Tíminn - 12.12.1962, Qupperneq 1
I
ar emsog
LOFTLEI
ÞJOFKENK
IGÞ-Reykjavík, 11. des. —
Þau furðulegu tíð'indi hafa
gerzt, að forstjóri IATA, al-
þjóðasambands flugfélaga, hef-
ur þjófkennt Loftleiðir og gert
sig sekan um götustrákslegt
orðbragð, sem ekki liæfir
manni í hans stöðu. Forstjór-
inn, sir William Hildred, þjóf-
kenndi Loftleiðir á fimdi mcð
blaðamönnum í Stokkhólmi í
gær, er hann var að ræða deil-
una um fargjöldin á Norður-
Atlantshafi. Sagði hann ag það
væri ekki annað en þjófnaður
af hálfu Loftleiða að flytja far
þega frá stað utan íslands til
annars staðar utan íslands. Þess
ber að geta, að sir. William
stýrir sambandi flugfélaga, sem
flytja að sjálfsögðu farþega
milli landa utan heimalanda
sinna og stunda því almennan
þjófnað samkvæmt kenningu
forstjórans.
f fréttaskeyti frá NTB í dag
segir: Flugfélög þau, sem halda
uppi áætlunarferðum um Norð-
ur-Atlantshaf og eru meðlimir
í IATA, koma saman til fundar
í París í byrjun janúar til að
ræða um deiluna milli SAS og
Loftleiða og fargjöld á flugleið
inni. Fyrirvarinn, sem SAS
gerði um aðild sína að nýrri
fargjaldaskrá IATA rennur út
31. janúar, sagði forstjóri IATA
á blaðamannafundi i Stokk-
hólmi á mánudag.
Loftleiðum verður ekki boðið
til þessa fundar, sagði forstjór-
inn, sir William Hildred enn
fremur. Lýsti hann þeirri skoð-
un sinni, að lággjaldaferðir
Loftleiða á Norður-Atlantsliafi
væru reglubundinn þjófnaður.
Þeir stela flutningum frá öðr-
um, sagði sir William, og bætti
við að bandarísk flugmálayfir-
völd hefðu áhyggjur af þessu
máli.
Sir William staðhæfði, að
Loftleiðir hefðu notið góð's af
starfi IATA. Það cr einnig okk
ar stefna, að auka ferðalög og
lækka fargjöld og hún hefur
borið árangur, sagði hann. Þeg-
ar forstjórinn var spurðúr um
hin lágu fargjöld Loftleiða,
sagði hann, að það flugfélag,
sem einungis týndi upp farþega
í landi, sem ekki væri þess
eigið land, og flytti þá til ann-
ars lands, sem væri ekki held-
ur þess eigið land, stæli flutn
ingum frá öðrum. Það er þjófn
afíur, reglubundinn þjófnaður,
sagði sir William.
Varðandi fargjaldaákvæði
IATA sagði hann, að sambandið
gæti auðvitað lækkað fargjöld-
in, en lækkunin mundi setja
flugfélögin á höfuðið.
Karl Nilsson, forstjóri SAS,
lagði áherzlu á það á blaða-
mannafundinum á mánudag,
að SAS væri reið'ubúið að
Ieggja fram hvers konar já-
kvæðar lillögur til lausnar deil-
unni. En aðspurður svaraði
hann, að SAS hefði ekki sent
Loftleiðuni ncinar tillögur. —
Hann sagði enn fremur, að
hann áliti að ekki mundi hafa
neina þýðingu að fara þess á
leit við stjórnir SAS-Indanna,
að þær reyndu að þrýsta f slend-
ingum til samkomulags.
FELL UR
STIGA
OG LÉZT
ED-Akureyri, 11. des.
Það hörmulega slys vildi til
hér rétt um hádegið í Slipp-
stöðinni, að Jón Jóhannsson,
skipstjóri frá Siglufirði, féll
úr stiga og beið bana-
Jón heitinn var að fara um
borð í bát sinn, Særúnu, er var
til viðgerðar í Slippnum. Var stig
ir.n allhár. Þegar Jón var kominn
um hálfan fimmta metra upp í
stigann, féll hann til hliðar úr hon
um. Kom hann niður á höfuð og
herð'ar. Þegar voru gerðar ráðstaf-
anir til þess að flytja hann á
sjukrahújsið hér, en þegar þangað
kom var hann örendur.
Jón Jóhannsson var maður hátt
á sextugsalori.
