Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.08.1962, Blaðsíða 8
; '■ /’i‘’"K”í"’'HæSKUNNAR '' : * ÆSKUNNAR ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON Noregsferð SUF var hin ánægjulegasta. - (Jndirbúningur og aðbúnaður, sérstaklega góður, - og frændum vorum til sóma í síðasta mánuði auglýsti Samband ungra Framsóknar- manna Noregsferð. Ætlunin var að þátttakendur yrðu 15, en eftirspum var svo mikil, að á fjórum dögum skráðu sig 42 til fararinnar, og fleiri var ekki hægt að taka. Hópurinn flaug héð'an frá Reykjavík hinn 24. júlí til Oslóar og kom aftur fljúgandi þaðan 7. ágúst. Förin tók því samtals 15 daga. Tíð- indamaður Vettvangsins snéri sér til fararstjórans, Örlygs Hálfdánarsonar, og innti hann fregna úr Noregsförinni. — Þetta var hin ánægjuleg- asta för, sagði Örlygur. — Und irbúningur og aðbúnaður góður og veðurguðirnir ósparir á sól- skin og'blíðviðri. Síðast en ekki sízt voru samferðamennirnir góðir. Ég vildi mega segja, að þar hafi farið saman sanjvalinn hópur, þótt fæstir hafi þekkzt áður en ferðin hófst. Viltu færa þessu fólki öllu mínar beztu þakkir fyrir ánægjuleg- ar og ógleymanlegar samveru- stundir. Þá eiga „Lönd og leið- ir“ heiður skilinn fyrir góðan undirbúning fararinnar. Það stóð allt sem þeir vísu menn höfðu lofað. — Hefur SUF efnt til slíkr- ar utanfarar áður? — Ekki hvað ég veit. Ég held að þetta sé sú fyrsta. — Gæturðu ekki sagt okkur í stórum dráttum hvemig för Inni var hagað, hvar þið kom- uð og hvað þið sáuð? I — Það er nú erfiðara en ætla mætti og hætt við að lop- inn teygist, þegar segja skal frá. Þú verður að athuga að við ókum samtals 1750 km., en það svarar til fjarlægðarinnar milli nyrsta og syðsta odda Noregs. Við gistum á 10 stöð- um, en áðum þess utan oftar en upp verði talið. Hópurinn var svo stór, að það varð að skipta honum í tvo bíla og stjórnaði Páll Guðmundsson, skólastjóri í Mýrarhúsaskóla, öðrum en ég hinum. Það er mikill heiðursmaður Páll, og er ég honum þakklátur fyrir gott samstarf. Við héldum strax frá Osló um kvöldið, þeg ar við komum að heiman, og gistum á sitt hvoru hótelinu við Randsfjörðinn, það er á Harða landi í Upplandafylki. Heitir annar bærinn Brandbu, en hinn Dokka. Þarna beið okk- ar góður kvöldverður og ekkí síðri morgunverður næsta dag. Eins og þú kannski manst, þá kostaði farmiðinn ásamt fæði og gistingu aðeins 6.900 krón- ur. Sannast sagna átti ekkert okkar von á slíkum aðbúnaði, sem við nutum allan timann, hvorki í fæði né húsnæði. Mér er óhætt að fullyrða, að okkur þótti sem við værum i fimmtán daga matarveizlu. Það hefur á- reiðanlega enginn lagt af í þeirri ferð. í 'Sambandi við norska mat- inn, hef ég enn gaman af að— minnast þess, er Kolbeinn Þor leifsson borðaði hinn bragð- sterka Gammelost. Osturinn var á hverju morgunverðar- borði. Hann er dökkleitur og í laginu eins og pottbrauðin okkar íslendinga. Kolbeinn hélt líka að þarna væri um slíkt brauð að ræða. Fékk sér því væna sneið, smurði hann Borgund-Stafkirkja. vel með smjöri og setti þar ofan á tvö lög af osti. Kom vatn fram í munn hans er hann leit krásirnar, en ekkert skildi hann í undrunarsvipnum á norska bílstjóranum, er sat við