámarkí og almenn fjárfesting leiði til verð-
bólgu og efnahagsörðugleika og því beri að koma í veg
fyrir mikla aukningu á peningatekjum almennings. Mikil
framleiðsluaukning er þyrnir í augum íhaldsmanna, því
að hún hefur í för með sér mikla eftirspurn eftir vörum
og vinnuafli og við slíkar aðstæður er erfitt að halda kaup-
getunni niðri. — Rótin að baki þessari stefnu er þó auð-
vitað sú, að það eru stóriðjuhöldar auðhringanna og auð-
menn, sem eru kjarninn að baki íhaldsstefnunni í öllum
löndum heims, og þeir vilja auka áhrif sín, takmarka
fjármagnið sem mest á fárra höndum, þ. e. í eigin hönd-
um. Ör uppbygging og almenn fjárfesting fjöldans minnk-
ar áhrif þessara manna, dreifir efnahagsvaldinu, ýtir und-
ir framtak hinna mörgu einstaklinga til beinnar þátttöku
í framleiðslunni. Þess vegna eru íhaldsforkóflar andvíg-
ir en bera fyrir sig ýmsu svo sem gjaldeyrisstöðu, greiðslu-
jöfnuði og þó fyrst og fremst verðbólgugrýlu og ekki er
ástæða til að ætla annað en þeir trúi á mótbárur sínar
— sumir hverjir.
Andstæðan
Andstæð íhaldstefnunni er sú stefna að vilja hafa
kaupgetuna eins mikla ,og framleiðslan frekast getur bor-
ið og örva uppbyggingu sem mest með ýmsum ráðum og
stuðningi ríkisvalds við einstaklinga og félagssamtök
almennings til að koma upp nýjum atvinnufyrirtækjum,
skapa þannig stöðuga uppbyggingu, sem tryggir að sem
mest af auknum peningatekjum almennings fari til upp-
byggingar og skili enn aukinni framleiðslu og meh'i
gjaldeyrisöflun eða spari gjaldeyri með framleiðslu
innlendra neyzluvara. Með því að örva hið almenna,
frjálsa einstaklingsframtak til þátttöku í framleiðslu fer
sem stærstur hluti af hinum auknu peningatekjum til
uppbyggingar og nýrrar verðmætasköpunar en kemur
ekki nema að nokkrum hluta fram sem eftirspurn eftir
erlendum vörum. Þetta er djörf stefna, sem getur haft
erfiðleika í för með sér og stundum er tefl^ á tæpasta
vaðið, en reynsla frá mörgum löndum sannar, að þessi
stefna þarf ekki að hafa verðbólgu í för með sér, ef
réttum úrræðum ríkisvalds er beitt til að brúa þau bil,
sem kunna að myndast.
Nýjasta dæmið
Þessari djörfu stefnu hefur verið fylgt á íslandi und-
anfarna áratugi — eða síðan 1927 og var að skapa hér
eitt bezta og réttasta þjóðfélag heims, þar til íhaldsstefn-
an var aftur leidd til öndvegis og hin svokallaða „viðreisn“
hófst. Eðli „viðreisnarinnar“ dylst engum, sem nokkurt
skyn ber á efnahagsmál. Hið mikla góðæri undanfarið
hefur tafið „viðreisnina“ og komið í veg fyrir eins mikinn
samdrátt á spmum sviðum og „viðreisnar“-menn vildu
og góðærið veldur þeim áhyggjum. Og þá er ákveðið að
herða enn á lánasamdrættinum til framleiðslunnar. Jó-
hannes Nordal bankastjóri, einn helzti vikamaður „við-
reisnarinnar“ er sendur fram og látin segja í nafni Seðla-
bankans, að nú steðji hætta að ,,viðreisninni“ vegna þess
að orðið hafi almennar kauphækkanir undanfarið og þetta
sé líklegt til að auka eftirspurn eftir vörum, örva fjár-
festinguna og framkvæmdir almennings — og er það
hættuleg „þensla“ að dómi ríkisstjórnarinnar óg hag-
spekinga hennar. — Þetta er nýjasta dæmið og þurfa
menn órækara vitni um hina afturhaldssömu íhaldsstefnu
í landi „viðreisnarinnar“?
T í M I N N, laugardagurinn 18. ágúst 19K2.
