Tíminn - 27.09.1962, Page 12

Tíminn - 27.09.1962, Page 12
/ MIN NIN G: Jón Ólafsson forstjóri í dag er til moldar boiinn frá JNieskirkju, Jón Ólafsson forstjóri, Grenimel 24, er lézt á Landsspít- alanum 18. b. m. eftir skurðaðgerð er reyndist vonlaus. Hann var fæddur á Þingeyri 22. nóvember 1918, sonur hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur frá Efra-Seli í Hrunamannahreppi og Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi -kólastjóra á Þingeyri. Jón ólst upp í foreldrahúsum og eftir að hafa lokið námi við Sam- vinnuskólann í Reýkjavík 1939, vann hann verzlunarstörf, unz hann fluttist til Reykjavíkur 1941 og stundaði endurskoðunar og hókhaldsstörf. þar til hann gerð- ist forstjóri og síðar meðeigandi að bókbandsfyrirtækinu Bókfell h.f. Árið 1948 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Margréti Gunn arsdóttur og eignuðust þau þrjú börn, Ingibjörgu, Kristínu og Ólaf. Þau eignuðust brátt hlýlegt og listrænt heimili, sem gott var að koma á, enda hjónin bæði sam- taka í að varðveita og viðhalda áhrifum og erfðum úr föðurgarði. Jón Ólafsson var hlédrægur maður að eðlisfari og viðkvæmur. Ábyggilegur og traustur vinur vina sinna, og lagði oft á sig mik- ið erfiði til að geta leyst hvers manns vanda, sem til hans leitaði, og síðustu arin, oft sér um megn, án þess að láta á þvi bera. Það var óvenju gott að vera í nærveru Jóns Ólafssonar, því auk manndómsins og alvörunnar, sem einkenndi líf hans, flutti hann ávalt með sér fölskvalausa gleði og græskulausa kímni, enda var Jón vel gefinn og víðlesinn. Þótt starfsdagur Jóns Ólafs- sonar yrði ekki lengri, hafð'i hann afkastað miklu dagsverki, þrátt fylrir erfitt heilsufar síðustu ár- ir. og voru vinnuafköst hans frá- bær. Um leið og ég kveð þig, kæri vinur, með hjartans þakklæti fyr- ir langa og trygga vináttu, votta ég konu þinni, börnum, öldruðum foreldrum og öðrum aðstandend- um dýpstu samúð mína. Siggeir Vilhjálmsson. 100 ára afmæli Eramhald af 9 síðu að því að sú leið var ófær í bili, en roikil þörfin á ung- mennafræðslu, enda þótt fræðslulögin væru þá í undir- búningi. Sumarið 1906 fór síra Sig-; tiyggur utan á kristilegan stúdentafund Norðurlanda, sem haldinn var í Finnlandi. Á leið ; inni kom hann við í Danmörku ' og komst þar í kynni við ýmsa menn. ,Var honum alls staðar vel tekið. og var för þessi hon- um ánægjuleg og lærdómsrík. Þá um haustið mun hafa ver- ið ákveðið að stofna ungmenna skólann að Núpi. því að um i sumarið hafði verið byggt hús sem rúmaði slíka stafffsemi. Þa? var í dagleeu tali kennt við góðtempiarastúkuna Gyðu nr. 120, ’sem síra Sigtryggur hafði stofnað hinn 5. jan. 1906 í stofunni hjá Kristni á Núpi. ■ Síra Sigtryggur segir svo um húsbyggingu þessa, að þegar fundur var haldinn um að stofna stúku hafi strax komið í ljós aí'alhindrunin: húsnæðis- leysi Einr fundarmanna hafði þá sagt Eg legg til. að hús sé b.vggt ekki óveglegt. Það má gera fieira með það en hafa stúkufundi þar.