hlið hans. Skar Kolbeinn sér væna sneið af „pottbrauðinu“ og stakk upp í sig og leið ekki á löngu þar til svipur Kolbeins var orðinn mun lorkennilegri en nokkurn tíma Norðmannsins. Barðist hann lengi við þá löng- un að losa sig strax við munn- bitann, en þótti helv. hart að geta ekki haldið niðri norsku brauði, — í ásýnd hins norska sessunauts — þótt sterkt væri, já, sterkara en íslenzkur, kæst- ur hákarl. Einhvern veginn kom hann svo bitanum. niður, en stóð lengi á öndinni á eftir. Er hann hafði loks jafnað sig og stunið upp athugasemdum um bragðstyrk brauðsins, sagði sá norski: Þetta er ekki brauð, heldur steraksti ostur, sem hér finnst, og aldrei hefi ég séð slíkt gert áður. Fyrst hnaus- þykan Gammelost, þá smjör og síðan tvö lög af annars konar osti. Gladdist Kolbeinn mjög yfir þessum tíðindum og fagn aði því að mega hætta „brauð- Farþegar annars bílsins f hlíðunum ofar Geiranger. Bátahúsið með Sognbátunum í Heibergskesafninu í Kaupanger. á.tinu“, án þess að falla í áliti hins norska frænda og vinar. Næsta dag var ekið um Fag- ernes, sem er lítill bær við Strandafjorden, til Grinda- heims við vatnið Vangsmjösa. Vatnið er 19 km. langt en að- eins 154 m. á dýpt. Skammt frá Fagernes er Valdresbyggðasafn ið, með 32 gömlum húsum fyllt um minjum. allt frá 14. öld..— Nutum við þar leiðsagnar stúlkna, klæddum þjóðbúning- um, sem að lokum stigu fyrir okkur þjóðdansa, við undirleik langspils og annarra hljóðfæra. Þar kom í ljós að íslendingar eru engir eftirbátar frænda okkar í þeirri fótamennt. Næsta dag var Upplanda- fylki kvatt, en haldið til Sygna og Firdafylkis. Ekið um Lær-, dal við Sogn og þar m.a. s.koð- uð Borgundkirkjan efst í daln um. Þar er stafkirkja frá því um 1150 og talin eitt merkasta hús sinnar tegundar þar í landi. Lærdalur er ákaflega fagur og frjósamur dalur og Lærdalsá fiskisæl. Á Lærdals- eyrum beið okkar ferja, sú hin fyrsta í ferðinni en ekki hin síðasta, og fórum við með henni til Kaupanger. Þar skoðuðum við Heibergskesafnið, en héld- um síðan inn í fjarðarbotn, þar sem þeir Baldvin Þ. Kristjáns son og Kolbeinn Þorleifsson sýndu okkur hinum hvernig synda ætti í ísköldum sjónum. Það var ekki fyrr en í Þránd- heimi, sem við hinir höfðum kjark til þess ag svamla í sjó, en þá þreyttu þeir Baldvin og Ámi Halldórsson kappsund. Þeir voru dæmdir jafnir, en um deildur var sá dómur. Úr Sogn firði klifruðu bílarnir með okk ur um Böverdalinn, upp í Jöt unheima, í nágrenni Galdhöp- iggen og Glittertind, tveggja hæstu fjalla Noregs, og lá veg urinn hæst í 1200 metrum. Um nóttina var gist í tveimur hótel um, Elverster í Böverdalnum og Leirvassbu í Leirdalnum Þess ber að geta, að nú vorum við enn á, ný komin í Upplanda fylki. Elverster ber öil merki bess að vera í .Tötunheimum Herbergi eru öll skýrð jötna- heitum. nöfnin máluð á hurð- ir með viðeigandi mvnd og skraut allt í sama stfl. Á veggj um héngu speldi með setning- um úr Hávamálum Elvester er óviðjafnanlegur staður og vildi ég ráðle.ggja þeim íslend ingum, sem þar fara um að dvelja þar í tvo daga. Frá Elverster var ekið niður þrö'ngan, skógivaxinn Böverdal- inn, niður að þorpinu Lom í Ottadalnum. Bærinn stendur á bökkumVágávatnsins