Alþýðublaðið - 06.01.1940, Page 4
LAUGAROAGUR 6. JAN. 1940
■ GAMLA BfOH
Bðrii Hardp
dómara.
Amerísk kvikmynd frá
Metro Goldwyn Mayer.
AÖalhlntverkið leika:
Levvis Stone,
Miikey Rooney,
Cecilia Parker,
Fay Haliden.
Hjálpræðisherinn. Opinber jóla-
tréshátíð í kvöld kl. 8V2. Inn-
gangur 25 aura. Allir velkomnir.
BREYTINGAR Á BREZKU
STJÓRNINNI Frh af 1. síðu.
viljað taka það að sér.
Hinn nýi hermálaráðherra,
Oliver Stanley, hefir verið
verzlunarmálaráðherra síðan
1937 og er sonur hins þekkta
brezka stjórnmálamanns, Lord
Derby, sem var hermálaráð-
herra Breta um skeið í heims-
styrjöldinni.
Nýjárs
dansleikurinn
er í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld — sunnu-
daginn 7. jan. Hefst kl. 10 e. h.
Hljómsveit undir stjórn
FRITZ WEISSHAPPELS.
Aðgöngumiðar seldir í Alþýðuhúsinu á sunnudag frá
klukkan 6.
Tilkynning.
Frá þessum tíma verða ekki teknar tiikynningar um
fundi, íþróttaæfingar, samkomur o. s. frv. í bæjarfréttir
dagblaðanna, heldur verða allar slíkar tilkynningar fram-
vegis skoðaðar sem auglýsingar og verður að greiða fyrir
þær.
Morgunblaðið, ¥ísir9
AlpýðuMaðið.
frá 5. [i. m. um breyllng á lögum nr.
10, 4. apríl 1939 um gengisskrán*
Ingu og ýmsar ráðstafanir í því sam»
bandi hefir Kauplagsnefnd reiknað
út vísitölu mánaðanna nóv. — des.
1939, miðað við að vísitala fram«
færslukosnaðar |an. — marz 1939
sé 100. — Reyndist hún vera 12%
hærri.
Viðskiptamálaráðuneytið.
FYRSTU FJÓRIR MÁNUÐIR
STRÍÐSINS. (Frh. af 3. síðu.)
ráð brezka flotans á sjónum á
bak aftur. Og þó vseri slík til-
raun eftir sem áður mjög mikið
hættuspil. í heimsstyrjöldinni
fór tilraun I’reta til þess að
setja þær á laud við Dardanella-
sund algerlega út um þúfur, eft-
ir að miklu hafði verið fórnað,
•enda þótt vandr væru þar mjög
ófullkomnar fyrir.
Hingað til hefir Þýzkaland,
síðan stríðinu í Póllandi lauk,
lagt aðaláher.duna á það, að
vinna Englandi sem mest tjón
með kafbátum og flugvélum.*)
Nýstárleg vopn, sem notuð hafa
verið í þeim liernaði, eru bæði
þau lausu tundurdufl, sem
þýzkir flugmenn hafa varpað
niður á sjóinn í fallhlífum, svo
og hin svonei'ndu segulmögn-
uðu tundurdidl, sem virðast
vera mjög hadtuleg. Um það,
hvern árangur þessi hernaður
*) Loftárásir í stærri stíl á
England sjálft hafa þó ekki verið
reyndar.
hafi borið, ber Bretum og
Þjóðverjum ekki saman. Bretar
setja her á land við Dardanella-
unum og kafbátunum sé ekki
nálægt því eins mikið og það
hafi verið í heimsstyrjöldinni,
að baráttan gegn kafbátunum
sé háð með vaxandi árangri og
það sé fyrirsjáanlegt, að Þýzka-
landi takist ekki að fylla
þau skörð, sem höggvin
hafi verið í kafbátaflota
þess, hvað þá heldur, að
smíða svo marga nýja kaf-
báta og manna þá æfðum kröft-
um, að um alvarlega hættu geti
orðið að ræða. Og sama sé um
flugvélarnar að segja. En um
hitt, hvað hæft er í þeim tölum,
sem frá báðum hliðum hafa
verið birtar um tjón af völd-
um hinna þýzku kafbáta og
flugvéla, verður að sjálfsögðu
ekkert sagt með vissu að svo
komnu.
