Tíminn - 12.12.1962, Page 16

Tíminn - 12.12.1962, Page 16
Miðvikudagur 12. desember 1962 280. tbl. BÓ-Reykjavík, 11. des. Áhugi fyrir frönskukennslu í Háskólanum hefur skyndi- lega færzt í aukana sem marka má af þvi, að nemendafjöld- inn hefur fjór- eða fimmfald- ast m. v. síðastliðinn vetur. Frönskunemendur í Háskólan- um eru nú um eða yfir tuttugu. Franski sendikennarmn, Regins Boyer, skýrði blaðamönnum frá þessu á skemmtifundi, sem Alli- ance Francaise hélt í Þjóðleikhús kjallaranum s.l. laugardag. Þeir sendikennarinn og Albert Guð- mundsson, forseti Alliance Fran- caise, sögðu meðlimi félagsins yfir 300, og hefði það starfað með vax andi umsvifum upp á síðkastið. f vetur mun sendikennarinn stofna umræðuklúbb, þar sem rætt verð- ur um franska menningu; tónlist- arkynning og heimsóknir í skóla íshús eru c^nn*° í vetraráætlun sendi- kennarans. Þá hefur verið rætt um verður stofnun kvikmyndaklúbbs, en talið að hann muni ekki komast á lagg ------- irnar á næstunni. Hins -vegar má Framhald á 15. síðu. f dag var sjósett stærsta stálfiskiskip, sem smíðað hefur verið hérlendis. Það var byggt hjá Stálsmiðjunni fyrir Hafnarfjarðar. Skipið hefur verið um tvö ár í smíðum og mun verða afhent eigendum nálægt áramótum. Það 125—130 lestir. (Ljósm. Tíminn—RE) OLLIOHAPPID GIFTU- BJORGUN? MB-Beykjavík, 11. des. Samkvæmt upplýsingum Kristins Pálssonar, skipstjóra á Bergi, er sökk á heimleið af síldarmiðunum s- I. fimmtu- dagskvöld, lítur út fyrir það, að óhapp, er báturinn varð fyrir í sumar, hafi ráðið miklu um það, hversu giftusamlega tókst til með björgun skip- verja. Sjóprófunum lauk í gær og fóru þau fram í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum Frey- móðs Þorsteinssonar, fulltrúa í Vestmannaeyjum, kom ekkert fram í sjóprófunum, er upplýst gæti slysið. Blað'ið náði í dag tali af Kristni Pálssyni skipstjóra á Bergi og spurði hann nokkurra spurninga, að gefnu tilefni. — Það var brotið ofan af aftur- mastri Bergs, var ekki svo? — Jú. Það rakst upp undir krana á Seyðisfirði í sumar, þegar við vorum að landa þar og brotnuðu Bíræfinn stal tíu þús. TOGARI TEKINN MB-Reykjavík, 11. des. Um klukkan þrjú síðastliðna nótt kom varðskipið Óðinn að Fleetwood-togaranum DINAS, FD-55, þar sem hann var á meintum ólög- legum landhelgisveiðum rúmlegal eina mílu innan fiskveiðimarkanna. Stöðvaði Óðinn togarann rétt fyrir utan takmörkin. — Togara menn munu ekki hafa sýnt neinn mótþróa vifj töku skipsins. Grunur leikur á, að radartæki togarans séu ekki ‘í lagi. Réttarhöld áttu að hefjast í máli skipstjórans klukkan 16 í dag, en þá var simasambandslaust við Seyð isfjörð. ED-Akureyri, 11. des. Á Iaugardaginn var framið inn- brot í verzíluninia Bynjó'lf Sveins- son h.f. o g stolið þaðan nálega tíu þúsund krónum. In<nbrot þetta var bíræfið í meira lagi, því það var framið á meðan eiigandinn brá sér, frá í kvöldmat. Annar eigandi verzlunarinnar, Gunnar Árnason, var að vinna í verzluninni um kvöldið. Brá hann sér frá í kvoldmat, en þegar hann kom aftur, sá hann, að brotizt hafði verið inn. Gerði hann lög- reglunni viðvart. í ljós kom, að þjófurinn hafði brotið rúðu í hurð bakdyramegin og farið inn á skrifstofu bak við verzlunina og stolið þar peningum úr peningakassa, sem geymdur var í ólæstum skáp. Ekki er vitað með vissu, hve miklir peningar voru í kassanum, en talið líklegt að þar hafi verið um að ræða 9— 10 þúsund krónur. