Tíminn - 28.09.1962, Blaðsíða 14
nauðsyn en nokkru sinni áður að
komast að því, hvers vegna Caro-
lyn var láti'n dúsa í stóru, ömur-
lega dimmu húsi í London, þar eð
þetta unaðslega hús hér var heim-
ili hennar. Hvers vegna var hún
svona óhamingjusöm? Hvers
vegna hafði hún skrifað þessi
skilaboð? . . . Hvers vegna . . .
hvers vegna, hvers vegna? Tre-
vallion ofursti hafði komið mér
fyrir sjónir sem strangur maður,
kannski þrjózkur og skapmikill,
en áreiðanlega ekki kaldur og
grimmlyndur . . . Eg mundi vina-
legt bros hans, þegar hann sagði
mér að fara heim og biðja um te-
bolla. Kannski var einhver venju-
íeg og eðlileg skýring á þessu
öllu! Barn, sem hér var fætt,
hlaut að haía heyrt möfg ævin-
týri, sem sett hefðu hugmynda-
'flugið á lireyfingu, hugsaði ég,
meðan ég hcrrfði á Hönnu hella
vatni í tekönnu úr gríðarstórum
katli.
Eg barði á hurð'ina og hún
sneri sér við. Andartak hélt ég,
að hún væri gröm, vegna þess að
ég hafði fylgt á eftir henni, en svo
brosti hún. Eg flýtti mér að segja:
— Fyrirgefið, að ég trufla yður
einmitt þegar þér eruð að elda
miðdegisverðinn — en má ég fá að
drekka teið inni hjá yður? Það er
svo notalegt hérna, og þér getið
haldið áfram með verk yðar.
Eg vissi ekki þá, að ég var ein-
mana, að ég hafði verið einmana
svo fjarska lengi. Allt, sem ég
gerði mér ljóst, var, að ég vildi
miklu heldur vera hér hjá Hönnu
en sitja ein eins og hefðarmey í
einkastofu.
Hanna brosti aftur og setti
bakkann við endann á löngu borð-
inu. Svo ýtti hún til mín fati með
nýbökuðum, smurðum brauðsnúð-
um og fór sjálf ag hnoða deig við
annað borð. Eg hafði ekki veitt
því eftirtekt, að ég var sársvöng,
fyrr en ég beit í fyrsta dásamlega
brauðsnúðinn hennar Hönnu.
— Þér eruð undarleg, ung
stúlka að koma alla leið frá Lond-
on til að skoða gamalt hús, sagði
Hanna hugsandi.
Þarna hafði ég tækifæri til að
segja henni, hvers vegna ég hefði
í rauninni komið. En ég var hug-
laus, og í stag þess sagði ég henni
frá litlu fornminjaverzluninni,
sem pabbi hafði og um áhuga okk-
ar á sögu og sögulegum minjum.
— Ef þér búizt við að geta verzl
að hér, verðið þér fyrir vonbrigð-
um, sagði Hanna og leit alvarleg
á mig. — Við höfum fengið hing-
að alls konar fólk, sem vildi
kaupa. En við erum heppin, þótt
erfitt sé oft í ári. Við höfum post-
ulínið og leirinn og ofurstanum
líkar ekki við forngripabraskara.
Hann hefur ekki hugsað sér að
selja neitt hér á Mullions, ungfrú
Browning.
Þetta var svo langt frá mínu
raunveiulega erindi, að ég gat
ekki stillt mig um að hlæja. Eg
sagði henni, ag faðir minn hefði
áreiðanlega ekki ráð á því að
kaupa slíka fjársjóði, sem fyrir-
fundust á Mullions, jafnvel þótt
eigandinn hefði viljað selja, en
hins vegar hefði hann kennt mér
að meta gamla og fallega hluti,
einkum gömul hús,
— Mér þykir all'.af gaman að
því að ganga um og reyna að sjá
fyrir mér fólkið, sem lifði hér fyrr
á öldum . . . ég hafði gengið út
að glugganum og leit út í rökkrið.
— Hvernig var þessi kona, sem
eitt sinn endur fyrir löngu gróður-
setti f þennan garð, notið þið hann
enn, frú Nesbitt?
— Þér getið kallað mig Hönnu,
sagði hún þurrlega, en það var
glettnisglampi í augum hennar, —
og auðvitað notum við garðinn
enn.
