Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1962, Blaðsíða 3
Það hafði gengið eitthvað and- hælislega fyrir Elínu Jósefsdótt- ur þessa síðuslu daga, rétt eins og allt snerist upp á móti henni, bæði dautt og lifandi. — f gær, t.d., þegar hún var að enda við þvottinn hjá læknis- frúnni, — hún vissi ekki annað en að hún hefði verið fljót að þvo hann og gert það forsvaranlega í alla staði, — en viti menn, þegar frúin greiddi henni kaupið, laum- aði hún því að henni, að hún ætl- aði ekki að kaupa út þvott oftar, þær mæðgurnar ætluðu að gera það framvegis, hún og dóttirin! Hún væri nú líka farin að eldast og þarfnaðist rólegri daga' Þvilík umhyggja! — Þar fóru þeir aurarnir! Hana, sem hafði þó langað svo til að vinna fyrir aur- um, einmitt núna fyrir jólin. Þær verða smáar jólagjafirnar þetta árið! Elín andvarpaði. Þessi ellilífeyrir, það var nú hægt að koma honum fyrir! Og blessuð börnin, hvað hún hafði þráð að geta eitthvað glatt þau. Þau glöddust að visu af litlu, en nú var allt svo dýrt — svo óhóf- lega dýrt! Og trúlega kæmu hinar frúrnar á eftir, og segðu henni upp vinnu, hún væri orðin svo gömul! Falleg voru þau barnaleikföngin í búðarglugganum, þarna á Lauga- veginum, já og víðar í bænum. Ella myndi nú kannske þiggja t.d. eina brúðu, hún átti þær víst ekki svo margar né fallegar! En lengst dvaldi þó hugur henn- ar, gömlu konunnar, hjá drengn- um bláeygða, sem raunar vildi nú ekki véra lítill lengur, bara stór pabba og mömmudrengur! Hún vissi svo sem, að allur hug- ur hans var bundinn við eina ósk, — hjól, reiðhjól! Já, væri maður nú sá burgeis, að geta gefið hon- um reiðhjól í jólagjöf. Gamla konan rykkti sér upp í rúminu og settist á rúmstokkinn. En hvað var nú þetta? Glerbrot? Ó, klukkan á borðinu. Nú mundi hún það. En hvað var hún svo sem að álpast í nótt með klukkugreyið í hendinni? Hún mundi nú allt í Fjallamannavísur haustið 1961 Þegar höldum hátt til fjialla hug’ur léttist, andinn kætist. Lítum jökla- skína skalla skeður þá að draumur rætist. Hérna fjarri glysi Oig ■g'laumi gleymist allt, er huga þiakar. Fyrrj oft í fleygum draumi ferðahömlur reyndust slakiar. Þó að brott sé haldið héðan heilla fjalla töfrar glæstir, þótt líði á ævi, munu meðan minum huga Standa naéstir. Fákar spretfa úr spori, léttir; spyr.na þétt er roku taka, Þýðir, vakrir, þolnir, nettir, — þá er 'létt að hugsa og vaka. Oft þú munt I anda líta öræfanna tign og veldi, trautt mun böndin tryggða slíta; ífcygar úr fleyg af sjatnar eldi. ÍVAR JASONARSON (Þetta kvæðl átti að fylgja grein Stefáns Jasonaiv.onar í síð- asta aokablaði). einu að hún hafði misst hana ú: höndunum á sér, á gólfið. Og auð- vitað hafði hún farið í mél. Ekki þurf i að athuga það, náttúrlega ■stóð hún, vísarnir skakkir og skældir. Nei, það var ekki að því að spyrja, ólánið elti hana. Eitthvað myndi nú vekjaraklukka kosta, en án hennar var illt að vera. Hún dró gluggatjöldin til hlið- ar, gamla konan, og lét morgun- íSkimuna koma inn um gluggann, tók sér kúst og fægiskúffu og sópaði glerbrotunum samn.n. „Svo er ég víst farin að ganga í svefni, þvílíkur ræfill sem ég er orðin.