Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 16
Fyrstu mælingar á Faxa- fióa síðan um aldamótin GS—ísafirði, 15. okt. Varðskipið Óðinn tók brezka togarann Dragon, FD-60 í land helgi aðfaranótt sunnudagsins og kom með hann hingað inn til ísaf jarðar. Óðinn sá Dragon í ratsjá, þar sem hann var um eina mílu innan við fiskveiðitakmörkin út af Kópa nesi. Togarinn hafði verið átta daga á veiðum og hafði fiskað um 900 kits og ætlaði að fara að sigla með aflann. Við réttarhöldin hér í dag heldur skipstjórinn, Roy Blecher, því fram, að hann hafi ekki verið að veiðum, en verið með ólöglegan útbúnað veiðar- færa. Lagði verjandi hans, Gísli fsleifsson, áherzlu á þetta atriði fyrir réttinum í dag, og mun reyna að fá aðeins hlerasekt svo- kallaða, en hún er miklu lægri, en ef dæmt væri fyrir landhelgis- veiðar. Dómur er væntanlegur í kvöld. Enginn fundur JK-Reykjavík, 15. október. — Enginn sáttafundur var haldinn um helgina um kjör sjómanna á Suðurlandssíldveiðunum. Sátta- semjari hélt fyrsta fund sinn með deiluaðilum á föstudagskvöldjð. Þar lögðu deiluaðilar fram sjónar- mið sín, en ekkert þokaðist í sam- komulagsátt. Síðan hefur enginn fundur verið boðaður. MB—Reykjavík, 15. okt. Nú er nýlega lokið um- fangsmiklum og nákvæm- um mælingum á hluta af Faxaflóa, sem gerðar voru í samvinnu Landhelgisgæzl- unnar og Bandaríkja- manna. Er úrvinnsla úr þeim gögnum, sem fengust, nú að hef jast og standa von ir til að niðurstöður komist inn á sjókort strax á næsta ári, en hafi fundizt hættu- legar grynningar, verða þær strax settar inn á sjó- kort. Þetta kom fram á blaða- mannafundi, sem Pétur Sigurðs son, forstjóri Landhelgisgæzl- unnar, hélt um borð í varðskip inu Þór í dag. Pétur skýrði svo frá, að s.l. vor hafi komið beiðni frá varnarliðinu um að mega mæla upp í Faxaflóa. — Sjávarútvegsmálaráðh. veitti leyfig með því skilyrði að ís- lenzku sjómælingarnar fengju að fylgjast með mælingunum og fengju allar útkomur. Ætlunin var að byrja mæling arnar um mánaðamótin júní— júlí, en því seinkaði, vegna Þess ag Bandaríkjamennirnir íkomu seinna en áætlað hafði verið og einnig kom aðeins eitt skip frá þeim, í stað tveggja, eins og áætlað hafði verið, Það var skipið Requisite, sem kom hingað, undir stjóm Command- er McKee. íslenzku sjómælingarnar hafa aðeins yfir að ráða sjómælinga bátnum Tý, sem er allt of lítill fyrir mælingar, sem gerðar eru djúpt úti, og var því horfið að því ráði að lána eitt varðskip anna í mælingarnar. Þór varð fyrir valinu og var í mæling- um í rúmlega hálfan mánuð og sigldi á þeim tíma 34780 mílur og gerði alls um 6000 staðar- ákvarðanir. Þó var varðskipið María Júlía notað, Þar sem grynnst var. Þeir fslendingar, sem stjórnuðu þessum mæling- um voru Gunnar Bergsteins- son, Árni Valdimarsson og Ró- bert Jensson. Þeir mældu mjög vel allt svæðið frá landi út að Eldeyjarboða. Pétur kvað mjög góðan árang ur hafa náðst af mælingun- um og þær hafa mikla þýð- ingu fyrir öryggi allra sjó- manna, sem um hin mældu svæði fara. Bandaríkjamennirn ir mældu svæði norður í flóan um, og munu þeir hafa gert enn fleiri mælingar, þar sem þar er grynnra og skerjóttara. Svæði þau, sem nú voru mæld, hafa ekki verið mæld síðan um aldamót, þá með handlóðum Nú var annar háttur hafður á notaðir voru fullkomnir dýptar mælar og fyrst og