Tíminn - 14.12.1962, Side 1
ÍMtfðs,udag
ur 14. desember
II
GOMUL SAGA
Nú er kominn tími til að segja
sögu, sem gerðist norður á Akur-
eyri skömmu eftir aldamótin, en þá
mátti enginn heyra hana og ekk-
ert um hana vitnast. Nú sakar það
cr.gan, þó as sagan komist á loft,
en hún er gott sýnishorn af þrá
manna í leit að sannleikanum, og
undirstaða þekkingarþróunar sál-
arlifsins á voru landi allt frá þeim
tima. Og nú verður hún að segj-
ast meðan þeir eru enn á lífi, sem
við söguna komu og til hennar
þekktu, svo að þeim gefist kost-
ur á að leiðrétta, ef ég skyldi ein-
hvers staðar fara meg rangt mál.
Það er upphaf sögunnar, að í
rertember Í906 kom ég alkominn
heim eftir 3ja ára fjarveru, mest
á skólum i Danmörku og settist
að hjá sr. Jónasi frá Hrafnagili og
konu hans, frú Þórunni Stefáns-
dóttur. Voru þau hjón nýflutt til
Akureyrar og bjuggu í litlu húsi
í Oddeyrarbótinni, sem nú er horf-
ið, en stór steinbygging komin í
slaðinn. Var sr. Jónas þá að láta
af prestskap og taka vig kennslu
við gagnfræðaskólann og hugð-
um vig gott til samvinnu, því að
ég hafði að miklu leyti alizt upp
hjá þeim hjónum, þótt lögheimili
mitt væri á öðrum bæjum í grennd
við Hrafnagil, var mitt andlega
fóður allt þaðan, og þau hjón
liöfðu komið því til leiðar, að ég
fór í skólann á Möðruvöllum. Átti
ég hauk í horni, þar sem hann var,
því að hann var fróður maður með
afbrigðum og hafði nautn af því
að fræða og leiðbeina þeim, sem
voru leitandi. Eg hafð'i mikla þörf
fyrir að eiga viðræður við kunn-
áttumann um fyrirskipanir í leik-
fimi, því að enginn hafði reynt að
skipa fyrir á íslenzku fram að þeim
tíma, svo ég vissi til. Hann var
hinn mesti áhugamaður um öll
skólamál og einn af þeim sára-
fáu, sem skildi mína fræðigrein
til hlítar og þýðingu hennar fyrir
heilbrigt menningarlíf, en allur
fjöldinn, — jafnt þeir sem taldir
voru menntamenn — festu hugann
við líkamlega yfirburði og garp-
skap. Á heimilinu varð ég því eins
og einn af sonum þeirra hjóna,
scm tók þátt i öllum þeirra áhyggj-
um og fylgdist með í þeirra áhuga
málum.
A ^KWhjrfiíSiim
Okt-óber var um það bil á enda
þetta haust, er ég veitti því eftir-
tekt, að þau hjónin fóru einkenni-
lega oft upp að Sigurhæðum til
sr. Matthíasar og sátu þar fram
á nætur. Hafði ég orð á þessu við
frænku mína og spurði: „Hvað
eruð þið ag göltra uppi á Sigur-
hæðum á hverju kvöldi?“ Hún
hló við og svaraði: „Þag er nú
skrýtið. Við erum að reyna að ná
sambandi við framliðna, en það
má enginn vita. Það er farig að
gerast ýmislegt skrýtið. Vig skilj-
um ekkert i því, hvernig á því
stendur, að við erum farin að
finna smáhluti á hillunum hér inni
i stofunni, sem áttu að vera á hill-
unum hjá sr. Matthíasi". Þetta
þótti mér mjög kyndugt. Því að ég
gat ekki trúað því, að hún væri
rneð nokkrar brellur að ganni sínu
eða ag þau hjón væru farin að
stunda gripdeildir hjá Matthíasi,
sem þau sökuðu hvort annað um,
því að engar samgöngur voruámilli
þessara húsa aðrar en kvöldferðir
þeirra hjóna Eg vissi ekkert, hvað-
an á mig stóg veðrið eða hverju ég
ætti að trúa. Hún var svo sann-
færð um, að hlutirnir hefðu borizt
þangað niðureftir á yfirnáttúrleg-
an hátt, sem þá var svo kallaður,
að ég sá mér ekki fært að mót-
mæla því og kom nú í hug tals-
hátturinn, sem ég hafði lært i
Danmörku „man skal aldrig sige
aldrig". Um kenningar spiritista
vissi ég það mikið, að þeir héldu
því fram, að hlutir gætu borizt
og farið gegnum heilt, en annars
var allur fróðleikur minn um þau
efn; úr dönskum blöðum af stór-
felldum undrum, sem voru farin
aji gerast hér heima á íslandi.