Vig fórum að tala um maiar-
gerð, við lærðum að búa til mat
á Greystone, og síðan beindust
samræðurnar fljótlega að börnum.
Eg geri rág fyrir, að ég hafi talað
alltof mikið, en Hanna hvatti mig
óspart og það var bersýnilegt, að
hún unni einnig börnum. Við hlóg
um að uppátækjum Martys, þegar
klukka hringdi viðvarandi í huga
mér. Eftir smástund færi ég lík-
ast til að spyrja um Carolyn . . .
og ég var ekki einu sinni viss um,
ag litla stúlkan í London væri
dóttir ofurstans. Því lengur, sem
ég var á Mullions, því ótrúlegra
fannst mér, ag þessar elskulegu
og fjölskyldustoltu manneskjur
myndu láta litla stúlku vera inni-
lokaða í húsi nokkru í London, ein
mana og óhamingjusama.
Hanna skreytti brauðkökuna,
sem hún hafði útbúið og setti
hana í ofninn, sem rúmaði sýni-
lega að minnsta kosti tíu slíkar.
Og ég sá allt í einu fyrir mér
einmana mann sitja og borða hana
í dagstofunni. Eg velti fyrir mér,
hvort hann borðaði virkilega al-
einn i tign sinni eða hvort hann
neytti matarins með ráðskonu
sinni.
— Svona. Nú hugsar kakan um
sig ein. Hanna þvoði sér um hend-
urnar, — og við getum haldig á-
fram að skoða. Það dimmir, áður
en langt um liður, við höfum raf-
magn hérna núna, en þessi gömlu
hús eru viðkunnanlegri | rökkr-
inu, finnst mér, og ef þér eruð
ekki hræddar við vofur . . .
Eg fullvissaði hana um, að ég
væri það ekki, þótt ég spyrði rétt
si svona, hvort þær væru kannski
á Mullions, Hún brosti ekki eins
og ég hafði þó búizt vig og svar-
aði heldur stuttaralega:
— Það er ekkert svoleiðis á
Mullions, góða mín. Þeir, sem
hér hafa búið, hafa verið ham-
ingjusamir allt fram til síðustu
ára. Andlit hennar var svo lokað,
að mér fannst ég ósvífin og roðn-
aði, meðan ég gekk á eftir henni
eftir breiðum eikarstiganum upp
í málverkasalinn, sem náði um
alla vesturálmuna. Eg vildi óska,
að ég hefði hæfni pabba, svo að
ég gæti lýst Mullions alnlennilega.
Allt, sem ég get sagt, var, að ég
var full af einhverri undarlegri
hamingjutilfinningu, þegar ég
gekk um í húsinu. Eg gleymdi
meira að segja Carolyn lengi í
einu, meðan ég starði á gamia
þakbjálka, útsaum með góbelíni,
fagran útskurð og - gömul vegg-
teppi.
Við gengum um, skröfuðum sam
an, og Hanna sagði mér frá for-
feðrum Trevallions ofursta.
9
— Er Trevallion ofursti . . . sá
eini, sem er á lífi af ættinni?
spurði ég — Það er leiðinlegt, ef
hann á ekki son, sem getur tekið
'við af honum . . . eða aðra nána
ættingja.
Hanna lokaði glugga með smelli
og slökkti ljósið, þegar við geng-
um aftur fram í niálverkasalinn.
— Já, ég býst við, að það renni
til ríkisins, þegar þar að kemur,
sagði hún stuttaralega eins og sú
tilhugsu.n væri henni óbærileg.
Eg hugsaði til Carolyn, litlu, föl-
leitu stúlkunnar í London, og velti
fyrir mér, hvort hún myndi erfa
þetta allt einn góðan veðurdag.
Sennilega í hund.raðasta skipti
braut ég heilann um, hvers vegna
hún bjó í napurlegu húsinu í
Lorimer Squere, ef þetta var raun
verulega heimili hennar. Eg fann
til innilegrar samúðar með henni.
Hanna var ræðin, þegar talið
barst að fyrri húsbændum hér,
þótt hún fengist ekki til að tala
um núverandi eiganda. Vig geng-
um að andlitsmyndasafninu. Eg
virti áhugasöm f#rir mér málverk-
in og Hanna útskýrði jafnóðum
fyrir mér. Karlmennimir voru
myndarlegir, dálítið stoltir, kon-
urnar, sem þeir höfðu gengið að
eiga, voru fagrar . . . þeir kunnu
víst ag velja sér kvenfólk. Eg
hefði getað verið þarna óratíma,
en ég varð brátt að komast að er-
indinu og auk þess vissi ég að
Hanna þurfti bráðlega að fara
aftur inn'í eldhúsið.
