Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir auga vandlátra blaöa- lesenda um allt land. Síöasta úthlutun hús- næðismálastjórnar á ðánsfé á þessu ári 37 MILLJ. SKORTI IGÞ-Reykjavík, 27. sept. Um þessar mundir er Húsnæðismálastofnunin að ganga frá lánveiting- um til húsbyggjenda, er nema samtals fimmtíu milljónum króna. BlaS- ið hafði í dag tal af Egg- ert G. Þorsteinssyni, for- manni húsnæðismája- stjórnar, og skýrði hann frá því, að 900—1100 íbúðareigendur fengju með þe_ssu einhverja úr- lausn. i Síðustu tölur u.m umsókn ir, eftir að endurnýjun lauk 20. ágúst síðastliðinn, eru frá 1. september. Eggert sagði, að þá hefði mátt áætla, eftir þeim umsókn- um, sem lágu fyrir, ag láns fjárþörfin næmi 87 milljón- um. Það þýðir, að 37 millj. skortir á til að veita öllum úrlausn, er áttu umsókn inni hjá Húsnæði'smálastofn uninni, þegar athugunin fór fram. Eggert skýrði frá því, að lánsfjárins hefði verið afl- að þannig, að félagsmála- ráðherra hefði beitt sér fyr- ir samkomulagi milli við- skiptabankanna um bréfa- kaup, sem miðuð yrðu við sparifjáraukningu. Bankarn ir skiptu á sig tuttugu og fimm milljónum króna af lánsfjárhæðinni. Hins hlut- ans var aflað með þeim hætti, að atvinnuleysistrygg ingarsjóður kaupir bréf fyr- ir tuttugu og tvaer milljón ir og stærstu sparisjóðirnir lána þrjár milljónir fyrir milligöngu Seðlabankans. Lánin eru samtals um sextán hundruð að tölu, en sú tala er villandi, þar sem margir einstaklingar, sem eru að ljúka við íbúðir, fá í ei'nu A og B lán. Með þessum fimmtíu milljónum er lánsfjárhæðin orðin 82 milljónir á þessu ári. í þeirri upphæð eru þó ekki taldar 6—7 milljónir, sem hafa farið til sveitar- félaga, er síðan endurlána einstaklingum vegna heilsu- spillandi húsnæðis, með því skilyrði, ag einni slíkri íbúð sé lokað fyrir hverja nýja. Eggert skýrði frá því, að til viðbótar hefðu farið fram viðræður milli félags- málaráðherrans og ráða- Framhald á 15. síðu. Tekiö er á móli auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 ' ' lÍE-Vestmannaeyjum, 27. sept. SÍLDI er hér upp í landsteinum. Þeir fara á kvöldin á trillubátum og leggja á Stakkabót, en þanga'ð er nokkurra mínútna sigling úr höfninni. Á morgnana vitja þeir svo um og taka netin í bátana, sigla inn í höfn og hrista úr netunum á bryggjuna, eins og myndin sýnir. Mennimir, sem eru á myndinni, róa tveir á trillunni „Otur“, sem er í baksýn. Myndin var tekin í gærmorgun og þá fengu þeir tuttugu tunnur í nctin. Verðið fyrir hverja tunnu er 170 krónur, svo þeir hafa hvor um sig fengið sautján hundruð krónur fyrir lögnina. — Á Hlíra eru fjórir menn og eru þeir búnir a'ð afla 90 tunnur, þessa daga. (Ljósm.: TÍMINN-HE). HÁTEKJU MENN! 600 HAFA FARIZT I FLÓDUNUM Á SPÁNI NTB-Reut^r-Barcelona, 27. sept. Enn er ekki vitað hversu margt manna hefur látið líf- ið í flóðunum i Kataloniu-hér- aði á Spáni. Aðstoðarforsætis- ráðherra landsins, sem heim- sótti flóðasvæðin telur/að tala hinna látnu sé ekki innan við 600. Munoz Grandi, aðstoðarforsætis ráðherra Spánar, ræddi við blaða menn [ Madrid í Barcelona í dag, en hann var þá nýkominn frá flóðasvæðunum í Kataloniu. Sagði hann, að reikna mætti með því, að að minnsta kosti 600 manns hafi látið lífig í flóðunum, og tjón á eignum manna væri óhemju mik- ið. Enn heldur áfram að rigna í Kataloniu. í kvöld var opinberlega tilkynnt að 341 hefðu látig lífið en auk þess er 464 saknað, og 536 manns hafa slasazt meira eða minna í flóðunum. í iðnaðarbænum Rubi hafa 250 manneskjur látið lífið eða eru týndar. Þar hafa myndir af þeim látnu verig límdar upp á veggi ráðhússins til þess að auðvelda aðstandendum að finna týnda ætt ingja sína. Meira en eitt hundrað hús eyðilögðust, er flóðið fór yfir borgina. Allir, sem vettlingi geta valdið, eru farnir til þess að hjálpa til við að ryðja burtu húsarústum, trjástofnum og leir, sem safnazt hefur saman á flóðasvæðunum, og þeir, sem eftir lifa reyna nú ag hreinsa burt leir út úr húsun- ,um, sem enn standa uppi. Raf- magns- og vatnsleiðslur hafa eyði lagzt, og yfirvöldin hafa nú sent deildir úr hernum til þess að sjá um að fólkið á flóðasvæðunum fái mat og alla þá aðstoð, sem hægt er að veita því. Einnig eru hjálp arsveitir frá Rauða krossinum komnar á vettvang. Hjálp og boð um hvers konar aðstoð berst einnig frá öðrum löndum. Berjast enn viB eldinn ED—Akueyrj, 27. sept. —j hér gaf mér þær upþlýsingar Ennþá er barizt við eldinn íjí dag, að vonir stæðu til, að hlöðunni á Auðbrekku og eru i unnt yrði að slökkva í kvöld. nú fjögur dægur, síðan hans Ekki er unnt að segja um það varð vart. Slökkviliðsstjórinn með neinni vissu, hversu mik- ið hey hefur eyðilagzt, en það hey, sem tekizt hefur að bjarga út, er allt rennblautt cg því mikið komið undir að takist að þurrka það. Fossinn lestaöi í Grímsey GJ-Grímsey, 27. sept. Tungufoss kom hingað í gær og lestaði 1575 tunnur af síld til Svíþjóðar. Hér var um einstæðan atburð að ræða, því ag þetta er lang- stærsta skip, sem hingað hefur komið og fyrsti „fossinn“, sem hefur lagzt [ hér að bryggju. Blaðið átti í gær tal við $ skipstjórann á Tungufossi H Framhali! á 15. síðu. f ^Jniwi—iwwimiii i‘n~ i —ii J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.