fremst þrjár miðunarstöðvar, sem staðsettar voru í landi, ein við Malarrif, önnur nálægt Arnarstapa á Mýr um og sú þriðja á Hraunsnesi, sunnan Hafnarfjarðar. Þessar stöðvar sendu út sérstök radíó- merki, sem gerðu mjög nákvæm ar staðsetningar mögulegar, Þannig að ekki skeikar meiru en tíu metrum til eða frá, á mestum hluta mælingasvæðis- ins. Stöðvar þessar eru af svo- kallaðri Lorac gerð og byggjast á líku kerfi og Deccakerfið. Þeir íslendingar, sem að mæl ingunum unnu, eru nú komnir í land og bíður nú geysimikið starf, sem unnig verður á Vita málaskrifstofunni, þegar farið verður að teikna niðurstöður inn á sjókort. Bandaríkjamenn irnir munu sjálfir annast um að teikna sínar niðurstöður inn Framh á 15 síðu LEIÐ LAGEÆRÐ Tekinn í landhelgi var Eysteinn Ejnarsson. Hann hef ur mikinn hug á að gera næst brú yfir Jökulgilskvísl í Landmanna- laugum, en þá verða engin vötn óbrúuð á Fjallabaksleið nyrðri. Á Jökulsgilskvisl mun vera gott brú- arstæði skammt fyrir norðan Land mannalaugar. Að þeirri brú ger'ðrj ætti að vera sæmilega bílfært þá leið austur í Skaftafellssýslu. safnaðarfólk og aðra velunnara kirkjunn,ar til að standa fast sam- an um bygginguna. Himinninn sjálfur þénaði sem kirkjuhvelfing við þessa messu- gjörð. Blaðið hringdi til séra Jakobs og spurði hann, hvernig honum líkaði að messa við sílar aðstæð- ur. Séra Jakob sagði, að hann hefði ekki fyrir nokkra muni vilj- að missa af þessan stund. Hann kvaðst sannfærður um, að þarna hefð'i komið fjölmenni, ef messað hefði verið um sumar. Eigi að síð- ur kvaðst hann ánægður með kirkjusóknina í þetta sinn, hún hefði ekki verið minni en gert var ráð fyrir. Þá sagði séra Jakob, að framkvæmdir við kirkjubygging- una mundu halda áfram f hlutfalli við félagslegan trúaráhuga, og gat þess einnig, að hann hefði vart verið heim kominn frá mess- unni, er einn kirkjugesta kom á hæla honum með 10 þúsund krón- ur til byggingarinnar. í sumar hefur verið unnið að byggingunni, steyptar undirstöð- ur súlna, steyptur stokkur fyrir loftræstingu og hitalagnir, og í lok síðustu viku var svo steypt undir- gólf í allt kirkjuskipið. Að því til- efni var messan á sunnudaginn. HE-Rauðalæk, Landssveit, 15. okt. TalsverSar vegabætur hafa undanfarið verið gerðar á Sprengisandsleið. Núna um helgina var opnuð brú á Galta- læk, sem hefur oft verið erf- ið torfæra, og lagður hefur verið vegur frá Galtalæk allt norður að ferjustaðnum Haldi á Tungnaá. Sigurjón Rjst vatnamælingamað- ur stóð fyrir vegarlagningunni. — Vegurinn liggur í beina línu, rudd ur af jarðýtu og veghefli. Hann er merktur með stikum á 100 metra færi til þess að auðvelda vetrar- umferð. Sigurjón ætlar að halda áfram að ryðja Sprengisandslejð' áfram á sama hátt, og hyggst ryðja Búðarháls, að minnsta kosti inn að Illugaveri, næsta sumar, og merkja þá leið með stikum. Brúin á Galtalæk er hin vand- faðasta .Verkstjóri við smíð'ina SPRENGISANDS i aðalmúra Hallgrímskirkju. Sungn- ir voru sálmar eftir séra Hallgrím Pétursso.n, og séra Jiakob hvatti Þriðjudagur 16. október 1962 231. tbl. 46. árg. MESSAÐ í REGNI Ardegis á sunnudaginn söng séra Jakob Jónsson messu innan MOÐIR EFTIR MIÐA Afi /S Geysimikil aðsókn hefur verið að fyrstu íslenzku kvikmyndlnni ,,79 af stöðinni". (Ljósm,: Tímlnn, GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.