Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 16
W' » Föstudagur 28. september 1962 215. tbl. 46. árg. Malargryfja full af úrgangs.Skarna og öðru drasli. (Ljósm.: TÍMINN-RK). SKARNALYKTINA MÁ LOSNA VlÐ! Fárviðrið fór illa með korn FB-!Reykjavík, 27. sept. TALSVERT tjón varð á korn ræktinni í Gunnarsholti í ó- veörinu, sem gekk yfir landiS um sáðustu helgi. Um korntil- raunir Atvinnudeildaninnar er það að segja, a'ð mikill hluti kornsins, sem í þeim var, hafði þegar verið skorinn upp, en ein áburðartilraun eyðilagðist þó alveg. Um þriðjungur af svokölluðu jötubyggi, sem ræktað hefur verið í Gunnarsholti skemmd- ist algjörlega í veðrinu, en það hafði verið á 15 hektara lands- svæði. Hjá SÍS tapaðist þriðjungur til helmingur af^Sjellabyggi, og eins og fyrr se^gir eyðilagðist áburðartilraun Atvinnudeildar- innar algjörlega. Er að því mikill skaði, því ekki er hægt að dragá neinar ályktanir af því, sem vitað var um spreltu kornsins áður en það fauk. Hins vegar hefur Atvinnu- deildin gert um 20 samanburð- artilraunir á korni í sumar, og skemmdust þær ekki, enda var búið að skera mikinn hluta þeirra upp, þegar óveðrið skall á. í Gunnarsholti var í gær bú- ið að skera upp 40 hektara af um 170, og búizt var við, ,að skornir yrðu upp 10 hektarar í gærdag. Hertabygg, sem mikið er ræktað af í Gunnarholti hefur ekkert skemmzt í óveðrinu, og þolir það vind betur en flestar hinna tegundanna. Um hafr- ana er það að segja, að þeir hafa lagzt og þvælzt á ökrun- um, en þeir eru ekki eyðilagð- ir, og þykir furða hvað þeir þola. JK-Reykjavík, 27. sept. Komiö er á daginn, að unnt er að losna við stækjuna af hinum fræga áburði, Skarna, aðeins með því að geyma hann lengur, áður en hann er seld- ur. Hins vegar fer þriðjungur og stundum allt að helmingur hans í úrgang, þannig að það litla, sem selt er af honum, stendur mjög skammt við í Sorpeyðingarstöðinni og er selt of hrátt. Guðjón Þorsteinsson, forstöðu- maður Sorpeyðingarstöðvarinnar, tjáði blaðinu f gær, að Skarninn þyrfti að standa í sex til níu mán- uði, til þess að mestur hluti stækj unnar hyrfi. Núna í sumar hefur Skarninn yfirleitt verið seldur eftir skemmri geymslu, af því að tiltölulega lítið hefur verið framleitt af seljanlegum Skama. Þegar Skarninn kemur úr völs- unum, er hann síaður, og aðeins það fínkornaðasta selt. Hinu er ekið upp í malargryfjur fyrir inn- an Elliðaár og dembt ofan í þær. Það er grófari Skarni og nokkuð blandaður gúm- og járndóti. Sorpeyðingarstöðin selur Skarna fyrir tæpa hálfa milljón króna á ári, en rekstrartapið á henni er nú komið yfir 1,7 milljónir á ári. ÆSKULYDSHOLL VERDUR í LÍDÓ FB—Reykjavík, 27. sept. Von er nú til þess, að ekki líði á löngu þar til Lido verð- ur gert að skemmtistað æskunnar í Reykjavík. Virðast forráðamenn Lido hafa mik- inn áhuga á þessu verkefni, og segjast jafnvel muni hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd, þrátt fyrir það, að þeir fái ekki aðstoð annarra til þess. Þorvaldur Guðmundsson í Síld j og Fisk skýrði blaðinu frá því íi gær, að hann hafi nú þegar látið skrifa mörgum aðilum um málið, þar eð hann heyri stöðugt, að mik- j il nauðsyn sé á að koma upp sér- stökum stað þar sem æskufólk geti skemmt sér. Hins vegar kvaðst hann enn ekki hafa feng-1 ið nein endanleg