Alþýðublaðið - 04.01.1940, Page 3

Alþýðublaðið - 04.01.1940, Page 3
FIMMTUDAGUR 4. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞVÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAIiDEMARSSON. í fjarveru hani: STEFÁN PÉTURSSON. I—í—• m AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN *------------------------♦ Kaupoppbót og viunufriðBr. ÞVÍ verður ekki með neinni sanngirni neitað, að með breytingartillögum þeim, sem fluttar voru á alþingi í gær við gengislögin að tilhlutun stjórn- arinnar og afgreiddar sem lög frá alþingi í morgun, hefir í öll- um höfuðatriðum verið komið mjög verulega til móts við þá sjálfsögðu réttlætiskröfu verka- lýðsins, að hann fengi með kauphækkun þá dýrtíð upp bætta, sem skapazt hefir af völdum stríðsins, þó að há- markskrafa hans, fullkomin uppbót dýrtíðarinnar, fengist ekki í þetta sinn. Með breytingunum á gengis- lögunum hefir nú öllum verka- mönnum, sjómönnum, verk- smiöjufólki og iðnaðarmönnum verið tryggð kaupuppbót frá þessum áramótum og síðan á ársfjórðungsfresti út allt þetta ár, kaupuppbót, sem í fyrsta sinn kemur til með að nema þremur fjórðu þeirrar verð- hækkunar, sem orðin er, fyrir þá lægst launuðu, og tveimur þriðju eða minnst helmingi verðhækkunarinnar fyrir þá betur launuðu, en getur við síð- ari kauphækkanir á árinu kom- izt upp í 80% verðhækkunar- innar fyrir þá fyrstnefndu og 70% eða minnst 55% fyrir þá síðarnefndu. Og til þess að nefna aðeins tvö dæmi þess, hvaða þýðingu þessi nýju kaup- gjaldsákvæði gengislaganna hafa nú þegar fyrir þá lægst launuðu, má geta þess. að tíma- kaup Dagsbrúnarverkamanna hækkar strax við fyrstu kaup- uppbótina nú um áramótin úr kr. 1,45 upp 1 kr. 1,58, og tíma- kaup verkakvenna hér í Reykja vík úr kr. 0,90 upp í kr. 0,98. Það skal að vísu játa, að þessi kaupuppbót fullnægir ekki þeim kröfum, sem Alþýðu- flokkurinn gerði fyrir hönd verkalýðsins. Hann barðist fyr- ir því, að dýrtíðin yrði bætt verkamönnum, að minnsta kosti þeim lægst launuðu, að fullu, enda þótt hann teldi eins og á stóð ekki rétt, að láta það samkomulag, sem að endingu fékkst, stranda á því, þótt sú krafa næði ekki fram að ganga. Þess verður vafalaust ekki langt að bíða, að kommúnistar komi og segi, að það hefði held- ur átt að knýja fram kaup- hækkun með verkföllum og að kaupuppbótin myndi hafa orðið meiri með því móti. En þar til er í fyrsta lagi því að svara, að það er ekki sjáanlegt, hverjir hag hefðu af því, aðrir en er- indrekar erlendrar ofbeldis- stefnu og erlends árásarríkis eins og kommúnistar, að inn- anlandsfriðinum yrði á þessum alvarlegu tímum stofnað í Kutssinen, toppfígúran i leppstjérn Rússa i TerijotEi á Kyrjálanesi. -—.— ■» --— Hefir verið í þjónustu Stalins austur í Moskva í meira en tuttugu ár. ♦ hættu með harðvítugum vinnu- deilum. Og í öðru lagi eru engar líkur til þess að jafnmikil og almenn kaupuppbót og sú, sem nú hefir náðst með samkomu- lagi innan stjórnarinnar og á alþingi, myndi hafa fengizt með verkföllum. Það eru að vísu til stéttarfélög, sem eru svo sterk og vel skipulögð, að þau hefðu með samningum eða verkföllum getað knúið fram eins háa kaupuppbót eða jafnvel hærri en þá, sem ákveðin var á al- þingi í morgun. Maður gæti hugsað sér, að Prentarafélagið. Sjómannafélagið og jafnvel nokkur fleiri hefðu getað það. En fjöldinn allur