sfc
Ennþá erfiðara er að sann-
prófa þær upplýsingar, sem
gefnar hafa verið um efnalegan
viðbúnað ófriðarþjóðanna. Að-
staða Englands og Frakklands
á því sviði er að vísu nokkurn-
veginn augljós. Þau eiga að-
gang að hér um bil öllum hrá-
efnum heimsins. Þýzkaland er í
þeim efnuhi miklu verr statt.
Það hráefnasvæði, sem það hef-
ir aðgang að, er töluvert miklu
minna en í heimsstyrjöldinni,
þegar því stóð allur Balkan-
skaginn opinn og méira að
segja mikill hluti Suður-Rúss-
lands síðasta ár styrjaldarinn-
ar. Auk þess er líklegt að
Þýzkaland hafi þá byrjað
stríðið með miklu meiri hrá-
efnabirgðum en nú.
*
En úrslitaþýðingu hefir, ekki
síður en hinn hernaðarlegi og
efnalegi viðbúnaður, sá andi,
sem ríkjandi er í ófriðarlöndun-
um. Enda er það viðurkennt af
öllum og einmitt þessvegna er
lögð svo mikil áherzla á hið svo-
nefnda ,,taugastríð,“ sem háð er
með allri þeirri tækni undirróð-
ursins, sem völ er á.
Hve þýðingarmikið þetta at-
riði er, sýna nýjustu vígstöúv-
arnar í þessu stríði, Finnland,
mjög vel. Hin þrautseiga og,
fram að þessu, sigursæla vörn
Finna gegn ofurefli Rússlands,
á að sjálfsögðu að nokkru leyti
rót sína að rekja til óvenjulegr-
ar forystu og æfingar, en að
langmestu leyti hefir hún þó á-
reiðanlega byggst á eldmóði
einstaklinganna, sem allir sem
einn maður eru reiðubúnir til
þess að fórna lífi sínu fyrir
frelsi föðurlandsins. Andspænis
slíkum eldmóði hefir bæði for-
ysta og fjöldi brugðizt hjá
Rússum. En þar hefir einnig
bilað nýtt herbragð, sem Rúss-
ar virðast hafa vænst sér mikils
af: Fallhlífarstökk hermann-
anna úr flugvélum á bak við
vígstöðvar andstæðinganna til
þess að geta ráðizt aftan að
þeim. Rússnesku hermennirnir,
sem reyndu þetta herbragð í
byrjun ófriðarins, voru skotnir
niður á leiðinni til jarðar og
síðan hefir ekkert heyrst af
slíkum tilraunum. Rússneski
loftflotinn hefir látið sér nægja
að varpa sprengikúlum á varn-
arlausar borgir og rússneski
herskipaflotinn hefir heldur
ekki gert neinar rósir. Ný
reynsla er það einnig, sem feng-
izt hefir 1 Finnlandi, að ekki sé
hægt að nota skriðdreka í mikl-
um snjó, af því að þeir sitja
fastir í honum. En þó að Rúss-
landi hafi þannig hingað til
ekki orðið neitt ágengt, þrátt
fyrir sinn mikla mannfjölda, þá
er þó ekki hægt að ganga þess
dulinn, að Finnland er í mikilli
hættu, svo fremi, að því komi
ekki sú hjálp. sem það þarfn-
ast.
*
Þá hjálp hafa nágrannaþjóðir
þess á Norðurlöndum ekki sent
enn, sem komið er. Þær hafa
haldið fast við hlutleysi sitt. —
Hvort þær og aðrar smáþjóðir
Evrópu komast hjá því, þegar
til lengdar lætur, að lenda í
stríðinu, er annað mál og mesta
áhyggjuefni þeirra allra. í
heimsstyrjöldinni tókst Norður-
löndum, Hollandi og Sviss, að
varðveita hlutleysi sitt, enda
þótt þau væru svo að segja um-
krlngd af ófriðarríkjum, og flest
önnur hlutlaus lönd álfunnar
soguðust inn í stríðið hægt og
hægt. Hvernig þeim reiðir af í
þessu stríði, getur enginn sagt
á þessari stundu. En óvæntustu
viðburði getur að höndum bor-
ið, hvenær sem er, eins og á-
rásina á Finnland nú.