“ Enginn mót- mælti, og lauk fundinum þann ig, að 5 bændur gengu í á- byrgð fyrir byggingu nýs húss. Húsið var ekki tilbúið fyrr en um nýjár, svo að skólinn var seltur 4. jan. 1907. Nem- ; endur voru 20 unglingar. flest ir 15—-20 ára og allir heimilis fastir í Mýrahreppi Var ég einn þeirra Síra Sietrvggur var ein> kennarinn svo fvrstu veturna Skólastofan var all- rúmgóð. Hafði síra Sigtryggur i málað ýmis ritningarorð efst I á veggj stofunnar, sem rninntu á tilgang stofnunarinnar. Orð- in: „Kenn hinum unga þann veg, sem hann á að ganga“, blöstu við augum vorum. Og takmark skólans lýsti sér bezt í frumreglum þeim, sem stofn andinn setti þegar í byrjun. Fyrsta greinin hefst þannig: „Skólinn setur sér fyrir að veita nemendum sínum sem notadrýgsta þekkingu í alþýð- Iegum fræðigreinum, en eink- um að vejsja og styrkja vilja þeirra til skyldurækni í stöðu sinnr, verma tilfinningu þeirra fyrir fögru og góðu, glæða ást þeirra til föðurlandsins og löng j un til að vinna að hvers kon- ‘ •ir framförum og menningu." Um þessa stefnuskrá skólans segir Bogi Th. Melsteð í ársriti j hins ísl. fræðafélags 1929: „Ég vildi óska, að latínu-1 skólinn í Reykjavík hefði haft i það takmark fyrir augum, sem hér er lögð mest áherzla á; þá ' hefði margt farið betur á fs-; landi. Þessi orð síra Sigtrýggs j í I. greininni eru eflaust ein- í hver hin þýðingarmestu, sem i nokkur skólastjóri á fslandi hefur =amið á seinnj árum.“ Ég hygg. að margir muní vera á sömu skoðun_ og B. Th M um þetta atriði. í samræmi við þessa stefnuskrá voru svo , einkunnarorð skólans: „Fyrir j guð og föðurlandið“. Allt starf skólastjórans miðaðj að því að gera okkur nemendunum ljóst, , hve mikilvægt það væri að trú in á guð og föðurlandið yrði lvsandi og vermandi kraftur J /lífi manna Og í þessum anfi' ■var jafnan nnnið i Núr«"kóÞ Dagsstarfið hóf-t með sálrr' ;ön.g og stuttri himieiðingu ur kristilegt efro' o? endaði me;' kvöldversi o,g bæn Síra Sigtryggur fylgdi lýð- 1 \ skólafyrirkomulaginu, sem fyrr er minnzt á. Kennslan fór mikið fram í fyrirlestrum og samtöl- um. Burtfararpróf voru engin, og gestum var heimilt að hlusta á kennslu að því tilskildu, að trufla ekki starf nemenda. í frumreglunum var sýslunefnd Vestur-ísafjarðarsýslu falið að setja tvo eftirlitsmenn, til þeás að kynna sér kennsluna í skól- anum og árangur hennar. Voru þeir allajafna staddir í skólan um 2—3 daga í lok skólatíma- ans. Voru þá nemendur prófað ir í áheyrn þeirra og lagðar fram skriflegar úrlausnir nem enda, teikningar og handavinna síðar. Gáfu eftirlitsmenn svo skýrslu um starfið. Má lesa þær í skýrslum skólans hvert ár frá 1908—1929. Er dómur þeirra yfirleitt sá, að kunnátta nemenda liafi verið undragóð eftir svo átuttan námstíma, um gengni öll á skólaheimilinu á- kjósanleg og að í framkomu nemenda lýsi sér hin stakasta reglusemi og háttprýði. í skýrslunni frá 1909 stendur þetta m.a.: „í stuttu máli er það álit okk ar, að kennslufyrirkomulagið við skólann sé hið heppilegasta fyrir alþýðumenntunina og að áhrif þau, sem skólinn hefur á nemendur sína, séu hin æski legustu.