— Þetta er James Trevallion,
faðir ofurstans og hans góða kona,
sagði Hanna, þegar við komum
að endanum á málverkaröðinni.
Hún stóð og horfði andaktug á
fyrrverandi húsbændur sína. Svo
leit ég á síðasta málverkið, af Oli-
ver Trevallion, sem sat á stein
163
umræðu. Eg er enn sem fyrr mjög
hrifinn af honum, en það veit
Guð, að hann reynir á þolinmæði
manns.
1. ágúst. Ágúst — mánuðurinn,
sem styrjaldir byrja venjulegá.
Það skyldi þó aldrei fara svo, að
styrjöldinni lyki í þetta skipti í
honum?
Reyndum á herráðsforingja-
fundinum að fara sem ýtarlegast
yfir hinar vikulegu skýrslur leyni-
þjónustunnar, Cherwells, Duncan
Sandys, Bottomleys o.s.frv. Mikið
talað, og að mínum dómi sem
fundarstjóra, mjög erfitt að halda
umræðunum við efnið. Cherwell
verður að sýna hina stærðfræði-
legu snilligáfu sína og Duncan
Sandy vildi fyrst og fremst sýna
manni og sanna að hann eigi fyrir
sér mjög glæsilega pólitíska fram-
tíð.
2. ágúst. Ágætar fréttir í dag.
St. Malo, Rennes, Vitré, hafa verið
hernumin . . .
3. ágúst. Slríðsfréttirnar halda
áfram að batna með degi hverjum.
Ef áfram miðar sem hingað til,
ættum við að geta hreinsað Brest-
skagann tiltölulega fljótt. Sprengj-
umar voru mjög háværar í nótt;
vona bara að þær hagi sér betur
næstu nótt.
4. ágúst. Mountbatten en vænt-
anlegur hingað í kvöld. Á mánu-
daginn eigum við að ræða við
hann um áætlanir hans. Á þriðju-
dag og miðvikudag er svo fyrir-
hugað að við ræðum við forsæt-
isráðherrann um þær í þeim til-
gangi að einhver ákvörðun verði
tekin í Kyrrahafsmálunum á mið-
vikudag svo að Winston geti lagt
af stað til Ítalíu þá um kvöldið.
Við Portal höfum sagt að við g&i-
um ekki farið með honum það
kvöld, þar sem við þurfum að
koma þessari ákvörðun í fram-
kvæmd. Við höfum í hyggju að
fara á eftir honum að viku liðinni \
■
og dvelja aðeins eina viku á ítalíu.
9. ágúst. Eftir hádegisverð fund-
ur með Sosnkowsky, Sem er mjög
óánægður yfir því hve við veitum
neðanjarðarhreyfingunni í War-
saw, sem berst gegn Þjóðverjum,
litla aðstoð. Eg átti í talsverðum
erfiðleikum með að sefa hann.
10. ágúst. Winston lagði af stað
í lcvöld til Ítalíu . . .
14. ágúst. í kvöld hófst land-
ganga í Suður-Frakklandi, skammt
frá Toulon . . .
Það var mikið unnið við það,
að þessi landganga skyldi nú loks
vera byrjuð og gæti því ekki leng-
ur valdið heitum deilum. Hin
upphaflega hugmynd Bandaríkja-
manna var sú, að framkvæma
hana í maí og þá fyrst og fremst
á kostnað hernaðaraðgerðanna á
ítalíu. En þótt þeir hafi nú fallið
frá þeirri ætlun sinni, þá efast ég
um ^ð við getum vænzt mikillar
aðstoðar frá þeim . . .
18. ágúst. Förum frá Nartholt
um miðnætti og vonumst til að
koma til Rabat um klukkan 7 f.h.
og Napólí klukkan 4 e.h. á morg-
un . . . “
Alanbrooke flaug þann 19.