Kæfa sýkir
13 manns
Tíminn hefur beint á það undan-
far.ið, að ýmiss konar kjötiðnaður
hér er mjög i'lla á vegi staddur
vegna vöntunar á reglugerð um
kjötvinnslu. Blaðið hefur fenigið
nnargar kvartanir um nær óæta,n
tilbúinn mat, ýmist vegna sýru í
honum eða þá, að efnið í honum
hefur ekki verið boðlegt. f ga;r
barst blaðinu fréttatii'kynning
um matareitrun af kæfu, og sýnir
það eitt með öðru, að eki verður
hjá því kpmizt að tiaka allt sem
viðkemur kjötiðinaðinum til gagn-
gerðrar endurskoðunar hið fyrsta,
og þoka máli þessu í viðunandi
horft tifl hagsbóta fyrir neytendur
oig framleiðendur.
Tilkynning borgarlæknis fer hér
á eftir:
„í lok síðustu viku veiktust að
því er vitað er 13 manns með
einkenni um matareitrun. Enginn
veiktist þó hættulega. Grunur féll
strax á kæfu, sem keypt var í
verzluninni „Ásgeir“, Langholts-
vegi 174 hér í borg, og búin var
Framh. á 15. síðu
Það cr tvennt.sem bankar virðast einkum leggja höfuðáherzlu
á; sparifé og fallegar stúlkur. Það gengur í nokkrum brösum
með hið fyrrnefnda, en hið síðarnefnda ætti ekki að orka
tvímælis. Þessu til sönnunar birtum við mynd af aðeins
tveimur af þeim fiölda stúlkna, sem vinna í bönkum. Og
tilefnig er það, að í gær lauk árlegum skóla fyrir starfsfólk
bankanna. Skólanum var slitið við' hátíðlega athöfn, verð-
launaafhcndingar fyrir góða frammistöðu o.s.frv. Við vorum
að sjálfsögðu viðstaddir og tókum þessa mynd. Um sjötíu
manns sóttu skólann í þetta sinn. — (Ljósm.: TÍMINN,—RE)
VATNEYRARFEÐGAR SEUA
JK-Reykjavík, 11. desember. —
Nú um helgina var undirrit-
að samkomulag um sölu á þriðj
ungi hins fræga Vatneyrarfyr-
irtækis, sem var lengi eitt af
auðugustu fyrirtækjum lands-
ins. Það er Þorbjörn Áskelsson,
útgerðarmaður frá Grenivík,
sem ætlar ag kaupa frystihús
og sfldar- og fiskimjölsverk-
smiðju fyrirtaekisins fyrir um
fimmtán milljónir króna.
Egnir Vatneyrarfyrirtækis-
ins eru metnar á um 70 milljón
ir króna, og ekki alls fyrir
löngu íramkvæmdu Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna og
Landsbanki ísiands mat á þeim
hluta, sem nú er seldur, og
nam þag mat 30 milljónum kr.
Eigandi fyrirtækisins er nú
Friðþjófur Jóhannesson, síðan
Garðar bróðir hans fór úr því,
og stjórnar Friðþjófur fyrirtæk-
inu ásamt ,syni sínum Kristni.
Viðræður um þessa sölu hóf
ust fyrir mörgum mánuðum, en
einnig hafa aðrir aðilar, inn-
lendir og erlendir, leitað fyrir
sér um kaup. Landsbankinn heí
ur haft milligöngu um söluna
til Þorbjarnar Um helgina var
svo faflizt á t.ilboð Þorbjarnar
og samningar undirritaðir um
verð og ýmsa skilmála, sem nú
er verig að reyna að leysa.
Miðað er við, ag afsal og eig-
endaskipti fari fram nú um
áramótin.
Þorbjörn gerir nú út tvo báta
frá Gr|ndavík og fær þriðja
bátinn nýsmíðaðan í febrúar
Bátarnir tveir eru Vörður og
Áskell. naðir um 70 tonn. Má
fastlega reikna með því að hann
flytji útgerð sína til Patreks-
fjarðar, pegar hann er búinn
að koma sér fyrir í landi þar.
Vatneyrarfyrirtækið er raun-
ar mörg hlutafélög, og aðeins
tvö þeirra eru nú seld, Grótti
h.f. sem er síldar og fiski-
mjölsverksmiðjan, ög Kaldbak-
ur h.f., sem er frystihúsið. Eft-
ir er Vörður h.f., sem gerir út
togarann Gylfa, Gylfi h.f., sem
gerði út rogarann Ólaf Jóhann-
esson, áður en hann var gerður
upp, véismiðjan Sinciri h.f.,
Verzlun Ó Jóhannesson h.f., og
auk þess á fyrirtækið landið
undir alirj Vatneyrinni og
meira tll.
Fyrirtæk: þeirra Vatneyrar-
bræðra var i miklum uppgangi
á stríðsarunum og árin þar á
eftir. Fynr um þag bil áratug
urðu mikil málaferli í kringum
fyrirtækið, og var þá annar
bróðirinr, keyptur út úr því
Síðan hefur fyrirtækið átt í
fjárhagserfiðleikum og nú upp
á síðkastig verið nærri gjald-
þrota. Rekstur fyrirtækjanna
tveggja, sem nú verða seld var
einkum ','rfiður.