Tíminn - 14.12.1962, Síða 4

Tíminn - 14.12.1962, Síða 4
ÍÞRDTTIft ÍÞRÚTTIR RITSTJORI HALLUR SIMONARSON Fram háði marga harða leiki í knattspyrnunni í sum ar. Þessi mynd er frá leik Fram og danska lið'sins SBV. Geir Kristjánsson markvörður Fram, sem af mörgum var talinn bezti maður liðsins, sést hér grípa inn í á réttu augnabliki. (Ljósm.: TIMINN—RE) Mesta sigurárið hjá Fram í! Frá aðalfundi Fram. — Sigurður E. Jónsson var endurkosinn formaður félagsins ASalfundur Knattspyrnufé- lagsins Fram var haldinn 2. des- s.l. Fundurinn var settur af formanni félagsins, Sigurði E. Jónssyni. Hann minmtist látins félaga á árinu, Gunnars Halldórssonar, sem var einn af stofnendum Fram. — Vott- uðu fundarmenn honum virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Formaður las síðan upp skýrslu stjórnarinnar — og bar hún vott um mikið og öflugt starf á s. 1. ári. Árið 1962 er eitt hið blóm- legasta í sögu félagsins hvað við- víkur árangri í knaltspyrnu og handknattleik. — Félagið varð íslandsmeistari í báðum greinun- um og vann auk þess fjölda móta í yngri flokkunum. Á árinu fóru þrír flokkar á vegum félagsins í keppnisferðalag erlendis og stóðu •sig með ágætum. — Nefnd á veg- um stjómarinnar hefur starfað ötullega að framgangi mála varð- andi hinu nýja fþróttasvæði, sem borgarráð úthlutaði félaginu norð- an Miklubrautar. Á árinu sæmdi stjórnin Edvard Yde, formann SBU, gullmerki fé- lagsins fyrir margvísleg störf í þágu félagsins í áratugi. Einnig voru heiðraðir þeir Hallur Jóns- son og Ragnar Jónsson — svo og allir leikmenn meistaraflokks, sem unnu íslandsmót í knattspymu og handknattleik, en þeir hlutu Silf- urmerki félagsins. Knattspyrnan Árangur í knattspyrnunni hef- ur aldrei verið eins góður í sögu fólagsins, eins og á s.l. ári. Alls unnust 15 mót af 33 mögulegum, eða því sem næst helmingur allra knattspyrnumóta. Möguleiki er að vinna sextánda mótið, en 2- flokk- ur félagsins á eftir að leika úr- slitaleik í íslandsmótinu. ir leikir tíma- settir framvegis Skíðanámskeið hjá Ármanni Milli jóla og nýárs efnir skíða- deild Ármanns til skíðanámskeiðs við skála sinn í Jósefsdal. Allir beztu skíðamenn félagsins munu annast kennslu á námskeiðinu ,sem verður jafnt fyrir unga sem gamla. í lok námskeiðsins, er gert ráð fyrir að fram fari skíðakeppni og gefst öllum þátttakendum nám skeiðsins tækifæri til að vera með í henni. Þann tíma sem dvalizt verður í skálanum, verður skíða- biekkan upplýst og dráttarbraut í gangi. Dráttarvél á snjóbeltum mun flytja iolk og farangur í öll- um auglýstum ferðum. Kvöldvök- ur verða öll kvöld — og ef veður leyfir, verður gamlárskvölds- brenna á toppi Vífilsfells. Ferðir eru frá BSR annan jóla- aag kl. tvö, laugardag 29. des. kl. tvö og sex, sunnudaginn 30. kl. tiu f. h. og gamlársdag kl. tvö. Allar nánari upplýsingar um ferðir, er hægt að fá á skrifstofu Ármanns í húsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu. Á SUNNUDAGINN kemur hefst að Hálogalandi, íslandsmótið í handknattleik. Mót þetta markar að vissu leyti tímamót í sögu ís- lenzks handknattleiks — þar sem nú verður viðhöfð í fyrsta skipti tvöföld umferð í 1. deild. Það eru fleiri nýjungar í sam- bandi við mótið, m. a. verða allir meistaraflokksleikir tímasettir hér eftir, og er fólk þá ekki bundið við að sjá alla leiki sama dag. — Þá má segja, að ein nýjung hafi verið gerð enn, en það er, að nú verða markadómarar auglýstir fyrir hvern leik, ásamt dómara. Er þetta til mikilla bóta, en það hefur oft viljað verða, á und- anförnum mótum, að dómari hafi þurft að vera í eltingaleik við menn, er komið hafa sem áhorf- endur á leiki og fengið þá til að standa í hornunum. Allar þessar breytingar eru handknattleiksunnendum vissulega gleðiefni — og ekki er að efa, að vinsældir handknattleiksins eigi eftir að aukast með tilkomu þeiipra. Eins og áður segir, hefst mótið á sunnudaginn kemur og verða all ir leikirnir í 1. deild. Fyrsti leik- urnn er kl. 2,05, þá mætast ÍR og KR. Annar leikurinn er kl. 3,15, þá leika FH og Þróttur. Þriðji og síðasti leikurinn verður á milli Fram og Víkings og hefst hann kl. 4,25. Dómari í fyrsta leiknum verður Daníel Benjamínsson og marka- dómarar með honum þeir Einar Hjartarson og Stefán Gunnarsson. Annan leikinn dæmir Axel Sig- urðsson og markadómarar í þcim leik, Eyjólfur Karlsson og Gunnar Jónsson. Valur Benediktsson dæm ir síðasta leikinn og markadóm- arar verða Stefán Gunnarsson og Magnús Ólafsson. Mótið verður sett kl. 2 að Há- logalandi af Ásbirni Sigurjónssyni, formanni Handknattleikssambands ins. Á árinu vann meistaraflokkur íslandsmótið, en lék einnig til úr- slita í Reykjavfkurmóti og Bikar- keppni. 