ágúst til þess að fara til fundgr
við forsætisráðherrann og ráðg-
ast við þá Wilson og Alexander á
ítalíu. Þann sama dag höfðu
50,000 Þjóðverjar komizt undan
yfir Seine, en 30,000 voru enn
innilokaðir í búrum bandamanna,
og 15,000 þýzkir hermenn lágu
dauðir á vígvellinum. Daginn áður
framdi háttscttur þýzkur hers-
höfðingi, von Kluge, sjálfsmorð,
eftir að hann hafði sent Hitler
bréf og skorað á hann að binda
enda á stríðið. Orleans, Chartres
og Dreux voru þegar fallin í hend-
ur Bandarikjamanna. Og aðfara-
nótt 19. ágúst réðst franska and-
spyrnuhreyfingin gegn setuliðinu
í Párís.
I Brooke kom til Caserla á Suður-
Sigur vesturvelda, eítír
Arthur Bryant. Heimiidir:
Ítalíu að kvöldi hins 19. ágústs,
og hafði þá flogið þrjú þúsund
mílur, frá því er hann lagði af
■stað frá Nartholt um miðnætti.
„Stundvíslega, klukkan 4 e.h.“
skrifaði hann þá um nóttina,
„lentum við rétt norð-austan við
Napoli og höfðum þá verig fjórtán
klukkustundir á lofti. Á flugveil-
inum tóku þeir Slessar og Gammel
á móti okkur. Við héldum til aðal
stöðva Wilsons, ræddum þar áður-
gerðar áætlanir og sömdum dag-
skrá fyrir nokkra næstu daga.
Talaði því næst lengi við „Jum-
bo“ Wilson.
20. ágúst. Caserta. Var allan
fyrri hluta dagsins á ráðstefnu.
Við kynntum okkur árangur síð-
ustu daganna í nágrenni Toulouse,
ræddum um framtíðaraðgerðir
innrásarinnar í Suður-Frakklandi,
gerðum áætlanir um framkvæmdir
á Miðjarðarhafi, endurtöku Grikk-
lands eftir fall Þýzkalands o.fl.
Seinna um kvöldið kom Paget
frá Mið-Austurlöndum og ég tal-
aði nokkra, stund um helztu vanda
mál hans og viðfangsefni við
hann.
21. ágúst. Hélt klukkan 6 e.h.
af stað í flugvél til aðalstöðva
Alex. Hann tók á móti mér á flug-
vellinum og fylgdi mér til stöðva
sinna.
22. ágúst. Nálægt Seine. Fór
klukkan 9 f.h. á fund hjá upplýs-
ingaþjónustu Alex, til þess að
heyra nýjustu fréttir frá öllum
vígstögvum. Fórum því næst könn-
unarferð til vígstöðvanna og
komum ekki aftur fyrr en klukk-
an 7 e.h.
24. ágúst. Gibraltar. Hlstaði á
morgunfréttirnar, en lagði því
næst af stað til flugvallarins og
flugum kl. 10,45 f.h. af stað til
Napoli, en þangað komum við
klukkan 12,15 e.h. eftir skjóta og
skemmtilega ferð. Þar hitti ég
Gammel, sem þurfti að ræða um
margvísleg atriði. Portal var þar
líka og klukkan 12,45 e.h. vorum
við lagðir af stað til Gíbraltar
Komum eflir þægiiega ferð til
Gibraltar kiukkan 7 e.h. þar sem
„Rusty“ Eastwood tók á móti okk-
ur og ók okkur til landsstjórabú-
staðarins. Hafði vonazt eftir að
geta lagt af stað aftur klukkan
11 f.h., en vegna þoku heima var
brottförunni frestað til kl. 4 e.h.
Við héldum aftur til flugvélarinn-
ar laust fyrir miðnætti og sváfum
stundarkorn, meðan beðið var
brottfarar.
25. ágúst. Flugum yfir strand-
línuna um klukkan 10 f.h. og lent-
um á Nartholt-flugvellinum kl.
11 f.h. Höfðum þá flogið 7000
mílna vegalengd á þeim sex dög-
um, sem við höfðum verið í
burtu . . . “
Meðan Brooke hafði verið fjar-
verandi, höfðu ýmsir atburðir
gerzt með miklum hraða. Daginn
aður en hann kom heim, fóru
síðustu Þjóðverjarnir yfir Seine
og höfðu þá við það að verja
Normandi, misst rúmiega tvö
þúsund brynvagna og hálfa millj-
ón manna, en röskur fjórðungur
þeirra voru fangar. Sömu nóttina
héldu franskir og amerískir herir
14
T í MIN N , föstudagurinn 28. sept. 1962 —