við mynni árinnar Bövra. Landslag er þar mjög fagurt, dalurinn víður og skógivaxinn, byggingar blóm- legar o.g vatnið stórt. Ottadal- urinn er einn hinna stóru hlið- ardala úr Gudbrandsdal. Það var sérkennilegt að fylgjast með því út um bílgluggann, hvernig gróðurfarið breyttist eftir því sem ofar dró, úr há- vöxnum barrskógi i lágvaxinn og kræklóttan birkiskóg. Efst í skógarmörkunum er .fjalla- hótel á stað er nefnist Grötli. Þar þótti mörgum sem þeir væru komnir heim til íslands, bæði hvað veður og gróðurfar snerti. Grölti er í Upplöndum, en skammt þar frá skerast fylkis- mörk Upplanda, Mæris og Sogns. Þaðan liggur vegurinn um þúsund metra hátt skarð yfir til Geirangursfjarðar á Mæri. Á þeirri leið er fjallið Dalsnibba, 1498 m. hátt. Upp á efsta tind þess liggur vegur, sem er mikið farinn af ferða- mönnum, sem verða að greiða nokkrar krónur fyrir, þar eð hann er í einkaeign. Þangað lögðum við einnig leið okkar. Þar uppi var fjöldi bíla og ferðamanna. Útsýni yfir Geir- angursfjörðinn er þar stórkost- legt. Fjörðurinn er talinn einn hinn fegursti í Noregi, og er þar að finna hina frægu fossa, Systurnar sjö, að ógleymdum elskhuga þeirra, fossi hins veg- ar fjarðarins. Séð yfir botn Geirangersfjarðar, í Geirangri lifir minningin um þá, sem fóru í fótspor Egils Skallagrímssonar fyrir nokkr- um árum. íslendingar eru að vísu aufúsugestir hvarvetna í Noregi, en hvergi vorum við kvödd með meiri virktum en þegar við héldum þaðan á brott. Hóteleigandinn var á fót- Hinar sjö systur norðanmegtn Geirangersf jarðar. um fyrir allar aldir, sá sjálfur um að koma fólki og farangri í bílana og flutti að lokum snjallt ávarp þar sem hann minntist áðurnefndrar heim- sóknar og frændsemi þjóð- anna. Við fórum með ferju frá Geirangri til Valldal, sem er innst í Stórfirði. Það gleymir enginn Geirangursfirð sem um hann siglir. Landslagið er stór- brotið; það er sem fossarnir hangi utan í þverhnýptum hömrunum. Einkennilegast er þó að sjá bóndabæi, sem nú eru að vísu flestir komnir í eyði, á syllum og í rjóðrum í 200 til 270 m. hæð yfir sjávar- máli. Þeir segja sína sögu, þótt þöglir séu. ~',Jí Ándalsnes. Valldal er án efa einhver feg ursti dalurinn, sem við sáum í ferðinni. Þaðan ókum vig upp í Tröllheima. Vegurinn liggur í um þúsund metra hæð, en yfir gnæfa margir tröllslegir tind- ar. Mest áberandi frá vegin- um eru Biskupinn og Konung- urinn, en Tröllatindar lengra í norður. Vegurinn að sunnan, upp Valdalinn, fer smáhækk- andi, en því er ekki að heilsa þegar ekið er norður af. Þar mætir manni snarbrött fjalls- hlíðin. Þar hefur vegurinn ver- ið lagður í stórhrikaleg- um sneiðingum og nefnist rétti lega Tröllastígur. Það þótti á sínum tíma mikið verkfræði- legt afrek, þegar Norðmenn lögðu þennan veg. Þegar nið- ur í dalinn kom, Isterdalinn, var ekið til Ándalsness. Bær- inn var lagður í rúst árið 1940, en hefur nú verið endurbyggð- ur og eru íbúar um 2200. Það- an var ekið út með Romsdal- firði að sunnan og farið með ferju yfir til Molde. íbúar Molde eru rúm 7 þus- Páll Guðmundsson reykir og hugsar djúpt. m í M 1 V XT 1_____________J_________ 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.