Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 13
íþróttir síðari hálfleikur án tilþrifa. Hjá KR átti vörnin ágætan leik. Hörður og Hreiðar léku báðir með rniklum ágætum — og Garðar Árnason var virkur tengiliður sóknar og varnar, enda fékk hann þægilegt hlutverk í leiknum að gæta nýlið'ans, sem lék í stað Kára. Og Garðar — þessi bezti leikmaður okkar í dag — gat því óþvingaður af varnarhlutverkinu snúið sér að uppbyggingu leiksins og það var meira en Akureyringar þoldu. Sveinn Jónsson átti einnig góðan leik sem framvörður og í fram- linunni bar Ellert af og átti prýðis góðan leik og Örn er aftur á réttri leið. Gunnar Guðmannsson yfirgaf ! völlinn i fyrri hálfleik vegna meiðsln. og eftir að hann hvarf úr íramlínunni virtist dofna yfir henni og leikurinn var ekki jafn hugmyndaríkur og áður. Gunnar Eelixson, sem kom í stað nafna síns. átti þó ekki slakan leik. Eins og áður segir náði Akureyr- s.rliðið' sér aldrei á strik í leikn- um, og þó Kári sé þýðingarmikill teikmaður fyrir liðið, er ekki hægt i>ð afsaka allt með fjarveru hans. Framverðalínan Jakob, Jón og Guðni, var bezti hluti liðsins, án bess þó að komast nokkurn tím- ann nálægt sínu bezta. Framlínan var að mestu bitlaus gegn sterkri1 vörn KR og náði ekki virkum leik. — hsím. 2. síSan starfaði í París dró hann mjög taum svonefndra vinnu-presta sem voru í ónáð hjá Páfagarði. Eftir að hann sjálfur gerðist páfi, varð það eitt hans fyrsta verk að banna riarfsemi þeirra með öllu. Oft hafði hann látið í ljós þá skoðun sína að messan ætti ekki öll að fara íram á latínu, heldur á móðurmáli safnaðanna. Þegar hann var r.etztur í páfastól venti hann kvæði sínu í kross um þau málefni, harðbannaði allar rök- ræður úm þau mál, latínan skyldi hér eftir ríkja ein og ekkert ann- að komast að. Hljóðnemar og símar Allt skipulag á kirxjuþinginu Róm er stórbrotið í hæsta máta. í skipi Sánkti Péturskirkju er komjð fyrir 2800 flugvélastólum hreyfanlegum þar sem þingfull- trúar sitja. Hver þeirra hefur hljóðnema við sæti sitt og auk þess símatæki sto þeir geta hve- nær sem er rætt við hvern sem er í salnum án þess að trufla þinghaldið. Auk þess er rúm fyrir 200 sendiherra erlendra ríkja í Páfa- ríkinu auk 120 annarra sérlegra sendimanna og 250 blaðamanna. Þá eru búnjngsklefar og baðher- bergi sem byggð hafa verið og verða látin standa framvegis fyr- ^Ut'ftókcitUomAkó H E R R A D E I LD Sveitamaður veitir val. Vonir beztu æsir. Undrahraður skunda skal skjóttur hestur Glæsir. Til sölu. — Upplýsingar í síma 12750 eða 32123. Skrifstofumaður Vanur skrifstofumaður óskast strax. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist undirrituðum. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði AÐALFUNDUR verður haldinn í félaginu Anglia fimmtudaginn 18. þ.m. í Glaumbæ uppi kl. 8,30 e.h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. ÞAKKARÁVÖRP Innilega þekka ég öllum, sem glöduu mig á sex- tugs afmælinu þann 7. þ.m. með heimsóknum, gjöf- um, skeytum og árnaðaróskum. Guð blessi ykkur óll. Sigurbjörn Jónsson Ingunnarstöðum. r INGOLFUR DAVIÐSSON Garðyrkfumál Kartöfluuppskera mun víða hafa verið heldur rýr á þessu hausti. Veldur því bæði svalt vor og næsturfróstin sem felldu kartöflugrösin og stöðvuðu vöxt kartaflanna um miðjan septem ber. Kartöflur, sem teknar voru upp snemma hafa reynzt lítt þroskaðar; mjög hýðisveikar og því hætt við skemmdum í með ferð. Léttast og nokkuð fyrst í stað vegna örrar öndunar. En þær sem ekki voru teknar upp fyrr en um hálfum mánúði eft- ir að kartöflugrasið féll hafa fengið sterkara hýði, og gull- auga hefur sprungið öllu minna en ella. Veðrið um upptöku- tímann hefur líka mikil áhrif. Geymast kartöflur, sem teknar eru upp í þurru veðri, þegar moldin er sæmilega þurr, miklu betur — að öðru jöfnu — heldur en kartöflur, sem teknar eru upp í bleytu. Séu kartöflur teknar mjög seint upp, er þeim hætt við skemmd um af rótarflókasvepp, einkum ef svalt er í veðri. Þær spíra þá oft illa á vorin. Allmikið sést í haust af kartöflum