Tíminn - 14.12.1962, Side 9

Tíminn - 14.12.1962, Side 9
20. Ö Jðsé Ántonio Femandez Römeró er ungur menntamaður spænskur, sem dvalizt hefur við Háskóla Islands hin síðari ár, talar og ritar íslenzku á- gæta vel. - Hann hefur ritað fyrir Tímann ýtarlega grein um spánska Ijóðagerð á síðustu áratugum. sviði þar sem sál og líkami mæt- ast, en af því svið'i er meðvit- undin aðeins þrot: Freud hefur sýnt að í þessum undirdjúpum eru allar andstæður afmáðar“. í stuttu máli sagt, hið undar- lega (og því miður svo oft jafnvel hið skrýtna og hirðulausa í léleg- um surrealisma) og óþekkta er æðsta gildi surrealismans, og að þeirri niðurstöðu hefur hann kom izt eftir mismunandi leiðum. — í stefnuskránni er þetta orðað þann ig: „Hið undarlega er alltaf fal- legt, hve óraunverulegt sem það er, það er fallegt; þess vegna er jafnvel aðeins hið undarlega fal- legt“ . . . „Hið undarlega (er) hin eina uppspretta hins eilífa sam- bands milli manna“. Hæfustu listamenn og skáld Spánverja hafa sótt til surrealism Miguel de Unamuno ans bæði gott og illt: Picasso, Miró, Dalí, Alberti, Salina's, Guillén, Al- exiandre og Lorca. Andbyltingin Árið 1927 hófst svo andbylting gegn róttæku stefnunum. „Ytri ástæðan" til þess var sú að 300 ár voru liðin frá dauða Góngora (1627) og öll helztu skáld keppt- ust við að heiðra minningu hins stórbrotna skálds frá Córdoba. — Dámaso Alonso, Gerardo Diego, Jorge Guillén, Alberti, Salinas, Lorca, m. a. tóku þátt í menning- arathöfninm og í henni ber sú skoðun sigur af hólmi að bezti skáldskapurinn og bezta túlkunin yrði til af hinum sígildu yrkisefn- um og með hinu eðlilegasta hljóm falli. Með öðrum orðum, hér var farinn hringurinn, og menn kom- ust að sömu niðurstöðu og J. R. Jiménez er hann lýsti skáldskap sinum: hvorki nýjar leiðir né lcngra: linnulaus fágun hins sama. Neopopularisminn (Neopopular- ismo) var fyrsta stefna til að and- mæla neikvæðu stefnunum (crea- cionismo, ultraismo, dadaismo). Eins og nafnið gefur til kynna sæk ir hún vatn sitt í uppsprettur þjóð sagna og -dansa, hafnar öllum óskáldlegu, tekur upp líkingar og myndir úr máli alþýðunnar------- ekki hinar óskáldlegu myndir spá manna nútímans — og tengir aft íír ljóðlistina við hið bezta í J. R. Jiménez og hinum sígilda kveð- skap gullaldarinnar. Neopopular- isminn gefur heiminum eitthvað bezta skáld sem Spánn hefur nokkurn tíma átt: Federico Garcia Lorca. En neopopularisminn opn- aði einnig allar leiðir út í viðerni hreinnar ljóðlistar (poesía pura) með því að tempra ofsa hinnar fyrstu byltingastefna. Lorca er ó- viðjafnanlegur snillingur í anda neopopularismans. Margir reyndu að feta í fótspor hans, en voru ekki verkefninu vaxnir og strönd- uðu á rifi þessarar stefnu: hinum auðkeypta „folklorisma", sem var mörgum efnilegum ungum skáld- um fjötur um fót. Federico García LORCA (1898— 1936) þarf varla að kynna fyrir íslenzkum lesendum. Hann var fæddur í Granada, var lögfræð- ingur að menntun, en listhfteigðin var svo sterk í honum að hann lagði gerva hönd á margt: skáld og leikritahöfundur, málari og teiknari, píanóleikari í þjóðlegum stíl, hann ferðaðist um allan Spán | með leikhópinn „La Barraca", sem hann stjórnaði sjálfur og átti drjúgan þá'tt í endurreisn leiklist- ar á þessari öld. Hann var einn- ig snjall ræðumaður. „Romancero Gitano" (Dansljóð sígauna), er