Tíminn - 12.10.1962, Page 8
Jf
Mér þykir sennilegt, að þeir
rúmlega 100 Skagfirðingar,
sem í nótt tóku á sig náðir í
Nesjum, Mýrum og Lóni hafi
gengið til hvílu með þá ósk
ofarlega í huga, að bjart veð-
ur og blítt mœtti verða að
morgni. Þá er meiningin að
skoða Austur-Skaftafellssýslu.
Magnús Gíslason segir frá bændaför Skagfirðinga:
Við upptök Jökulsár á Breiðamerkursandi.
þvert á móH þakinn gróðurteppi
svo langt sem við gátum séð, þótt
fremur gráýrður sé hann raunar
yfir að líta. Og hér ræður skúm-
urinn ríkjum og verpir í stórum
stíl. Er honum sjáanlega lítt um
gestakomu þessa gefið.
Og þá erum við hjá Jökulsá á
Breiðamerkursandi, skammt frá
upptökum hennar. Þeim, sem van-
izt hafa hægstreymi og ró Héraðs-
vatna, verður Jökulsáin ógleym-
anleg. Eiginlega kemur áin úr
miklu lóni, sem myndazt hefur
er jökullinn dró sig til baka. Til
og frá um lónið er stráð feikileg-
um ísfjöllum og standa flest
Þeirra botn. Má nokkuð marka
stærð þeirra á Því, að dýpt lónsins
mun vera um 110 m. og er þó
drjúgur hluti þessara ferlegu ís-
IN AGRENNIJ0KLAK0NUNCS
Og einmitt þar ríður meira á
en annars staðar í þessari yf-
irreið okkar að við fáum bjart-
viðri til allra átta, þótt ekki
væri vegna annars en þess,
trúlegt er að mörgu af því
fólki, sem hér er nú á ferð
gefist ekki öðru sinni tækifæri
til þess að siá þetta hérað.
Önnur, sem um hefur verið
farið, liggja þó nær okkar
heimaslóðum, en þar höfum
við líka fengið bjartviðri nema
þessa einu dagstund í Ásbyrgi.
Skaftfellingar sjálfir munu einn
ig að þessu leyti hugsa á líka lund
og við. Að minnsta kosti heyrðist
mér það á þeim í nótt að þeim
væri mikið áhugamál, að við mætt-
um vel njóta morgundagsins. Þeir
vita gjörla, að hérað þeirra er fag-
urt, svipmikið og sérkennilegt og
unna okkur þess meir en vel, að
fá að líta daglangt þá dýrð, sem
þeir hafa fyrir augum árið um
kring. Þar að auki er þetta fyrsta
bændaförin, sem heimsækir Aust-
ur-Skaftfellinga, enda ekki langt
um liðið, síðan brýrnar á Jökulsá
i Lóni og Hornarfjarðarfljót rufu
þá einangrun, sem þeir hafa verið
ofurseldir frá upphafi íslands
hyggðar.
Sofið út
Ekki veit ég hvað klukkan var
þegar ég kom til meðvitundar
þennan fyrsta morgun minn á
Mýrunum, mér var annað ofar í
huga en að athuga það, en sem
betur fór mun þó drjúg stund hafa
verið til hádegis. Og enn var sól-
skin, hamingjunni sé lof. í dag
var ráðgert að komast á leiðar-
enda, vestur að Jökulsá á Breiða-
merkursandi. Lengra varð heldur
ekki komizt með sæmilegu móti og
því sjálfgert að snúa .við, enda
hægt án allrar minnkunar. Við-
koma var fyrirhuguð í félagsheim-
ili þeirra Suðursveitunga. Hrol-
laugsstöðum. Þetta var að vísu
■nokkur vegalengd en þó stutt
miðað við þær, sem við höfum
stundum lagt að baki að undan-
förnu. Lífinu var því tekið með
ró fram yfir hádegi.
í nábýli við konung jöklanna
Eg þori að fullyrða að þeim
fjölda sem í nótt gistu sunnan
jökla, hafi þótt sú sjón, er við
þeim blasti er út var litið að
morgni allt í senifc tilkomumikil,
fögur og nýstárleg. Frá „mínum
bæjardyrum" blöstu við í austri
há og brött fjöllin milli Horna-
8
fjarðar og Nesja, í norðri og vestri
sjálfur Vatnajökull og undirjöklar
hans og til suðurs spegilsléttur haf
flöturinn. Þó að jöklar séu taldir
þekja 11800 ferm. af yfirborði
íslands eða 11,5% þá hafði áreiðan
lega mikill hluti af ferðafólkinu
aldrei áður augum litið jökul, jafn
veí ekki úr fjarlægð, en hér mátti
heita, að konungur íslenzkra jökla,
sjálfur Vatnajökull, 8400 ferkm.
