Tíminn - 08.12.1962, Blaðsíða 2
GUNNA fRÆNKA
Örstutt saga eftir Willy Breinhoteí
Við fengum bréf frá Gunnu
fræn'ku fyrir nokkru. Hún býr fyr
ir norðan, og við höfum ekki scð
hana í mörg ár. En nú skrifaði
hún sem sagt og sagðist hafa
hugsað sér að koma og búa hjá
c.kkur í viku, því að það væri
svo langt síðan hún hefði séð
ókkur. Einnig vildi hún gjarnan
sjá nýja húsið okkar, og svo
þurfti hún nauðsynlega að koma
til að fá sér nýjar tennur, og það
mundi alltaf taka eina viku. Síð-
ast þegar hún heimsótti okkur,
höfðum vig minna húsnæði, t. d.
höfðum við ekkert gestaherbergi.
Hamingjan má vita, hver hefur
sagt henni, að við höfum auka-
herbergi r.úna. Nái ég einhvern
tíma í þann mann, vildi ég gjarn-
an segja við hann nokkur orð í
einrúmi . . .
— Þú neyðist til ag skrifa
henni, sagði konan, og segja
henni, að hún sé velkomin. En
vertu nú ekki óforskammaður,
skrifaðu fallegt og einlægt bréf.
Eg fer yfir það, þegar þú ert bú-
in svo að það þýðir ekkert....
Eg náði þvl í penna og blek
og byrjaði að skrifa!
„Kæra frænka! Mikið er það
fallega gert af þér, að ætla
ag koma og heimsækja okkur.
Nú höfum við stórt gestaher-
bergi, sem er ónotað. Siggi hefur
livítu mýsnar sínar þar, en þær
eru nú svo fallegar og elskulegar
og gera ekki einu sinni ketti
mein. Og þó að þær fái sér smá-
göngutúra í rúminu öðru hveiju,
mun ykkur áreiðanlega koma vel
saman. Þú mátt trúa þvi, að hann
Siggi varð glaður, þegar hann
heyrði, að þú ætlaðir að koma.
— Þá get ég spilað allar rokk-
og tvistplöturnar mínar fyiir
Gunnu frænku, eins hátt og ég
get“, sagði hann. — Og kannski
get ég fengig hana með mér í
fótbolta, þegar þig viljið vera í
friði. (Hann er núbúinn að fá
trompet, og það veitir ekki af
sterkum taugum til að geta þolað
blásturinn í honum dag og nótt.
Mundirðu nokkuð hafa á móti því
að hann æfði sig í herberginu
þínu? Það eru beztu hljóðskil-
yrðin þar, segir hann). María
ljómaði líka eins og sól í heiði,
þegar hún las bréfig frá þér.
Hún hefur svo mikið af sokkum
núna, sem þarf ag stoppa í. Svo
eru mörg heimilisstörf, sem set-
ið hafa á hakanum, því að það
cr svo erfitt að verða sér úti um
vinnukonur núna. En þegar þið
verðið tvær um það, gengur von-
andi allt eins og í sögu. Kannski
fær Maria meiri tíma til að
verzla, fara í heimsóknir og hár
greiðslustofu o. fl., þegar hún
veit, að einhver er heima til að
sjá um hina erfiðu vinnu. Já, þú
mátt vera viss um, Gunna mín,
að vig hlökkum til að sjá þig.
En vika er bara allt of stuttur
tími. Þú ættir ag dveljast hjá
okkur í nokkra mánuði. í kring-
um húsið hjá okkur er óvenju-
lega stór og fallegur gaiíiur og
Vegfarendur í London leituðu
skjóls í ofboði, þegar stroku-
naut æddi um göturnar, og um-
ferðin á aðalgötunum stöðvaðist.
Nautið var laust í áttatíu mínút-
ur, og það róaðist loks, þegar
hópur nautgripa var rekinn í veg
fyiir það, og lallaði á eftir hjörð
inni. Ferdinand, en það er nafn
nautsins, var á leið í sláturhús í
Durham, þegar hann brauzt út.
Hann þaut niður King-Street og
inn í skemmtigarð. Lögreglan
kom þegar á vettvang og menn
frá sláturhúsinu. Þeir komu með
nautgripina og mynduðu mót-
tökusveit í enda skemmtigarðs-
ins. Nautið var of hættulegt til,
að hægt væri að komast nálægt
því, sagði einn lögregluþjónninn
en strax og þag sá kýrnar, róað-
ist það. Það blandaðist hópnum
og lét reka sig áfram í rólegheit-
um.
