Tíminn - 08.12.1962, Side 8

Tíminn - 08.12.1962, Side 8
„MÐ SEM ÞER GERHL" „Þekkjum vér nokkra dimmri sorgar sýn en saklaust barn í kvölum hungurdauða?“ Skúli Þorsteinsson. Þessi áleitna spurning skóla- stjórans á Eskifirði frá árinu 1948, úr kvæði, sem hann flutti á samkomu austur þar, er hald in var til ágóða fyrir Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, hef ur kveðið við í huga mér að undanförnu í sambandi við yfir standandi fjáröflun til handa nauðstöddum Alsírbörnum. Á atómöld, í heimi tortryggni, rangsleitni óg ótta, er það út af fyrir sig gleðiefni, þegar Imargir sameinast um framgang fagurra hugsjóna og málefna, sem eru svo ágæt í sjálfum sér, að hinum annars ólíkustu mönn um að allri gerð, finnst gott og þakkarvert að mega styðja þau. Eitt slíkt er á döfinni hjá okkur nú, síðan Hólmfríður Gunnarsdóttir prests Árnason- ar átti á vegum Alþýðublaðsins frumkvæði að hjálparstarfsem- inni hér á landi fyrir líðandi börn í Norður-Afríku. Margir brugðu skjótt við með fjárfram lög, dagblaðið Vísir studdi mál staðinn drengilega, og nú hef- ur Rauði kross íslands tekið við eðlilegri forystu þessa óum deilanlega mannúðarmáls. Sjón er sögu rikari um það, ag þessi barnahjálp hefur fund ið öruggan hljómgrun í brjóst um íslendinga. Gjafir streyma daglega inn sem vottur þess og viðurkenning, að neyðin sé sár og hjálpin til þess að draga úr henni sé brýn og aðkallandi. Nú er náðartimi Aðventunnar ! upprunninn. Hugir kristinna manna eru teknir að opnast fyrir árlegum áhrifum jóla- halds og helgi. Og hvað, sem segja má um allan hinn ytri fyrirgang, verður því samt vart neitað, að uppistaða sérlegra lífshræringa o.g hátta manna almennt á jólaföstu sé góðvild og bróðurþel, sem eigi rót sína að rekja til kristins lífsviðhorfs — viðleitni til þess að láta i þennan tíma frekar en nokkurn annan gott af sér leiða, gleðja friða og hugga. sagna Út er komin á vegum Kvöld- vökuútgáfunnar h.f. á Akur- eyri bókin íslenzkar Ijósmæð- ur, I. bindi, æviþættir og end- urminningar, sem séra Sveinn Víkingur hefur búiS til prent- unar. í formálsorði bókarinnar, sem séra Sveinn Víkingur skrifar, seg- ir hann m.a.: „Fyrir nokkrum ár- um hóf séra Björn O. Björnsson að safna þáttum um íslenzkar ljós- mæður, og á hann miklar þakkir skilið fyrir þag framtak. Af útgáfu þess verks varð þó ekki. En nú hefur Kvöldvökuútgáfan á Akur- eyri keypt hið merka handrit séra Himinfarópandi málstaður bágstöddu bamanna í Alsír fellur vel inn í þetta heiða og hreina andrúmsloft þessara daga. Fullorðnu fólki, mörgu ofmettu með fullar hendur fjár, gefst nú tækifæri til þess að slá margar flugur í einu höggi: að hjálpa sjálft fyrir sitt leyti, en einnig það, að láta ung börn sín og/eða barnabörn gefa til litlu „kolleganna“ í stóra, fjarlæga útlandinu, eftir ag hafa veitt þeim dálitla fræðslu við þeirra hæfi um bágindi og nauð hinna blökku smábræðra og systra, og þannig vakið þau til vitneskju um ó- gleymanlegan þátt í lífinu á jörðinni þeirra. Umbunin fyrir íþyngingu þess sorglega mun verða gleðin og fögnuðurinn yfir því að geta sjálf með litlu höndunum sínum „lagt smyrsl á lifsins sár og læknað mein og þerrað tár . . . “ í anda hans, sem fæddist á jólunum. Ég finn hvöt hjá mér til þess að árétta við foreldra og móður- og föðurforeldra þá bæn, sem mér finnst nú liggja í loftinu, að þau noti þá söfnunardaga, sem eftir eru til þess að ljóma upp hug og hjarta eigin barna og barnabarna á þann hátt, er ég hefi minnzt á. Þótt þegar hafi verið vel gert, má sann- arlega betur, því hjálparþörfin er mikil. Ég held, að íslenzku börnin verði varla glödd varan- legar sjálf með öðru en meðvit- undinni um unnið kærleiksverk. Og myndu hinir fullorðnu kenna dýpri gleði af öðrum verkum sínum en hlutdeildinni í því — eins og Freysteinn Gunnarsson komst að orði af sama tilefni og ég minntist á í upphafi — að „halda með trúfesti vakandi vörð um vorgróður mannlífs á stríðandi jörð“. Baldvin Þ. Kristjánsson. útgáfa ævi- Ijósmæðra í fyrsta bindinu eru frásöguþættír og æviágrip 26 Ijósmæðra. Björns og ákveðið að gefa það út — er hér ekki um venjulegar ævi- með þeim breytingum og viðauk-1 skrár eða íjósmæðratal að ræða, um, er nauðsynlegir og æskilegir i heldur um alþýðlegar frásagnir teljast. Birtist hér fyrsta bindi um konur, sem í kyrrþey og án þess ritverks, sem'hefur að geyma tillits til launa hafa lagt fram sér- þætti um ljósmæður úr öllum lands stakan og ómetanlegan skerf til hlutum, og þó aðallega þeirra, sem isienzks líknarstarfs og menning- starf hófu fyrir síðustu aldamót. | &r.