Tíminn - 12.10.1962, Page 2

Tíminn - 12.10.1962, Page 2
Spænska söngkonan R.quel Meller, sem Ijóstraði upp um Mata-Hari Fyrir skömmu andaðist í Barcelona gömul kona. Hún hét Francis Marques Lopez, 74 ára að aldri og hafði leg- ið á sjúkrahúsi nokkra hríð. Almenningur er litlu nær þótt nafn hennar sé nefnt. Eldra fólk kannaðist þó cnn við nafnið Raquel Meller, en það nafn bar hin aldna kona f blóma lífs síns. Hún var nafntoguð söngkona og stóð á hátindi frægðarinnar á þriðja og fjórða tug aldar- innar. Vefur örlaganna f Margir minnast hennar enn angurværir í huga og tregafullir er söngur hennar endurómar í minningunni. Þó hefði dauði hennar tæpast vakið aðra eins athygli og raun hefur á orðið, ef ekki heíðu þá um leið komið fram upplýsingar nýjar af nál- inni í sambandi við þessa konu. Hún hafð'i átt stóran þátt í að upplýsa eitt mesta njósnamál veraldarsögunnar, en um það vissi enginn fyrr en gamla kon- an var öll. Það var sem só Raquel Meller og enginn annar sem varð til þess að Ijóstra upp um njósn- arann fræga, þokkadísina Mata Hari. Það var Raquel Meller sem varð til þess að Mata Hari var handtekin, dæmd og tekin af lífi. Hér er um að ræða furðulegan vef örlaganna, furðulegri en ger- ist í heimi skáldsagna. Blaðatelpan Francis Marques Lopez var fædd og uppalin í fátækrahverfi í Valencia, hún var algert götu- barn og dró fram lífið með því að selja blöð. En hún var ekki venjuleg blaðatelpa, því meðan hún seldi blöðin, söng hún hástöfum af einskærri lifsgleði. Þar við bætt- ist að hún var forkunnarfögur. minnti á sigaunaprinsessu og því var engin furða þótt skemmtana- spekúiant einn fengi augastað á henni og sá strax í hillingum fræga söngstjömu. Hann breytti henni i Raquel Mellcr og eftir nokkurra ára þjálf un á Spáni fór hann með hana til Parísar og þar vann hún um- svifalaust frægan sigur með sönc sínum, fegurð og framkomu. Þetta var árið 1911 og hióður hennar óx einkum er hún söng lagið .,La Violetera“ eftir José Padilla. en hann var sami mað'ur og samdi lagið „Ramóna" sem flestir Reykvíkingar munu kann ast við. Meðal annajrs notaði Chaplin lagið í kvikmynd' sinni „Borgarljós" og hefur það heill að marga hugi. Raquel Meller lagði París að fótum sér og menn urðu örvita er þeir hlýddu á söng hennar og horfðu í tindrandi spönsk augun. Enn minnast menn þess er á- heyrendur sátu sem dáleiddir eft ir að hún hafði lokið við að syngja „La Violetera" og gekk því næst um meðal áheyrenda og dreifði fjólum meðal þeirra. Hvort sem hún sýndi sig í París, London eða New York vann hún alls staðar frægan sigur. Mata-Hari kemur fram á Ejónarsviðið Nú hófst heimsstyrjöldin fyrri árið 1914. Hún sneri þá heim til Spánar á ný og giftist þekkt- um blaðamanni, Gomez Carillo og eignaðist með honum dóttur sem skírð var Elena. Víðtæk njósnastarfsemi var' þá rekin á Spáni og þar voru bæki- stöðvar ýmissa njósnahringa. Gomez kunni vel því andrúms- lofti og dafnaði eins og púkinn á kirkjubitanum. Meðal annars varð honum tíðgengið á Hótel Ritz og þar hitti hann iðulega Mata-Hari og hvort sem það var af áhuga blaðamannsins eða af öðrum hvötum urðu þau góðir kunningjar. Raquel Meller var spönsk fram í fingurgóma og þóttist þess fullviss að hér lægi eitthvað á bak við meira en blaða mennska, hún þóttist