; sð flatarmáli, væri við túnfótinn.
j Jöklasýnin kann að vísu sumum
í að þykja kuldaleg nokkuð en þó
i einnig ægifögur. Upp af Mýrun-
1 um eru mest áberandi tvær jökui-
| tungur, Fláajökull og Heinabergs-
jökull, sem teygir hramma sína
niður að bryggjunni og má raun-
ar segja, að þær taki höndum sam
an utan um hrikalegan fjalla-
kiasa, Heinaoergsfjöll, 1057 m. há,
sem rísa upp úr jaðri jökulfláans. J
Upp úr miðjum Heinabergsjökli
gnæfir annað fjall, Hafrafell, 1008 I
m. hátt. Frá þessum jöklum fell-
ur óhemjan Hólmsá, sem um lang-1
an aldur hefur ógnað allri byggð
á Mýrum en vonir standa nú til
að hægt verði að halda í skefjum
eftirleiðis með aðstoð jarðýtna og :
annara tröllaukinna nútimatækja. !
í landnámi Hrollaugs
Á þessum 5. degi ferðalagsins
er ætlunin að komast á leiðarenda,
svo sem fyrr segir, og eru þá 3
dagar eftir. Ekki efa ég, að hinir
fezðaglöð'u Skagfirðingar hefðu
gjarnan viljað bæta við 9. degin-
um á áætlunina til þess að sjá
Öræfin, ef þess hefði verið kost-
ur. En það verður nú að bíða betri
tíma. Þótt Skaftfellingar fari með
bíla sína yfir Jökulsá, ýmist með
því móti að Játa jarðýtu draga þá
yfir á flekum eða þeir bara hrein-
lega sundleggja þá, líkt og Skag-
firðingar gerðu tíðum með hesta
sína í Héraðsvötnum fyrrum, þá
viljum við ekki hætta á slíkar til-
raunir með okkar ágætu farkosti.
Þótt vænn spölur sé vestur að
Jökulsá og til baka aftur í nátt-
•stað fannst þó fararstjóra ekki á-
stæða til að halda að „heiman“
fyrr en upp úr hádegi. Mun kl.
hafa verið um 2 er bílarnir mætt-
ust á veginum ofan við Árbæ. Og
hér var það enn sem fyrr á ferðum
okkar um sveitir, að fjöldi manna
úr viðkomandi byggðarlögum
fylgdi okkur eftir, okkur til fróð-
leiks og ánægjuauka og var svo
þennan dag allan. Var nú ekið
vestur yfir Mýrar og yfir Heina-
bergsvötn, sem skilja Mýrar og
Suðursveit og ekki numið staðar
fyrr en við Hestgerðishamar í
Suðursveitinni hans Þórbergs.
Gengur Hestgerðishamar fram úr
Borgarhafnarheiði og því nær fram
í Hestgerðislón og skiptir- þannig
Suðursveitinni næstum því í
t\ ennt. Þarná í nánd eru verbúð-
artóftir Norðlendinga sem hingað
súttu fyrrum til sjóróðra. Sögðu
Suðursveitungar mér, að Norð-
lendingar þessir hefðu þótt atgerv-
ismenn á sjó en ísjáverðir á landi.
Áttu þeir það til að ganga stríp-
aðir milli bæja, þótt um hávetur
væri og vöktu með því „karlmann-
lega“ atferli sínu ógn og skelf-
ingu hjá kvenþjóðinni sunnan
jökla, sem ekki átti að venjast
slíkum umgengnisháttum á al-
mannafæri.
Hjá Hestgerðishamri 'komu'SUð-
ursveitungar til móts við okkur
austanmenn og varð þar nokkur j
viðstaða. En er menn höfðu skipzt
á kveðjum var haldið til félags-
heimilis þeirra Suðursveitunga að
Hrollaugsstöðum en þar biðu okk-
ar hinar ágætustu veitingar í boði
heimamanna. Undir borðum flutti
Steinþór Þórðarson á Hala
skemmtilega ræðu og fróðlega,
bauð ferðafólkið velkomið í
Skaftafellsþing og lýsti nokkuð
búnaði og landsháttum. Var upp-
haflega hugmyndin að ræða sú i
yrði flutt í gærkvöldi á Almanna-
skarði en það fórst fyrir vegna |
þess hve áliðið var orðið er við J
náðum þangað En Steinþór
kvaðst maður nýtinn og því ekki i
vilja kasta ræð'unni á glæ en flytja I
hana bara í dag. Þeir sem á hlýddu,
hafa áreiðanlega fengið enn eina
sönnun þess hve nýtnin er ágætur
eiginleiki. Þá gaf Steinþór okkur
greinagott yfirlit um sögu sveit-
arinnar. Jón á Hofi þakkaði við-
tökurnar af okkar hálfu.
