Alþýðublaðið - 04.01.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 04.01.1940, Page 2
FIMMTUDAGUR 4. JAN. 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ Næturgalinn 88) — Viltu fá mér fallega gullsverðið, viltu fá mér fánann, viltu fá mér kórónu keisarans? 89) Og Dauðinn gaf eitt djásn fyrir hvern söng, og næturgalinn hélt áfram að syngja. 90) Og hann söng um kirkjugarðinn, þar sem hvítu rósirnar vaxa, og þar sem blómin eru vökvuð tárum hinna syrgjandi. 91) Og þá lang- aði Dauðann heim í garðinn sinn, og hann sveif út um gluggann eins og hvítt ský. Líftrmligar ii | Yátiriglniarskrifstofa I Slgfúsar Sighvatssonar. 1 LæMjarfðta 2. Danskir og íslenskir UMRÆÐUEFNI blaðamenn skiftast ð ðramótakveðjum. ORMANNI Blaðamannafé- lags íslands hefir borizt svohljóðandi nýjárskveðja frá dönsku blaðamönnunum, sem komu hingað í sumar: „Dönsku blaðamennirnir, sem komu til íslands í sumar, minn- ast með þakklæti gestrisni ís- lenzku blaðamannanna og senda starfsbræðrum og vinum á íslandi óskir um gott nýjár, er færi með sér frið, og heill og hamingju Blaðamannafélagi ís- lands.“ Blaðamannafélag íslands sendi dönsku blaðamönnunum éinnig árnaðarósk um áramótin. Samtal við Sigurð Baldvins- son póstmeistara um bréf, sem hverfa, menn skrökva sig frá skuldagreiðslum og reyna að koma sökinni yfir á póstþjónana. Krossbands- sendingar, sem stela smá- bréfunum. — Reykjavíkur- stúlkan og erindið í útvarp- inu. Eitt bréf af mörgum um þetta mál. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. EG TALAÐI við Sigurð Bald- vinsson póstmeistara nýlega af tilefni bréfs, sem ég fékk frá Jó- hanni Guðmundssyni forstjóra á Seyðisfirði. f þessu bréfi er kvart- að undan því, að bréf frá Seyðis- firði, sem áttu að fara hingað til Reykjavíkur hafi horfið og nefnir Jóhann í því sambandi 6—8 dæmi um þetta. Þá tilgreinir hann og mann, sem hafi kvartað undan þessu við póstmeistara í fyrra. ÉG SPURÐI póstmeistara hvort hann kannaðist við þetta. Sagðist hann minnast þess, -að nafngreind- ur maður á Seyðisfirði hefði borið fram kvartanir við sig í þessa átt. Hér er þó alls ekki um stórt mál að ræða og óþarfi að gera frekara veður út af því. En út af þessu máli sagði póstmeistari mér ýmis- legt um starfsemi póstsins. Hann sagði til dæmis: ÞAÐ KEMUR FYRIR, að það sé kvartað undan því, að bréf, sem ekki er keypt ábyrgð á, en sagt er að séu peningar í. hafi misfarist. Gegn slíkum kvörtunum stöndum túð póstmenn mjög varnarlitlir, ef slíkt kemur þá ekki hvað eftir ann- að fyrir á sama stað, því ef svo væri, væri hægt að einangra það og vitanlega að koma málinu í lag með rannsókn. En ég veit dæmi til þess, að hér hefir ekki verið allt •með feldu. Við höfum dæmi fyrir okkur í því, að menn reyna að skrökva sig frá skuldum með þess- um hætti. Þeir hafa ef til vill lofað að greiða skuld ákveðinn dag, lof- að að senda greiðsluna í pósti, en ekki gert það og svarað. því svo til, að þeir hafi gert það, en ekki sent peningana í ábyrgðarpósti, heldur í venjulegu bréfi. Þá kom það nokkrum sinnum fyrir, að bréf teljast ekki hafa komið til viðtak- anda, en síðan finnast bréfin í skrifborðsskúffum, í bókum o. s. frv. hjá viðtakendum sjálfum, eða á heimilum þeirra. ÞÁ ER EITT atriði, sem er mik- ið vandamál erlendis og mikið far- ið líka að kveða að hér á landi. Það færist mjög í vöxt að kross- bandssendingar og opin bréf séu send með póstinum. Þessu