Tíminn - 18.08.1962, Page 9

Tíminn - 18.08.1962, Page 9
und .Bærinn liggur í skjóli mót norðri og þaðan er fagurt út- sýni til Romsdalsfjallanna sunn an fjarðarins. Mun Molde vera einn mesti ferðamannabær Noregs. Molde kemur fyrst við sögu um 1350. Árið 1742 fær bærinn kaupstaðaréttindi og í dag er þar rekin mikil verzl- un, aðallega útflutningur sjáv- arafurða, og iðnaður; klæða- gerð, véla- og húsgagnasmíði. Björnstene Björnsson var nem andi í skóla í Molde á sínum tíma og hafa Moldebúar reist honum minnismerki í hjarta bæjarins. Ibsen sótti fyrirmynd ir til „bæjar rósanna“, eins og hann er oft kallaður, og Alexander Kjelland var þar amtmaður. Þjóðverjar brenndu miðhluta bæjarins í loftárás árið 1940. Bæjarbúar minnast þess stoltir, að Hákon konung- ur og ríkisstjórn hans flýðu einmitt til Molde og voru þar um stund, þar til haldið var þaðan á skipi til Norður- Nor- egs. Svo vel vildi til, að kvöld- ið sem við vorum í Molde, var ur til um 200 eyja og skerja með hinum undarlegustu nöfn um, svo sem Djöfullinn, Mann- dráparinn, Presturinn o.s.frv. en aðeirjs er búig á einni þeirra o0- það er hún sem eyjaklasinn dregur nafn sitt af. Grip er minnsti en þéttbýlasti hrepp- ur Noregs með um 480 íbúa á ferkílómetra. Stórsjóar hafa oftsinnis skolað öllum bygging um á eynni burt, nema kirkj- unni, hún hefur staðið öll á- hlaup síðan hún var byggð á 14. öld. íbúarnir lifa allir á fiskveið um og fiskvinnslu. Ekkert vatn er í eynni nema það sem safn- ast í rigningum. í þurrkasumr- um verður oft að ná í vatn til Kristiansund. Þekktasta útflutn ingsvara þeirra Gripverja eru þurrkaðir sundmagar, sem þykja herramannsmatur víða um heim. Allt fram til ársins 1897 voru Gripverjar skatt- frjálsir og nutu ekki kosninga réttar. En eigum við nú ekki að hverfa til Þrándheims eða Nið- aróss? Þar áðum við í tvo daga. Ferðafólkið í glaða sólskini og góðu skapi uppi á Dalsnibba. „Skjærgárdsfestival“ í Bud, en það er nokkru norðar. Bud er 800 manna fiskibær. Hátíðin stóð í þrjá daga og'sóttu hana 15 þúsund manns. Dansað var á bryggjunni og þar hafði ver- ið sett upp veitingahús og gátu gestirnir veitt sér sjálfir í soð- ið, en látið veitingahúsið um matreiðsluna. Næsti áfangastaður var Krist iansund. íbúar rúm 17 þúsund. Bærinn er byggður á þremur eyjum, og er hið sama um hann að segja og Ándalsnes og Molde — Þjóðverjar eyddu þar um 800 húsum. Þrátt fyrir það, að mestur hluti gamla bæjarips hyrfi, hefur hann haldið sér- kennum sínum. Frá Kristian- sund er fluttur út stærstur hluti af saltfiskframleiðslu Norðmanna, og þar eru mörg og stór frystihús. Úr turni slökkvistöðvarinnar sést til eyj arinnar Grip, sem liggur þar í 14 km. fjarlægð. Nafnið tek- Dómkirkjan I Niðarósi, séð frá norðaustri. Þá erum .við komin í Syðri- Þrændalö^ og þaðan héldum við aftur suður á bóginn. Niðar ós er þriðja fjölmennasta borg Noregs. íbúar um 60 þúsund Borgin stendur við ósa Niðar og segir Heimskringla að Ólaf- ur Tryggvason hafi fyrstur lát- ið gera þar bæ, Kaupang. Telja sumir að það hafi verið árið 997, þótt aðrir dragi þá sögn í efa. Allt um það, þá hefur bær- inn við ósa Niðar verig mið- stöð Þrændalaga strax p. Vík- ingaöldinni í sambandi við fylk- isþingið á Öra. Niðarós var kon- ungasetur fram á 13. öld, og árið 1152 varg bærinn erki- biskupssetur og lutu íslending- ar erkistólnum þar allt fram til siðaskipta. Dómkirkjan í Niðarósj er það markverðasta sem þar er að sjá. Bygging hennar hefst