Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 8
HÖRÐUR GUNNARSSON
Er morðingi
Trotzkys á
lífi í Tékkó-
slóvakíu?
Þótt Krústjoff hafi kom-
ið upp um mörg glæpaverk
Stalíns og varpað ljósi á
ýmis myrkraverk sem þessi
fyrrverandi gufffræðinemi
frá Grúsíu gerði sig sekan
um, hefur enn ekki verið
neitt upplýst um morðið á
Leo Trotzky. En eitt vekur
þó athygli í sambandi við
það mál allt. Ameríkumað-
urinn John Reeds hefur
skrifað bók um Trotzky sem
helzta stuðningsmann og
samverkamann Lenins og
þessi bók hefur veriff leyfð
í Sovétríkjunum. Trotzky
átti mikinn þátt í bylting-
unni 1917 ásamt Lenin. Ef
til vill kemur einn góðan
veðurdag nákvæm skýrsla
frá Moskvu um morðið á
Trotzky og þá verður vænt-
anlega tekinn af allur vafi
um þá sem raunverulega
eru sekir.
En jafnvel þótt ekki komi
til þess, liggja fyrir nægar
sannanir um ofsóknir Stal-
íns á hendur byltingarhetj-
unni frá 1917.
Isaac Don Levines hefur
ritað bók sem hann nefnir,
„Hann myrti Trotzky" og
er þar að finna ítarlegastar
og traustastar heimildir um
þann atburð, sem nefndur
hefur verið „æsilegasti póli-
tíski glæpur 20. aldarinn-
ar“. Bókin kom út fyrir
nokkrum árum en þá sat
morffinginn enn í fangelsi.
Bókin er nýlega komin út
á dönsku og er þá bætt við
kafla um það er fanginn var
látinn laus og er það ekki
ósögulegra en annað í bók-
inni.
Ofsóknir Stalíns á hend-
ur þeim sem hann kallaði
trotzkíista náðu hámarki í
lok fjórða tugs aldarinnar
og voru þeir menn miskunn
arlaust teknir af lífi án
dóms og laga eftir geðþótta
hins sálsjúka einvaldsherra
sem fylgt höfðu Trotsky að
málum. Trotzky sjálfur þótt-
ist því ekki lengur óhultur
um líf sitt þar sem hann
dvaldist sem flóttamaður í
útlegð í Mexíkó. Nokkrir
fylgismenn hans mynduðu
lífvörð sjálfhoðaliða um
hann og hús hans var engu
líkara en víggirtum kast-
ala. Það sýndi sig í maímán-
Framhald á bls. 14.
I 8
Sigurvegarinn og verðlaun
í konungsglímunni 1921
„Konungsbikarinn 1921“ nefn-
ist grein eftir Bjarna Bjarnason
á Laugarvatni í Tímanum hinn 4.
ágúst síðastliðinn og á ag vera
svar til mín vegna greinar minnar
14. júl{ í sama blaði, er bar yfir-
skriftina „Sigurvegarinn í kon-
ungsglímunni 1921.“
í ofannefndri grein sinni held-
ur Bj.Bj. því fram, sem hann
gerði einnig í fyrstu grein sinni,
„Afmælisritið um skjaldarglím-
una“ hinn 19. júlf s.l., að umsögn
okkar Eysteins Þorvaldssonar í
inngangi viðtals við Hermann
Jónasson, „Rætt um glímu við
l Hermann Jónasson" í „Afmælis-
rit 50. Skjaldarglímu Ármanns",
hafi verið byggð á alröngum upp-
lýsingum eða vísvitandi röng. Hin
umdeilda setning { ritinu var á
þessa leið: „Hermann Jónasson
sigraði bæði í Íslandsglímunni og
konungsglímunni 1921.“ í grein
! minni 14. júlí, leiddi ég rök að
því, að viff Eysteinn hefðum ekki
hallað réttu máli { þessari um-
sögn, en þrátt fyrir þau virðist
Bj.Bj. sömu skoðunar og áður. Ég
mun því síðar í þessari grein enn
á ný færa fram rök ummælum
okkar til sönnunar og svara að
öðru leyti nokkrum atriðum, sem
fram komu í annarri grein Bj.Bj.