viss um að maður hennar stæði í ástarmakki við Mata-Hari. Hún ákvað því að klekkja á kvenmanninum, ör- vita af afbrýðisemi. Mata-Hari hafði lengi haft það orð á sér að hún njósnaði í þágu Þjóðverja og Raquel Meller vissi um þann orðróm. Nokkru síðar fékk hún pata af því að Mata-Harj ætlaði sér að laumast í stutta ferð til Parísar og koma síðan aftur til Spánar. Er sennilegt að maður hennar hafi sagt henni þetta. Raquel á- kvað að grípa tækifærið, hún hafði samband við ungan yfir- mann úr frönsku hermálasendi- sveitinni í Madrid og lét hann vita um fyrirætlun Mata-Hari. Á þann hátt ætlaði hún sér að binda endi á ástarævintýrið, sem hún hélt að ætti sér stað. Iðrun slegin Ungi maðurinn sendi yfirboð- urum sínum þegar skilaboð um ferð'ir Mata-Hari og þeir voru við öllu búnir í París. Raquel Meller óraði ekki fyrir því hverju hún hafði til leiðar kom- ið. Hún vissi ekki um allar þær upplýsingar sem franska leyni- þjónustan ’nafði þegar aflað sér um Mata-Hari. Hún varð frávita er hún varð þess áskynja að það sem hún hafði meint sem lítils háttar krók á móti bragði í viðskiptum tveggja kvenna varð að einhverj um æsilcgustu viðburðum styrj- aldarinnar og Mata-Hari lauk ævi sinni fyrir framan aftöku- sveit í París. Hún var gripin iðrun og sektar kennd og kraup á kné daglangt rnargar vikur í kirkju, fyrir fram an líkneski heilagrar Maríu og þuldi bænir með társtokkin augu og kramið hjarta. Fótstallinn hafði hún skreytt fjólum. — Fyrirgefðu. fyrirgefðu, stundi hún. En í stríðslok tók hún aftur upp þráðinn og tók til við að syngja á ný. Nú hafði söngur hennar hlotið villtan, næstum dýrslegan undirtón, nýjan, ó- kunnan tón og hún vann hvern sigurinn af öðrum. Hún lék einn ig í þöglu myndunum og hlaut óspart lof. „Carmen" varð fræg- ust þessara mynda hennar. Það var sagt um hana að hún lifði í blóði og kampavini og mátti það til sanns vegar færa. Hún gaf sig alla á vald taumlausu nætursvalli — og þeir voru ófáir ungu mennirnir sem skutu sig fyrir framan hóteldyrnar hjá henni. Áður hafði hún knosað hjarta þeirra. Slíkar athafnir léðu söng hennar enn frekari töfra og hún varð því ákafari að láta fjólunum rigna yfir á- horfendaskarann. Síðustu fjólurnar En Mata-Hari gat hún ekki gleymt. Áður en leið á löngu varð atburður einn til þess að rifja upp fyrir henni sorgarsög- una. Þingmaður einn, Emilo Junoy, sem hafði verið einn af síðustu elskhugum njósnakvend- isins og hafði haft samband við hana í fangelsinu, ákærði nú Raquel Meller opinberlega fyrir að hafa átt sök á dauða hennar. Ákærurnar voru þaggaðar nið- ur. En Raquei Meller var hæfð í hjartastað. Hún rifti öllum samningum sínum og söngur hennar hljómaði ekki lengur um gleðisali heimsborgana. Hún gerð'i ferð sína til Rómaborgar til að fá aflausn synda sinna hjá sjálfum páfanum. Hún sótti um inntöku í ótal klaustur en var hvarvetna vísað á dyr. Þá dró hún sig i hlé og lifði eins síns liðs í húsi sinu Ville-france-sur- Mer á frönsku Rivíerunni. Þegar fé hennar var þrotið, neyddist hún þó til að koma fram opinberlega og skemmta árið 1929 og aftur 1942 í París á dögum hernáms Þjóðverja. Þá var skrifað i blöðin um söng hennar að fjólurnar væru óneit- anlega farnar að missa lit sinn. Síðan dró hún sig í hlé í Barce- lona og þar gaf að líta aldna