☆
Eg er hamingjusamasta frá-
skilda stúlkan í heiminum, sagði
Sophia Loren vig ítalska blaða-
menn, þegar hún kom frá París á
flugvöllinn i Róm. Carlo Ponti
og ég elskum hvort annað, og
nú getur enginn gert okkur neitt
mein. Sophia varð, sem kunn-
ugt er, að skilja við mann sinn,
svo að ekki væri hægt að væna
hann um fjölkvæni. Nú reyna
þau skötuhjúin ag gerast fransk-
ir ríkisborgai'ar, þannig að þau
geti gift sig í París. Sophia hef-
ur nýlega haldið upp á 28 ára
afmælisdaginn sinn.
☆
Starfsemi hjarta og tilfinninga
blandast venjulega jafn illa sam
an og vatn og olía. Velja verður
um af kostgæfni hvorann aðilann
ráðlegra er að hlýða.
☆
Mannveran er eina dýrið, sem
roðnar eða eina dýrið, sem þarf
á því að halda.
Mark Twain
☆
Sumum stúlkum má vera hugg
un í því að heyra, að þegar ljós-
in eru slökkt, eru allar stúlkur
fallegar.
☆
Það er mikil áhætta fyrir þög-
ula og alvörugefna konu ag gift-
ast léttlyndum manni. Það geng-
ur aftur betur fyrir alvarlegan
mann ag þýðast hláturmilda og
léttlynda konu.
Proust segir, að klókindi sjáist
í augunum, en nefið komi upp
um heimskuna.
☆
Fegurðarsamkeppni austan
járntjalds. Einn vestrænn siður
hefur smyglað sér á bak við járn
tjaldig og er ekki að sökum að
spyrja, að það er hið menningar-
lega uppátæki, fegurðarsam-
keppni. Hér sjáið þið karl- og
ef veðrið er gott, þá hefur þú
nægan tíma til að slá blettinn..
Gamla sláttuvélin okkar er að
vísu jafn þung og gufuvél, en
þú færð nú ekki mikla hreyfingu
daglega. Og ef þú getur ekki dreg
ig vélina, gætirðu bara bitið gras
ið með nýju tönnunum þínum.
Þetta var nú auðvitað sagt í gríni.
En, sem sagt, þú ert velkomin.
Skyldi svo óheppilega vilja til,
að þér seinkaði, þá sendu okkur
línu. Verti svo hjartanlega vel-
komin . og kærar kveðj-
ur . . “
Eg ákvað að sýna Maríu bréfið,
um kvöldmatarleytið, þegar hún
hafði sem mest að gera í eldhús-
inu.
— Viltu lesa það'?
— Eg hef ekki tíma til þess
núna. Hvað skrifaðirðu?
— Að hún væri hjartanlega
velkomin, og Siggi hlakkaði til
að sjá hana, þú hlakkaðir til, að
við hlökkuðum öll til að sjá hana.
Ekki eitt einasta illyrði, þú get-
ur bara séð ....
— Eg treysti þér, þegar þú
segir það'. Sendu þag bara.
Eg fór á pósthúsið morguninn
eftir, en ég neyddist til að senda
bréfið í bögglapósti, þar sem ég
handsamaöi eina af hvítu mús-
unum hans Sigga og setti hana í
tóman skókassa. Eg lét pakkann
fylgja bréfinu.
Eg skrifaði nokkur orð meg í
flýti um það, að hún fengi strax
tækifæri til að kynnast þessum
litlu, elskulegu dýrum.
kvensigurvegara fegurðarsam-
keppni í Búlgaríu..
☆
í hádegisverðarboði einu, sem
haldið var til heiðurs Eisen-
hower fyrrverandi forseta, fyrir
skömmu, sagð'ist honum svo frá:
— Meðan á kosningabaáttu
minni stóð, fékk ég bréf frá rosk
inni konu, sem hljóðaði á þessa
leið: Eg hef alltaf kosið repu-
blikana og það var einnig ætlun
mín að kjósa yður, en ég er hætt
við það. Sonarsonur minn gleypti
nefnilega einn af þessum hnöpp-
um með skriftinni „I like Ike“
og varð að fara á sjúkrahús. Eg
er á móli stjómmálamönnum,
sem nota svona hættulega hluti
til að ná kosningu.
☆
Það er áreiðanlegt, að þetta
eru sokkar, sem ekki koma
lykkjuföll á. Þetta er nýjasta
tízka og sokkana skal hnýta vel
fasta undir hnénu. Hugmyndin
er koroin frá Matabele-ættstofnin
um í Suður-Afríku.