Þessar fregnir, sem mikið bar á í
blöðunum, voru ekki af því tagi
eða þannig í stíl færðar, að þær
væru til þess að laða ungt fólk
til umhugsunar um þau í alvöru.
heldur til þess að skopast ag þeim
og lítilsvirða málefnið, enda hafði
einn frægur miðill í Kaupmanna-
höfn orðig uppvís að stórfelldum
svikum um bessar mundir, sem
spillti mjög fyrir áhuga á málefn-
um spiritista. Helzt mátti skilja, að
allir fslendingar væru orðnir
ciraugatrúar og allir kappar forn-
aldarinnar voru nú uppvaktir og
gengju ljósum logum heima á ætt-
jörðinni. Fyrir þessum ósköpum
stóðu margir af helztu leiðtogum
þjóðarinnar, svo sem rithöfundar
Lárus J. Rist — myndin tekin nýlega
(Ljósm,: TÍMINN).
og skáld og þjóðkunnir skörungar
í prestastétt.
Kirkjunnar menn í Danmörku
og einnig margir hér heima blönd
uðu undir eins þessarj viðleitni
manna til skynsamlegrar rannsókn
ar á sálarlífi manna og á fram-
Hér segir hinn aldni sundgarpur og heiðursmaður, Lárus
J. Rist gamla sögu, sem gerðist á Akureyri rétt eftir alda-
motin. Er þar skýrt frá miðilsfundum, sem haldnir voru í
Sigurhæðum heima hjá séra Matthíasi Jochumssyni, og
stjórnaði hann og Sigurður Kvarán, læknirþeim fundum
aðallega. - Nærri lá, að ekki reyndist unnt að vekja mið-
ilinn úr „transi" og var líf hans talið í hættu. Lárus átti
þar góðan hlut að úrbótum. Þarna segir einnig frá bréfi
sem miðillinn ritaði ósjálfrátt ti! Lárusar, og talilí var frá
móður hans.
haldi meðvitundarinnar eftir dauð
ann inn í sín trúmál, því að Danir
eru trúmenn miklir, þótt þeir
aldrei geti komið sér saman um
bað, hverju þeir eigi að trúa.
Lárus fer á fund
Fyrir forvitnis sakir réð ég það
af að fá að vera með í nokkur
skipti. Voru neðangreindir menn
á fundi, er cg mætti í fyrsta sinn:
1. Sigurður Hjörleifsson Kvaran
2. Sr. Matthías Jochumsson
3. Frú Guðrún, kona hans
4. Matthea, dóttir þeirra
5. Þóra, dóttir þeirra
6. Sr. Jónas Jónasson frá
Hrafnagili
7. Frú Þórunn Stefánsdóttir,
kona hans
8. Jóhannes Stefánsson, verzl-
unarmaður
9. Frú .Hólmfríður Þorsteins-
dóttir kona hans
10. Fr. Guðný Jónsdóttir frá
Ktmbastöðum í Skagafirði, vetrar
stúlka hjá Jóhannesi og Hólmfríði,
fædd 12/6 1883 og því 23 ára. Get
ég þessa, vegna þess, að talið var,
að hún væri gædd góðum rniðils-
hæfileikum, sem síðar kom á dag-
irn, bó að bpssi hópur. sem með
j henni var haer, ekki gæfu til að
hagnýta þá sem skyldi.
