Tíminn - 12.10.1962, Side 9
RODDIN EIN ER
EKKI SONGV-
URUM NÓG
Vincenzo M. Demetz, óperusöngvarl. (Ljósm.: TÍMINN,—RE
Þegar ég hringdi og bað
Vincenzo M. Demetz um að fá
að heimsækja hann og spjalla
við hann stundarkorn í tilefni
fimmtugsafmælis hans (sem
var í gær), sagðist hann verða
að líta á stundaskrána til að
sjá, hvenær það væri bezt. Svo
sótti Demetz skrána og fann
þar tvær smugur frá hádegi til
kvölds. Annaðhvort yrði ég að
koma í miðju hádeginu eða í
kaffitímanum. Alla aðra tíma
hefðu söngnemendur hans.
Skrapp hingað með skjala-
töskuna — hefur stanzað
í 7 ár.
— Það er svo ákaflega ó-
venjulegt, að Suðurlandabúar
setjist að á íslandi. Fluttuzt
þér hingað að yfirlögðu ráði,
eða var Það tilviljun?
— Ég var fenginn sumar-
tima fyrir sjö árum til að veita
hér söngkennslu um dálítinn
tíma .Það var hugsuð aðeins
svo stutt dvöl, að mér fannst
ekki ástæða til að hafa annað
með mér en nokkrar nótur og
annað nauðsynlegasta í skjala-
tösku. En þessar nokkrar fyrir
huguðu vikur hér hafa teygzt
upp í sjö ár. Þess vegna er ekki
nauðsynlegt að spyrja mjg
hvort mér líki að vera á ís-
landi. Það segir sig sjáift. Svo
er ég líka búinn að eignast ís-
lenzka konu, Þóreyju Þórðar-
dóttur.
— En hefur loftslagið hér
ekki orðið yður til óþæginda?
— Nei, alls ekki. Mér finnst
ekki kalt hér, hef séð miklu
meiri vetur heima en hér úti
á íslandi. Ég er uppalinn í
fjallalandi, Suður-Týról En
raunar eru þar meiri staðviðri
en hér, og þá verður maður
ekki kuldans eins mikið var.
segir Vincenzo
M. Demetz í viS-
tali við Gnnnar
Bergmann
Sísyngjandi
smástrákur
— Jú, lengst af hef ég verið
það, en fæddist í Austurríki.
Þ.e.a.s. þegar ég fæddist, til-
heyrði Suður-Týról Austurríki.
En í striðslokin fyrri innlim-
aðist héraðið í Ítalíu. Þá var
ég bara sex—sjö ára.
— Byrjuðuð þér snemma að
fást við söng?
— Ég var sísyngjandi smá-
strákur og strax látinn syngja
einsöng, þegar ég kom í bama
skóla. Og það var sungið við
engin tækifæri og öll mögu-
leg tækifæri. Og auðvitað söng
maður ævintýraserenötur á gít
ar fyrir neðan gluggann hjá
stúlkunum. En pabbi ætlaðist
ekki til, að ég legði út á söng-
brautina. Hann ætlaði mér að
verða kaupmaður, eins og hann
og faðir hans og flestir í hans
ætt höfðu verið, kynslóg fram
af kynslóð. En ég var ekki
hneigður til þess. Fyrsta sinn,
sem ég söng opinberlega,
var þegar ég var 17 ára, já,
það var 24. nóvemiber 1929, á
kirkjutónleikum Heilagrar Sess
elíu. Pabbi lánaði mér dökku
fötin sín, af því að ég átti
engin. Organleikarinn fór strax
til pabba eftir tónleikana og
sagði, að hann yrði að kosta
mig til söngnáms. Það líkaði
pabba ekki sérstaklega að
heyra, Því að hann vildi endi-
lega gera úr mér kaupmann.
Ekki lét hann þetta samt sem
vind um eyru þjóta. Hann
spurði mig, hvort mér væri al-
vara að fara út á söngbrautina,
,og ekki stóð á svari hjá mér.