☆
Hinn fjölhæfi listmálari Pablo
Picasso, hefur sem kunnugt er
teiknað mynztur á gólfteppi.
Stór listaverkaverzlun í París aug
lýsir eitt þessara teppa á eftir-
farandi hátt: „Þetta er ófalsað'ur
Picasso, sem er mikils virði —
og þó ag yður geðjist ekkj að
honum sem listmálara, getið þér
traðkað á honum án þess að
valda nokkrum óþægindum.
ÞaS er dapurlegt
DAGUR á Akurcyri ræðir í
nýútkomnu Maði um ritling
þann, sem ríkisstjórnin hefur
gefið út á kostnað rfkisins og
hefur að geyma skýrslu þá,
sem stjórnin flutti Alþingi fyr-
ir nokkru um viðræður sínar
við ríki Efnahagsabndalags
Evrópu urn þá stofnun. Sýnir
Dagur fram á, hvflíkan hrá-
skinnsleik stjórnin viðhefur í
málinu og bætir síðan við:
„Það er dapurlegt, að fslend-
ingar skuli hafa rkisstjórn, sem
leikur tveim skjöldum í þessu
mikla sjálfstæðismáli fslands.
Þjóðin þarf að vera á verði
gegn ástríðu stjórnarinnar til
að innlima ísland samsteypum
ríkja, sem yfirskyggja sjálf-
stæði þess, þó velviljuð séu.
Það er sú torskiljanlega ástr-
íða, sem veldur vífilengjum
Bjama Benediktssonar dóms-
málaráðherra og meðstjómar-
manna hans. En almenningur
í landinu, sem fengið hefur
nokkurn tíma til að átta sig
á hinni nýju og stórkostlegu
ríkjasainsteypu, sem nú er í
mótun, mun áreiðanlcga ckkl
sætta sig við neinar vífilengj-
ur af hendi íslenzkra stjómar-
valda“.
AS afnema
Þessa setningu mátti enn
einu sinni lesa í Mbl. í gær:
„Viðreisnarstjómin hefur
hins vegar afnumið uppbóta-
kerfið og lýst yfir, að það verði
aldrei tekið upp á ný“.
Þennan söng hefur Moggi
raulað í þrjú ár. Sá'mt hefur á
hverju ári verig varið kringum
400 milljónum til uppbóta og
niðurgreiðslna, og enn er gert
láð fyrir álíka fjárhæð til þess
á næstu fjárlögum.
Svona er ýmislegt, sem ríkis-
stjórnin hefur „afnumið“. Tjl
dæmis dýrtíðin. Hana lofaði
stjórnin að afnema og segist
hafa gert það. Hún afnam dýr-
tíðina þannig að hækka gömlu
vísitöluna um 82 stig. Þess
vegna er nú flest öfugmæli í
munni Moggans og við hann á
dag hvern hendingin fræga:
Séð hef é<? köttinn syngja á
hók.
SHdveiði í stjjórnar-
rá»inu
Morgunblaðið þykist vera
fyndið í gær og sþyr: Á að
stunda útgerð í stjórnarráðinu?
Þetta finnst Mogga ákaflega
skemmtileg fjarstæða. En það
er óhætt að seaja fullum fetum,
að afkoma þjóðar eins og fs-
lendinga verður aldrei góð,
nema útgerðin sé vel stunduð í
stjórnarráðlnu.
Nú veiðist mikil sfld fyrir
suðvesturlandi, en enginn get-
ur talið sfldartunnumar, sem
bátarnir og landsmenn allir
Irafa misst af vegna þess, að
herrarnir í íslcnzka stójrnarráð
inu neituðu að stunda útgerð-
ina, en þær tunnur era marg-
ar, og vegna þess hve illa út-
gerðin hefur verig stunduð i
stjórnarráðinu, eru landsmenn
nokkru fátækari um þessi ára-
mót en annars hefði verið. Það
er léleg sfldveiði, sem þeir
hafa stundað í stjórnarráðinu á
þessu ári, og hluturinn mundi
ekki vera hár, ef allir hefðu
unnið eins að síldveiðunum. Sú
útgerð hefur mest verið í því
r, fólgin að skera sundur og
’s hleypa úr nótunum fyrir sjó-
mönnum. E:i er von að betur
fari, þegar ráðherrunum finnst
bað mesta fjarstæða að stunda
útgerð í stjórnarráðinu.
T f M I N N, laugardagur 8. desember 1962. —
2