er hent í póstkassa, en umbúðirnar rifna ef til vill að einhverju leyti og lít- DAGSINS. il bréf, sem einnig eru í póstkass- anum fara inn í krossbandssend- ingarnar. Þetta hefir komið oft fyrir hér. Ég skal segja yður, að nýlega kom hingað krossbands- sending frá Hollandi. Umbúðirnar voru svolítið rifnar og innan í sendingunni voru hvorki meira né minna en 7 bréf, sem áttu að fara til ýmsra staða á Hollandi. Eins og þér sjáið, eru ýmsir erfiðleikar hjá okkur póstmönnunum og það er því illa gert, að auka þá erfiðleika af ásettu ráði. NÝLEGA flutti ung stúlka er- indi í útvarpið um Reykjavíkur- stúlkuna. Nafni stúlkunnar var haldið leyndu og er það þó mjög óvenjulegt í útvarpinu. Ef dæma má eftir bréfum, sem mér hafa borizt um þetta erindi, þá hefir mörgum útvarpshlustendum blöskr að skoðanir stúlkunnar. Ég get ekki verið að birta öll þessi bréf, sem bæði eru frá fólki héðan úr bænum og eins frá fólki utan af landi, enda eru þau mörg sam- hljóða ádeila á stúlkutetrið. Jónas St. Lúðvíksson í Vestmannaeyjum segir um þetta efni í bréfi til mín: - „RÉTT ÁÐAN var einhver ung Reykjavíkurstúlka að flytja í útvarpið kvennaþátt er hún nefndi ,,Reykjavíkurstúlkan.“ í þessum þætti orðfærði þessi ungfrú það svo, að ungu stúlkurnar í Reykja- vík gætu .— svona rétt til þess að vera með — þegið snaps, en það væri alveg af og frá, að ung Reykjavíkurstúlka sæist nokkru sinni drukkin á götu. Öll slík til- felli væru utanbæjarstúlkur, sem vildu vera með í Reykjavíkurlíf- inu, en kunna sér ekki betur hófs en svo, sem hún gat um.“ „MIKIÐ ER nú dómaravald þess- arar ungu stúlku, og mikil er sú bíræfni, að halda slíku fram, og það í Ríkisútvarpinu. Þó að ég beri hvorki neitt af því, sem kallað er kvenlegt eðli, eða dyggðir, né heldur sé vanur að deila um löst eða ljóð á ráði kvenna eða ann- arra, þá langar mig þó til, sem ut- anbæjarmaður, af því að hér er sérstaklega beint miður þokkaleg- um skeytum til utanbæjarstúlkna, og þar með gerð tilraun til að þrykkja niður virðingu fyrir öðr- um en Reykvíkingum einum, að taka þessi orð hinnar ungu Reykja- víkurstúlku til nokkurrar athug- unar.“ „ÞESSI UNGA STÚLKA, sem þannig talar, hefir vafalítið litla dómgreind á þessum málum, sem sem hún er að hjala um, eða þá hitt, að hún getur ekki unnað ut- anbæjarstúlkum sannmælis í þess- um efnum. Fjærri sé mér að drótta því að ungum Reykjavíkurstúlk- um, né heldur Reykvíkingum í heild, að þeir séu yfirleitt gjarn- ari á útiveru við ölvun en aðrir ís- lendingar, þó hins vegar skýrslur sýni, að þeir séu ölkærari menn hlutfallslega, en í öðrum lands- hlutum, en hitt staðhæfi ég, að ungar Reykjavíkurstúlkur eru ekki eftirbátar annarra stúlkna á land- inu hvað ölvun á almannafæri snertir, eða hver skyldi annars á- stæðan vera, ef svo væri ekki? Borgarlíf æskunnar hefir aldrei verið talið fyrirmynd, og dettur nokkrum í hug að halda, að Reykjavík sé einhver undantekn- ing? Nei, ekki einu sinni þessari ungu Reykjavíkurstúlku sjálfri." „ÞESSI fullyrðing stúlkunnar í útvarpinu er því staðlausir stafir og einungis út í bláinn sagt, til þess að bjarga áliti Reykvískrar æsku á kostnað annarrar æsku landsins. Það er meira heldur en heiðarlegum málflutningi sæm- andi. Ég hefi nokkuð oft verið gestur í Reykjavík og því orðið var við ýmislegt, sem annars myndi hafa fram hjá mér farið, hvað viðvíkur þessu máli, er hér um ræðir.