svör frá þeim, sem hann hefði haft samband við. Kvað' Þorvaldur, að þarna yrði að vera um að ræða stað með skemmtiatriðum og ýmsu öðru svo unglingarnir gaatu komið og skemmt sér á heilbrigðan hátt. Bragi Friðriksson framkvæmda- stjóri Æskulýðsráðs, sagði að Æskulýðsráð hefði mikinn áhuga á að vinna með stjórn Lido að þess- um málum. Hefði verið skrifað til Borgarráðs, og málið lagt fyrir það, en sérstaka fjárveitingu þyrfti að veita Æskulýðsráði til þess að það gæti tekið fjárhagslegan þátt í framkvæmdum málsins. Nýtt Æskulýðsráð verður kosið r.k. fimmtudag, og sagði Bragi það líklegt, að Borgarráð tæki málið ekki fyrir fyrr en hið ný- kjörna ráð hefði fjallað um það fyrst. Hún hefur reynzt talsvert erfið- ari í rekstri en áætlað var í fyrstu. Miklu af mslinu, sem flutt er til stöðvarinnar, er brennt á víðavangi, þegar búig er að tína það úr. Einnig virðast síurnar í stöðinni vera of fínar, svo að áburð urinn nýtist illa, eins og sést af því, hversu mikið af honum fer í úrgang. Þannig kostar þarf. bprgarbúa 1,7 níilljón króna á ári að'hafa í vitunum fýluna af Skarnpnum, og talsverðum hluta .hinpax . dýru framleiðslu er fleygt í gryfjur, og síðan mokað yfir þær. Prestamál Hús- víkinga leyst MB-Reykjavík, 27. sept. Fyrir nokkru fór fram prests- kosning á Ilúaavík og var séra Ingimar Inigimarsson á Sauðanesi, kjörinn lögmætri kosningu. En þegar til kom haf.naði hann hnoss- 4 INGÓLFUR GUÐMUNDSSON inu og kaus ag sitja áfram að brauði sínu. Hefur þetta mál vak- ið allmikia athygli og urðu Hús víkingar heldur fáir Við i fyrstu, en eftir að hafa fengið skýring ! ar prestsins munu þeir hafa fyrir gefið honum ag fullu. Framh. á 15. síðu 1 v w : Séö yfir þilfar ísborgar eins og það lítur út í dag. (Ljósm.: TIMINN-GE). LESTARRYMIÞREFALDAÐ BÓ-Reykjavík, 27. sept í sumar hefur verið unn- ið að endurbyggingu togar- ans ísborgar, sem á að fara á flot sem flutningaskip eft ir næstu áramót. Búið er að setja lestarlúgur og karma á skipið og færa brúna aftur að vélarreisn. Sem stendur er unnið að því að loka þilfarinu. Blaðið talaði í gær við hina nýju eigendur skipsins, Guðfinn Þorbjörnsson, Bjarna Pálsson og Guðmund Kristjánsson, og Birgi Þorvaldsson, forstjóra vélsmiðjunnar Járn, sem ann ast framkvæmdina. Þeir sögðu. að vélin í skipið væri væntan- leg um miðjan næsta mánuð, en það verður 750 bremsuhest- afla Skandia-diesel. Um svip- að leyti verður skipið tekið í slipp til botnhreinsunar. Þar verður skipt um skrúfu og nýj- um ölxi komið fyrir. Þá er eft- ir að setja niður vélina, stytta mastrið og koma því fyrir og smíða hús fyrir vökvadælurn- ra. Undirstöður vélarinnar verða smíðaðar áður en skipið fer í slippinn. Lestin nær nú fram í stafn á skipinu, en lestarrými verð- ur nálega 40 þúsund kúbíkfet, eða nærri þrefalt stærra en það var. Skipið verður því ágæt- lega fallið til að flytja fyrir- ferðarmikla léttavöru svo sem skreið, en hlutföllin milli lest- arrýmis og burðarmagns eru þannig, að rýmið verður ekki fyllt með þungavöru. Skipið verður um 750 lestir brúttó. Verkinu hefur miðað vel þótt járnsmiðaverkfallið ylli fimm vikna töf, og gert er ráð fyrir, að skipið verði tilbúið laust eft- ir áramót Guðfinnur Þorbjörns Framh. á 15 síðu J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.