sem bersýnilega hafa verið særðar og marðar við upptöku .einkum þar sem upptökuvélar hafa ver ið notaðar af lítilli gát. Upp- tökuvélar eru þarfaþing, en mikla nákvæmni og varúð þarf að viðhafa við notkun þeirra. Sé þeim t.d. ekið of hratt er mjög hætt við skemmdum á kartöflunun. Keðjan má ekki ganga of hratt. Á Norðurlöndum, þar sem kartöflur eru þó mun betur þroskaðar en hér, hefur borið verulega á skemmdum af völd um upptökuvéla, líka þeirra, sem skila kartöflunum i poka eða kassa við upptöku. Er stöð ugt unnið að endurbótum vél- anna. Ef stöngulsýki er í garð- inum, er bráðnauðsynlegt að hreinsa burtu sjúk grös áður en tekið er upp, og alveg sér- staklega þar sem vélar eru not- aðar. Ella er hætt við aukinni smitun og miklum skemmdum í geymslu. — Lítið hefur orðið vart myglu; næturfrostin stöðv- uðu hana. — Nýuppteknar kart öflur þola illa allt hnjask. Þær skemmast t.d. verulega á hýði, ef þeim er sleppt óvarlega úr lítið eða fleygt á steingólf, þótt ekki væri nema úr eins metra hæð. Höggskemmdir við upptöku sjást t.d. ekki strax, en síðar myndast dökkir blett- ir undir hýðinu. Er algengt að þeir komi fram í geymslu. Hýð- isskemmdar kartöflur linast og léttast miklu meir og fyrr en heilbrigðar. Bezt geymast kart- öflur í rimlakössum eðá grinda stíum. Þykir hentugast að sæmilega hlýtt sé í þeim fyrstu vikurnar (10—15 á C), því að þá styrkist og Þykknar hýðið fljótar en ella og hýðisskemmd ir gróa. En heilt hýði er nauð- synlegt til varnar því að kart- öflurnar léttist, linist og rýrni óeðlilega mikið í geyslu. Þegar hýðið hefur þykknað og styrkzt er rétt að flytja kartöflurnar í svala vetrargeymslu. Munið ag kartöflurnar eru lífi gædd- ar verur, sem varlega þarf að fara með. Nauðsyn ber að útrýma kartöfluhúðormapestfnni úr landinu .Það er vel fært með sáðskiptum. Norðlendingar o. fl. hafa sýnt skilning í málinu og lagt niður smitaða garða. En sums staðar sunnanlands, (t.d. Eyrarbakka) er misbrest ur á þessu, og hafa jafnvel kom ið kartöflur á markað úr sýkt- um görðum, enda þótt augljóst sé, að bæði með smituðu kart- öflunum sjálfum og pokunum, sem þær eru í getur hnúðorm- urinn borizt á nýja staði. Bannaður er innflutningur á hnúðormasmituðum kartöflum. Virðist auðsætt, að ekki megi heldur taka hinar innlendu hnúðormasmituðu tii verzlunar meðferðar. Löggjöf mun nauð- synleg í þessum efnum. Kálæxlapest er líka enn fært að útrýma, ef garðyrkjumenn sýna þegnskap og láta ekki af hendi-jurtir til gróðursetningar úr smituðum görðum eða vermi reitum. Ekki má heldur láta af hendi rófur úr smituðum görð- um. Hins vegar eru afskornir kálhausar, sem engin mold fylg ir hættulitlir. Látið ekki búfé éta sýkt kál eða rófur, því að æxlasveppurinn meltist ekki, heldur gengur niður af húsdýr unum o.g smitar áburðinn. Framh. á 15. síðu ir fótfúna, sárþreytta og göngu- móða pilagríma. Eigendur gistihúsa og veitinga húsa í Rómaþorg sýndu guð- hræðslu sína með því að til- kynna, að verð héldist óbreytt á mat og gistingu þá daga sem þingjð stendur. Lögreglan í Róm gerði sérstakar ráðstafanir til að greiða ferðir gestanna um borg- ina þar sem ríkir óskaplegt um- ferðaöngþveiti að jafnaði. Biskup i Róm lét þess getið að það væri merki um guðlega forsjá ef tæk- jst að koma þingfulltrúum öll- um óslösuðum um borgina gegn- um umferðina. Eftirvænting Sjötíu mái verða rædd á þing- inu en þeim var haldið vandlega leyndum allt fram á síðasta dag. Og búast má við að enn fleira verði rætt. Sennilegt er að mest- ar umræður verði um einingu og sameiningu allra kjrkna heims og enn fremur má gera ráð fyrir vandamálum sem varða fjöl- skyldulífið ag stofnun þess. Þess hefur verið beðið með eftirvæntingu hverjir fulltrúar frá Austur-Evrópuríkjunum eigi heimangengt. Ungverska stjórn- in hefur þegar gefið 4 manna nefnd fararleyfi og bújzt er við að pólski kardínálinn Stefán Wysynzky komi til þings í far- argroddi nefndar frá heimalandi sínu. Kaþólska kirkjan er sýnilega ekki dauð úr öllum æðum og vill nú sýna veldi sitt, sýna