Á leiðarenda
Þótt ánægjulegt væri að dvelja
þarna uppi við svalan og úfinn
vanga Breiðamerkurjökuls, hvort
heldur var utan húss eða innan
var þó a. m. k. einn, sem glöggt
mundi að eftir var enn síð'asti
spölurinn til þess að komast á
eiðarenda. Og auðvitað var það
inn sívakandi heili ferðalagsins,
fararstjórinn, sem enn var á varð-
bergi. En menn voru venju frem-
ui svifaseinir í gang og verður
engum láð.
Við komumst á bílunum yfir
Stemmu en þar var líka girt fyrir
fiekari framsókn okkar skagfirzku
farartækja. Lengra varð þeim ekki
komið vestur á sandinn. Og nú
tóku Skaftfellingar við stjórninni.
— Við byrjum á því að taka kven-
fólkið í okkar bíla, sögðu þeir.
Karlmenn ganga af stað en svo
komum við á móti þeim eftir að
hafa „sleppt" kvenfólkinu vestur
við' Jökulsá. Hófst nú gangan yfir
eyðimörkina líkt og hjá Móses
sáluga og liði hans forðum. Því
fer þó fjarri, að Breiðamerkur-
sandur sé gróðurlaus. Hann er
klumpa ofan vatns. Til að sjá
minnir lónið á seglskipahöfn. Áin
er fremur stutt og fellur í djúpum
og afmörkuðum farvegi, sem ekk
ert sýnist vera til fyrirstöðu að
brúa. Er óhugsandi annað en bráð
lega verði undinn bugur að því
og væri þá loks þessi sýsla, —
sem allt frá landnámstíð hefur
verið sundurrist af ill- og raunar
oft með öllu ófærum vatnsföll-
um, svo að segja má, að hver
sveit hafi lengst að verið heimur
út af fyrir sig — orðin ein heild.
Og er mál til komið. Og einmitt
þarna gerist það fyrirbrigði, sem
ég veit ekki til að annars staðar
eigi sér stað á fslandi, að þegar
stórstreymt er, fellur sjór inn
Jökulsá og alla leið inn að jökl-
inum. Mjög er það áberandi að
jöklarnir eru á undanhaldi. Um
eitt skeið munaði t.d. minnstu
að Breiðamerkurjökull gengi í sjó
fram. Og það var ekki fyrr en um
1920, og þó fyrst verulega upp
úr 1930, sem um skipti. Síðan
hafa jöklarnir stöðugt haldið á-
fram að hopa og þynnast. Síðast-
liðin 30 ár hafa þeir þannig hörf
að um 1—2 km. Og sem dæmi um
Það hvað Þeir hafa lækkað má
nefna að fyrst um 1932 tók að sjá
á tind Breiðamerkurfjalls frá
Reynivöllum í Suðursveit, en
fjallið er vestan jökuls. Nú sézt
fjallið a.m.k. niður í miðjar hlíð-
(Framhald á 12 síðu)
JACOPO PERI
UR FYRSTU ÚPERUNNAR
Fyrir fjorum öldum fæddist
í Róm Jacobo Peri, sem samdi
fyrstu óperuna, sem sögur fara
af. Tónlistarfræðingar segja,
að fyrsta óperan, sem flutt hafi
verið, hafi verið „harmleikur
í söng“, kallaður Dafne og tón-
listina samdi Peri við ljóð eft-
ir Ottavio Rinuccini, sem var
hirðskáld hjá Mediciættinni
Þessi söngleikur var fluttur
1594 í Corsihöllinni í Flórens
Söngleikurinn er nú glataður
en til er handrit af öðrum söng
leik eftir Peri og Rinuccini
Sá heitir Eurydice og var flutt
ur árið 1600 í Pittihöllinni í til-
efni af hjónabandi Maríu af
Medici og Hinriks IV. Frakka-
konungs. Sú ópera varð mjög
vinsæl og söng tónskáldið sjálft
hlutverk Orpheusar. (Óperan
Orpheus eftir Monteverdi við
ljóð eftir Rinuccini var sam
in 1607)
Peri nam söng, orgelleik og
tónsmíði hjá Malvezzi. sem vai
einn síðasti þjóðlagasöngvari
við hertogahirðina í Tuskaný
og stjórnaði einnig hljómsveit
Medicihirðarinnar Jacobo Peri
tók við því embætti af honum,
og varð miðdepill lítils lista-
mannahóps, sem hittust hjá að-
alsmanni, að nafni Giovanni
Bardi. Meðal þeirra var Vin-
cenzo Galilei, faðir stjörnufræð
ingsins. Peri samdi margar
óperur, þó nú séu aðeins nöfn
þeirra kunn. Hann andaðist
í Flórens 1633 og var harmaður
sem tónsnillingur og ljúfmenni
Eftirlætissonur hans var einn-
ig tónlistarmaður, en ekki slíkt
ljúfmenni og faðirinn, því hann
var hálshöggvinn fyrir að
■ myrða eigikonu sína.
T í M I N N, föstudagur 12. október 1962. —