1. flokkur vann eitt mót, Haustmót, en á eftir að leika úr- slitaleik í íslandsmóti, sem leik- in verður næsta vor. B-lið 2. flokks vann tvö mót, Reykjavíkur- og Haustmót. 3. flokkur A vann eit mót, hins vegar vann B-liðið tvö, Reykjavíkur- og Haustmót. 4. flokkur A varð bæði Reykja- yíkur- og íslandsmeistari og er athyglisvert, að sá flokkur tap- aði engum leik yfir sumarið. Árangur B-liðsins varð ekki síðri, það vann öll þrjú mótin — Reykjavíkur- Miðsumars- og Haust mót. — Af 15 leikjum vann flokk urinn 14, en gerði eitt jafntefii, skoraði 61 mark yfir sumarið og fékk á sig 7. Þessi flokkur hlaut „Gæðahornið" svo nefnda, sem ár lega er veitt bezta flokki félags- ins. 5. flokkur A vann eitt mót, Haustmót, en ekkert í B-liði. Alls lék Fram 141 leik yfir sumarið — vann 81 leik, gerði 28 jafntefli og tapaði 31 leik. Fram hlaut því samtals 197 stig (69,4%) úr öllum leikjum — og vann með því annað árið í röð Reykjavíkur- styttuna, sem bezta knattspyrnu- félagið í Reykjavík hlýtur hverju sinni. Allir flokkar félagsins fóru í keppnisferðalög — flestir út á land, en 2. flokkur fór til Dan- merkur. Frammistaða 2. flokks í Danmörku var mjög góð. — Af þeim fjórum leikjum, sem flokk- urinn lék í ferðinni vann hann tvo, gcrði eitt jafntefli og tapaði einum. Fékk Fram mjög góða dóma í dönskum blöðum fyrir leikina. Á þessu ári var lögð mikil rækt við knattþrautir Knattspyrnusam- bands íslands og hlutu 26 drengir hæfnismerki — þar af fimm með gullmerki. Aðalþjálfari í knattspyrnunni var Guðmundur Jónsson, en aðr- ir þjálfarar voru Alfreð Þorsteins son, Helgi Númason, Hallur Jóns- son, Hinrik Einarsson og Sveinn Ragnarsson. — Knattspyrnunefnd i var tvískipt á árinu. Formaður fyrir eldri flokkana var Björgvin Árnason, en fyrir þá yngri Alfreð Þorsteinsson. Handknaífleikurinn Handknattleikurinn hjá félag- 1 ínu stendur með miklum blóma. — I Félagið varð bæði íslándsmeistari og Reykjavíkurmeistari og vann þar að auki nokkur mót í yngri flokkunum. Fram sendi tvo flokka til keppni erlendis í handknatt- leik. Kvennaflokkur fór til Fær- eyja og lék þar sex leiki. Fimm leikir unnust í þeirri ferð, en einn tapaðist. Meistaraflokkur karla tók þátt í Evrópubikarkeppn inni. Það féll í hlut Fram, að leika gegn dönsku meisturunum, Skovbakken. Leikurinn fór fram í Árósum og tapaði Fram naum- lega, eftir framlengingu. Aðra leiki í þeirri ferð vann Fram. — Lið Fram vakti mikla athygli og fékk mikið lof í dönskum blöðum — varð þess ferð íslenzkum hand knattleik.til mikils álitsauka. Þjálfarar f handknattleiknum vor.u þeir Karl Benediktsson, Sveinn Ragnarsson og Hilmar Ól- afsson. Formaður handknattleiks- nefndar var Jón Þorláksson. Verkefni framundan Aðaláhugamál félagsins um þess ar mundir — og það verkefni sem félagið hefur mesta þörf fyrir að hrint verði í framkvæmd, er upp- bygging hins nýja félagssvæðis, sem Borgarráð úthlutaði félaginu endanlega 20. nóvember s. 1. Hið nýja félagssvæði, sem er 4,4 ha. er norðan Miklubrautar nærri Kringlumýri. Þar er ráðgert, að reist verði stórt og vandað félags- heimili, auk þriggja valla. Öll að- staða félagsins til æfinga er óvið- unandi eins og sakir standa — og er hvergi nærri hægt að koma öllum æfingum fyrir á þeim eina velli, sem félagið hefur til um- ráða. Allar líkur benda til þess, að hafizt verði handa, strax á næsta vori að vallargerð á nýja svæðinu. Stjórnarkosning Sigurður E. Jónsson var ein- róma endurkjörinn formaður fyr- ir næsta ár, en aðrir í stjórn með honum eru Guðni Magnússon, vara formaður, Jón Sigurðsson, kaupm., ritari; Jón Friðsteinsson, gjald- keri; Birgir Lúðvíksson, spjald- skrárritari; Gunnar Ágústsson, for maður handknattleiksnefndar og Rúnar Guðmundsson, formaður knattspyrnunefndar. í varastjórn eiga sæti_ Alfreð Þorsteinsson, Björgvin Árnason og Ingibjörg Jónsdóttir. 4 T í M I N N , fösti.daginn 14. desember 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.