Skjaldarglíman 1915
Eins og ég gat um í grein minni
14. júlf og svaraði þá, er fyrri
hluti fyrstu greinar Bj.Bj. ritdóm-
ur um „Afmælisrit 50. Skjaldar-
glímu Ármanns 1962“, einkum
sögu skjaldarglímunnar. Visa ég
til fyrri svara, en vil þó sérstak-
lega þakka Bj.Bj. fyrir tilvfsun
á heimildir um skjaldarglímuna
1915, sem hann gefur. Eins og
fram kemur { afmælisritinu og
Bj.Bj. getur réttilega, virðast
I heimildir fáar eða engar i fórum
glímufélagsins um þessa glímu.
Úr þessu hefur Bj.Bj. bætt, bæði
með umsögn sinni og tilvísun á
dagbl. Vísi, 17. febr. 1915. Vegna
þess, hvað frásögn þessi { Vísi er
á fárra vitorði, og til þess að auka
við hina fáorðu frásögn í afmælis-
ritinu, þykir mér rétt að birta
umsögn Vísis í heild, og fer hún
hér á eftir:
„Kappgl. um Ármannssjöldinn.
Hún fór fram í gærkv. í Iðnó,
eins og til stóð. Keppendur voru
10, en einn þeirra (Láras Hans-
son) vantaði, þegar til kom.
Dómarar voru: A. V. Tulinius
(yfird. lögm.) yfirdómari, Jón
Ásbjörnsson (yfirdómslögm.), Jó-
natan Þorsteinsson, kaupm., og
Magnús Tómasson, verzl.m. Unnu
þeir víst verk sitt vel, enda var
þag létt.
Það er skjótt sagt af þessari
glímu, að flestir af þeim, sem
glímdu, voru unglingar og viðvan-
ingar, sjálfsagt ekki svo óefnileg-
ir byrjendur margir hverjir sem
gaman væri ag^ sjá í bændaglímu
á æfingu í „Ármgnni", en áttu
vitanlega ekkert erindi til þess að
keppa um skjöldinn í alvöru. Eig-
inlega var það ekki nema einn
maður, Guðbjörn Hansson, sem
virtist reyna að gera eitthvað
til þess að standa í þeim Bjarna
Bjarnasyni og Sigurjóni Péturs-
syni. Hann sýndist og vera knár
maður, þótt hann standist eigi
þá hina vönu garpa. Milli Sigur-
jóns og Bjarna var eina glíman,
■sem mönnum þótti nokkurs um
vert, og svo bættu þeir það upp
með því að bolast. Að vísu átti
þetta að vera kappglíma, en
e/kki fegurðarglíma; en þegar
kvöldið líður svo, að varla sést
sögulegt bragð, og helzta glím-
an svo, að varla er lyft fótum
frá jörð, þá ganga áhorfendur
niðurlútir heim. Annars dylst
engum það, að Bjarni er orðinn
rammur að afli, þar sem hann
stóð svo lengi í Sigurjóni. Það
er hart ag sjá skarðið fyrir þeim
Guðm. Stefánss. og Hallgrími, en
þótt ekki hefði verið nema þeim
tveim fleira Guðm. Kr. Guð-
mundss. og Magnúsi Tómassyni,
eða öðrum svipuðum, ef til eru,
þá hefði glíman strax fengig ann-
að snið, en það tjáir nú ekki að
fást um það.
Leikslokin urðu þau, sem við
var búizt. Sigurjón vann skjöldinn
í annað sinn. Ef hann vinnur hann
í þriðja sinn, þá á hann gripinn.
Skemmtunin var eigi meira e'n
svo vel sótt.
Vinningar féllu þannig;
1. Sigurjón Péturs?on, 8
2. Bjarni Bjarnason, 7
3. Guðbjörn Hansson 6
4. Valdimar Eyjólfsson, 5
5. Aðalsteinn Björnsson , 3
6. Vigfús Árnason, 3
7. Ingimar Jónsson, 2
8. Jóh. Þorláksson, 2
9. Sveinn Björnsson, 0
A.“
Vona ég, að birting fréfsagnar
þessarar varpi skýrara ljósi á
skjaldarglímuna 1915 og einnig um
spgn Bj. Bj. 19. júní og bæti hvort
tveggja úr um það, sem á kann að
hafa vantag hjá afmælisritsmönn-
um.
Sigurvegarar konungs-
glímanna
í upphafi annarrar greinar Bj.
Bj. stendur: „Mun ekki öllum, sem
íslenzkri glímu unna og sannri frá
sögn um hana svo sem annag efni,
vera þag fyrir beztu, að hið sanna
og tvímælalausa sé haft, en flækj-
ur og hálfsagðar sögur lagðar á
hilluna. í máli okkar Harðar er
um það að ræða, hvaða verðlaun
glímt var um á Þingvöllum 1921“.
