Alþýðublaðið - 31.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLiAtíI Ð [alþýðublaðið | i kemur út á hverjum virkum degi. > | AfgreiðsÍR í AJþýðuhúsinu við \ j Hverfisgötu 8 opin frá k!. 9 árd. f j til kl. 7 síðd. \ < Skrit'stofa á s-áriia stað1 opiií kl:. f- 1 9*/a —101/* árd. og kl. 8-9 síðd. { Simar: 988 (aigreiðslan) og 1294 f 2 (skrifsíofan). J Verðlag: Áskriftaiverð kr. 1,50 á [ j mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 f ; hver mm. eindálka. f i Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan f j (í sama húsi, sömu simar). Kaldárholts-símiirm og nMorgtmblaðiðu. Loks hefir „Mgbi.“. ekki séð sér lengur fært að þegja alveg mn Kaldárholtssímagjöf íhaldsstjórn- arinnar. Þá grípur pað tíl pess óyndisúrraððis að reyna að skelia skuldinni á landssímastjórann, pótt það sjálfsagt viti pað full- vel, að þetta var ráðstöfun íhalds- stjórnarinnar sjálfrar. Þá slepp- ir pað alveg að minnast á jiann mikla mun, sem á jivi er, að hér- ud þau, er sími er iagður í, leggi fram nokkuð af kostnaðin- um, eða að einstaklingur, sem sím- inn er iagðuf heim til, geri pað. Nú er Kaldárholti svo í sveit kornið, að þar verður síminn naumast öbrum að notum en þeim, sem jiar eiga heima (og ééganda jarðarkmar í auicnu sölu- vefði). „Mgbl.“ er álíka gáfað og það er vant, þegar það hefurupp raust sína um jietta mál. Það virðist ætla, að það sé gróði fyrir ríkissjóðinn, að símastöðv- ar séu sem afskektastarj!). Broslegt er að sjá blað, sein hefir haldið, a. m. k. til skamms tíma, að Jerúsalem væri í Egyptalandi, bykjast ætla að fara að kenna landafræði. f Qnda skrifsins skýtur eins og ósjálfrátt upp sið- gæöishugmyndum þehn, sem Vai- týr hefir kynst og samþýðst, síðan hann gekk á mála hjá íhaidsburg- eTsunum. Það er bitlinganæmið, sem leggur honum fram í fing- urgóma. „Margur heldur inann af sér“ og slnum nánustu samverka- mönfcum, og þ'ess vegna er ekkert nndarlegt, þó að hann ætli öðrum ’áð nota flokksfé til eigin þarfa eða byltingagjafa, ekki sízt þegar hann er að ljúka við að skrifa vörn fyiir Kaldárholtssimaiagn- inguna. Gpleiad slraskeÝtL Khöfn, FB., 29. okt. Frá Rúmeníu. Frá Eeriin er símað: Samkvæmt opinberum fregnum frá Rúmeníu er alt friðsamlegt í landinu, en samkvæmt öðrum fregnum hefir komist upp samsæxi Carolsmanna gegn Biatianustjórnmni, svo og, að bændmn og stjórnarhernum hafi lent saman og margir særst i I>eim vjðureignum, og haf-i alt fandið verið lýst í hemaðarástand. Nánara um sjóslys. Frá Lundúnum er símað: Sam- kvæmt síðustu fregnum frá Bra- zilíu ætia menn, að á fjóxða hund- rað farþegar af ítalska farþega- skipinu „Maf-alda- prinzessu“ [nafuið rangt í fyrra skeyti] hafi farist. Hafi alt komist á hina mestu ringulreið, er slysið bar að, og mikili ótti og fát gripið far- þegana, og hafi því reynst mjög erfitt að koma skipulagi á björg- unina. Eigendur skiþsiils segja, að «ð eins tuttugu farþegar hafi far- ist. Khöfn, FB., 30. okt:. Afstaða franskra