Tíminn - 15.12.1962, Blaðsíða 9
William Lord Watts:
Norður yfir Vatnajökul
Jón Eyþórsson þýddi
Bókfellsútgáfan
Það hefur komið í ljós á síð-
ustu áratugum vig leit íslendinga
erlendis, að erlendir menn hafa
ritað furðulega margar ferðabæk
ur um ísland, einkum á tveimur
síðustu öldum. Sumar þessar bæk
ur eru allgirnilegar til fróðleiks,
jafnvel svo að íslendingar sjálf-
ir hafa getað sótt þangað nokk-
urn fróðleik um atburði og þjóð-
hætti, en miklu fleiri eru þó
með slíkum kynjablæ, að þær em
í augum okkar fyrst og fremst
hrópandi vottur um rangsnúar
hugmyndir og þekkingarleysi ó-
krnnugra manna á íslenzkum hög-
um og vitna glöggt um það, að
kynnin haf\ verið harla grunn.
Eigi allsjaldan virðist og augljóst
að höfundar riti bækur frá ís-
landi í því skyni einu að segja
stórbrotnar kynja- og tröllasögur
frá furðuströndum þessarar eyjar
í trausti þess, af landið væri svo
lítt þekkt, að enginn yrðj til þess
að reka ofan í þá firmrnar. Eigi
að síður eru margar þessar er-
lendu ferðabækur um ísland fs-
lendingum töluverður skemmtilest
ur nú á dögum.
Bók sú, sem Jón Eyþórsson hef-
ur ráðizt i að færa í íslenzkan
búning og Bókfellsútgáfan gefið
myndar'lega út, er án efa með allra
beztu ferðabókum, sem erlendur
maður ritaði af fslandi á síðustu
iild. Auk þess greinir hún frá
stórmerkum og sögulegum at-
burðum í könnun landsins. og um
þann atburð værum við nú tölu-
vert fáfróðir ef þessi ágæti Breti
hefði ekki gert af honum svona
greinargóða frásögn. En þessi bók
er miklu meira en saga frækilegr-
ar ferðar yfir þveran Vatnajökul.
Kún bregður upp skýrri mynd af
viðmóti fslendinga við erlenda
menn á þessari öld, þegar þeir
báru skyn á að koma fram við j
heimamenn af alþýðlegri einlægni j
og heiðarleÍKa, en slíka kosti hef-
ur William Lord Watts átt til að
bera.
Jón Eyþórsson gerir ágæta grein
fyrir höfundinum, bókinn; og fyrri
V'atnajökulsferðum í ýtarlegum
formála. Hann segir frá þeim fáu
ævidráttum, sem kunnir eru um
hinn merkilega jökulkönnuð, sem
var sonur prentara í Lundúnum,
óist upp í 'njarta heimsborgarinn-
ar, gekk í lagaskóla en var hald-
inn ástríðu til íslenzkra frera allt
frá fyrstu kynnum. í Bretlandi
veit enginn neitt um þennan mann
og þar hefur hann horfið spor-
Iaust að' því er virðist í grafir
milljónanna aðeins 26 ára gam-
aíl. En þá á hann að baki þrjár
íslandsferðir og göngu yfir þver-
an stærsta jökul Evrópu fyrstur
manna svo að fullsannað sé. En
þessi ungi Jaganem; gerir meira.
Hann rannsakar eldstöðvar og lýs-
Ljósmynd er víst ekki til af Watts
Vatnajökulsfara, svo að Jón Ey-
þórsson kemur hér fram fyrir þá
báða.
ir greinilegar stórgosum, sem
hann sér með eigin augum, heldur
en aðrir menn á þessum tíma. —
Hann kynnist fólki og þjóðháttum
og dæmir um allt af óvenjulegum
skýrleik og skilningi. Hann ber
íslendingum afar vel söguna, og
þó að hann telji sig hafa átt góðu
rð mæta svo að segja á hverjum
bæ, þar sem hann ber að garði,
leynir sér ekki, að honum finnst
mest til Norðlendinga og Norð-1
urlands koma.
Þegar hann heldur suður yfir
Sprengisand eftir Vatnajökulsferð
ina og er staddur í hinum nafn-
fræga áfanga, Kiðagili, hefur geng
ið upp á Kiðagilshnjúk á mildu
haustkvöldi og lítur norður yfir,
lýsir hann svo hug sínum:
„Og sem ég leit yfir þetta gam-
alkunna landslag, — ef til vill í
síðasta sinn, — varð ég svo hrærð
ur, að ég gat ekki orða bundizt, og
til þess að reyna að láta í ljós til-
finningarnar, sem brunnu mér í
brjósti, mælti ég stundarhátt af
allri þeirri hrifningu, er mér var
í vöggugjöf gefin: Farðu vel, kæra,
gamla Norðurland. Framandi en
fullur eftirvæntingar kom ég að
hrjóstugum og harðleitum strönd-
um þínum, albúinn og ákafur að
leita uppi undragripi þá, er þú
geymdir í klakafylgsnum þínum.