*
Um það, hvernig stríðinu
f DAS
Næturlæknir er í nótt Halldór
Stefánsson, Ránargötu Í2, sími
2234.
Næturvörour er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
ÚTVARPIÐ:
19,10 Veðurfregnir. 19,20
fréttir. 19,50 Fréttir. 12,15 Leik-
rit: „Ræningjar,nir“, eftir Schill-
er (Haralduf Björnsson, Brynj-
ólfur Jöhannesson, Þorsteinn ö.
Stephensen, FriÖfinnur Guðjóns-
so,n, Sigrún Magnúsdóttir, Her-
rnann Gu'ðmundsson, Valdimar
Hélgason, Magnús Guðmundsson,
Hjörtur Kristmundsson, Sigur&ur
Magnússon, Sveinbjöm Þor-
steinsson, Jón Alexandersson, Ás-
geir Jðnsson). 22,45 Fréttir. 22,
55 Danslög. 24,QP Dagskrárlok.
Á MORGUN
Næturlæknir er Þórarinn
Sveinsson, Austurstræti 4, :sími
3232.
Næturvör'ður er í Reykjavíkur-
og ISunnarapóteki.
ÚTVARPIÐ:
9,45 Moiguntónleikar (plötur): a)
Sónáta i E-dúr, Op. 109, eftir
Beethoven. b) Celló sónata í e-
mioill, Op. 38, eftir Brahms. 10,40
Veöurfnegnlc, 12,ÖÖ-13,ÖQ Há-
degisótvarp.. T4,QQ MesSS I Wr*
kirkjunni (séra Árni Sigurösson).
15,30 Miðdegis'tónteikar (plötur);
Ýms tónverk. 18,30 Barnatimii:
Barnaleikriít: „Hildur kemur
heim“. 19,10 Ve&urfregnir. 19,20
Hljómplötur: Fagot-konsert, eftir
Mozart. 19,40 Auglýsingar. 19,50
Fréttir. 20,15 Eríndi: Tveir siða-
skiftaklerkar, Einar í Heydölum
og Sigfús í Kinn (Ragnar Jó-
hannesson cand. mag.). 20,40
Hljómplötur: Hándel-tilbrígðin eft
ir Brahms (Egon Petri leikur á
píanó). 21,05 Upplestur: Úr „Sög-
um heflæknisins“ (Pálmi Hann-
esson rektor). 21,30 Danslög. 21,
50 Fréttir. 23,00 Dagskrárlok.
MESSUR
I dómkirkjunni kl. 11 Sigur-
gei-r Sigurðsison bisk'up, kl. 2
barnaguðsþjónUsta, sér Fr, H., kl.
5 séra Fr. H.
I frikirkjunni kl. 2 séra Árni
Sigurðsson.
I fríkirkjunni í Hafniarfirði
barnaguðsþjónusta kl. 2., jóla-
minningar.
Kvennadeild
Slysavarnafélagsins í Hafn-
arfirði heldur dansleik að Hót-
el Björninn i kvöld kl. 10. Blá-
stakkatríóið skemmtir.
F.U.J.
Leikfimisæfingar bæði karlaog
stúlkna em í kvöld á sama: stað
og tíma.
Þeir F. U. J.-félagar, sem ætla
að fá aðgöngumiða á jólatrésfagn-
að Alþýðuflokksfélagsins j sæki
þá á afgreiðslu Alþýðublaðsins í
dag, mánudag og þríðjudtag.
Pantanir afgr. 1 síma 3228.
muni ljúka, verður ekkert sagt
með neinni vissu áð svo komnu
máli, og ekki heldur um það,
hve lengi það muni standa. En
kunnugt er, að England hefir
lýst því yfir, að þaí5 geri ráð
fyrir þriggja ára styrjöld. Senni
legast er, að enginn úrslitasig-
ur vinnist á landí og að það
verði með efnalegum eða póli-
tískum ráðstöfunum, sem endi
verður bundinn á styrjöldina.