svart á hvítu að hún getur haft sitt að segja þótt stórveldunum gangi stundum illa að koma auga á „hersveitir" hennar. Mikilvægir fundir (Framhald af 9. síðu.) við ríkin 1 Norður-Ameríku og samgöngur í Evrópu. Meðal þeirra, sem til máis tóku, voru Thorkil Kristensen, framkvæmdastjórj Efnahags- oe framfarastofnunar- innar, og ráðherrarnir Ililary (ír- landi), Kranzlmayér (Austurriki), Broda (Austurríki), Beerman (Hollandi), Bratteli (Noregi), Pal ewski (Frakklandi), og Gunder- sen (Noregi). í Evrópuráðinu er taljð, að fund ir ráðgjafarþingsins nú í haust séu hinir mikilvægustu, sem það hefur haldið um árabil, og hafi komið í ljós, að Evrópuráðið hafi, eins og nú stendur á, mjklu hlut- verki að gegna varðandi efnahags samvinnu á álfunni. Sömu skoð- anir hafa komið fram i ummælúm ! fciaða um þingstörfin að þessu 1 sinni. ~¥ÍÐAVANGUR (Framhald af 2. síðu). sagt er að taka þetta af því framlagi, sem útvegurinn legg ur sjálfur í ríkissjóðinn. Það er ekki svo lágt — 7,4% út- flutningsgjald, sem ríkið tek- ur af sjávarafurðum. Mundi ríkið ekki þurfia að sjá af nema örlitlum hluta þess til að bjarga síldveiðunum við i bili — og ríkið og þjóðarbúið allt fá það margfalt aftur með eðli- legri sildveiði. Fram jafnaði Framhald af 5. síðu. í seinni hálfleik, Hallkell Þorkels son, markvörður úr 2. flokki, og skilaði hann hlutverki sínu ekki með minni prýði en Geir í fyrri hálfleik. Sama harkan var í Keflvíking- um í seinni hálfleik. — Þeir sóttu fast upp miðjuna, eða notuðu kantana vel, og voru flest upp- hlaup þeirra jákvæð — þótt leikn ina vantaði til að geta rekið enda- hnútinn á þau. Framarar náðu þó einu og einu upphlaupi, og á 19. mínútu voru þeir nær að skora, þegar Ásgeir Sigurðsson, en hann kom inn á fyrir Baldur, skaut rétt fram hjá. Á siðustu 10 mínútun- um er eins og Framarar fari fyrst að átta sig á hlutunum, og þeir gera harða hríð að marki Kefla- víkur. — Og þegar aðeins 15 sek- úndur voru til leiksloka — og sigurinn blasti við Keflvíkingum, — fá þeir dæmda á sig horn- spyrnu. Framarar röðuðu sér inn í vítateiginn, og þegar knöttur- inn var sendur vel fyrir markið, fylgdu þeir fast eftir, knötturinn hrökk í varnarleikmann Keflvík- inga, og í markið — sannarlega skorað á elleftu stundu. Leikurinn var framlengdur um 2x15 mínútur, þar sem um útslátt- arkeppni er að fæða, og úrslit verða að fást. Framarar voru nú mun ágeng- ari, enda virtust þeir hafa meira úthald en Keflvíkingarnir. — Og á 5. mínútu í síðari hálf- leik framlengingarinnar skora Framarar svo sitt annað mark, eftir góðan undirbúning Hall- grímur Scheving lét upp kantinn, alveg að endamörkum, þar sem hann gaf knöttinn út til Baldvins miðherja, sem fylgdi vel eftir og renndi knettinum rólega í netið. Á síðustu mínútu átti svo Hallgrím ur Scheving ágætt skot á mark Keflvíkinga, en Kjartan mark vörður fékk náð knettinum á síð ustu stundu. Framarar mega hrósa happi að hafa unnið þennan leik. Keflvík- ingar sóttu mest allan leikinn, og sýndu mun meiri baráttuvilja en Framarar — en þeir voru óheppn ir og því fór sem fór. Annars þurfa Keflvíkingar ekki að vera kvíðnir með þetta lið, því full- víst má telja, að það muni með sama áframhaldi reynast hvaða liði sem er í 1. deild á næsta ári, hættulegt. Högni Gunnlaugsson er hinn trausti maður liðsins, en ágætan leik sýndu Karl, og Jón í framlínunni. Framarar sýndu nú sinn versta leik í sumar — þeir voru bæði seinir og linir og allan baráttu- vilja virtist skorta í liðið. Fram- arar verða að sklja, að ákveðnar kröfur eru gerðar til þess félags, sem ber sæmdarheitið „bezta knattspyrnufélag íslands 1962“, og haga sér eftir því. Liðið getur miklu meira en þetta, það er vit- að, en baráttuviljann verður að auka, því að án hans verður litlu náð. Bakverðirnir Guðjón og Arnór voru skástu menn liðsins, svo og markmennirnir Geir og Hallkell Dómari' var Magnús Pétursson og hefur hann oft dæmt betur — alí. T f M I N N, þriðjudagurinn 16. okt. 1962. — 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.