Og nú, er ég hef notið hinnar ó-
brotnu. fölskvalausu gestrisni
þinnar, verð ég að kveðja þig. En
geyma mun ég hjartfólgna minn-
ingu um eldfjöll þín og hveri og
jökla, og ofar öllu man ég hina
alúðlegu og dyggilegu fyrir-
greiðslu, sem hinir harðgerðu og
hjálpfúsu synir þínir og dætur
hafa mér í té látið“.
Það er hver gestgjafi fullsæmd
ur af þessari einkunn gests síns.
Watts gekk norður yfir Vatna-
jökul við sjötta mann, og voru
fylgdarmenn hans allir íslending-
ar. Hann býr för þeirra allra, en
eigi að síður verður ljóst, að þess-
ir íslendingar halda öllum hlut
sínum til fullrar sæmdar í ferð-
inni, enda lýkur Watts á þá ó-
sviknu lofsorði og segist aldrei
mundi hafa komizt lífs yfir jökul-
inn, ef ekki hefði notið við harð-
fengis þeirra, þolgæðis og fyrir-
hyggju. Fremstur í flokki þessara
fylgdarmanna er augsýnilega Páll
Pálsson, er kallaður var jökull eft-
ir förina, og gerir Jón grein fyrir
honum í formálanum, og við hann
er Pálsfjall hið fræga í Vatnajökli
kennt.
• Ýmsum kann að þykja það und-
arlegt og ekki hreystivottur um
íslendinga, að það skyldi vera er-
lendur maður, sem fyrstur fór
yfir Vatnajökul þveran og einnig
útlendingaf'í‘tífe'áfú'férðum á eft-
ir, en tífn þéMa'sögÍÝ Jón Eyþórs-
son í formálanum:
„fslendingar hafa því nær all-
ir verið bændur eða sjómenn frá
upphafi vega og fram á þessa öld.
Þeir hlutu svo oft harða útivist
við dagleg störf, að engin von var
til þess, að þeir legðu á sig að
nauðsynjalausu ferðir um fjöll og
firnindi.
Það er því skiljanlegt, að er-
lendir menn yrðu fyrstir til að
gera ferð sína yfir Vatnajökul“.
Er þetta eðlileg óg fullnægjandi
skýring.
í bókinni eru allmargar myndir,
og er til þeirra viðað úr ýmsum
áttum. Það eru allt teikningar,
sumar gerðar eftir ljósmyndum,
aðrar sóttar í ýmsar erlendar ís-
landsbækur og í bækur Watts
sjálfs.
Jón Eyþórsson getur þess í for
mála sínum, ag það hafi kostað sig
meiri fyrirhöfn en hann ætlaði í
fyrstu að færa ferðabækur Watts
í íslenzkan búning, en sér hafi
þótt það harla ánægjulegt eigi að
síður að kynnast náið slíkum heið-
ursmanni. Er varla að efa slíkt. En
búningur Jóns er heldur ekkert
handarbaksverk - og hlýtur raunar
að vera miklu meira en búningur.
Þegar þýtt er svo gamalt ritverk
um efni, sem haft hefur visinda-
leg stakkaskipti margsinnis síð-
an, verður að gæða það nýju lífi í
þýðingunni til þess að það verði
aðgengilegt til skilnings nútíðar-
fólki. í þessu efni fatast Jóni
hvergi, og þó þessi skemmtilega
og glögga bók hafi vafalaust verið
gott verk og vel rituð af hendi
þessa merkilega höf., fer ekki á
milli mála, að henni er nú skilað
upp á nýjan sigurbakka með
þeirri reisn og ágætum, sem ef til
vill var ekki á færi annarra nú
lifandi íslendinga en Jón- Ey-
þórssonar.
— A K
Utgáfa sígildra sagna
Iðunnar hafin með Ben Húr
Valdimar Jóhannsson, for-
stjóri forlagsins ISunn hefur
nú byrjaS útgáfu bókaflokks,
sem vekja mun nokkra at-
hygli og er góSra gjalda verS.
í þessum bókaflokki verSa
heimskunnar og langfrægar
skáldsögur, sem aS vísu hafa
margar komiS út áSur hér á
landi en eru sígilt lestrarefni.
Bókaflokknum hefur verið valið
nafnið Sígildar sögur Iðunnar. —
Bókum þessum er valið handhægt
og fallegt brot og band þeirra
verður traust en ódýrt, og sam-
stætt á öllum flokknum. Útgef-
andi segist og muni stilla verði
þessara bóka mjög í hóf.
Fyrsta bókin er komin út, og
er það sagan Ben Húr, sem talin
er af mörgum víðfrægasta skáld-
saga heims og sagt að hafi verið
endurprentuð oftar en nokkur önn
3 bækur
frá Fróða
BÓKAÚTGÁFAN Fróði hefur
síðustu dagana sent frá sér þrjár
bækur. Ein þeirra er Breiðfirzkar
sagnir eftir Bergsvein Skúlason.