STRIÐIÐ: i FINNLANDI
Frh. af 1. síðu.
jStöðvUm i Fimnllanídi, en ein mill-
j'ón og 300 þúsund manns haf-
pist við í hermannaskálum á bak
við rússinesku víglínurnar og
og starfi að æfingum.
Eíns oig nú standa sakir lítur
helzt út fyrir, að báÖir styrjaldr
araðilar hægi á sér og bi'ði á-
tekta.
Þúsundir sænskra sjálfböðaliða
streyma til Fiinnlanids þiar á mieð-
al fjöldi af fremstu íþróttamönn-
um Syía. Meðal þeirra má nefna
tennismeistarann Kalle Sohröder
og sundkappann Bjöm Borg.
HufvUdstadsbladet
í Helsingfiors birtir ávarp Nor-
ræna félajgsins á íslandi um Finn-
landssöfnumina. F. Ú.
NÝJA Blð
Stanley og
Livingstone
Söguleg stórmynd frá Fox
er sýnir einn af merkustu
viðburðum veraldarsög-
unnar, þegar ameríski
blaðamaðurinn Henry M.
Stanley leitaði trúboðans
David Livingstone á hinu
órannsakaða meginlandi
Afríku. — Aðalhlutverkin
leika:
Spencer Tracy, Sir Ced-
rie Hardvriche, Nancy
Kelly, Richard Greene
o. fl.
Hjartans þakkir til allra, sérstaklega þó til skólastjóra, kenn-
ara og barna Miðbæjarskólans, fyrir þá miklu samúð og hlut-
tekningu, er okkur var sýnd við fráfall og jarðarför
Sigmtmdar Guðmundssonar
I leikfimikennara.
Þorgerður G. Sigurðardóttir,
börn og tengdabörn.
LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR.
„Dauðinn nýtur lífsinsu
SÝNING Á MORGUN KL. 8.
Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar.
Venjulegt leikhúsverð.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl.
1 á morgun.
DANSLEIK
heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði í
kvöld (þrettándann) að Hótel Björninn kl. 10.
Blástakkatrféið skemmtir.
GOÐ MUSIK.
BILAR A STAÐNUM.
Endið jólin vel með því að skemmta yður hjá okkur.
NEFNDIN.
Verzlnn min er flntt
af Langavegi 11 á Öldugotu 29.
finðbjðrg Bergpðrsdðttir.
Orðsending til bænda.
Enn er allt í óvissu um það, hvort gjaldeyrir verður fyrir
hendi til kaupa og innflutnings tilbúins áburðar, svo um muni
fyrir komandi vor. Eigi að síður er þess vænst, að kaupfélög,
kaupmenn, búnaðarfélög og hreppsfélög, sem þess óska, og áður
) hafa keypt áburð frá Áburðarsölu ríkisins, sendi áburðarpant-
anir sínar fyrir 15. febrúar næstkomandi, svo hægt sé að hafa
þær til hliðsjónar við úthlutun þess áburðar er inn kann að
verða fluttur. Búast má við, að verð áburðarins verði um 50%
hærra en það var síðastliðið ár.
Tegundirnar, sem reynandi er að panta eru:
% Kalksaltpétur,
Kalkammönsaltpétur,
1] Kalí,
Superfosfat og
Garðáburður.
Nitrophoska túnáburð er aftur á móti tilgangslaust að biðja
um. Tilgangslaust er með öllu fyrir aðila að panta meiri áburð,
en þeir keyptu síðastliðið ár, í von um að bæta hlut sinn við
væntanlega skömmtun áburðarins.
Pantanir frá einstökum mönnum verða ekki teknar til greina.
Munið, að greinilegar pantanir, sem berast nægilega snemma,
eru eitt af frumskilyrðunum fyrir því, að úthlutun þess áburðar,
sem inn verður fluttur, geti farið vel fram og réttlátlega.
n
Áburðarsala ríkisins.