“ Eftir nokkra stund, hafði þægi- legur kaffiilmur fyllt stofuna, og hita lagði frá miðstöðinni. Gamla konan hafði greitt sér og klætt, og átti aðeins ófarið í kápuna, þá var dyrabjöllunni hringt. Það hýrnaði yfir gömlu konunni, rétt eins og hún hefði hálft í hvoru átt von á heimsókn. Jú, það var ekki lengi verið að opna útidyrahurðina, — og þarna stóð hann, blessaður. „Sæl, amma mín,“. Það var hnellinn, Ijóshærður snáði, sem úti fyrir var og heilsaði. „Sæll elskan mín. — Ósköp ertu snemma á ferðinni.“ „Heyrðu amma, veiztu að ég kom bara til að segja þér, að ég er búinn að ráða mig fram að jól- um,“ „Ráða þig, barnið?; hvað ertu að segja? Vita þau um þetta, pabbi þinn og mamma?" „Ekki enn þá, en nú fer ég heim til að segja þeim það, Hann Alli í „Allabúð“ ætlar að borga mér kaup, ef ég fer í sendiferðir fyrir hann, núna fyrir jólin. En ég verð að vera allan daginn, bara fara heim og borða? Ég get þetta vel, og ef til vill lánar hann mér reið- bjól svo ég verði fljótari í sendi- ferðum. Bara að ég ætti sjálfur hjól!“ „Já, sannarlega ættir þú skilið að eignast hjól, ekki síður en hinir jafnaldrar þínir, læknisson- urinn og lWupmannssonurinn og íleiri.“ „Hvað er þetta amma.er klukk- an þín brotin? Drengurinn hafði komið auga á brotnu klukkuna. „Ójá, ég var svo mikill klaufi, að ég missti hana á gólfið og braut hana.“ „Það gerir ekkert til amma mín, ég skal kaupa klukku fyrir þig, og gefa pér hana í jólagjöf, nú fæ ég mikla peninga.“ Áður en gamla konan áttaði sig á, var drengurinn búinn að kveðja liana og hlaupinn út í einum spretti. Svona eru blessuð börnin. — En nú brá svo við, að allt virtist iéttara og bjartara, sem að gömlu konunni snéri, eins og öllum öm- urlegu hugsunum hennar væri feykt burt. — Hún klæddi sig í kápuna og se'.ti á sig skýluna, og tók með sér mjólkurflöskuna. Hún var eitt- hvað viðutan, masið í konum í mjólkur- og fiskbúðinni, fór fyrir ofan garð og neðan hjá henni, hún heyrði það ekki. Hún sá lít- inn, ljóshærðan, bláeygðan dreng vera á harða hlaupum. Bara að hann gætti sín fyrir bílum! „Hjól — ja víst ætti hann að eignast reiðhjól.“ — Og þá var það, að hún mætti póst- inum við dyrnar hjá sér, þegar hún kom úr búðum þennan morg- un. „Elín Jósefsdóttir? Á hún heima hér?“ „Það er ég.“ Pósturinn rétti henni bréf — flugumslag. — Gamla konan tók að skjálfa. Gat það verið? — Var það kannski frá Maríu hennar? Loksins, eftir öll þessi ár! Jú, það bar ekki á öðru. U.S.A. — og þarna var adressan og naín- ið: Mary, ó hún gat ekki lesið hitt, síðara nafnið, en það gerði ekki svo mikið, það var bréf frá Mæju hennar, og henni leið vel, gift og átti eitt barn, stúlku. En hvað var nú þetta? Hvað kom innan úr bréfinu? Seðlar?, henni alveg óþekktir. Dollarar? Ekki var um það að villast. Fimm 10 doll- ara seðlar, það var sannarlega ekki svo lítil upphæð, en enn þá betra var þó, að fá ágætar fréttir af henni. Og gamla konan minntist löngu liðinna daga, er hún kvaddi þessa dóttur sína, þegar hún lagði leið sína