af hinum veik- ari félögum hefði áreiðanlega ekkert bolmagn haft til þess. Og útkoman hefði orðið sú, að sá hluti verkalýðsins, sem bezt er launaður, hefði fengið hæsta kaupuppbót, en hinn hlutinn, sem lægst er launaður og dýr- tíðin kemur langharðast niður á, hefði minnsta kaupuppbót fengið eða alls enga. I því sam- bandi má heldur ekki gleyma, að mörg félög, þar á meðal Dagsbrún, voru samningsbund- in við atvinnurekendur fram á vor eða sumar og gátu því enga von gert sér um kauphækkun fyrr en þá. En nú hefir öllum slíkum félögum með breyting- unum á gengislögunum verið tryggð kaupuppbót tvisvar áður en samningstímabil þeirra er á enda. Annars er yfirleitt engin á- stæða til þess að gera sér nein- ar tálvonir um árangur af „frjálsum“ kaupsamningum eða vinnudeilum á tímum eins og þeim, sem nú eru, þegar allar lífsnauðsynjar eru óðfluga að hækka. Sú reynsla. sem fékkst í heimsstyrjöldinni bæði hér og annars staðar, er ótvíræð sönnun þess, að kaupið hækkar ekki nándar nærri eins ört og verðlagið á lífsnauðsynjum. Ár- ið 1914, áður en verðhækkunin byrjaði af völdum stríðsins, var tímakaup hér í Reykjavík 35 aurar. Það var ekki fyrr en eftir tvö ár, 1916, að tímakaupið fór upp í 45 aura, þó að vísitala framfærslukostnaðarins væri þá komin úr 100 upp í 155. Þegar vísitalan var komin upp í 333 árið 1918 og dýrtíðin hafði þar með meira en þrefaldast, hafði tímakaupið, sem þá var komið upp í 75 aura, ekki meira en aðeins rúmlega tvöfaldazt. Og það var ekki fyrr en árið 1921, þegar verðlækkunin var aftur byi-juð, að kaupið náði verð- laginu, ef svo mætti að orði komast, og verkamenn fengu dýrtíðina að fullu bætta. En svo lækkaði kaupið ekki heldur eins ört aftur og verðlagið, þannig að verkamenn unnu það upp á árunum eftir heimsstyrjöldina, sem þeir höfðu tapað við verð- hækkunina á stríðsárunum sjálfum. Sumum kynni ef til vill að detta það í hug, að þessi reynsla okkar á stríðsárunum stafaði af því, að hér hefði þá vantað öfl- ug verkalýðssamtök. En ástæð- an var önnur. Hlutfallið milli verðlags og kaupgjalds raskað- ist á nákvæmlega sama hátt í Danmörku, þó að þar væru þá komin upp sterk verkalýðssam- tök. Sannleikurinn er sá, að á slíkum tímum stígur verðlagið á lífsnauðsynjum miklu örar en kaupið, ef allt er látið „frjálst“, eins og það er kallað, af því op- inbera. í þessari styrjöld hefir það ekki verið gert. Bæði hér og annars staðar á Norðurlöndum hefir hið opinbera haft strangt eftirlit með verðlagi og að minnsta kosti hér einnig með kaupgjaldi. Það verður ekki með neinum sanni sagt, að verkalýðurinn hafi skaðazt á því. Þvert á móti. Það hlutfall, sem nú hefir verið skapað milli kauphækkunar og verðhækkun- ar hér á landi með breytingun- um á gengislögunum, er, þrátt fyrir allt, sem út á það er að setja, ólíkt betra fyrir verka- menn en það, sem þeir urðu að sætta sig við árum saman í heimsstyrjöldinni. Að sú kaup- uppbót, sem verkamenn hér á landi hafa nú fengið, var á- kveðin af því opinbera, er þeg- ar á allt er litið, ekki nema aukaatriði, enda þótt Alþýðu- flokkurinn telji æskilegra og af- farasælla, að verkalýðssamtök- in semji sjálf við atvinnurek- endur eins og hingað til og muni beita sér fyrir því, að slík að- ferð til þess að ákveða kaup- gjaldið verði aftur upp tekin. Aðalatriðið er það, að verka- menn hafa