gerbóta- manna. Frá París er símað: Á lands- fundi gerbótaflokksins var feld tillaga um samvinnu við nú ver- andi stjórnarflokka við kosning- arnar til þingsins, er fara fram í vor. Samþykt var að Ieita sam- virtnu við iafnaðarmenn eða aðra skylda vinstri flokka. Stjórnmál Rúmena. - Frá Berlín er símað: Fregnir frá Belgxad herma, að ýmsar a'ð- gerðir Bratianu mæti mótspymu- forráðainanna konungsins i Rú- meníu. Leikur sá orðrómur á, að Bratianu hafi í hótunum um að stofna lýðveldi, ef fylgismenn Ca- rols, fyrrverandi krónprinz, geri tilraunir til þess að hrinda af stað byltingu. Blöðin i Jugoslnviu virðast flest vera þeirrar skoð- unar, að aðstaða Bratianu sé sterk. Manntjón af ofviðri. Frá Lundúnum er simað: Ofsa- rok heíir valdið afarmiklu tjóni á Englandi. 21 maður biðu bana. Eggert Stefánssois ætlar að syngja í Gamia Bíó ann- að kvöld. Eggert hefir í sumar farið sig- urför um landið og sungið og hrifið tilfinningar fólksins. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Eggert Stefánsson legg- ur þá tilfinningu og sá'arkraft í söng sinn, sem enginn getur gert nema störlega gáfaður maður. Hann á hið sanna listamannseðli síungt cg siólgandi, og sýnir það sig einnig í því, hvað hrifning hans og skilningur á listum yfir- leitt er á háu stigi. Þar er engin deyfð og drungi,. er horfir ineð makindafuFu jafnaðargeði á framsækni li tamannanna á hvrrju sviði sem er. Iiann á vakandi eld hrifningarinnar, sem ieiftrar í ölJú hans tali og söng. Hver sem hefir heyrt söngplöt- ur Eggerts, gengur þess ekki dul- inn, hvjlíkan sálarkraft þarf til að knýja hinar dýpstu tillinningar inn í kaldan málminn. Þar er röddin ein ekki nægjanleg. Ekki þarf að bregða Eggert Stefánssyni um það, að hann stæli aðra söngvara. List hans er sjálf- stæð og sérkennileg og borin fram af persónuleik, sem ekki er öðr- um líkur. Sumum þykir Eggert ekki nógu mikili hávaðamaður í söng, og þeir um þáð. En sálarstyrkur Egg- erts og liín mjúklega dillandi rödd láta einmitt í té sumt það, sem enginn annar íslenzkur söngvari á til í [eigu sinni. Þess vegna ættu sem flestir að nota þau fáu tæki- færi, sem gefast til að. hlusta á söng hanS. Ríkardur Jónsson. AkMPeyes.E'skéía veitíwp vótt.* ur til að átsSiriiia stúdeata. Akureyri, FB., 29. okt. í morgun áður en kensia skyldi hefjast i gagnfræðaskólanum, kom dómsmálaráðherrann þangað og færði skóiastjóranum bréf það, sem hér fer á eftir, og var. það lesið upp hátíðlega að' viðstödd- um ölTum kennurum og nemend- um skólans: „Dóms- og kirkju-málaíáðuneytið. Reykjavík, 25. október 1927. Á fundi 22. okt s. I. hefir ráðu- neytið ákveðið, að gagnfræðaskól- inn á Akureyri skuli hér eftir hafa hehnild til þess að halda uppi lærdómsdeild eftir sömu reglum og gilda um lærdómsdeild Mentaskóians samkvæmt reglu- gerð frá 1908 með tveimur minni hðt;ar brey ingum viðvíkjandi ald- urstakmarki og sumarleyfi. Skal þessi deiid hafa rétt til þess að útskrifa stúdenta, og fari próf þeirra, þar til öðru vísi verður ákveðið með lögum, að öllu fram eftir ákvæðum gildandi prófreglu- gerða máladeildar Mentaskólans, enda veiti allan sama rétt. Áður en að prófi kemur næsta vor mun ráðuneytið geía út r^glu- gerð handa gagnfræðaskólanum vegna þessarar áðumefndu breyt- ingar.