Tíminn - 08.12.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs-
mgastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af.
greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan-
lands. t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Hvers vegna ekki
aukaaðild?
í umræSum þeim, sem standa nú vfir á Alþingi um
afstöðu íslands til EBE, hefur Eysteinn Jónsson, gert
svohljóðandi grein fyrir því, að Framsóknarmenn hafna
aukaaðildarleiðinni:
„Það hefur verið mikið talað um aukaaðild og ekki reyn-
ist hægt með vissu að segja um, hvað aukaaðild verður.
Á tímabili var talað um, að aukaaðild gæti verið frá
1—99%. Eg er hræddur.um, að þetta tal hafi haft litla
stoð í veruleikanum. Ef þetta hefði verið rétt, þá hefði
t. d. átt að rúmast undir aukaaðild tollasamningar og
viðskiptasamningar þ. e. a. s. undir 1% t. d. Eg held,
að svona tal um aukaaðild skýri ekki málið, enda er hætt
rð tala um aukaaðild á þessa lund.
Það eina, sem við þekkjum beint, er gríski samningur-
inn, sem jafngildir inngöngu í Efnahagsbandalagið. Og
svo heyrum við viðskptamálaráðherra segja, að umsókn
um aukaaðild þýði samning á aðildargrundvelli og yrði
þá að byg'gja.á undanþágum frá Rómarsáttmálanum og
taka upp samninga um atvinnurekstrarréttindi, fjár-
magnsflutninga, atvinnuréttindi, um sameiginlegu stjórn-
ina, sameiginlegu stofnanirnar og stefnuna í efnahags-
og atvinnumálum. Við teljum nú þegar ljóst, að ekki beri
að taka málin upp á þennan hátt, þar sem við eigum ekki
að sækjast eftir neinu af því, sem aðild fylgir umfram
tolla- og viðskiptasamninga.
Ríkisstjórnin segist á hinn bóginn ekki sjá hvort stefna
beri að aukaaðild eða tolla- og viðskiptasamningi. Vænt-
anlega af því hún telur sig ekki sjá hvort betra sé fyrir
ísland. En hvað er það í aðildinni, sem er betra fyrir ís-
land og á að sækjast eftir?
Ef við sækjum um aukaaðild er þar með lokuð leiðin
til tolla- og viðskiptasamnings við bandalagið. Ef við ber-
um aftur á móti gæfu til að sameinast um tolla og við-
skiptasamningsleiðina og fylgjum henni fast eftir og
tvístígum ekki, erum við Framsóknarmenn sannfærðir
um að við munum ná slíkum samningi hagfelldum. Það er
fullkomlega tímabært að taka ákvörðun um að þetta er sú
leið, sem fara ber, en hins vegar á að bíða átekta með að
hefja viðræður þangað til tímabært verður. Við teljum.
að íslendingum muni takast að ná hagfelldum samningum
eftir tolla- og viðskiptasamningsieiðinni og viljum ekki
ræða um val á milli verri eða lakari kosta.“
Hvað annað?
í þeirri ræðu Eysteins Jónssonar, sem vitnað er til í
greininni á undan, lét hann enn fremur ummælt á þessa
leið:
„Nú segja andstæðingarnir að það sé of fljótfærnislegt
aí Framsóknarmönnum að taka strax afstöðu og velja
tolla- og viðskiptasamningsleiðina En hvað ætti það að
vera annað en tolla- og viðskiptasamningar, sem íslend-
iiigar sæktust eftir? Þeir, sem vilja laka málið upp á
aðildargrundvelli hljóta að telja, að það sé eitthvað ann-
að og meira en viðskiptasamningur, sem íslendingar eiga
að sækjast eftir. Og hvað er það þá?
Ekki getur það verið réttur til handa íslendingum til
að reka fyrirtæki í öðrum löndum.
Ekki getur það verið réttur til að flytja íslenzkt fjár-
magn í önnur lönd.
Ekki getur það verið réttur til að fivtja íslenzkt fólk til
annárra landa.
Ekki getur það verið að samræma eínahagsstefnu okk-
Enginn vildi verja hann
VILKJALMUR HJÁLMARSS0N:
Fjármálaráðherra hefur séð
sitt óvænna og fært upp vörn
í helgiræðustíl í Mbl. og ísafold
vegna opinberrar gagnrýni og al-
mennrar andúðar á bolabrögð-
um ráðherrans við veitingu skatt
st j óraembættanna.
Það mun fremur sjaldgæft að
ráðherra standi sjálfur í slíkum
varnaraðgerðum, flokksblöðin
venjulega látin um þann þáttinn.