I Þetta fólk allt er svo þjóðkunn-
ugt, að því er engin þörf að lýsa,
en ég tel rétt að geta þess, að það
var mjög samstillt í hugsun og
áhugasamt í leit sinni að horfnum
ástvinum, en án allrar þekkingar
og reynslu á uppeldi og meðferð
rniðla.
Fyrsti fundurinn hófst með því,
að flestir settust niður við stórt
þrífætt borg og snertu það með
gómunum. Eg og nokkrir aðrir
sátum hjá, sem hlutlausir áhorf-
endur. En er ég reyndi síðar um
kvöldið að snerta borð'ið, til þess
að leita eftir hæfileikum hjá mér,
gat ég ekki orðið þess var, að nær-
vera mín eða snerting hefði nokkra
þýðingu. Borðið, sem fólkið sat við,
tók brátt að hallast á ýmsa vegu,
en Sigurður Kvaran, sem var sjálf
kjörinn forustumaður í hópnum
tók að bera fram spumingar. Borð
>ð svaraði þegar i stað með því að
berja einum fætinum í gólfið,
stundum dræmt og hikandi, stór-
um höggum eða litlum, en stund-
um ört og með ákafa. Var engu
líkara en borðið væri sjálft orðið
að lifandi veru, sem vildj tjá vit
sitt og vilja með látæði sínu. En
þetta var tafsöm fræðimennska os
var henni fljótlega hætt, þag látið
út í horn og ekki snert eftir það,
bví að á þessum fundi fannst önn-
nr leið, sem sýndist fljótfarnari
og greiðari að markinu.
í miðilstransi
Ljósin voru nú slökkt, allir tók-
ust í hendur, settust niður í stóran
liring og tóku að raula sálmalög,
sem allir kunnu. Leið nú ekki á
löngu þar til Guðný stóð upp í
keðjunni, þar sem hún var stödd,
var hún stælt og stíf eins og karl-
maður, sem búinn er til átaka og
talaði stríðnislega tvær eða þrjár
setningar með karlmannsröddu.
Flestum mun hafa orðið hverft við,
því að þetta kom öllum á óvart.
Guðný hafði fallið í trans og
(ramliðinn maður náð á henni
tökum eða svo pískruðu menn á
rnilli sín þarna á fundinum.
Þeir Sigurður Kvaran og sr.
Hlatthías höfðu orðið, hérna megin
tjaldsins, en ekki man ég hvað
sá sagðist heita, sem beitti tungu
Guðnýjar, því að ekkert sagði hann
merkilegt og spurningum þeirra
svaraði hann ýrnist út í hött eða
með gáskafullri stríðni. Hann tafði
ekki lengi, því að brátt settist Guð
ný niður og tók nokkra hvíld, þar
til hún fór að tala með annarri
rödd úr sæti sínu og var það einnig
í’arlmannsrödd. Sá sem nú talaði
var nokkru hægari og vinveittari,
en ekkert var á þeim viðræðum
að græða. Ekki man ég, hvort
fieiri kvöddu sér hljóðs á þessum
íundi, en allt tók þetta langan
tíma og fólkið varð þreytt að sitja.
Er skemmst af að segja, að
fundir þeir, sem haldnir voru fram
að jólum og ég sat, fóru fram með
svipuðum hætti. Guðný féll auð-
veldlega í trans og ýmsir töluðu
í gegnum hana til skiptis og voru
þá oftast með einhvers konar
glettni, en enginn úr hópnum tók
að sér forustuna, til þéss að
stjórna miðlinum og leiða fram
sannanir.
Þóíti fyrirbærin
merkileg
Af fundarmönnum var Sigurður
Kvaran, læknir, sá eini, sem var