Þetta er 2. bindi — hið fyrra kom
út 1961. — Þetta er ýmis sam-
tíningur frá byggður Breiðafjarð-
ar og úr eyjunum, þjóðháttalýs-
ingar, munnmæli og ýmsar yrk-
ingar. Bergsveinn Skúlason hefur
safnað allmiklu efni úr munnlegri
geymd á þessum slóðum.
Önnur bókin er Sögur Jesú eins
og Kaj Munk endursagði þær en
í þýðingu Sigurbjörns Einarssonar,
biskups með myndum eftir Ragn-
hildi Ólafsdóttur. Raunar eru
þetta flestar kunnustu dæmisögur
Nýja testamentisins í nýjum bún-
ingi.
Þriðja bókin er Berum höfuðið
hátt teikningar eftir Léon með
texta eftir danska gamanhöfund-
inn Willy Breinholst. Þetta eru
skoplegar lýsingar á ýmsum hlið-
um mannlegs og persónulegs lífs,
og þráðurinn sá, að menn skuli
bera höfuðið hátt þrátt fyrir marg-
vísleg hrakföll, því að það hefði
getað farið enn verr.
ur, og engm bók í heiminum hafi
selzt í fleiri eintökum að Biblí-
unni einni undanskilinni. Sagan
er eftir bandaríska höfundinn Lew
is og kom fyrst út árið 1880. Síð-
an hafa verið gerðar eftir henni
leikrit og kvikmyndir, síðasta kvik
myndin dýrari og stórbrotnari en
flestar aðrar kvikmyndir, og eru
allmargar myndir úr henni í þess-
ari nýju útgáfu.
Þýðingin er eftir Sigurbjörn
Einarsson, biskup, og er stórvel
gerð.
Næstu sögur, sem útgefandi seg
ist birta í þessum flokki eru Kofi
Tómasar frænda, Skytturnar, ívar
hlújárn, Börnin í Nýjaskógi og
fleiri slíkar.
Erindasafn Gretars
Fells
BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá heí
ur sent frá sér nýja bók eftir Gret
ar Fells og nefnist hún Það er
svo margt. í henni eru erindi og
ritgerðir um ýmis efni — sálfræði,
heimspeki, dulfræði og fagurfræði'
flest frá sjónar/niði guðspekinnar.
Þetta er allstór bók, nærri 300
blaðsíður að stærð. Erindaheiti
eru þessi: Skyggna konan, Fata-
skipti sálnanna, Trúin á ofstækið,
Nærgætni, Dyr andans, Náð og
nauðsyn, Konungsherbergið, Norð
urljós, Sálfarir, Myndin af Kristi,
Meistarar, Leyndardómur kirkjunn
ar, Leyndardómur andlegs þroska,
Er nokkuð hinum megin? Dul-
heimar náttúrunnar, Barnasjúk-
dómar andlegs lífs, Ilmur fortíðar
innar, Foringjar og fylgilið, Mað-
urinn, sem vissi hvað hann vildi,
Guðspekin og gáta dáuðans, Sann
leikurinn um Nirvana. Musteri
musteranna, Sálin hans Jóns míns.
i
Kennslubók í
fatasaumi.
LÆRIÐ AÐ SAUMA, heitir
kennslubók í fatasaumi eftir Sig-
ríði Arnlaugsdóttur, kennara, en
Skuggsjá gefur út. Bókin er í all-
stóru broti og með fjölda mynda
og teikninga til skýringa efni. —
Bókin er einkum við það sniðin að
gefa hagnýtar leiðbeiningaríheima
saumi, sem höfundur segir, að
mjög hafi farið í vöxt á undanförn
um árum. Bókin er hin vandað-
asta í allri útgáfu.
Hupæmar jólasögur
Eiríkur Sigurðsson:
JÓLASÖGUR.
Bókaútgáfan Fróðl.
ÞESSI BÓK kom út á s. 1. ári
og er um 200 blaðsíður að stærð.
Hún hefur ekki látið mikið yfir
sér, en á þó allt gott skilið. Þetta
eru 23 sögur og ævintýri, sumt |
þýtt, annað frumsamið, en teikning
ar gerði Ragnhildur Ólafsdóttir.
Allar hafa þessar sögur og æv
intýri boðskap að flytja, sem hvert
barn skilur. Og letur er stórt og
læsilegt.
Það er óhætt að vekja athygli á ;
þessari fallegu bók. Hún hefur að
eins gott að bjóða börnum og ungl-
íngum. Og raunar er nafn Eiríks
Sigurðssonar, skólastjóra, sem sög
urnar hefur samið og þýtt, næg I
sönnun fyrir því, að bókin er góð-
ur fengur. — Sn.S.
EIRÍKUR SIGURÐSSON,
skólastjóri.
i
i
1
TÍMINN, laugardaginn 15. desember 1962
9