En ekki er að sjá, að blög ráð-
herrans hafi fýst að skjóta fyrir
hann skildi og sást enginn staf-
krókur um málið á þeim vett-
vangi. — Hvað var'þá annað að
gera fyrst rúm fékkst þó neðst
á einni af hinum aftari innsíðum
ísafoldar — og tilsvarandi í
Mogga?
Vörnin er tvíþætt
Fyrst: „Hver einasti“ skatt-
stjóri, sem Eysteinn Jónsson skip
aði var Framsóknarmaður.
Þetta eru nú bein ósannindi. í
annan stað ætti G. Th. að spara
sér svona kjánalæti. — Hann
veit það eins og hver annar (og
e.t.v. manna bezt vegna fortíðar
sinnar sem borgarstjóri Reykja-
víkur) að embættaveitingar á
landi hér eru almennt mjög
flokkbtaðar. Eða hvað hefur t.d.
núverandi dómsmálaráðh. skipað
marga sýslumenn og bæjarfógeta
sem fylgt hafa öðrum stjórnmála
flokkum en hans, svo nefnt sé
eitthvað, sem allir þekkja og
ekki fer milli mála?
Alþýða manna er andvíg þess-
um vinnubrögðum. En stjórn-
málamennirnir fara sínu fram,
og við þag situr.
Hitt er svo annar handleggur,
þegar pólitískir ofstopar hrekja
andstæðinga sína frá starfi, seni
þeir hafa rækt af fullri alúð uni
árabil. — Slíkur verknaður hlýt-
ur að sæta harðri gagnrýni. Og
á bak við hana stendur almenn-
ingsálitið, sem beinir kaldri fyrir
litningu að fremjandanum.
„í samræmi við
tíiganginn“
Önnur helzta „röksemd" ráð-
herrans er sú, að hinir nýskip-
uðu fullnægi menntunarkröfum
nýju laganna.
Sú löggjöf er undirbúin og sett
af G. Th. og sálufélögum hans. Á
kvæðið um menntun skattstjóra
á að tryggja betri framkvæmd
laganna að sögn höfunda. Er þó
sennilega litlu meira fjallað um
íslenzk skattamál í sumum þeim
fræðigreinum, sem fullgildar eru
í þessu sambandi, heldur en t.d.
í búfræði eða læknavísindum. —
Hér liggur eitthvað annað á bak
við. Enginn trúir því, að við-
skiptafræði, numin við háskóla
í fjarlægum þjóðlöndum, gefi
Vilhjálmur Hjálmarsson
belri yfirsýn um íslenzk skatta-
mál en margra ára skattstjóra-
starf. — Er erfitt að verjast
þeirri þugsun að tilgangur
þeirra kumpána með menntunar-
ákvæðinu, eins og frá því er geng
ið, hafi verið sá, að fá aðstöðu
til þeirra „lireinsana“, sem nú
hafa faris fram.
G. Th. tekur það sérstaklega
fram í vörninni, ag skattstjór-
inn á Austurlandi sé skipaður í
samræmi við tilgang lagannaH —
Og það er vissulega rétt.
Ekki skipaður — settur
— rekinn
Það gefur svo dágóðan smekk
af samræmingu, að umsækjend-
ur með sömu „réttindum“ eru
ýmist skipaðir, settir eða ýtt til
hliðar! Flokksmerkið eitt virðist
skipta sköpum meg mönnum,
þegar til stykkisins kemur.
En til marks um hæfni „rétt-
indamanna“ umfram hina, sem
unnið hafa störfin á liðnum ár-
um, er það m. a„ að sagt er að
nú sé mjög eftir því sótt við skatt
stofuna í Reykjavík. ag hún láti
nýsveinum í té vana starfsmenn!
— Og jafníramt hefur verið leit-
að eftir þvi við ýmsa af þeim
„afsettu” og „menntunarsnauðu“
að þeir leiðbeindu þeim nýskip-
uðu og „hámenntuðu" fyrst um
sinn.
Á allt þetta eftir að koma bet-
ur í ljós síðar.
Saknar sHkihanzkanna
í varnarskrifi sínu reynir
Gunnar ráðherra ag víkja sér
undan gagnrýni minni með barna
legum útúrsnúningum. — En það
er alveg tilgangslaust.
Þá kvartar ráðherrann und-
an „orðbragðinu" í grein minni!
Já, fínt skai það vera! — En ef
Gunnar Thoroddsen heldur, að
búandkarlar fái léða silkihanzka
hjá samkvæmismönnum þegar
meðhöndla skal mál af þessari
gráðu, þá skjátlast honum hrapal-
lega.
