Tíminn - 15.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.12.1962, Blaðsíða 8
Reykjahlíðarkirkja — vígsludaginn. Gamla kirkjan sést til hliSar. Fréttabréf úr Mývatnssveit; A5 veturnóttum ÉG VERÐ að viðurkenna það, að ég er ekki nógu fljótur til að síma eða skrifa fréttir héðan, þótt eitthvað smávegis falli til, sem blöðin geta gert sér fréttir úr og það stundum talsverðar æsifregnir, þó að tilefni sé bæði lítið og mjög hversdagslegt. En ég hef reynt að bæta úr þessu með því að skrifa svolítið yfirlit yfir árið, þegar líður að, lokum þess og aðalút- koma af starfsemi þess er komin fram. Þetta féll þó niður 1961, vegna anna' og tómlætis og svo var nærri komið nú, þar sem sum arauki anna og erils hefur ekki sniðgengið mig á nokkurn hátt. Svo mikið er búið að skrifa og tala um þetta ár og óhagstæða veðráttu þess, að um það þarf ekki að fjölyrða, þó er mitt álit það, að hér í sveit hafi veðráttan ekki verið í versta lagi, eftir því sem verið hefur á norðausturhluta landsins. Mun þó það sama eiga við hér og annars staðar, að allur jarðargróði var undir meðallagi. Lömb voru til muna léttari en 1961, hefur þó munað hér minna en í þeim sveitum Suður-Þingeyjar sýslu, er nær liggja sjó. Það var líka einkennilegt, að í sumar voru næturfrost meiri í lágsveitunum en hér, þótt upp á hálendi sé. — Nóvembermánuður hefur verið mildur og góður, hagar góðir og hefur sauðfé víðast legið úti, og er nú verið að smala því þessa daga. Það, sem markverðast verður að telja við þetta ár, er það, að nú loks kom rafstraumur frá Laxá í þetta móðurskaut hennar. Er það reyndar búið að vera í vonum í nokkur ár, en okkur hefur ver- ið sagt, að einkum stæði á því, að framtíðin hér væri nógu viss, svo að ekki væri séð, hve miklum raf- straumi þyrfti að veita hingað, var þetta vegna þeirra hugmynda, að stóriðja kynni að rísa hér upp. Nú var loks ráðnit í það í sumar að leggja hingað háspennulínu að aðveitustöð, línu sem á að geta leyst þörf, þótt hún verði mikil. Frá henni var svo lögð lína um byggðina frá Reykjahlíð austan Mý vatns, allt að Grænavatni og Álfta gerði. Þann 23. og 24. nóv. var svo straumi hleypt á 29 íbúðarhús auk hótelanna, verzlunarinnar, byggja kirknanna, félagsheimilisins og hins nýja barnaskóla. Eru þá eftir 27 íbúðarhús, sem ekki fá raf- magn nú, en vonandi verður þess ekki langt að bíða, þar sem lína þessi getur flutt svo mikið, að framlengja má hana um alla sveit. Ekki fannst okkur ástæða til að halda almenna ljósahátíð, þar sem nær helmingur sveitamanna sat enn í orkuleysi og óvissu, en sókn- arpresturinn minntist þess í báð- um kirkjunum sunnudaginn 25. nóv. Eins og að undanföru heim- sóttu okkur í sumar ýmsir lista- menn og skemmtikraftar. Má merk asta heimsókn telja, að Sinfóníu- hljómsveit íslands lék hér í Skjól brekku 14. sept. Annar merkisat- burður var vLgsla Reykjahlíðar- kirkju, 1. júlí, en þar sem þess hefur verið minnzt í Tímanum, þá fjölyrði ég ekki um það. Þá vísi- teraði biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, hér 21. og 22. ágúst. Er hann fjórði biskupinn, sem gerir það á þessari öld. Mikill fjöldi ferðamanna kom hingað í sumar, og höfðu hótelin hér kappnóga aðsókn, meðan sá tími stóð yfir. Margir þeirra, eink- um útlendingar, fengu hér þá fyrir greiðslu að vera fluttir suður í Öskju, því að þangað höfðu margir