;ð ero;pkjcj nóg,“ sagði
fi. Svo eínn góðan veður
dag lagði pabbi af stað með
mig til Mílanó. Pabbi var
strangur en það stóð allt sem
hann sagði. Þegar vig vorum
komnir til hinnar miklu músik-
borgar, fór pabbi með mig til
frægs kennara og spurði, hvort
borgaði sig að kenna strákn-
um að syngja; sagðist leggja
út peninga, ef ég væri þess
verður, annars ekki eyri, og
ég færi heim aftur þar innan
búðar. Hann heimtaði af próf-
essornum að fá úr þessu skorið
á stundinni. Kennarinn prófaði
mig og pabbi varð að fara einn
heim. „Jæja, takið þá dreng-
inn að yður ég kosta hann“,
sagði hann og hélt sína leið.
Kennarinn odðinn 100 ára.
— Var það góður kennari,
sem þér fenguð?
— Það er nú líkast til. Þetta
var fyrir löngu frægur músik-
maður, prófessor Vincenzo Pin
torno. Hann var kominn á efri
ár, þegar ég kom til hans, en
það sá ekki á honum. Og hann
er enn á lífi við beztu heilsu,
varð 100 ára í janúar síðastl.
Ég sá þá haft viðtal í sjón-
varpinu við hann, og fleiri há-
aldraða fræga menn. Hann varð
kunnur sem hljómsveitarstjóri
fyrr á árum og hafði m.a. haft
Caruso undir sínum handar-
jaðri. Hann var framúrskar-
andi söngkennari og ekki gyllti
hann söngbrautina fyrir nem-
endum sínum og þá enn síður
söngkennarastarfið. Það væri
erfiðasta og mest vanþakkað-
asta starf í heimi. Hann er
indælis karl. Ég var hjá hon-
um í sex ár, og Það fannst hon
um ekkj langur tími. Það væri
ekki hægt að hraðsjóða söngv-
ara. Áður hafði Þótt skikkan-
legt að vera 8—10 ár í söng-
skóla. Slíkar þyrftu kröfurnar
enn að vera um söngnám.
f Scala.
— Hvað tók þá við, þegar
þér fóruð frá prófessor Pin-
torno?
— Ég fór að syngja hér og
þar, og svo eftir þrjú ár kom
ég fyrst á sviðið í Scala-óper-
unni. Ég söng aðalhlutverkig í
Oedipus Rex eftir Stravinsky.
Síðan tók við eitt hlutverkið
af öðru, bæði í gömlum óperum
og nútímaverkum.
— Kemur það fyrir öðru
hverju, að flutt séu nútímaverk
í þessu gamla óperuhúsi?
— Já, ég held það nú. Hérna
á þessari mynd erum við að æfa
í einni slíkri eftir suðurame-
ríska tónskáldið Castro, óperan
heitir Prosperpino e lo Strani-
ero. Hún var flutt í Scala fyrir
réttum tíu árum.
— Voruð þér lengi ráðinn
við Scala?
— Þar tíðkast ekki að fast-
ráða söngvara. Menn eru þar
alítaf að koma of fara, flestir
stranza þar ekki við nema eina
óperu, sem stendur máske yfir
1—2 mánuði. Það er alltaf ver
ið að skipta um.
Óperur eins og bíó
um allt land.
— Óperurnar eru víða á
Ítalíu?
— Já, já, þær eru alls stað-
ar. Það þykir jafn sjálfsagt að
hafa óperuhús og bíó í bæjum
og sveitum í ítalíu. Og Scala
er ekki sú eina í Milano. Þar
eru einar sjö óperur aðrar. Það
er ekki ofsagt, að Þjóðinni sé
óperan jafn-nauðsynleg og sjálf
sögð og dansleikir og sjónleik-
ir eru flestum öðrum Jú, jú,
Það er hverju orði sannara, að
bændur. verkamenn og sjó-
menn syngja aríur við vinnu
sína af jafnmikilli hjartans
lyst og unga fólkið kyrjar dæg
urlögin. Þetta er svo sem ekki
óeðlilegt hjá þjóð, sem óperan
spratt upp hjá og hefur síðan
(Framhald á 12 slðul
SviðiS, salurinn og svaiirnar í Scaia óperunni í Milano.
— Eruð þér annars ekki
ítali? „En
T I M I N N, föstudagur 12. október 1962. —
ð