“ Hér er ekki rúm til að rekja sögu skólans þó að hún sé í raun og veru snar þáttur í ævi- sögu <síra Sigtryggs í 20 ár. En skýrt hefur hér verið frá hug- sjónum síra Sigtryggs og til- gangi skólans. En ekki hefur verið minnzt á fjárhagshlið málsins. Sá þáttur má ekki gleymast, þvi að hann geymir sögu um dæmafáa fórnfýsi bessa hugsjónamanns. Síra Sigtryggur Ikvæntist öðru sinni 12. júlí 1918 Hjalt- línu Margrétu Guðjónsdóttur. bónda ^ Brekku á Ingjalds- sandi. Hún er kennari að menntun og mjög vel menntuð í handavinnu kvenna, enda kenndi hún handavinnu árum saman í Núpsskóla með ágæt- um árangri. Þá er hún og vel fær í garðyrkju, 'enda verið alla tíð stoð og stytta manns síns við ræktunarstörfin í Skrúð Og síðustu árin. síðan líkamlegt þrek síra Sigtryggs tók að þverrd. hefur hún með dæmafáu þreki borið hita og þunga dagsins varðandi ums.iá reitsins og vinnu við ftann Hún ann sjálf ræktunarhug- sjóninni og kunni því að meta iífsstarf manns s?ns og hjálpa öllu ungviði til nokkurs broska. Tveir eni synir beirra hjóna' Hlvnur ýoff/jn-Frmðingur, for-; stöðumaður veður'tofunnar á ! Kefla^víkurf’ugvell' og Þröst- ur, stvrimaður ó varðskipun- um. Eru , þeir báðir kvæntir og hinir nýtustu menn. Síra Sigtryggur var hinn á- gætasli eiginmaður og faðir, ástríkur og umhyggjusamur til hinztu stundar. MINNING: Marta María Áraadóttir Hinn 19. f.m. lézt í Landsspítal- anum eftir stutta legu frú Marta María Árnadóttir, Hofteig 28 í Reykjavík, aðeins 51 árs að aldri. Er mikill harmur kveðinn að ást- vinum hennar, þegar hún er svo sviplega og á bezta aldri frá þeim kvödd. 1 Frú.Marta var fædd 6. maí 1911 að Jörfa í Haukadal í Dalasýslu. Foreldrar hennar voru Árni Jóns- son og kona hans Ólöf Kristbjörg Guðbrandsdóttir frá Vatni í Haukadal, Guðbrandssonar hins auðga á Hólmlátri, Magnússonar. En Guðbrandur á Hólmlátri var, sem kunnugt er, fimmti maður í beinan karllegg frá síra Arngrími lærða Jónssyni á Melstað í Mið- firði. Þau Árni og Ólöf bjuggu á Jörfa í nær þriðjung aldar við góðan hag, þrátt fyrir mikla ó- megg framan af árum. Var og Jörfi ættaróðal Árna, allt frá því er formóðir hans, Helga Jónsdótt- ir, móðir Jóns hins fróða Egils- sonar á Stóra-Vatnshorni, hóf þar búskap um eða laust fyrir 1730. En hún entist til að gera þar garð- inn frægan öldina út og lifði fram á fyrstu ár 19. aldar, komin fast að tíræðisaldri. Heimilið á Jörfa bar þess skýr- an vott, er ég kynntist því fyrst fyrir 44 árum, að það stóð á traust um grunni frá fornri tíð, en einn- ig, að fylgzt var með nýjum tíma um búskaparháttu, snyrtimennsku og annað, er bezt má bóndabýli prýða. Marta María var yngst af tíu börnum þeirra Jörfa-hjóna, ■sem til aldurs komust. Hún var fyrirmynd meðal ungmenna um háttprúða framkomu, vel gefin og álitleg í sjón, én fremur hlédræg. Og alla ævi var hún hin kyrrláta kona, sem helgaði heimili og ást- vinum starfskrafta sína. Hinn 12. september 1942 gekk hún að eiga Ólaf Finnbogason frá Sauðafelli i Miðdölum, starfsmann hjá Raf- veitu Reykjavíkur, og áttu þau heimili í Reykjavík öll sín sam- búðarár. Var ein vika liðin frá 20 ára hjúskaparafmæli þeirra, þeg- ar hún lézt. Svo skjótt hefur sól brugðið surnri í lí'fí ástvina henn ar. En minning lifir um góða eig- inkonu, móður og systur, sem helg aði heimili og ástvinum líf sitt og starfskrafta alla. Þeim Mörtu og Ólafi varð tveggja barna auðið. Þau eru: Hildigunnur, nemandi í Mennta- skóla Reykjavíkur, og Haukur, á 12. ári. Jón Guðnason Nýja búvöruverðið Vegna nýafstaðinna samninga milli fulltrúa framleiðenda og neytenda í „Sexmgnnanefnd“ um búvþruverð