Tíminn - 14.12.1962, Qupperneq 8
SPÆNSK LJOÐAGERÐ Á 20. OLDINNI
0 N NVJi
. . . Og hann (Jesús) spurði
hann (sem haldinn var óhrein-
um anda): Hvað heitir þú?
Og hann segir við hann: Hers-
ing heiti ég; því að vér erum
margir. Og hann bað hann mik-
illega as senda þá ekki burt
úr byggðinni. (Markús V, 9-10.)
FYRSTU þrjá áratugi 20. aldar
fór bylti'ngar- og nýjungaandinn
cins og eldur í sinu um gjörvöll
vesturlöndih. Framlína skálda og
listamanna í Vesturálfu var á sí-
felldri hreyfingu; markalínur lista
stefnanna urðu afmáðar; herferð
var farin gegn öllu „gömlu“: form
inu, efninu, manninum . . . já,
jafnvel vitinu — ekki aðeins rök-
fræðinni, sem var löngu dæmd —
og sjálfri listinni. Meiri hluti list-
arinnar tortímdi sjálfri sér (Duc-
hamp, Malewitsch). Stefnumar
tóku hver við af annarri . . . og
urðu næstum allar skammlífar. Nú
á öndverðum 7. áratuginum lifir
það, sem ekki dó með öllu af hinni
svokölluðu „nútíma“-list í þrem
aðalumdæmum listarinnar: starf-
rænni byggingalist (arquitectura
funcional), óháðri myndlist (pint-
ura y escultura abstracta, absoluta
o concreta) og surrealismanum
(superrealismo).
Flestar stefnur fóru þó veg allr
ar veraldar, en allar þessar gerðu
vart við slg að meira eða niinna
lcyti í spanskri ljóðagerð fyrir
1927: Futurismo, Dadaísmo, Cub-
ismo, Impresionismo, Ultraismo,
Superrealismo.
Brautryðjendur nýja andans í
ljóðagerð mega teljast Bandaríkja
maðurinn Walt Whitman, ítalinn
Marinetti (höfundur „futurism-
ans“, 1909), Frakkinn Apollinaire
(höfundur „imaginismans") og
Chile-búinn Vicente Huidobro,
sem var meðal stofnenda „creacion
ismans" 1918 í París, en sú stefna
áleit að hið mannlega og hið hlut
kennda ættu ekki að blandast í
ljóðlistina (des-humanización, des
realización del arte), með öðrum
orðum ljóðlistin ætti að vera ó-
hlutræn (abstrakt). í stefnuskrá
futurismans eftir Marinetti, sem
Thor Vilhjálmsson kallar með
réttu „furðulegt ofstopafullt
plagg“, má lesa meðal annars
þessa yfirlýsingu: „Kjarni skáld-
skapar okkar verður að vera hug-
rekki, kænska og uppreisn“, Apol-
linaire, sem skrifaði 1913 sína
frægu bók um kubismann, sem
málarar þessarar stefnu sam-
þykktu c,em stefnuskrá sína, gefur
einnig ýmsar yfirlýsingar sem
varpa skærri birtu yfir hinn nýja
anda: „ . . . Nógu lengi höfum við
tignað mennina, dýrin, jurtirnar
og stjörnurnar; nú er kominn tími
til að sýna að við séum þeir, sem
ráða“ — „ . . . Að sækjast
eftir hreinleikanum er að lyfta
eðlishvötinni úr djúpinu, að gera
listina mannlega og manninn guð-
dómlegan ... — „ . . .Þó lista-
menn séu menn, mega þeir samt
ekki að öllu leyti vera mennskir“.
-- .......Án skáldsins og lista-
mannsins mundu hinar æðstu hug
sjónir manna um alheiminn brátt
hrynja, sú regla, sem birtist í nátt
úrunni og er aðeins niðurstaða
listarinnar, hverfa, allt mundi
sökkva 1 öngþveiti . . .Skáld og
iistamenn skapa í samkeppni anda
hvers tímabils og framtíðin lýt-
ur leiðsögn þeirra“.
Modernisminn var hógvær bylt-
ing og hinar róttæku stefnur
leystu hann af hólmi. Hann var
gegn „hinu og þessu“ í mannin-
um, í efninu, í forminu, róttæku
stefnurnar voru „gegn öllu“, af
dæmalausri einurð í vitfirrtri leit
sinni að „hreinleikanum" og féllu
þannig í vonlausa sjálfheldu fag-
urkerastefnunnar (esteticismo),
list listarinnar vegna (ars gratia
artis) . . . Pereat mundqs, fiat ars.