konu, granna og bogna, haltra á blómatorgið til að kaupa fjólur morgun hvern unz heilsu henn- ar hrakaði og hún var lögð á sjúkrahús þar sem hún að lokum gaf upp öndina, södd lífdaga. V er kamannaf élagið Dagsbrún FÉLAGSFUNDUR verður haldinn í Tjarnarbæ í kvöld. föstudag, kl. 9. Fundarefni: UPPSÖGN SAMNINGA Stjórnin || Samvizkustungijr | Við cig v'ið fær Morgunblaðið köst og ræðst á Eystein Jóns- ] son með bægslagangi og fár- | yrð’um fyrír fj'ármálastjórn hans fyrr á árum. Þeir, sem j fylgjast með þessum köstum, | hafa tekið eftir því, að þau koma helzt, þegar ríkisstjórnin er að fremja einhver afglöp í fjármálum eða cfnahagsmálu.m — eitthvað, scm r’áðherrarnir Vita að er ranigt og blygðast sín fyrir með sjálfum sér. Þá vcrður þeim hugsað til Ey- steins Jónssonar og vita og finna, að liann mundi hafa tek- ið með allt öðrum hætti á mál- unum. Þegar þe'ir gera sér þetta Ijóst, verður það lielzta útrás gremjunnar að ausa hann fáryrðum. Þetta er vcl þekkt sálfræði'lcgl fyrirbæri Oig kallast samvizkustungur. Mbl. fær eitt slíkt æðiskast gegn Eysteini Jónssyni i gær, og hell'ir sér yfir fjánnála- stefnu hans á fyrri árum. Menn sjá gerla af hvcrju þessi sam- Ivizkustunga stafar. Daginu áð'- ur kom fj.árlagafrumvarpið fram, mesta verðbólgufrum- varp, sem þjóðinni hefur ver- ið sýnt, og tölur þess sýn.a ó- heillaferíl stjórnarinnar i ó- venjulega björtu Ijósi. Að- standendur þessa frumvarps vita ve'i og finna, að þetta 3 frumvarp mundi vera með öðr- um og ólíkt geðfelldari hætti, ef Eysteinn Jc.nsson færi með fjárlagastjórn rík'isins, og þeir vita líka, að hlutlaus saman burður borgaranna er þeim mjög i óhag. Þess vegiia er gripið til gamla ráðsins, affl hella yfir Eystein cinni demb- unni enn af fúkyrðum og ó- sannindum til þess affl freista þess að rugla menn í sainan- burðinum, sem hlýtu.r að verffla gerður þessa dagana á fjár- lagafrumvarpinu og fjárlögum þeim, sem Eyste'inn Jónsson hefur undirbúið. Krústjoff og Gunnar IFréttir skýua frá því þessa dagana, að Krústjoff b.afi frest að lofaðri skatta'Iækkun i Rúss landi um þessar mu.ndir, Gunn ar fjármálaráffllierra varffl líka að gera hið sama e'inu sinni enn. Hann hefur enn frestað að efna loforðið um að fella nið’ur bráðabirgðasöluskattinn. Það er ekki leiðunj að líkjast. 5 ÍNú eru ,;svikasamning- arnir“ of lágir Ræða sú er Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra, flntti á fundi í Alþýðuflokks- félagi Reykjavíkur hefur vak- ið' talsverða athyigli og ekki að ástæðulausu. í ritstjómargrein Alþýðublaðslns seigir svo um þessa ræðu: „Merkasta yfirlýsing Gylfa í ræðunni var sú, að hiagur þjóð- arbúsins sé á þessu liausti svo góður, að það muni þola þær kauphækkanir fyrir lægst Iaun uðu stéttirnar, án þess að grípa þurfi til gengislækkun- ar eða sambærilegra aðgerða“. Menn ættu að bera þetta saman við það, sem málgögn ríkisstjórnarinnar söigðu i vor, þegar samvinnufélögin sönidu um kauphækkanir til liinna lægst launuðu. Þá æptu stjórn armálgögnin að samvjnnu- mönnum: SÍS ætlar að svíkja. SÍS þorir ekki, og svo frv. Þá var svo líomið kjörum verka- manna, að ráð'herrar treystu sér ckki lengur til að halda (Framhald á 12. síðu). 2 T í M I N N, föstudagur 12. okt.óber 19(52. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.