við stofnun erki- stólsins 1152. Hún er úr höggnu grjóti og hig mesta listaverk, hvar sem á er litið. Utan hafn- arinnar er lítil eyja, sem nefn- ist Munkholmen. Þar var klaust ur á miðöldum, en síðar virki og fangelsi á stundum. Nú er Munkholmen einn vinsælasti baðstaður Niðarósbúa. Fórum við þanga-g öll og þar þreytlu þeir Baldvin og Árni kapp- sundið. Auk þess fór þar fram keppni í boðhlaupi' milli far- þega beggja bílanna. Lið Páls bar sigur úr býtum eftir harða keppni, en mitt lið álasaði mér fyrir að hafa ekki dæmt Baldvin sigurinn j sundinu, hann hefði -sýnilega verð á und an. Bíður það úrskurðar Ijós- myndar, sem sýnd verur þátt- takendum í haust, þegar þeir koma saman til skemmtifundar. Myndina tók bandarískur mað- ur, sem með okkur var, Mr. Sommerfelt. Hann var í mín- um bíl og fullyrti einnig a3 Baldvin hefði unnið. En mynd- in mun sýna hið rétta, þegar þar að kemur. Gaman hefði verið að fara til Stiklastaða, þar sem Ólafur helgi féll 1030, en þess var enginn kostur. Þess er og eng inn kostur að telja það allt upp, sem markvert er að sjá j Nið- arósi, þar er af svo mörgu að taka. Þaðan var haldið eftir Gaulardalnum til bæjarins Rörps, sem er á heiðum uppi suður af dalnum. Á 17. öld fannst þarna kopar, og um langt skeið var þar mikill námagröftur. Nú eru námurnar næstum þrotnar, en ferða- mannastraumur er mikill til Kirkjan I Röros, byggð 1784. bæjarins og hann þekktur vetr- aríþróttaslaður. Námamennirn- ir hafa áður fyrri átt við ótrú- lega erfið kjör ag búa og vitna þar um 250 ára gömul hfbýli þeirra við Sleggveien. Sjö ára gamlir urðu námamannasyn- irnir að fylgja feðrum sínum' til starfa í námunum Höfund- ur Bör Börson, skáldið Johan Falkberget, hefur búið í Röros og ritað um lífið j námunum. Se&ir nú fátt af ferðum okk ar fyrr en við komum til Lille- hammer. Leiðin frá Röros ligg- ur í gegnum Austurdali í Heið- merkurfylki. Þar er allt viði vaxið, enda mesta skógarhöggs- fylki landsins. Áin Glomma lið- a-st þar um dalinn og eftir henni er trjánum fleytt alla leið til Sarpsborgar og Friðriks stað við ósa árinnar. sem er lengsta og vatnsmesta á Nor egs, 556 km. Lillehammer er i 200 km. fjarlægð frá Osló, og stendur við norðurenda stærsta vatns Noregs.-jMjösa, þar sem Guðbrandsdalur hefst. og er í Upplandafylki. Við gistum þar í tveim háfjallahótelum ofan vig bæinn og efndum þar til kveðjuhófs, þar eð næsta dag myndi hópurinn tvístrast í Ósló og ekki hittast aftur fyrr en í flugvélinni, er haldið yrði heimleiðis. Var margt til gam- ans gert og sannaðist þar, að íslendingar þurfa engan undir- búning til þess að vera skemmti legir. Ekki get ég skilið svo við Lillehammer, að ég geti ekki hins merka byggðasafns, stofn- stofnuðu af A. Sandvig tann- lækni árið 1887 á Maihaugen. Safnið þróaðist úr því að gera lítið byggðasafn landsins með 75 húsum af ýmsum gerðum. Hlutverk þess er að draga fram skýra mynd af hinni gömlu menningu Dalanna og lifnaðar- háttum fólksins þar fyrr á öld- um. Þá er ag finna í Lille- hammer, Bjerkebæk, heimili Sigrid Undsets. Næsla morgun héldum við í mínum bíl til Eystri-Gausdal og heimsóttum Aulestad, heim- ili Karoline og Björnstene Björnson. Sonardóttir Björn- sons beið okkar á hlaðinu og dró íslenzka fánann að húni á viðhafnarstönginnj um leið og Pramhalfl a 13 síðu Tveir stæðileglr, Daníel Helga- son og Baldvin Þ, ■I i T í M I N N, laugardagu.ain 18. ágúst 1962. h. -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.