Aðeins tvær þessara stefna
skildu eftir sig lifandi kveðskap á
Spáni. Þær voru ultraisminn (ultr-
aismo), sem lifði aðeins 1919 til
1923, og surrealisminn (superreal
ismo), sem var langlífari; ferill
hans hófst 1923—1925, hann náði
hámarki sínu 1928, hvarf af sjón-
arsviði 1930 fyrir gagnsókn and-
byltingastefnanna, en birtist aft-
ur í nýjum þríþættum búningi
1935 og er enn við lýði, þó stjarna
hans sé ef til vill aðeins farin að
lækka.
Ultraisminn (E1
Ultraismo)
í dýflissu skáldsins
eru veggirnir eins og sáld.
Dýflissa eða búr, Guð hlustar
en opnar aldrei dyrnar.
Kaðalstigar, sálmar,
þjalir, bænir, bölbænir,
sem þið skilduð eftir handa
okkur, gömlu fangar,
eru okkar andlegu spor.
í dag þegar flugvélar
hafa sungið yfir svölum okkar
ofan úr símjúkum greinum loftsins
og sólin — hin gamla spík
himinsins andspænis reikandi
dögum —
er eins,
höfum við gert okkur gogga
úr stáli
til að særast ekki á rimlunum.
(Juan Rivas Panedas: La cárcel
del poeta . . .).
Hinn 19. febrúar 1919 birtist
í Madrid-blöðunum grein með fyr
írsögninni: „ULTRA, stefnulýs-
ing, til handa bókmenntaelskandi
æsku“ (ULTRA, manifiesto a la
juventud literaria). Þó er í stefnu
skrá þessari frekar lýst yfir stefnu
leysi með orðum eins og þessum:
„Bókmenntir okkar verða að end-
umýjast, sækja stöðugt fram, en
undir okkar fánum rúmast allar
stefnur undantekningarlaust, svo
framarlega sem þær túlki nýja
viðleitni. Seinna munu allar þess-
ar stefnur öðlast kjarna og út-
skýra sig sjálfar".
Þar með opnaðist flóðgáttin,
ráðizt var gegn öllu, gegn öllum
skáldum, e. t. v. a<J J. R. Jiménez
einum undanskildum. Ultraisminn
greip alla, eins og faraldur, eða
cllu heldur umturnaði öllu, braut
allt, fór eins og jarðskjálfti um
bvggð. Ultraisminn var . . . „loft-
ræsari, sem trylltist í loftlausu
andrúmslofti" . . . „að segja allt
það, sem ekki má“ . . . „hin ævar
andi æska hins andlega“ . . . „lest
in, sem bmnar í sífellu: maður á
að stíga inn eða út á meðan hún
er á ferð“ . . . „froskurinn loðni“
. . . o. s. frv., samkvæmt skilgrein
ingu sinnar eigin dýrkenda.
f heild var ultraisminn ný leit,
djörfleit að nýjum gæðum; til
þess gerði hann uppreisn gegn
hefðbundnum venjum, og hann
miðaði að tvennu eftirsóknar-
verðu: hreinni Ijóðlist (poesía
pura) og nýjum táknleiðum. Hann
drap niður mærðina og væmnina
í postmodernistum. Umburðar-
lyndi ultraismans leiddi í ljós
nýja möguleika, áhugi hans var
sífágun, síendurnýjun. En hann
hafði einnig augljósa galla: þann
skorti bjartsýnina; hann óraði
aðeins fyrir mörgu, sem hann gat
aldrei náð, hann skorti ljóðræna
hæfileika, lýrisku gleðina, ró hins
fullkomna forms, samræmi efnis
og hrynjandi, og hann hleypti inn
í ljóðlistina öllu því óskáldlega og
óljóðræna í nútímanum.
Magnið af kveðskap ultraismans
birtist í aragrúa af . bókmennta-
tímaritum. Aðeins tvær eða þrjár
bækur geyma nokkur kvæði í hans
anda (eftir Gerardo Diego, Ant-
onio Espina, Gerardo de Torre).
Hans er minnzt vegna einstakra
táknmynda og líkinga og vegna
dirfsku sinnar.