til Ameríku. Já, víst voru það erfiðir dagar, en hvað um það, þetta mátti nú mörg móðirin hafa. En verst var hve langt var á milli bréfa frá henni, einkum nú í seinni tíð. En svo var gleðin svo mikil, þegar bréf komu, eftir óend- anlega langan tíma, eða það fannst gömlu konunni, móður hennar. En það var henni meinabót, að fá að hafa soninn hjá sér, sjá hann vaxa og verða að dugandi manni. Nú var þessi sonur kvæntur og átti fjögur börn; elztur var lítli drengurinn, er heimsótti ömmu sína þennan umrædda morgun, hann var nýlega orðin 8 ára, hitt voru telpur 5, 3ja og yngsta á 1- ári. — — Það styttist óðum til jóla. Borg- in hafði klæðzt jólaskrauti sínu Alls staðar blðstu við augum manns ljós, blessuð jólaljós! Elín Jósefsdót'ir hafði nóg að starfa. Hún þurfti sízt að kvarta undan iðjuleysi núna. Að vísu hafði hún aðeins þvegið einn þvott úti síðan hún fékk bréfið, en hún hafði nógu öðru að sinna, nú gekk hún um götur borgarinnar, með talsverða peningaupphæð, sem ætluð var til jólagjafa, rétt eins og hver annar. Það fyrs'a sem hún gerði, er hún hafði skipt dollurunum í bank anum, var að fara upp í hjólhesta- verzlunina „Fálkann", og þar voru reiðhjól skoðuð og borið saman, spurt eftir verði o.s.frv. Að endingu var eitt tekið frá og greitt út í hönd. Hún bað verzl- unarmanninn að geyma það fyrir sig, því hún þurfti að tala við son 'Sin, og biðja hann að geyma það þar sem enginn yrði þess var, þangað til á aðfangadagskvöld. En þó þessu væri nú lokið, var margt eftir að gera. Ekki mátti nú alveg ganga fram hjá nöfnu hennar! Og gamla konan gekk fram og aftur með innkaupatöskuna, búð úr búð, og verzlaði og verzlaði, meir en hún hafði leyft sér, eða getað gert í langan tíma, eða sennilega aldrei síðan hún missti manninn frá tveimur börnunum ungum. Það var nóg að gera á Þorláks- dag. Auk annarra starfa hafði hún nú staflað gjöfum á stól, allar voru þær merktar þeim, sem þær áttu að fá. Allar voru þær þarna saman komnar, nema hjólið, sem geymt var heima hjá syni hennar. Svo rann upp aðfangadagur. Það var hreint og bjart veður, en dá- lítið kalt, en frostsins gætti minna, af því stillilogn var. Snjór var yfir öllu. Elínu Jósefsdóttur fannst dag- urinn óþarflega langur. Var hún virkilega að verða barn aftur? Hlakkaði hún svona mikið til kvöldsins, að henni fannst dagur- inn aldrei ætla að líða? Hún minnt ist bernsku sinnar, hversu oft hafði ekki óþolinmæðin gripið hana, einmitt á aðfangadaginn, — það var svo leiðinlegt að bíða. Hún reyndi að dunda við ýmis- legt, taka til, fara í sparifötin, raða jólapökkum upp aftur og aft- ur, og lesa utan á kortin. Efst hafði hún sett stóran vel innpakk- aðan konfektkassa til tengdadótt- urinnar. Hún horfði hlýjum aug- um á nafnið hennar. Hversu mik- ið átti hún ekki þessari konu að þakka? Hún vissi mæta vel hversu góð eiginkona hún var og móðir, umhyggjusöm og myndarleg. Það var mikið lán fyrir hann Jónas hennar að eignast þvílíka konu. Nú heyröi hún gengið heim að húsinu og hringt dyrabjöllunni, þeir voru þá komnir feðgarnir að sækja hana. — — Það