Hér virðist mér Bj. Bj. vilja reyna
að færa skrif okkar um konungs
glfmuna 1921 frá því, hver varð
sigurvegari, yfir á það, um hvaða
verðlaun var glímt. Eins og ég
tók fram í orðum mínum 14. júlí
og ég yrði síðastur manna til að
mótmæla, hlaut Guðmundur Kr.
Guðmundsson konungsbikarinn,
er fram kom á Þingvöllum og
var dæmdur sem fegurðarglímu-
verðlaun. Hér er því um það að
ræða, að Bj. Bj. vill ekki viður-
kenna annan glímumann sigurveg
ara í konungsglímunni en fegurð
arverðlaunahafann, þó að svo hafi
verið. Enda segir Bj. Bj. í grein
sinni 19. júní, að þörfin fyrir að
leiðrétta meinlega villu í afmælis
riti skjaldarglímunnar hafi knú-
ið sig til þess að skrifa hana. Hin
„meinlega villa“ er sú, að Her-
mann Jónasson sigraði bæði í ís-
landsglímunni og konungsglím-
unni 1921.
Ef skoðun Bj. Bj. næði fram,
yrði Hermann Jónasson eini sigur
vegarinn { konungsglímunum
fjórum ( í konungsglímunni 1874
var aðeins um sýningarglímur að
ræða), sem ekki nyti þess heiðurs
ag mega bera titilinn. Árið 1907,
þegar Friðrik VIII kom til lands-
ins, var konungsglíma á Þingvöll-
um. Hallgrímur Benediktsson
varð sigurvegari, en fegurðar-
glímuverðlaun voru engin. Árið
1921 við komu Kristjáns X. var
konungsglíma einnig háð á Þing-
völlum. Sigurvegari varð Her-
mann Jónasson og fegurðarglímu
verðlaun hlaut Guðmundur Kr.
Guðmundsson. Árið 1930 var ís-
landsglíman einnig konungsglíma,
enda háð á Þingvöllum að við-
stöddum Kristjáni konungi X. og
öðrum hátíðargestum. Sigurvegari
varð Sigurður Thorarensen, en
Þorsteinn Kristjánsson hlaut feg-
urðarglímuverðlaunin. Árið 1936
kom Kristján X. til landsins í
þriðja sinn og varð íslandsgliman
þag ár einnig konungsglíma, eins
og 1930. Sigurvegari varð Sigurð-
ur Thorarensen enn á ný. Fegurð
arglímuverðlaunin hlaut Ágúst
Kristjánsson.
Þessi úrslit konungsglímunnar
eru tekin upp eftir opinberum
heimildum og sést á þeim, að sá
einn er talinn sigurvegari, sem
alla mögulega eða flesta vinninga
hlaut. Hvergi sést á þessum heim
ildum, að glímurnar hafi verið
auglýstar eða ákveðnar sem feg-
urðarglímur og hafa því verið og
verða skoðaðar almennar glímur,
þar sem vinningaflesti glímumað-
urinn varð sigurvegari. '
Yfirlysing dómnefndar
Eins og ég gat um hér að fram
an, vildi Bjarni Bjarnason leiða
mál okkar frá því, hver varð sig
urvegari { konungsglímunni 1921,
ag verðlaununum, sem um var
glímt. Hann ritar síðan greinina
með tilliti til þessa og kemst að
þeirri niðurstöðu, að úr því að
Guðmundur Kr. Guðmundsson
hlaut, eftir mati dómnefndar, kon
ungsbikarinn, sem fram kom,
hafi hún einnig talið hann sigur-
vegara.
Eg tel, að yfirlýsing dómnefnd-
ar konungsglímunnar 1921, sem
birtist i Morgunblaðinu 213. tbl.,
15. júl{ 1921, taki af öll tvímæli
í máli okkar Bjarna Bjarnasonar
um sigurvegarann og verðlaumn.
Dómararnir Hallgr. Benediktsson,
Halldór Hansen og Sigurjón Pét-
ursson undirrita yfirlýsinguna,
en þar segir m. a.:
„Stjórn Í.S.Í hafði heldur ekki
hugsað sér nein slík verðlaun (þ
e. fegurðarglímuverðlaun) við
konungsglímuna, heldur agems
ein verðlaun handa sigurvegaran-
um og minnispeninga handa öll-
um þátttakendum.
