Tíminn - 27.09.1962, Síða 6

Tíminn - 27.09.1962, Síða 6
Sprengju-gabbið ÍSLENZKIR og bandarískir lögreglumenn á verSi við flugvél arnar. Þeir stóSu fimmtíu metra frá vélunum og gættu þess að engir færu nær meðan var vörðurinn j enn þá meirl fjarlægð frá vélunum. kvöldið, voru góg ráð dýr, þar | sem engin trygging náði yfir líf- j tjón eða limlestingar, sem kynnu j að verða af þess'u tilefni. Leitin hófst þó, eins og fyrr segir, þegar innlent tryggingafélag hafði tryggt 21 ríkisstarfsmann samkvæmt símskeyti frá Reykjavík. Starfsmenn Loftleiða, sem önn uðust afgreiðslu vélarinnar og að flytja farangurinn út, voru loks rétt fyrir klukkan 11 um kvöldið tryggðir af Lufthansa með sím- skeyti frá Frankfurt. Tóku þeir þá til við að afgreiða vélarnar. Tíminn hafði spurnir af þvj í gærkveldi, ag Lufthansa-vélar hefðu verig stöðvaðar á flugvöll- um í Chicago, New York og Kefla vik. Á öllum þessum stöðum fór fram umfangsmikil leit að tíma- ■sprengjum, en þegar síðast frétt- ist í nótt hafði engin sprengja fundizt. Sú var og raunin í Kefla- vík. Farþegarnir borðuðu kvöldverð að Hótel Borg. Undir miðnætti voru þeir aftur kvaddir suður á Keflavíkurflugvöll, en þar þurftu þeir að opna töskur sínar, svo að þeir, sem leituðu sprengjunnar, gætu komizt í þær. Áður var búið að leita j þeim töskum, sem voru j opnar í farangrinum. ,, Um miðnætti var búizt við, að j flugvélarnar yrðu búnar til brott- ferðar eftir fimm klukkustundir. Aðeins önnur þeirra fer áfram til New York með farþegana, en hin snýr við til Frankfurt tóm. fslenzka flugstjórnin á Kefla- Framhakl a, l síðu með þeim í gegnum radarstöð'ina í Keflavík og radar flugvéla, sem voru á flugi í nánd. Talsverð umferð var á þessum tíma, og varð að takmarka flug þeirra véla, sem voru undir þýzku vélunum tveimur. Ein lítil vél varð að lenda í Reykjavík, en aðrar voru settar í biðflug, þar til hættu laust var orð'ið að lenda í Kefla- vfk. Fyrri vélin LH 400 R, sú, sem síðar bað um lendingarleyfið, lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 16:42. Voru þá öryggissveitir til taks, og höfðu verið kallaðir út slökkviliðs- bílar flugvallarins, og sjúkrabílar og hafði þeim verið komið' fyrir í hálfhring, skammt þar frá, sem flugvélin stöðvaðist. Einnie hafði verið komið fyrir stigum, til þess að farþegar vélanna gætu kom- izt út úr þeim á eins skömmum tíma og' mögulegt var. Farþegum hvorugrar velarinnar hafði verið skýrt frá því, að álitið væri, að timasprengjur gætu verið í vél- unum. Hins vegar bafði þeim ver- ið sagt, að koma sér út eins fljótt og auðið yrði, eftir lendingu. Fyrst .ur kom út úr annarri vélinni mað- ur með lítið barn í fanginu, og stökk hann út á stigann áður en hann var fullkominn að vélinni. Farþegarnir virtust óhræddir í fvrstu, en þegar þeir sáu allan þann viðbúnað, sem var í kringum vélarnar, fóru þeir að hraða sér niður stigana, og hlupu síðustu skrefin. Þremur mínútum eftir að fyrri yélin lenti, lenti sú síðari, LH 402, og stóð'st það á endum, að búið var að afgreiða fyrri vélina, þegar sú seinni kom. Gekk einnig fljótt að tæma hana og koma henni á ör- uggan stað. Báðar voru vélarnar af gerðinni Boeing 707, önnur var með 83 farþega og 11 manna áhöfn inn- anborðs, en hin með 33 farþega og 11 manna ahöfn. Þær flugu í 37 þúsund og 39 þúsund feta hæð, þegar þeim var gefin skipun um að lenda á næsta flugvelli. Viðkomandi yfirvöldum kom saman um að stofna ekki manns- lífum í hættu, með því að leita í vélunum strax eftir lendingu, og var ákveði'ð að fresta því, þar til sá tími var iiðinn, sem þær höfðu átt að vera á flúgi. Var því far- þegunum boðið að fara til Reykja- víkur, og þar snæddu þeir kvöld- verð á Hótel Borg í boði Luft- hansa. Vörður hafði verið settur um vélarnar strax eftir lendingu, en þeim hafði verið komið fyrir fjarri öllum mannvirkjum á flug- vellinum, hvor á sínum enda vall- arins. Mikill viðbúnaður var, þegar farig var ag leita um borð í vél- unum. 21 ríkisstarfsmaður, toll- verðir og lögreglur, höfðu verið tryggðir sérstaklega til starfsins af Samvinnutryggingum. Hver var tryggður fyrir hálfa milljón. Björn Ingvarsson lögreglustjóri stjórnaði leitinni. Meg honum var m. a. próf. Þorbjörn Sigur- geirsson egiisfræðingur, sem ha-fði Geiger-teljara meðferðis. Ljóskösturum var beint að flug