var hlýtt og bjart inni I stofunni þeirra, og steikarilmurinn mætti þeim fram að dyrum, bland- aður grenilykt. Guðrún, tengdadóttir hennar, stóð við_ eldavélina og hrærði í pottum. í stofunni var dúkað borð. Guð blessi ykkur öll og gefi ykfcmr gleðileg jól! Hún gekk til tengdadótturinnar og heilsaði henni með kossi, því næst heilsáði hún litlu telpunum og gerði sér tæpitungu við þá minnstu, er í vöggu lá. Jóiahelgin lá í loftinu. Þegar tekið hafði verið af mat- arborðinu og búið var að kveikja á jólatrénu, var gjöfum útbýtt. Gamla konan stóð upp og tók pakk ana sína upp úr innkaupatösk- unni. Fyrst. kom konfektkassi til tengdadótturinnar, þá vindlakassi handa syninum, Stóra og skraut. lega biúðu afhenti hún nöfnu sinni, og sú næsta fékk stóran bangsa. Þá lagði gamla konan skrautlega hringju á sængina hjá yngstu telpunni. Svo varð andartaksþögn, eftir að allir höfðu þakkað fyrir sína gjöf. Þau litu hvert á annað móðir og sonur, þar til hinn síðarnefndi gekk út úr stofunni. Gömlu konunni sýndust augu litla drengsins sem beið og hafði enn þá ekkert fengið frá henni, verða svo blá, enn þá blárri en venjulega, en þetta var aðeins andartak, hurðin var opnuð og pabbi hans birtist í dyrum og leiddi við hlið sér reiðhjól. „Hérna er hjólið, sem þú baðst mig að geyma, mamma.“ Hún gekk til litla sonarsonarins og leiddi hann að hjólinu: „Þetta er jólagjöfin mín til þín“, sagði gamla konan. Það var eins og drengurinn gæti ekkert sagt í fyrstu, hann bara horfði stjörfum augum á gripinn. „Þakka þér fyrir amma mín, en — en ég keypti handa þér klukku, af því að hin brotnaði.“ „Nú skaltu fara með hjólið þitt fram á ganginn, væni minn, og geyma það þar, til morguns, — ef til vill prófar þú það eittthvað þá,“ það var pabbi hans sem tal- aði. Og kvöldið leið í gleði og helgi jólanna. Allir höfðu hlotið ein- hverja gjöf eða gjafir. Þegar gamla konan fór að sýna á sér fararsnið, gekk tengdadóttir hennar til hennar og bað hana að vera hjá þeim um nóttina og helzt að koma sem fyrst til þeirra ,al- komin. Ekkert vildi gamla konan segja við því, en þegar hún var háttuð í litlu stofunni sinni, seinna um kvöldið, læddist einhver einmana- kennd að henni, og hún hugsaði, að jafnvel þó hún hefði aldrei ætlað að vera öðrum byrði í líí- inu, þá gæti þó hugsazt að þessi uppástunga ætti það skilið, að um hana væri hugsað, Ef til vill var þó betra að flana ekki að neinu (svona lítt hugsuðu). — — Litla stofan hennar sem hún hafði búið í svo lengi, átti svo ó- trúlega mikil ítök í henni, þar átti hún minningar frá dögum gleði og sorgar og jafnvel þó henni leidd- ist við og við, og fyndist kannske lífið eitthvað upp á móti sér, þá voru það oft smámunir, sem hægt var að gleyma og slá striki yfir. Út frá þessum hugsunum sofn- aði gamla konan, og hafði kann- ske ekki um lengri tíma verið eins barnslega sæl, og einmitt nú eftir þetta yndislega jólakvöld; — því hvað er ömmunni kærara en yndis leg og ástrík barnabörn? Smásaga eftir frú Sigríði Biörsdóttur l 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.