“ „ÉG SKAL nefna hér tvö dæmi, af fleirum, sem sýna hversu miklar firrur og fjarstæður þessi ungfrú hefir borið á borð fyrir út- varpshlustendur. Fyrra dæmið: Ég bý á Hótel Skjaldbreið. Það er að næturlagi. Ég er að fara heim, og geng Kirkjustræti. Á tröppum Alþingishússins sitja tvær ungar stúlkur all mjög ölvaðar. — „Halló manni,“ kallar önnur um leið og ég geng fram hjá, — „af hverju er þinghúsinu lokað?“ Orðin eru slitrótt, og tungan draf- ar. „Þingfundum er lokið í dag“, svara ég. „Helvítis beinin,“ segir hin. „Eruð þið kannske þing- menn?“ spyr ég. Nei, ekki var það, en meining þeirra var, „að berja á bölvuðum þingmönnunum“ fyrir allt það þunga fátækraframfæri, sem þeir ætluðu að koma yfir á herðar „okkar“ Reykvíkinganna. Síðara dæmið: Við erum tveir á gangi að kvöldlagi niður á hafnar- bakka. Á móti okkur kemur stúlka. Hún reikar í spori. Hún biður okkur að fylgja sér heim. Jú, jú, það er sjálfsagt. Við náum í bíl og ökum af stað. Á leiðinni verður mér á að spyrja stúlkuna um ýmislegt, og þ. á. m. hvaðan hún sé. Hún er Reykvíkingur.“ „ÉG SET ÞESSI DÆMI ekki hér ti,l þess að sverta Reykvíkinga, heldur til þess að sýna fram á, að Reykvískar stúlkur eru ekki, éins og ég tók fram áðan, neinir eftir- bátar annarra með ©lvun á al- mannafæri, sem eðlilegt er. Það er því mjög óviturlega sagt og í miður góðum tilgangi, þegar flaggað er með slíku, sem þessi unga stúlka í útvarpinu. Að lokum vil ég svo beina þessum fyrirspurnum til út- varpsráðs: Eru ekki þessir kvenna- þættir athugaðir af útvarpsráði — áður en þeir eru fluttir í útvarp- ið? Og ef svo er, er það með leyfi og vilja útvarpsráðs, að þetta at- riði, sem ég gat hér að framan, er borið frarn í útvarpinu.“ Hannes á horninu. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Auglýsing um smásðinverð. Dills Best reyktóbak í Ys lbs. blikkdósum kr. 8,4® dós. Do. Model — Do. — Prince Albert — Do. — Do. — % - - - 2,20 - V, — — 15,00 — lVa OZ. — — 1,45 — Valbs. — — 7,65 — Vs- - — 1,95 - Vis — léreftspokum — 1,00 pk. May Blossom cigarettur í 20 stk. pökkum kr. 1,90 pk. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. TóbakseiÐkasala ríkisins. JOHN DICKSON CARIt: Norðin í vaxmyndasafninn. 20. gestunum þar, þeir þekkja mig vel. Þar var ég þangað til klukkan hálf tólf. Þá fór ég í vagninn minn og ók í áttina til Porte St. Martin og ætlaði að fara á samkomu Svartgrímu- manna. En þegar ég kom á hornið hjá Boulevard St. Denis breytti ég áætlun. Þá mun klukkan hafa verið fjörutíu og fimm mínútur gengin í tólf. Þá fór ég á næturklúbbinn, sem kallaður er „Gráa gæsin“. Þar settist ég ásamt tveim stúlk- um. Þér, herra, komuð þar inn örfáum mínútum seinna, og ég er nærri því sannfærður um, að þér sáuð mig. Ég er að minnsta- kosti sannfærður um, að ég sá yður. Ég vona, að yður sé nú ljóst, hvar ég hefi verið í kvöld. Jæja — og hve- nær var svo morðið framið? — Milli klukkan ellefu fjörutíu og ellefu fjörutíu og fimm. Öll bræði Galants virtist rokin út í veður og vind. Hann leit í spegilinn yfir arinhillunni, strauk hár sitt, ypptí öxlum og sagði: •— Ég veit ekki, hvernig þér getið verið svona viss um það. En það er að minnsta kosti mér í hag. Ég hugsa, að þeir, sem sáu .til mín, þegar ég fór frá Moulin Rouge, muni geta borið vitni um það, að ég fór klukkan rúmlega hálf tólf. Það er klukka á búð þar hinum megin við strætið. Nú vita allir, að það er um tíu mínútna akstur frá