tiltölulega fljótt fengið kaupuppbót vegna dýr- tíðarinnar, sem eftir atvikum má telja viðunandi, og trygg- ingu fyrir því,' að kaup þeirra haldi áfram að hækka í ákveðnu hlutfalli við dýrtíðina á árs- fjórðungsfresti allt það ár, sem nú er að byrja. Og að endingu má ekki gleyma einu, að með samkomu- laginu um kaupgjaldið hefir þjóðinni verið tryggður vinnu- friður í heilt ár og öllum þeim hættum verið afstýrt, sem henni gátu staðið af harðvítug- um vinnudeilum á svo viðsjár- verðum tímum. Það verður ekki með neinum tölum talið, hvers virði það er fyrir alla þjóðina. Útbreiðið Alþýðublaðið! AÐ, að Sovét-Rússland hefir látið gera O. W. Kuusinen að yfirmanni bráðabirigðastjórn- arinnar finnsku, sem Stalin hefir stiofnsett, er að sumu leyti aðeins herbragð. Það er bersýn-ilega til- gangurinn að draga tengilínu til byltingartímabilsins 1918, til þess á þann hátt að skapa glundroða í Finnlandi. En þetta herbragð strandar á tveim staðreyndum. Önnur er sú, að Finnland er í ár allt annað en Finnland 1918- Hin staðreyndin er sú, að Rúss- land er í ár allt annað en áríð 1918. Otto WilJhelm Kuusinen var einn meðlimanna í finnsku bylt- ingarstjórninni 1918. Hann var þó ekki stjórnarfiorsetinn, enda þótt ihann hefði átt sæti í finnsfea rífe- isdegiinum frá þvi 1907 og forseti ríkisdagsins um skeið. Leiðandi menn finnsku byltingarstjórnar- innar voru Kullova Manner, sem var stjórnarfiorseti, Yrjö Sirola, sem var utanrífeismálaráðherra og Edv. Gylling, sem var fjármála- ráðherra. Þessir menn flýðu frá Finn- landi ásamt mörgum fleirum, eft- ir ósigurinn. Þeir settust að í Rússlandi, oig þar hafa örlög þeirra verið hin dapurlegustu, nema að því er Kuusinen við- feemur, ef maður kallar það ekki clapurleg örlög að láta nota sig sem böðul á lýðræðið í sínu eigin landii. Og það er svo um þá Manner, Sinola og Gylling, eins og um fleiri ekki rússneska kom- múnista, að. menn vita ekki hver hafa orðið örlög þeirra. Menn vita þó með nokkum veginn visisu, að Manner var skotinn fyrir nokkrum árurn. Aftur á móti váta menn ekki með vissu um þá Sinola og Gylling, hvort þeir eru í fangelsi eða búið er að taka þá af lífi. Ef þeir eru á lífi, þá opn- ast þeim máske dyr frelsisins aft- ur, ef þeir verða viljug verkfæri í hömdum Stalins og láta mota sig sem böðla á sína eigin þjóð. En ef til vill er Stalin hræddur við að sleppa þeim lausUm. O. W. Kuusinen var sá af leið- togum byltingarinnar 1918, sem nneð mestri ákefð hneigðist að klíku Stalins í rússneska kom- múnistafliokknum, og var það mjög í 'samræmi við afstöðu hans til byltingarinnar frá stúdentsár- um hans. Meðan þeir Kullowo Manner og Gyllimg hvað eftir annað létu í ljósi samúð sína með hinmi sósíaldemokratisku hreyf- ingu í Finfgandi, hallaðist Kuu- sinen markvíst og ákveðið að hinum rússmeska kommúnisma. Rétt á eftir finnsku byltingunni 1918 birti hann þesisa afstöðu sín.a með því að gefa út ritling um fimnsiku byltinguna. Ritling þenn- an kallaði hann „sjálfsgagnrýni". t riti þessu fordæmdi hann það fyrst og fremst, að verkalýðurinn (Frh. á 4. síðu.) De pjóðfrægn vörnmerki hafa staðið af sér alla samkeppni. H á aa - stangasápa og undraefnið Nýja Tip Top eru merki hreinlætisins á íslandi. Tip Top hvitur pvottur, aðeins ef notað er Tip Top.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.