“ Svo er til ætlazt, að framhald verði á þessum þáttum, og þar einnig í þessu fyrsta bindi eru frásögu- sagt frá „ijósfeðrum“, en svo | þættir og æviágrip 26 ljósmæðra kynni að mcga nefna þá úr hópi j hvaðanæva að af landinu. Suma karlmanna, sem fengust við þessi! þættina skrifa ljósmæðurnar sjálf- störf, og eru þeir allmargir.“ Síð-: ar en aðrir eru skráðir af kunnug- ar í formálsorði segir svo: „-um og færum mönnum. Þættir Ævars Kvaran um fólk og forlög Skuggsjá í HafnarfirSi hef- ur sent frá sér bók, sem heit- ir ,Fólk og forlög", og hefur Ævar Kvaran, leikari tekið hana saman og þýtt. Efnið er víða að dregið og sótt jafnt til nútíðar sem aftur í aldir. Þarna eru irásagnir af Kleópötni ög Cæsari, Póló-bræð'rum og Khan hinum mikla í Asíu, Voltaire og Jörundi hundadagakonungi, gim- steinaþjófi i Bandaríkjunum og vísindamannj í geislunarfræðum. Greinarheiti eru þessi: Mikilfeng- leg örlög, Fræknir frændur, Rödd samvizkunnar, Ótrúlegur æviferill, Miskunnsami Samverjinn, Fortíð veitingamannsins, Hetja geisla- fræðinnar, Hvalur gleypir mann, Faradísarfangelsið, Skuggi atóm- aldar, Snillingur hljómanna, Höf- ÆVAR KVARAN undur Gulleyjar, Kynlegur kleyf- hugi, Vinur málleysingjanna, Kon uiigur ævintýrsins, Maðurinn, sem skapaði Pa?adís, Ofurhuginn, Vog- ur milli vina, Útvarp vekur skelf- i.ngu, Á yztu nöf. Bókin er rúmar 200 blaðsíður og vel úr garði gerð. Sjötugur: Jón Kr. Guömundsson AkranesE Hann er fæddur að Hornsstöð- um í Laxárdal 8. des. 1892, en þar bjuggu foreldrar hans Guð- niundur Jónsson og kona hans Þorgerður Jónsdóttir, Jón er Dalamaður í ættir fram því héraði hefur hann jafnan ver- ið tengdur sterkum böndum. Þeg- ar hann var 15 ára, fór hann tii föðurbróður síns vestur í Bol- ungarvík og nemur hjá honum skósmíði. Þar er Jón af og til næstu árin og lýkur sveinsprófi í skósmíði. Veturinn 1912—’13 dvelst hann við nám í Grindavík hjá sr. Brynjólfi. Sú skólaganga — þó stutt væri — kom honum að góðum notum. Jón gerðist bóndi að Giljalandi í Haukadal 1917 og býr þar til 1921. Á næsta ári flytur hann á Akranes og ræðst sem skósmiður til Jóns í Ásbyrgi, sem þá rak verzlun og skóvinnustofu á Akranesi. Árið 1926 stofnar Jón eigin viur.ustofu, sem hann hefur rekið síðan. Á Akranesi er hann því búim að eiga heima rétt 40 ár. Hann kvæntist ágætri konu — Björgu Jónasdóttur frá Stóra-Vatnshorni í Haukadal — þann 5. júlí 1940. Jón Kr. Guðmundsson er mik ill félagsmálamaður. Hann var um langa hríð gjaldkeri Iðnaðar- mannafélags Akraness, og einnig um tíma gjaldkeri Stangaveiði- félags Akraness, en laxveiði- maður er hann af lífi og sál, enda stundaði hann laxveiði mikið fyrr á árum og gerir enn, er tækifæri gefast. Hann er pólitískur vel og hefur jafnan haft brennandi á- huga á þjóðmálum. Var í D'ölum sterkur stuðningsmaður Bjarna frá Vogi en síðan Framsóknar- fiokksins. Hann hefur lengi átt sæti í fulltrúaráði Framsóknarfé- iags Akraness og oft verig í stjórn þess. Jón hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf á Akranesi fyr- ir Framsóknarflokkinn og Tím- ann, sem enn heldur áfram og lengi verður minnzt með miklu þakklæti af okkur samherjum hans. Jón er hinn sanni og óþreyt- andi vökumaður — baráttumaður — sem lifir fyrir að veita áhuga- málum sínum brautargengi, og þá er ánægja hans mest, þegar mið- ar í rétta átt. Jón er sérstakur persónuleiki og engum öðrum líkur. Hann fer sínar eigin leiðír, hvað sem öðrum finnst. Hann er fróður, stálminnugur og kann góð skil á mönnum og málefnum. Jón er traustur og vinfastur svo af ber, en lætur ógjarnan sinn hlut, sé hann órétti beittur. Jafnvel Elii kerling virðist eiga þar örð- ugt uppdráttar og það er okkur vinum hans mikið gleðiefni. Við þennan merka áfanga í lífi Jóns vil ég flytja honum inniieg- ar árnaðaróskir og þakkir vina hans og samherja á Akranesi. Við þökkum honum ánægjuiega sain- fylgd og væntum þess að sá áhuga- eldur, sem einkennt hefur hann, megi endast honum ævina út. Jón verður í dag fjarverandi frá heimili sínu. Dan. Ágústínusson. T í M I V V 1o »»rfn «•/!n rriin Q <1ocomhar 1 QfiíJ - - 8

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.