vélunum og fjölmennt varðlig var í um fimmtíu metra fjarlægð til þess að gæta þess, að hvorki blaða menn né aðrir kæmust að vélinni. Leitarmenn leituðu fyrst í áhafnarklefa vélarin'nar, farþega- rými og salernum. Síðan leituðu þeir utan á vélinni og hin flug- vélin var tekin fyrir eins. Þá var gert hlé á leitinni meðan verið var að ganga frá líftryggingu 'starfs- liðs Loftleiða, sem átti agíflytja farangurinn úr vélinni. Þegar leita átti í vélunum um á leitinni stóð. Áður en leitin hófst (Ljósm.: TÍMINN-RE). víkurvelli annaðist alla skipulagn ingu í sambandi við dvöl flugvél- anna þar og það voru íslendingar, sem önnuðust leitina í vélunum. Flugvallarstjóri í Keflavík er Pétur Guðmundsson, en leitar- stjórn annaðist Björn Ingvarsson lögreglustjóri. RÖWERT, flugstjóri, — i annað sinn. HEFUR HELD, flugmaður, — fulla ferð. ÚH á flugvellinum finnum við Rövert flugstjóra, sem flaug þeirri vélinni, er lagði upp frá Frankfurt. Hann er stór maður og gjörvilegur. Hann horfði athugull á flug- vél sína og fvlgdist með fyrstu rannsókninni. „Voruð þið langt undan, þegar ykkur barst vitneskjan?“ „Það var um þrjátíu og fimm mínútna flug til Keflavikur." „Hver var yðar fyrsta hugsun?“ „Ja, — ég var aldrei neitt tiú- aður á þetta. Eg myndi segja, að maður hefði talið líkurnar svona einn á móti hundrað. En maður getur ekki gengið fram hjá þess- um eina. Lufthansa gaf öllum þeim flugvélum. sem höfðu eitt hvert samband við New York skip un um að lenda tafarlaust og ég tel það hafa verið tvímælalaust rétt. Við getum ekki teflt á neina tvísýnu. Okkur er trúað fyrir lífi og limum farþeganna; þeir voru áttatíu og þrír hjá mér að þessu sinni. Lufthansa teflir aldrei á tvær hættur" sagði Röwert flug- stjóri, með áherzlu. „Kemur svona lagag ekki sjald- m fyrir?“ „Jú, sem be ur fer. Annars ER ÞETTA í ANNAÐ SKIPTIÐ, SEM; ÉG LENDI í ÞESSU Eins og þér S kannski munið, gekk alda af þess- um gabbupphringingum yfir Lundúnir fyrir ejtthvag fjórum árum. Þá var hringt i skrifstofur Flugstjóri og annar flug- manna vélarinnar, sem var á leið frá Köln, stóðu við af- greiðslu Loftleiða. Flugstjór- inn Kuehnl var að reyna að fá Loftleiðamenn til þess að fara strax til leitar og benti okkur á að tala við flugmann sinn, Held. „Við vorum stödd á að gizka á sextugustu og fyrstu gráðu norð- ur og þrítugustu og áttundu vest- ur, þegar við fengum fyrirskipun frá New York um að fara strax :il Keflavíkur og lenda þar, þar eg grunur lægi á, að sprengja væri í vélinni", sagði hann. „Við vorum með 33 farþega innan borðs og áhöfnin er ellefu manns. Við snerum þegar í stað til Kefla- víkur og lentum þar klukkan um | það bil kortér fyrir fimm. Eitt- hvað þremur mínútum seinna lenti svo hin Lufthansavélin“. „Sögðuð þið farþegunum. hvað j um væri að vera?“ | „Nei, við sögðum þeim aðeins. ag ákveðið hefði verig að lenda á Keflavíkurflugvelli af t?eknileg- um ástæðum". „Hver var fyrsta hugsun yðar, þegar þér fenguð skeyti um að þér flygjuð eí til vill með tíma- sprengju innanborðs?“ „Eg lagði engan trúnað á þetta Eg sagði. að þetta væri bara gabb“. „En — þetta gat nú verið rétt, ::kki satt“ „Jú, við getum sagt það, ætli fyrsta hugsunin hafj ekki verið fulla ferð áfram og beint til Keflavíkur". margra flugfélaga, og þeim til- kynnt, að sprengjur væru í flug- vélum þeirra og allar þær hring- ingar reyndust gabb. sem betur fór. Eg var þá eitt sinn á leið frá Lundúnum til Frankfurt með Lufthansavél og var nýfarinn af stað, þegar ég fékk skipun um að snúa strax vig og lenda í Lundún- uml Þá var 'leitað strax í allri flugvélinni og við töfðumst ekki nema í eitthvað tvo—þrjá tíma“ „Kostar ekki svona gabb geysi- legt fé?“ „Jú, vissulega. Sjáið þér til, þótt við tökum ekki nema einn þáttinn. Ein svona vél kostar tuttugu og fimm milljónir marka (ca. 275 milljónir króna). Þessar vélar eru afskrifaðar niður í núll á svona sjö árum. Svo getið þér sjálfur reiknað út hverja flug- stund! Svo kostar hver lending ekkert smáræði. fyrir utan þá hættu, sem svona gabb kostar ávallt" „Og þér haldið áfram til New York?“ „Já, við tökum farþegana úr hinni vélinni og höldum áfram til Idlewild strax og búið er ag ganga úr skugga um það, að engin hætta sé á ferðum“. 6 T f M I N N, fimmtudagurinn 27. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.