Moulin Rouge til Gráu gæsarinnar, en þangað kom ég klukkan fjörutíu. og fimm mín- útur yfir ellefu. Er það sennilegt, að ég hefði haft tíma til þess að drepa ungfrú Martel, bera lík hennar inn í vaxmynda- safnið, án þess að nokkurs staðar sæist blóð á mér -— og aka til Gráu gæsarinnar á þessum tíma? Auðvitað getið þér spurt ekilinn minn. En ég býst ekki við, að þér trúið honum. — Þakka yður fyrir, sagði Bencolin með hægð. — Þér hafið ekki verið ennþá sakaður um þennan glæp og ekki heldur grunaður. — Þér játið þá, að það sé úti lokað, að ég sé sekur? — Nei, síður en svo. Galant klemmdi saman varirnar og svipur hans varð hálfu grimmdarlegri en áður. Hann laut fram og' sagði: í hrein- skilni spurt, til hvers komið þér hingað? — Aðeins til þess að tilkynna yður að ég ætla ekkert að gera uppskátt um félagsskap yðar. Þetta var vináttuheimsókn, eins og þér getið skilið. — Jseja, hlustið nú á mig, sagði Galant. — Ég er kyrrlátur maður. Ég hefi bælcur mínar og hljóðfæri til þess að skemmta mér við. En, hamingjan góða! Ef einhverjir lögreglunjósnarar finnast innan dyra hjá okkur í klúbbnum, þá.......... Hann lækkaði röddina og brosti kuldalega: — Góða nótt, herrar mínir, þið hafið heiðrað hús mitt með heimsókn ykkar. Við fórum, en hann stóð kyrr fyrir framan ofninn og hvíti kötturinn stóð við hlið hans. Þjónninn fylgdi okkur út. Þegar hliðinu hafði verið lokað, greip Chaumont í handlegginn á leynilögregluþjóninum. — Þér sögðuð mér að þegja, sagði hann, — og það gerði ég. En nú vil ég fá að vita . . . Dolette! Ætlið þér að segja mér, að Odette hafi verið að — fara þangað? — Já. Geislarnir frá götuljóskerinu höfðu funöið leið milli trjánna og féllu á andlit Chaumonts. Hann þagði — lengi. — Jæja, tautaði hann að lokum, — jæja, við ættum þó að minnsta kosti að geta leynt móður hennar því. Bencolin horfði fast á Chaumont andartak. Því næst lagði hann hönd sína á öxl Chaumonts. — Þér þurfið að vita sannleikann. Odette var — nú jæja, hún var jafn barnaleg og þér sjálfur. Þér lærið ekki að þekkja lífið, þó að þér séuð í hernum. Sannleikurinn var sá, að Odette var höfð í klúbbnum vegna þess, að hún var af góðum ætt- um. Galant vildi aldrei annað fólk en af allra tignustu ætt- um. Nei, nei, verið þér nú rólegur. Hann tók fast í öxl unga mannsins og snéri honum að sér. — Þér farið ekki aftur til Galants. Ég skal sjá um hann. Það var fullkomin þögn á götunni, en Chaumont reyndi að losa sig úr höndum leynilögreglumannsins. — Hefði hana langað til að fara þangað, væri hún sennilega enn á lífi. Þér skiljið ekki hugsunarhátt herra Galants. — Þér eigið þá við það, sagði ég, — að Galant beri ábyrgð á þessum morðum. Hann sleppti takinu á Chaumont og snéri sér að mér dá- lítið truflaður á svipinn. — Það er spurningin, Jeff, Ég held ekki. Hann stendur í einhvers konar sambandi við þessa atburði, en það er margt, sem bendir til þess, að hann sé ekki frumkvöðull að morðun- um. Morðin eru svo klaufalega framin. Hann myndi fara öðru- vísi að. En nú skulum við komast á snoðir um það, hvað hann gerði áður en hann kom heim. Hann barði staf sínum í gangstéttina. Maður kom í ljós neðar í götunni og stefndi til okkar, Hann hafði verið falinn þar á bak við tré, en kom nú fram, þegar Bencolin gaf merkið. Bencolin gekk á móti honum. — í gærkveldi, sagði hann — þegar ég var orðinn sann-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.