fyrir næsta verðlags- ár, viljum við undirritaðir lýsa yfir því, ag við teljum þá óvið- unandi fyrir bændur og óeðlilega eins og málin lágu fyrir. Með sam- komulagi þessu eru rökstuddar lágmarkskröfur fulltrúafundar bænda á Laugum 13. ág. s.l. og síðasta a'ðalfundar Stéttarsam- bands bænda um lelðréttingu á afurðaverði, sniðgengnar í höfuð- atriðum. Teljum við þetta svo alvarlegt, að ekki verði hjá því komizt að mótmæla þessu samkomulagi, því sitt er hvað að lúta ranglátum dómi, sem hægt er að áfrýja, eða leggja okið á eigin herðar eins og nú hefur verið gert. Trúnaðarmenn framleiðenda í „sexmannanefnd" virðast hafa litið á þessar kröfur bænda sem toppkröfur, sem heimilt væri að slá af til samkomulagá, eins og oft tíðkast í vinnudeilum. Sú aðferð er í beinni mótsögn við afgreiðslu síðasta stéttarsam- bandsfundar, enda andstæð hugs- unarhætti bænda, sem gera yfir- leitt ekki hærri kröfur en hægt er að rökstyðja sem brýna nauð- syn fyrir atvinnurekstur þeirra og i bljóti því að halda til streitu. Viljum við skora á alla bænd- ur og búnaðarsamtök í landinu, að þrýsta sér sem fastast saman um réttindi stéttarinnar — og við- urkenna í engu gerðg samninga’ um hinn nýja verðgrundvöll, nema sem bráðabirgðalausn — þar til viðunandi niðurstaða er fengin á verðlagningu landbún- aðarafurða, og láta engin annar leg sjónanmið villa sér sýn í þeirri baráttu. Árnesi 18/9 1962 Stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga. Hermóður Guðmundsson Bahlur Baldvinsson Teitiir Björnsson síæan vel. „Rosc Mamai“ er móðir sem elskar son sinn — og jafnvel þótt ég eigi mér engan son, þá veit ég hvað er að vera móðir, þetta er óskahlutverk sem mig hefur lengi dreymt um.“ Að vera móðir — það er eini metnaður minn í lífinu. Munur- inn er bara sá að Rose Mamai á eitt barn enj Jósefína ellefu “ksr hún friS Þó hún 'sk' -terklega til orða- ' . er engan veginn frítl við að hún á við t'iárhagslega nrðug- éikf 'ð -tia En það ei hlutur sem kempr engum við nema henm. Það sem henni sárnar mest er þa'ð að fósturbörnin sem j hún hefur alltaf handleikið af hlýrri móðurást. skuli nú vera orðin bitbein kjaftakerlinga og slaðurkarla Neyðaróp hennar til blaðanna ct sprottið af því að hún vill halí- F’ið knnguni börn in, hún Kæn: -•? cnllótta hvern ig hún sjal' -u i'hkin Það er litla mis'lita njörðir henna: sem hún hefur ijfa•' > -tarfað l'yrir hag þeirra bei húr. fyrir bijósti framar sínum eigin. Innst 'rini hafa Parísa’rbúar alltaf elskað og tignað Jósefínu þrátt fyrir allt. alla tíð frá því hún stökk ;nn á frægðarljóma leiksviðsins 1 bananapilsi einu klæða. Hjn hefur átt sinn þátt í að lífga bæinn og gei a garð-i inn frægan Nú er eftir að sja hvort þeir eru reiðubúnir að launa henni með því að unna henni þess t’riðar og næðis sem hún þráir. í$avangur skulda'ðrar gagnrýni cr því ó- b'klegri“. í tilefni af þessu er rétt að benda á eitt embættisverk, sem nýlega hefur verið unnið, og iiiðsætt væri að vísa til slíks 'imboðsmánns. vævi hann ti) hér á iandi ,og leita úrskurða um réttmæti. Það embættis' verk er nýleg skipun dóms- málaráðhen-a á bæjarfógeta i Keflavík. 12 T í M I N N, fimmtudagurinn 27. sept. 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.