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni. tveir og haiíur metri eða svo of- an af því. Eg var ekki búinn að láta gera við það, ætlaði ag fá alveg nýtt mastur. — Skipstjórinn á Halkíon segir mér, að þeir hafi einmitt þekkt hátinn á þvi þegar við lögðum af stað heim. Eg gat ekki sagt frá því, hvar við vorum staddir, þetta bar svo brátt að, að ég rétt gat kallað upp, hvernig komið væri. En þeir á Halkíon vissu, að við vorum lagðrr af stað, svo þeir fundu okkur strax. Okkur hefði rekið suðvestur fyr ír flotann, ef okkur hefði ekki verið bjargað, strax. En við vor- um bæði með eldflaugar og blys, svo vig hefðum ábyggilega fundizt. — Munaði ekki litlu, að mastrið rækist í björgunarbátinn? Framhald á 15. síðu. rakari BÓ-Reykjavík, 11. okt. — Blaðig hefur fengið vitn- eskju um, ag Sandgerðing- urinn, sem fékk hálfmilljón- árvinninginn í happdrætti Háskólans í gær og tvo aukavinninga, heitir Sigurð- ur Guðnason, sonur Guðna Jónssonar, fyrrv. skipstjóra. Sigurður er ungur maður, en kvæntur og tveggja barna faðir. Hefur hann lát ið í veðri vaka, að hann muni nota féð til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Sigurður er rakari ag jðn og hefur starfað í Keflavík. — Hafnfirðingurinn, sem hlaut hálfa milljón á móti Sigurði, bannaði umboðs- manni happdrættisins að láta sín getið og veit blaðið ekki til, að það hafi lekið út. MILLJ0N KR0NA HUS LÍKNARFÉLA 61 Ódýrasti óíllinn, sem völ er á1 í dag, kostai aðeins 25 krónur. — Þeir eru reyndar tveir á því verði. rmnar blár meö hvítum top;\ binn hvítur með bláum toppi.' Og bílarnir eru ckki af verra taginu Rúmgóður > 'lnanna OPEL CARA VAN með stórri farangursgeymslu. Fyrst þarf að kaupa miðann, síð- an að reyna heppnina, þegar dreg- j ið verður á Þorláksmessudag. — ; Siminn er 12942. KH Reykjavík. 11 des. Stærsta gjöt sem nokkru líknarfélagi hefur nokkru sinni gefizt hér, hefur fallið í hlut Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Er hér um að -^ða gjöf Ástríðar Jóhannes- 'óttur orófastsekkju. sem lézt á síðastliðnum vetri. Hún arf- ■eiddi félagið að húseign sinni =>S Eiríksgötu 19, sem er heill- ar milljón króna virði. í húsinu ag Eiríksgötu 19 eru tvær þriggja herbergja íbúðir, sem hvor um sig er 100 fermetra á stærð, en auk þess er kjallari Húseignin er að fasteignamati 175 þúsund krónur. Algengt er að margfalda fasteignamat með 5 til | þess að fá út eðlilegt kaupverð en.samkvæmt áliti nokkurra fast- eignasala, sem blaðið sneri sér til, mundi í þessu tilfelli margfaldað með a.m.k. 6, og þá er verðið orð- ið rúmlega ein milljón króna Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra veitti í gær viðtöku formlegri eignarheimild að nefndri húseign úr hendi skipta- ráðenda í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Svavars Pálssonar, formanns félagsins, hefur enn ekki verið tekin endanlega ákvörð un um, hvernig þessi rausnarlega gjöf verður nýtt. Ákveðið er þó. ag hún verður ekki seld. Svavar kvaðst búast við því, að fyrst um sinn yrði öanur íbúðin bústaður er lendra sjúkraþjálfara, sem kingað koma á vegum félagsins, en hin íbúðin verðu.r væntanlega leigð, þar til öðru vísi ræðst. Ástríður heitin var gift séra Magnúsi Þorsteinssyni prófasti, og hafa erfingjar þeirra samþykkt þessa ráðstöfun á húseigninni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.