hug á að komast á þessu sumri til þess að komast á hinar nýju gosstöðvar. Hraunið þar var á blettum svo heitt seint í sumar, að ekki var hægt að standa á því nema að brenna sig eða skemma skóna. Ég fór í sumar fyrir Vega- gerð ríkisins suður í Öskju með jarðýtu. Reyndist nýja hraunið svo úfið og stökkt, að hægt var að.mylja það niður með ýtunni, þótt hún væri ekki stór, og gera á því bílfæran veg. Komst hann svo langt, ag ekki voru nema 500 metrar frá vegaendanum að sjálf- um gígnum. Snemma í ágúst kom vinnuflokkur, sem hóf jarðboranir við Dettifoss í rannsóknarskyni. — Vann sá flokkur, á meðan þar var vært fyrir snjó og frostum. Um verklegar framkvæmdir heima fyr ir er það að segja, að ræktunar- framkvæmdir voru með minnsta móti, sem hafa verið lengi, en húsa byggingar nokkrar. Tveir menn fullgerðu og fluttu í ný íbúðarhús í sumar. Baldur Sigurðsson, bóndi í Reykjahlíð og Hallgrímur Jónas son, bílstjóri á Hólmum. Árni Hall dórsson, bóndi í Gárði, byggði fjárhús fyrir 300 fjár og Sigurður Bárðarson á Heiði fyrir 200. Jón Kristjánsson á Arnarvatni fjós fyrir 12 kýr og Óskar og Valgeir Illugasynir í Reykjahlíð fjós fyrir 10 kýr. Jón Sigtryggsson. bóndi í Syðri-Neslöndum, hlöðu fyrir all- ann sinn heyfeng. Þar að auki eitt hvað af minni húsum og viðgerð- um. Seint í haust var steypt undir staða undir Norðurlandsborinn í Bjarnaflagi, en hann er nú á leið til Húsavíkur og svo þaðan hing- að. Er hann bví væntanlegur hing- að með vorinu til að leita að hita- gjafa, vegna væntanlegrar kísilgúr vinnslu. Allt þetta ár hefur verið unnið að barnaskólabyggingu sveit arinnar, og verður hún nú tilbúin að taka á móti fyrstu skól^bjftpun um um nýár. Silungsveiðin í Mý vatni hefur verið fremur lítil þetta ár, en fór þó heldur vaxandi og varð allmikið vart við uppvaxandi silung. Rjúpnaveiði hefur verið mjög lítil, en minkaveiði með mesta móti þetta ár. Heilsufar hef ur verið gott, engar farsóttir eða alvarleg veikindi. Mislingar bár- ust að vísu hingað í sumar. en það urðu ekki nema 6 alls, sem veikt- ust. Þrír af íbúum sveitarinnar hafa látizt frá nýári. Friðjón Jóns- son í Baldursheimi, 90 ára, f. í Stórutungu í Bárðardal 15.10. 1871, d. 17.1. 1962. Hann nam slátrun og kjötiðnað í Reykjavík og var lengi aðalslátrari Kaupfé- lags Þingeyinga. Bjó á Bjarna- stöðum frá 1921 til 1950, að hann I flutti til dóttur sinnar að Baldurs heimi. Kona hans var Rósa Þor- steinsdóttir frá Geiteyjarströnd og lifir hún mann sinn. Þann 8. maí dó á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Kristjana Jóhannes- dóttir, húsfreyja í Álftagerði, f. oð Laugaseli í Reykjadal 3. 11. 1885. Þann 5. júní lézt á Grims- stöðum Þórunn Guðmundsdóttir, ekkja Sigfinns Sigurjónssonar, f. á Víðivöllum í Fnjóskadal 1.9. 1871. Enn hefur engin fjölskylda flutt burt á þessu ári, en barns fæðingar eru nokkrar, svo að fólks talan ætti að vera lík um næsta nýár. Nokkrir hafa átt merkisaf- mæli á þessu ári og hefur þess ver ið minnzt með góðum samkvæm- um. Skal ég hér nefna nokkur þau, sem mér eru minnisstæðust: Jón Þorláksson, fjallskilastjóri sveitar innar, varð 50 ára 17. maí. Þar var veitt vel, en ekki var þar fjöl- mennt, því að þetta vár á mesta annatíma ársins, og húsbóndinn gat ekki alltaf setið hjá gestun- um, því að sauðfé hans fjölgaði vel, á meðan gestirnir stóðu við. Þann 25. júlí í