En jafnframt ákvag hún að
veita engin verðlaun á staðnum,
þar eð hér var aðeins um íþrótta-
sýningu að ræða, en ekki íþrótta-
mót, en jafnframt af ótta vig það,
að slik heiðursvon kynni ag stíga
u.m of til höfuðs einhverjum þátt-
takenda og hafa óheppileg áhrif
á glímu hans. — Enda leit stjórn
Í.S.Í. svo á, að héi væri meira
um vert, að gestir vorir fengju
rétta og sanna hugmynd um ísl-
glímu, en um hitt, að sem "im
heiðri væri hlaðið á þm -r
flesta hlyti vinningana
Konungsbikarinn kom þvj dóm-
nefndinni á óvart, og ekki hafði
hún sett neinar reglur um hann.
Hún dæmdi hann aðeins, eins og
til var ætlazt, þeim manninum, er
að hennar áliti glímdi bezt, þegar
á allt var litið.
En nú finnst J.H. að Hermann
hefði ekki síður átt konungsbik-
arinn skilið, endá þótt hann 'bæri
að skoða sem fegurðarglímuverð
laun“.
Og enn fremur: „En Hermann
Jónasson var kallaður fram sem
sigurvegari og áhorfendum heim-
ilt ag sýna honum allan þann
heiður, er þeir vildu.... “
Helztu atriðin, sem fram koma,
eru þessi:
1. Stjórn Í.S.Í. hafði ekki hugs-
að sér nein fegurðarglímuverð-
laun, heldur aðeins verðlaun
handa sigurvegaranum og minnis-
peninga öðrum þátttakendum til
handa. Jafnframt hafði hún ákveð
ið að veita engin verðlaun á
staðnum.
2. Konungsbikarinn kom dóm-
nefndinni á óvart á staðnum og
engar reglur voru til um hann
Hún leit á hann sem fegurðar-
glímuverðlaun, en ekki sigur-
laun og dæmdi hann eftir þvi
mati sínu.
3. Hermann Jónasson var kall
aður fram sem sigurvegari og
hylltur sem slíkur. í augum dóm-
nefndar var hann því sigurvegari,
þó að konungsbikarinn félli öðr-
um í skaut.
Laun sigurvegarans
Um bikar þann, sem ég gat um
14. júlí og Hermann Jónasson
hlaut fyrir sigur { konungsglím-
unni 1921, vildi ég fá frekari upp
lýsingar og hafði því tal af Bene-
dikt G. VVaage, forseta fþróttasam
bands íslands. Helztu atriðin í
viðtali okkar Benedikts voru
þessi:
Dómnefndin hafði litið öðrum
augum á veitingu konungsbikar-
ins en flestir gerðu á Þingvöllum.
Ben. G. Waage áleit ekki viðeig-
andi annað fyrir stjórn Í.S.Í., sem
staðig hafði fyrir glímunni, en
veita sigurvegaranum makleg sig-
urlaun. Hann vann að því í stjórn
inni og fékk samþykki allra stjórn
armanna fyrir, að svo yrðí gert.
Smíðaður var fagur silfurbikar og
á hann grafið: „Sigurvegarinn í
konungsglímunni 1921“. Her-
manni Jónassyni var síðan af-
hentur bikarinn.
Bjarna Bjarnasyni verður tíð-
rætt um vanhæfni mína, Glímu-
deildar Ármanns og ráðandi
manna í íþróttalífinu, á ýmsum
sviðum, rökvísi og skilnings í
gjein sinni 4. ágúst. Ekki mun
ég svara þessu, en hygg þó, að
höfundi hefði ef til vill tekizt að
fá einhvern til vinsamlegrar um-
hugsunar um konungsglímuna
1921, ség frá hans sjónarhóli, ef
þessum „rökum“ hefði verið
sjaldnar beitt.
Margar skemmtilegar setningar
og athyglisverðar koma fyrir í
annarrí grein Bjarna Bjarnason-
ar, og eiga að sjálfsögðu allar að
styðja hans mál. Svo undarlega
bregður þó við, að ef gerður er
samanburður við fyrstu grein
hans á sömu atriðum, kemur mis-
munur fram. í þessu sambandi
vil ég benda á eftirfarandi: Bj. Bj.
segir 19. júní: „Hermann Jónas-
(Framhald á 12. síðu).
TÍMINN, föstudagurinn 28. sept. 1962 —
i i / I t, i ,
. i aIta V '.
^ ' > A'.V VA eV,1 'v ' '
' * 't