“ Bæjarstjóraarkosiíingar í Hamborg. Ungur þýzkur jafnaðarmaður skrifar A’þbl. 10.. þ .m.: „. . . Undan famar vikur hafa staðið yfir miit’ar stjórnmálaerj- ur hér i borgiimi; bæjarstjórnar- kosningar stóðu fyrir dyrum. Nú eru þær afstaðnar, föru fram í gær. Ég hefi undan farið ekki mátt um frjálst höfuð strjúka, svo eins og þú skilur hefir námið Iegið á.hyllunni. Við ungu félag- amir iétum hendur standa fram úr ermum, og nú eftir kosning- arnar getum við líka hrósað góð- um sigri. Við jafnaðarmenn náð- um 67 fulltrúum og erum nú lang- stærsó ílokkurinn. Við unnum mörg ný sæti. Sameignarsinnar unnu einnig á og eiga nú 27 full- trúa, en burgeisaflokkanur allir til samans töpuðu stórlega, og hafa þeir nú alls að eins 70 sæti. Verkaiýðsflokkarnir hafa samtals yfir 90 sæti. . . .“ I sa aa 1 e k d tídindi. isafirði, FB„ 29. okt. Togari telrinn. ,,Þór“ kom hingað í gær með enskan botnvörpung, „St. Hever- ne“ nr. 175 frá Hull. Tók „Þór“ botnvörpunginn við Aðalvík. Var haim ljóslaus og veiðarfærum ekki komið fyrir lögum sam- kvæmt, er ,,Þór“ kom að honum. Skipstjórinn var dæmdur til þess að greiða 5 þúsund gullkróna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Afli var nær því enginn„ Botnvörpungur þessi kvað áður hafa orðið brotlegur hér við land. Nætarlæknir fer í nótt Guðmundur Guðfinns- son, Spítalastíg 6, sími 1758. Krísíiiesshælið. Vígsla þess á að fara fram á morgun. Bifreiðarslysið. Við krufningu á iiki Jóns heitins Bergssonar kom í ljós, að hann hafði beinbrotnað mjög mikið, einkum mjaðmagrindin, og hafði blætt ínikið inn. Mún hann hafa fallið á hiiðina undir bifreiðina. Þrír voru sjónarvottar, og ber þeim saman um, að bifreiðin hafi ekki farið hratt, þegar slysið varð,. og að Jón heitinn hefði hlaupið yfir götuna, þegar hann vaTð fyrir bifreiðinni. Áfmæli. Einar Benediktsson skáld er 63 ftra i dag. Eldur kom upp i gærmorgun kl. 8ýi- á Laugavegi 58, húsi Siguxðai Skjaldhergs. Slökkviliðið kom: fljót'.ega á vettvang og tókst brátt að slökkva eldirm. Var hann f milliþili verzlunarbúðar Jóhann- esar Jónssonar og bakherbergis. Brann dálítið stykki úr þilinu, Verið er að rannsaka orsök elds- ins, og heíir einn maður verið sett- Ur í gæzluvarðhald. Togaramir. „Tryggvi gamli“ kom af veiðum í morgun með 1000 kassa ísfiskj- ar. „KarEefni" kom frá Englandi í fyrra dag, en Maí i gær. Skyldleiki Íhaldskollsins við „Mgbl." og „Vesturland“ . kom ótvírætt í ljós í fyrra dag. Þá reynir formaður íhaldsflokks- ins, Jön Þoriáksson, í tveimur blöðum í senn að svívirða eitt af þjóð.káldum íslendinga, Alt er á eina bókina lært í Ihaldskoti.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.