sumar átti áttræðis afmæli, ekkjan, Þuríður Einars- dóttir í Vogum. Hún hefur verið húsfreyja í Vogum síðan 1906. — Mann sinn, Þórhall Hallgrímsson, mi$sti hún 1941, en hefur búið með.sonum sínum síðan. Kom fólk ! þar saman og var gleðskapur góð- ur. 13. ágúst var mikill mannfagn- aður í Baldursheimi, er minnzt var 70 ára afmælis hjónanna. Þóris Torfasonar (f. í Geitafelli í Aðal- dælahreppi 13. ágúst 1892) og Þuríður Sigurðardóttur (f. í Bald- ursheimi 24. apr. 1892). Þau hjón in eiga 6 syni, sem allir búa nú hér í sveit á bezta manndómsaldri. 28. okt. var áttræðisafmæli Guð- j rúnar Friðfinnsdóttur, húsfreyju ; á Litluströnd (f. í Yztafelli í Kinn 128.10. 1882), og var þar góður mannfagnaður. Þau hjónin, Krist- í ján Jónsson og hún, hafa búið sam an síðan 1910 á Skútustöðum, Sveinsströnd og loks á eignarjörð- inni Litluströnd. Enn var komið saman að Ytri-Neslöndum 27. nóv., þegar Björg húsfreyja Stefánsdótt- ir átti sjötugsafmæli. Hún var ung gefin Axeli Jónssyni og hafa þau búið í Ytri-Neslöndum alla sína búskapartíð. Hér í sveit eru tvö sauðfjár- ræktarfélög. Flestir félagsmenn í þeim fóru norður í Öxarfjörð, sunnudaginn 11. nóv., í indælasta veðri, sem komið getur á þeim tíma. Voru móttökur Öxarfjarðar bænda stórhöfðinglegar. Þeir mættu við Jökulsárbrú og tóku þar við allri fararstjórn. Var ferðazt um sveitina, meðan dagur entist, skoðaðar fagrar hjarðir og notið veitinga á bæjum. Um kvöldið var svo komið saman í Lundi og efnt til kaffisamsætis og kvöldvöku. — Var kominn morgunn þegar þeir síðustu komu heim til síh. Ferðin var jöfnum höndum gerð til að kynnast starfsbræðrum í annarri sveit og að skoða hjarðir þeirra. Mátti vel heyra það á fjárræktar- mönnum Mývetninga á .heimleið- inni, að þeir hefðu séð marga kind. sem þeir hefðu gjarnan vilj- að eiga, euda sitja Öxfirðingar nærri aðaluppsprettu ágæts sauð- fjár í Þistilfirði, en Mývetningar eru þannig settir, að þeir geta ekki eignazt kind þaðan. Pétur Jónsson. 40 ára fermingar- börn séra Fermi|igarbörn séra Bjarna 'ónssonar fra haustinu 1922 komu nýlega saman til að minnast þess að 40 ár eru liðin frá fermingu þeirra. — Alls voru fermingar börnin 28, en 4 eru nú dáin. 15 , þeirra gátu komið því við að taka þátt í samkvæminu, sem haldið var i gamla biskupshúsinu í Tjarnar- götu 26 Nokkrir komu með maka | sína. Séra Bjarni Jónsson, vígslu- í bískup, og sona hans, frú Áslaug 4gústsdóttir voru að sjálfsögðu heiðursgestir Prófastsfrúnni voru færð blóm Ræður voru fluttar. Sálmurinn Dagur er, dýrka ber Drottin Guð minn, sem séra Bjarni cenndi börnunum lagið við á sín- um tíma, var sunginn, einnig voru . jnnur ljóð sungin. Margs var minnzt Þakkír von> frerðar þeim, sem börnin fermdi. Séra Bjarn: var hrókur tagnaðarins. í þeirri 'TÚ. að fleiri börn yrðu borin í kirkju til sKrrnar, ef kirkjan ætti sjálf skírnarkjóla til þess að klæða börnin í meðan á skírnar- athöfn stendur, tóku 40 ára ferm- ingarbörnin þá ákvörðun að gefa Dómkirkjunni skírnarkjóla. Guðrún Jensson, sem hugmynd- ina átti, hefur nú útvegað þrjá skírnarkjóla og afhent þá frú Ás- laugu og síra Bjarna, til að koma þeim áleiðis til safnaðarstjórnar Dómkirkjunnar. Á myndinni sést séra Bjarni. kona hans og ferm- ingarbörnin frá 15. okt. 1922. 8 TIM IN N, iaugardaginn 15. desember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.