áreiðanlega bezta Ijóðabók gefin út á Spáni á þess- ari öld. í henni — sé hún vand- lega lesin — er þegar að finna þann leikræna anda sem átti eft- ir að birtast í leikritum Lorcas. Þetta var þriðja ljóðabók hans. Á undan voru komnar „Libro de poemas“ (Ljóðabók, 1921) og „Canciones“ (Söngvar, 1927). Að- eins í fyrstu bókinni er keimur af J. R. Jiménez og Rubén; í ann- arri bókinni er Lorca þegar orð- inn það þjóðskáld sem við þekkj- um. En í „Romancero Gitano" rís hann hæst, gnæfir óumdeilanleg- ur, ríkir einvaldur á skáldahimn- inum. Fjórða bókin „Poema del Cante Jondo“ (Ljóð um Cante Jondo, 1931) geymir ilm af því bezta í hreinni ljóðlist, og án þess að yfirgefa sinn þjóðlega tón (sem hann gerir aldrei til hlítar) eru ljóðin í þessari bók hlaðin stór kostlegum líkingum, tákmftynd- um, og hér virðist skáldið gjör- nýta möguleika hreinnar ljóðlist- ar (poesía pura). Á seinni árum orti Lorca einn- ig í anda surrealismans: „Poeta en Nueva York“ (Skáld í New York, 1935), „Nina ahogada en un pozo“ (Drukknuð í brunni), en um leið reynir hnnn að skorða sig við hinn klassiska bragarhátt „al- ejandrino“,^ sbr. Óður til Walt Whitman, Óður til Salvador Dalí, Óður til hins heilaga altarissakra- ments, og kafli úr hinum óvið- jafnanlega „Llanto (Harmljóð) por Ignacio Sánchez Mejías", um nautabanann sem Alberti orti einn ig um. Hrein Ijóðlist (Poesía Pura). Leysið sundur kvæðið, sviptið það skrauti rímsins, bragarháttum, hrynjandi, og jafnvel hugmyndum. Blásið orðin í vind og ef eitthvað kynni enn þá að verða eftir það mun vera skáldskapur. Hvað gerir það til þó að stjarnan sé fjarlæg og rósin sundurtætt? Enn höfum við skinið og ilminn. (Le Felipe Camino: Deshaced ese verso . . .). Ein grundvallarhugmynd „nú- tíma“-listar var hugmyndin um hreina list. Eins og Sedlmayr hef- ur bent á er „hrein“ list einna helzt neikvætt hugtak. Hrein er sú list, sem reynt hefur að hreinsa til, farga hinu og þessu, losna við hitt og þetta, þangað til ekki var hægt að fara lengra. En hrein list getur einnig þýtt sama sem óháð Romero list, abströkt, list sem er sjálfri sér nóg. Að sjálfsögðu náði einnig slík- ur hugsunarháttur til skáldanna. Þau ætluðu einnig að hreinsa til, losa skáldskapinn við allt óskáld- legt. í líkingu við óháða myndlist ina reyndu futuristar og dadaist- ar að svinta orð og setningar merk ingu, en „yrkja“ aðeins í merk- ir.gurlausum orðum eða atkvæð- um. Mallarmé dreymdi um óháðan skáldskap, „construire un poeme qui ne contient qui poesie", en Val ery komst bráðum að þeirri nið- urstöðu að þetta væri ókleift, „eon struir un poeme qui ne contient qui poesie est impossible", því að, eins og T. S. Eliot sagði: ,,If you aim only at poetry in poetry there is no poetry either“. „Óháður“ skáldskapur er í raun og veru ekki til nema sem hugtak, en slíkt hugtak er hættulegt sköp uninni, þar sem það felur í sér mótsögn. Maður skapar ekki leng ur neina list ef maður hefur að- eins þann tilgang að skapa list. Hrein ljóðlist í þeirri merkingu er því ekki til. Maðurinn, orðin, merkingin, vrkisefnin, allt þetta verður að vera með, til þess að hægt sé að tala um skáldskap. Þrátt fyrir þetta vilja margir kalla sig ,hrein skáld“ og segj- ast „yrkja hreint“. Til að verð- skulda slíkt nafn verður að nota orð, merkingar, líkingar, sem eiga rct sína í