Tvær útkljáðar styrjaldir
í hinum stóra blaðaheimi
New York Times og Beaverbrook iávarður standa af sér atlögur
UM ÞESSAR mundir eru á ferð
inni tvö mál, annað í Banda-
ríkjunum og hitt í Bretlandi,
er vakið hafa verulega athygli
i blaðaheiminum og eru fyrir
þá sök bæði athyglisverð og
lærdómsrík, að þau hafa sýnt
fram , að siðferði er jafn nauð-
synlegt í allri samkeppni og
drengskapur í íþróttakeppnum.
Það er hið annars svo virðu-
lega biað New York Herald
Tribune, sem aðili er að hinu
bandarfska máli. Blaðið hefur
um alllangt skeið átt í nokkr-
um fjárhagsörðugleikum, sem
m. a. stafa af því, að það er
hvergi nærri jafnoki hins
þekkta blaðs New York Times
í því að sanka að sér auglýsing-
um. N. Y. Times er eldra blað
en N. Y. Herald Tribune og
af mörgum talið bezta og áreið-
anlegasta blað heims. Það er
prentað undir kjöroiðinu: All
j the New’s That’s Fit to Print
— það vill segja eitthvað á
þá leið, að í því góða blaði séu
prentaðar allar þær fréttir, sem
séu þess virði að nefnast því
nafni.
Það var Donald Rogers, sem
skrifar um verzlunarmál í Her-
ald Tribune, er mest var ó-
ánægður með forskot Times i
auglýsingaveltunni og hann gat
ekki stillt sig um að láta til
skara skriða, ef verða mætti til
þess að minnka muninn að
nokkru eða öllu leyti. Hann
vildi gera öllum auðjöfrum
Bandaríkjanna ljós þessi sann-
indi: Sá, sem ekki er á þínu
máli, er andstæðingur þinn. Og
þess vegna, hélt Rogers áfram,
ber öllum verzlunar- og iðju-
höldum og þekkja fjanda sína
í blaðaheiminum — og ekki nóg
með það, heldur og að hafna
þeim á borði en veita í þess
stað betur vinum sínum. Það
hefði getað haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir hið frjálsa orð í
Bandarikjunum, ef Rogers
hefði tekizt að koma af stað
átökum ofe klofningi. Sannleik-
urinn er nefnilega sá, að mill-
jónerarnir í Wall Street, Eisen-
hower-republíkanar og yfirleitt
hinir voldugri atvinnurekendur
líta á Herald Tribune sem sinn
sanna málsvara vegna íhalds-
samra sjónarmiða í verzlunar-
málum og efnahagsmálum yfir-
leitt, Times er frjálslyndara í
skoðunum. Það verður ekki
talið stuðningsblað demókrata
en hefur þó þorra atvinnurek-
enda þeirra sín megin en teygir
sig einnig langt inn í raðir
hinna stóru iðjuhölda og auð-
manna. Það hefur sem sé víðari
auglýsendahring og þess vegna
það forskot sem Rogers sárn-
ar svo mjög og vildi minnka.
ÞETTA mál átti eftir að koma
til kasta þingsins og það er erf-
ilt að segja fyiir um hvaða
ráða Times hefði talið sér nauð
synlegt að grípa til, ef ekki
hefi komið fram á sjónarsviðið
piaður nokkur, en hjó á hnút-
inn. Og þessi maður var eng-
inn annai en John Hay Whitn
ey, margmilljónari og eigandi
Herald Tribune Whitney keypti
blaðið fyrir nokkrum árum og
lét þá af stöðu ambassadors í
Lundúnum til þess að taka að
sér það hlutverk að koma Her-
ald Tribune á réttan kjöl. en
-------------
BEAVERBROOK LÁVARÐUR
það hafði þá um nokkurt skeið
verið með fjárhagslega slagsiðu.
Whitney er bæði greindur
maður og heiðarlegur. Honum
þótti miður frumhlaup blaða-
manns síns og lýsti því skorin-
oit yfir, að Herald Tribune gæti
ekki leitazt við að rétta hlut
sin með svo auðvirðilegum að-
ferðum og Rogers legði til. —
Whitney skrifaði forystugrein
í blað sitt, þar sem hann baðst
afsökunar á orðum Rogers og
sagði síðan: Við óskum þess,
að fólk auglýsi í blaði okkar
vegna gildi þes-s sem auglýs-
JOHN HAY WHITNEY
ingablaðs og ekki af nokkrum
öðium ástæðum.
