Tíminn - 27.09.1962, Side 1
Auglýsing í Timanum
kemur daglega fyrir
auga vandlátra blaöa*
lesenda um allt land.
214. tbl. — Fimmtudagur 27s iseptember 1962 — 46. árg.
Tekið er á móti
auglýsingum frá
kl. 9—5 í Banka-
stræti 7, sími 19523
Þetta er önnur þýzka flugvélin. Me5 hennl voru 83 farþegar. Myndin er tekin þegar leitarmenn voru að koma úr vélinnl. (Liósm.: TÍMINN-RE).
MESTI HEYBRUNINN
Mesti heybruni haustsins
var8 að AtfSbrekku í Hörgár-
dal í gærkvöldi og hefur veriS
barizt stanzlaust viS eldinn
síSan, og samkvæmt upplýs-
ingum slökkviliSsins hér er
búizt viS, aS baráttunni verSi
haldiS áfram í nótt.
Um klukkan sjö í gærkveldi
kom upp eldur í hlöðunni á Auð-
brekku. Hlaðan er þrjátíu metra
löng og í henni voru um 1000
hestar af vel þurru heyi og mest
af því hafði verið hirt grænt. Eld-
urinn magnaðist mjög skjótt og
náði til þaksins, sem brann á hálf-
um öðrum tfma og féll niður.
Slökkvilið frá Hjalteyri og Ak-
ureyri komu á vettvang og einnig!
dreif ag fólk úr nágrenninu og
hefur síðan verið unnið sleitu-
laust að slökkvistarfinu, en það i
hefur gengið treglega, bæði j
vegna þess, hversu vel þurrt hey-
ig var og svo hins, að erfitt er
um björgun vegna lengdar hlöð-
unnar.
í fyrstu var reynt að blása hey-
inu út með heyblásara, en þegar
SJA 3, SIÐU
★ KEPPNIN um heimsmeist-
aratitilinn í þungavigt í fyrri-
nótt hefur vakið heimsathygli
og menn undrast krafta Sonny
Liston, sem sló heimsmeistar-
ann Floyd Patterson niður í 1.
lotu. Myndin hér er frá keppri
inni. Patterson reynir að standa
á fætur — en tilraun hans kom
of seint, því dómarinn Frank
Sikora hefur talið hann út. Á
íþróttasiðu, bls. fimm, er í’
arleg frásögn af keppninni. —
Myndin er símsend frá K?r-
mannahöfn.
Ein hringing stöövaii
flugvélar Lufthanza —
engin sprengja fundin,
jiegar sroast fréttist.
Óttast var aS tímasprengja
kynni aS vera í annarri hvorri
tveggja Lufthansa-farþega-
flugvéla, sem lentu á Kefla-
víkurflugvelli í gær. Fyllstu
varúSar var gætt, þegar vél-
arnar komu, en engin
sprengja fannst þrátt fyrir
ítarlega leit, og verSur ekki
annaS séS en aS um gabb hafi
veriS aS ræSa.
Mikil skelfing greip um sig á
skrifstofum þýzka flugfélagsins
Lufthansa í New York um kl. 15
í gærdag, eftir að hringt hafðí
verið þangað, og tilkynnt, að tíma
sprengja væri í eihni af vélum fé-
lagsins, og ætti hún að springa
inan klukkutíma.
Þegar í stað voru sendar út til-
kynningar til allra flugvéla fé-
lagsins, sem voru á leið til eða frá
New York og þeim skipað að lenda
á næsta flugvelli.
Um kl. 15:30 fékk flugvél fr'á
flugfélaginu, sem var á leið frá
Köln til New York skeyti frá loft-
skeytastöðinni í Goosebay í Labra
dor, þess efnis, að hún skyldi
j þegar í stað snúa við til Keflavík-
I ur og lenda þar, því að grunur
' lóki á, að tímasprengju hefði ver-
ið komið fyrir í vélinni. Flugvél-
in var þá stödd nálægt 40° v.l., eða
u.þ.b. 4—500 mílur vestan Kefla-
víkur. Hún sneri þegar við og fékk
: lendingarleyfi í Keflavík.
Rétt á eftir fék flugumferða-
: stjórnin á Keflavikurflugvelli kall
frá annarri vél frá sama fíugfélagi,
i sem var á leið frá Frankfurt til
j New York. Bað sú vél einnig um
i lendingarleyfi á Keflavíkurflug-
velli, en henni’hafði borizt skeyti
, um það, að yel gæti verið, að tíma-
sprengja væri í vélinni. Hún var
þá stödd um 200 milur frá Kefla-
vik. Tvær orrustuþotur frá varnar
liðinu voru sendar til móts við
vélarnar, til þess að fylgjast með
þeim, og sömuleiðis var fylgzt
(Framhald á 6. síðu)
VIDTÖL VID