raunveruleikanum, en hefja þau yfir hið daglega merk- ingarsvið, gæða þeim nýjum merk- ingum, skáldlegum mætti, sér- stakri tilveru milli heima manna og hluta. Hrein ljóðlist er þann- íg tjáning þess, sem kemur ann- aðhvoyt úr djúpi tilfinninga eða úr fylgsnum heilans, en hann er ekki beinlínis nakinn kveðskap- ur. heldur rahghverfur kveðskap ur. Ranghverfir hlutir í senn flókn ir og einfaldir, en lausir við öll svik. Surrealisminn veitti sínum straumum i farveg hinnar hreinu Ijóðlistar og einmitt á þessu svæði niilli manns og hluta blómgaðist og kvíslaðist hann í leit sinni að hinum ókunna og undarlega. Surrealisminn í þjónustu hreinn ar ljóðlistar gaf spönsku Ijóða- gerðinni fjögur stórskáld, hvert á sinn hátt, fjórar stefnur. En allar þessar greinar hreinnar ljóðlistar eiga sameiginlegan hinn surrealist iska grundvöll: sjálfið hálfsokkið í undirvitundina, upreisnina gegn öllu óþarfa skrauti, mælgi, léleg- um yrkisefnum, væmninni, ósann- indum í ljóðagerðinni. Öll þessi skáld eru erfið, tor- skilin, djörf. Þau eru einnig skáld j sem lengi hafa leitað, reynt, breytt um stefnu — um það verður skrifað á eftir þegar fjall- ; að verður um skáldin hvert um sig — og hafa loks skilað okk- ur beztu ljóðum sínum í þessum anda surrealismans í þágu „po- esía pura“. Þessi skáld og þessar stefnur eru: ALBERTI (superrealismo), SALINAS (intimismo). GUILLEN (intelectualismo), ALEIXANDRE (existencialismo). Rafael ALBERTI (1902—. . . .) er aðalhöfundur surrealismans í spánskri -ljóðagerð. Hann er fædd- ur í Puerto de Santa Maria, Cád- iz, á Suður-Spáni. Hann fluttist 1917 til Madrid og byrjaði feril sinn þar sem kubist-málari. Auk þess byrjaði hann að yrkja í kring fum 1923, on 1925 fékk hanin æðstu bókmenntaverðlaunin — (Premio Nacional de Literatura) fyrir bók sína „Marinero en ti- erra“ (Sjómaður í landi). Síðan hefur hann aðeins verið skáld. Sumir gagnrýnendur telja hann eins mikið skáld og Lorca; aðrir gagnrýnendur og úrvalshóp ur lesenda telja hann miklu minna skáld. En Alberti — eins og Lorca — hóf feril sinn sem neopopular- isti og iáðist að klassiskum höf- undum, einkum Gil Vicente,, Lope de Vega og Góngora, en af lifhndi skáldum að J. R. Jiménez. Þó er einn mikill munur á Alberti og Lorca, jafnvel í neopopularisman um. Lorca drakk beint úr þjóð- sogunum og þjóðarsálinni til að yrkja sín ódauðlegu kvæði, en Al- berti orti sín þjóðlegu kvæði í anda klassiskra höfunda; Ijóð hans sýna meiri fágun . skólun. glæsi- leika. Ljóðabækur hans í þessum anda eru: „Marinero en tierra“ 1925, ,.La Amante“ (Ástmærin, 1926), „E1 alba de alheli" (Dögun fjalla vorblómsins, 1927) og „Cal y Canto“ (Kalk og grjót, 1929), og eins ein af seinni bókum hans, „Verte y no verte“ (Að sjá þig og sjá þig ekki, 1935). En 1929 markar bók hans „So- bre los ángeles“ (Um engla) tíma mót í spánskri Ijóðagerð. Hann gieymir öllum sínum gömlu yrk- isefnum og aðferðum, gerist ab- strakt, yfirgefur jafnvel sína Anda lúsíu og haf hennar. Og með „So- bre los ángeles“ hefur Alberti leit sína að hinu algilda með drama- tískum krafti. Ljóð hans verða torskilin. Surrealismi hans er myrkur en magnaður kyngikrafti sem hrífur lesandann, en jafnvel í honum finnast málmæðar fyrri stefnu hans. José Ortega y Gasset SPÆNSK LJÓÐAGERÐ Á 20. ÖLDINNI 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.