Veiting skattstjóraembættanna
og tilburðir ráðlierra og Iiðs hans
í því sambandi eru í augum þorra
manna leiðinlegt sambland af
skrípaleik og stigamennsku. í
vitund almennings er það al-
gjört óliæfuverk að bola rnönnum
frá störfum, sem eru í eðli sínu
ópólitísk og þeir hafa rækt af
trúmennsku, til þess eins að rýma
fyrir flokksmönnum.
Stundum er fyrir hendi laga-
legt vald til að framkvæma slik
fólskuverk. En þess er engin von,
að allir þegi við ósómanum.
Hvernig á að
stýra opinberum
fyrirtækjum?
Hinn 20. júlí biiti ég uiiinr-
ritaður bréf það er ég á sínum
tíma skriíaði stjórn og fram-
kvæmdastjóra Kirkjugarða
Reykjavíkur, til Axels Sveins-
sonar Hæðagarði 12, Bjöi>*is ÓÞ
afssonar Hringbraut 10, Gunn-
ars Einarssonar Garðastræti 34,
Gunnars Sigurjónssonar Þórsgötu
4, Helga Elíassonar Kambsvegi
35, Hjartar Guðmundssonar
Hrísateig 27, Huldu Jakobsdótt-
ur Marbakka Kópavogi, Jóns
Björnssonar Hringbraut 87.
Kristjáns Siggeirssonar Lauga-
vegi 13, Marteins Gíslasonar.
Bólstaðahlið 32. Ólafíu Einars-
dóttur Sólvallagötu 25 og Sigur-
björns Þorkelssonar Fjölnisvegi
2.
Viðbrögðum kirkjugarðsstjórn
ar við áður nefndu bréfi hef ég
áður lýst nokkru, en þau jafn-
gilda kröíu af hendi kirkjugarðs
stjómar um að meistarar þeir er
hjá þessari stofnun vinna séu
fúsir til ag bregðast skyldum sln
um og svfkja verk sín hvenær
sem forráðamenn stofnunarinnar
kalla eftir því
Vegna bessarar kröfu greiddi
stofnunin allverulega fjárupp-
hæð, þ. e greiðslu til undir-
ritaðs vegna fyrirvaralausrar upp
sagnar og þóknunar til annars
löggilts meistara (sem þó var
ekki ráðinn fyrr en kæra var
yfirvofandi og hætta var á að
stofnunin yrði sektuð fyrir brot
á iðnlöggjöfinni). Samtals var
þetta upphæð, sem nam árskaupi
meistara, án þess að teljandi
vinna kæmi fyrir. Auk þess hafa
allmiklir fjármunir farið í hinn
ólöglega og gagnslausa undirbún
ing að áðurnefndri girðingu.
Hér hefur eitt lítið einangr-
að dæmi úr rekstri þessarar stofn
unar vei-ði tekið til athugunar
og beðiA um skýringu sem ekki
hefur fengizt. í svarbréfi frá
21.3. 1961, undirrituðu af for-
manni kirkjugarðsstjórnar. er
gripið til bess einkennilega ráðs
að skrökva til um alvarleg at-
riði í stað þess ag skýra satt og
rétt frá eins og hverju stjórn-
valdi ætti að finnast skylt vera
og ljúft og reynast auðveldast
eigi athafnir þess eðlilegar orsak
ir. Eðlileg ástæða fyrir þessari
sóun á almannafé. liggur ekki í
augum uppi án skýringar Ekki
er heldur skiljanleg ástæða fyrir
tregðu þessara skyldumanna
þjóðfélagsins við að sýna almenn
Framh. á 13 síðu
ar við það sem gerist hjá öðrum og binda okkur þannig
við annarra ákvarðanir.
Ekki getur það verið samstjórnin. sem við sækjumst
eftir að ganga undir að komast í, því að engu myndum
við þar geta ráðið.
Ekki þurfum við að ganga inn til að fyrirþyggja stríð
milli okkar og þeirra þjóða, sem i þandalaginu eru.
Aðrar þjóðir eru í þandalaginu eða vilja í það til að
tryggja sér sum eða öll þessi réttindi. Það, sem þeim verða
réttindi. eru okkur kvaðir.
Dvergríkið okkar er algerlega ósambærilegt við nokkra
aðra þjóð i þessu sambandi. Við höfum ekki eftir neinu
öðru að sækjast en viðskiptum. Að ekki verði lokað fvrir
vörur okkar og við getum haldið áfram samvinnu og
menningarsamskiptum við þessai þjóðir.“
T.í MINN, laugardaeur 8. desembe.r 10S2.
2