Merkilegt nokk, þá lciddi mál
þetta ekki til brottrekstrar
Rogers frá blaðinu. Hann held-
ur áfram að skrifa greinar sín-
ar um viðskiptamál eins og ekk-
eit hafði í skorizt og er áfram
jafn hatrammlega íhaldssamur
í sínum skoðunum. Fyrir
skömmu kallaði hann Kennedy
forseta pólitískan rekkjunaut
stéttasamtakanna og kallar
stefnu hans í efnahagsmálum
samsafn heimskulegustu hug-
mynda, er nokkru sinni hafi
fram komið í Bandaríkjunum
En styrjöldina um auglýsendur
undir forskriftinni: með eða á
móti — hefur Rogers lagt á
hilluna. sennilega fyrir fullt og
allt og það er mikilvægast af
öllu.
EN UM líkt leyti og þessu fór
fram í Bandaríkjunum stakk
svipað má) upp kollinum i Bret
landi. en hér var það BBC og
nokkrir vinsælir menn þeirrar
stofnúnar er hlut áttu að máli
BBC flytur nokkrum sinnum
þátt er nefnist: Nokkrar spurn-
ingar og er þessi dagskrárliður
mjög vinsæll og mikið á hann
hlustað. Þar kom fyrir
skemmstu fram Boothby, lávarð
ur, sem er vel þekktur stjórn-
málamaður og útvarpsmaður.
Og hann slepptj fram af sér
beizlinu við Iok þáttarins, er
hann hóf æðisgengnar árásir á
blöð Beaverbrooks lávarðar:
Daily Express, Sunday Express
og Evening Standard.
Nú er það auðvitað svo, að
hverjum manni er frjálst að
láta sér finnast svo um þetta
blað og hitt, sem honum bezt
þóknast, en Boothby. lávarður,
gekk feti framar. Hann taldi
Beaverbook, lávarð, og allt hans
lið nánast ótínt glæpahyski og
lávarðurinn væri að auki ekki
Breti heidur Kanadamaður. Og
aumingja kanadíska þjóðin
komst í leiðinni ekki undan því
að á henni skyllu nokkrar mið-
ur skemmtilegar athugasemd-
ir frá hinum ofsareiða Boothby,
lávarði.
BBC hafði ekki haft tækifæri
til þess að fara yfir mál Booth-
by, lávarðar áður en því var
útvarpað. en varla var útsend-
ingunni lokið er forystumenn
BBC gerðu sér ljóst. að hér
höfðu verið framin háskaleg
afglöp. er gátu haft í för með
sér ófyrirsjáanlegar afleiðing-
ar fyrir framtíð BBC.
NÚ VAR ákveðið að grípa til
þess ráðs að ómerkja orð lá-
varðarins. þótt töluð orð verði
jú ekki svo gott aftur tekin.
BBC samdi og lét lesa langa
yfirlýsingu, þar sem menn
beygðu sig í lotningu fyrir
Beaverbrook, lávarði. og báðu
hann og starfsmenn hans au*
mjúklega afsökunar á ásökun-
unum í þeirra garð Allt var
reynt að gera svo lávarðurinn
og menn hans fengju uppreisn
æiu.
Einkum lét BBC í ljós sáran
harm vfir þeim stóryrðum
Boothby. lávarðar. að Beaver-
brook. lávarður, hefði aðeins
gert Englandi tjón og að hann
hefði aldrei átt að fá leyfi til
þess að koma inn i landið. Hér
sagði BBC, að staðreyndum
hefði verið snúið við allhrapa-
lcga, því Beaverbrook hefði
gert Englandi allt hugsanlegt
gang, ekki sízt á hinum erfiðu
tímum 1940, og Broothby lávarð
ur, var mjög hryggur yfir hama
gangi sinum og kvaðst reiðu-
búinn til þess að ómerkja öll
sín orð. sem væru jú gagnvart
Beaverbrook, lávarði. hvert
öðiu ósannara Hann bað auk
þess lávarðinn auðmiúklega af-
sökunar á frumhlauni sínu
EN ÞAÐ var mikiH misskiln
ingur hjá BBC og Boothby
lávarði að ætla að allar þess-
ar auðmjúku yfirlýsingar
myndu duga til þess að fá þetta
leiðinlega má) út úr heiminum,
gleymt og grafið. Að vísu fór
Beaverbrook. lávarður. sjálfur
fremur hægt í sakirnar, en rit-
stjórar hans vildu hins vegar
ekki una öðrn en hreinsa af sér |
þann skít er Broothhv távarð
ur, hafði á þá kastað Þeir jj
höfðuðu því allir meiðvrðamál. |
og enda þótt oft geti liðið vik
ur og mánuðir og jafnvel ár. þar 1
til slík mál eru tekin til með- i
Frarohald á 13. síðu £
z