Einn aðalhvatamaður ultraism-
ans og stofnandi bókmenntatíma-
ritanna „ULTRA“ og „TABLE-
ROS“ var Juan Rivas Panedas.
Ultraisminn leið undir lok 1923.
Stefnan sem réð hann af dögum
hét Neopopularisminn og sá for-
mælandi hennar sem hæst ber var
Federico García LORCA.
Surrealisminn (E1
Superralismo)
Milli raddar úr leyndardjúpi, sem
hvíslar að henni „Kom þú“, og
vasaklúts í fjarska sem segir við
hana „Vertu sæl“
berst sálin
umvafin efasemdum
í áttina til nýrra daga.
(Þannig brjótumst við gegnum
myrkviðinn,
með örlitla (svo litla?) þrá til alls
og svo mikla þjáningu
vitundarinnar).
Lf til vill eru þau göfug,
þessi örlög okkar,
ef til vOl er það fallegt að vita
sjálfan sig luktan
milli ópa draumkenndra ákalla
og blaktandi kveðju fánanna
í vindinum.
(Antonio Espina García:
Concéntrica VIII.).
Surrealisminn var, sem áður
segir, langlífari hreyfing. Hann
er arftaki dadaismans. Daddism-
inn upphóf tilviljunina sem æðsta
lögmál og gerði uppreisn gegn of-
ríki rökfræðinnar og intelektual
ismans. Surrealisminn leggur í
leit að hinum æðra raunveruleika
(super-realismo: æðri raunveru-
leiki eða hlutveruleiki) og upp-
hefur undirvitundina gegn rök-
fræðinni, drauminn gegn vök-
unni, hið þokukennda í ríki til-
finninga og hugsana í stað þess
skíra og bjarta.
Surrealisminn sem kenning sótti
sinn stuðning í rit Freuds og gerði
tilraunir með fyrirbæri eins og
ósjálfráða skrift (escritura auto-
mática) og sýnir milli draums og
vöku (visión hipnagógica) á upp-
hafsárum sínum.
Surrealisminn hefur einnig ræt-
ur sínar í náskyldum stefnum eins
og „magischer realismus", real-
SÍÐARI HLUTI
isme nouveau“ og „pittura meta-
fisica“. í öllum þessum stefnum
er þungamiðjan sú að hlutirnir
eru sagðir hafa sérstaka tilveru,
algerlega óháða mönnunum, og
reynt er að mála t.d. eins og þeir
eru „í sjálfu sér“, án tillits til
rökfræðilegs, huglægs eða hlut-
lægs samhengis og án þess að
þeim sé ætlað að sýna neitt ákveð
ið, hvorki huglægs, hlutlægs né
táknræns eðlis, og gersamlega
lausa við tilfinninga- eða stemn-
ingsgildi. „hið dularfulla er hið
sanna sameiginlega hugtak, hið ó-
þekkta er sá eini veruleiki, sem
vð geljm ákvarðað"..........Trúin
á hið dularfulla sem raunveruleika
lífsins ætti að vera traust sem
björg“ . . . „Að okkur skortir
vissu er okkar æðsta von“ . .
„Það er eitthvað villt, næstum
lostakennt að standa þannig mitt
á milli lífs og dauða“, sagði Max
Beckmann og hann vitnar einni.g
í enska skáldið William Blake er
hann sagði „tryestu á hlutina".
Slíkur „realismi" endaði í veg
leysu blætidýrkunar (feaichismo).
eins og þegar Frakkinn Duchamp
tók tilbúna hluti (ready-made) og
setti á stall á „lista“-sýningu.
Haftmann hefur bent á að und-
irtónn surrealismans er róman-
tískur, þar sem viðleitni hans: að
afmá allar andstæður, er hrein
rómantísk viðleitni. Hún birtist
reyndar í svipaðri mynd þegar í
,.symboIismanum“. og þannig
skrifar Gauguin: „Hið grunaða
dul í eðli allra hluta er meiri en
öl< vissa“, og í stefnuskrá surreal
ismans segir André Breton: „Ég
trúi því að í framtíðinni munu
hinar sýnilegu andstæður milli
draums og veruleika renna sam
an í einhvers konar æðri raunveru
leika: Surrealisme" En á öðrum
stað: „Verk getur aðeins kallazt
surrealistiskt þegar listamaðurinn
hefur lagt sig fram um að ná þv'
SPÆNSK LJOÐAGERÐ Á 20. ÖLDINNI
'‘4,-
8