Alþýðublaðið - 08.01.1940, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1940, Síða 2
« MANUDAGUR 8. JAN. 1940. AUÞtfSDUBLAÐIÐ iKittaktHsin í banaskíl nm Bviknr og iprottaf elogm ------------___*—.—-- Svar íll Pérai3Sms Magnússoaiar. -----4__-. IGREIN í AlþýðublaSinu 8. des., sem þú skrifar um íslenzku glímuna og skólana ingar fyrir mig persónulega og blandar starfi mínu við Austur- bæjarskólann dálítið sérkenni- lega saman við það, sem á að vera aðalefni greinarinnar, ís- lenzka glíman. Ég mun í alveg sérstakri grein skrifa um íslenzku glím- una og skólana og gera þar rækilega grein fyrir afstöðu minni til þess máls. Frá mínum bæjardyrum séð, er það svo augljóst, að þú rit- ar grein þína um glímuna aðal- lega til að koma þessum spurn- ingum til mín, á framfæri. Þú notar í raun og veru þjóðarí- þróttina fyrir skálkaskjól, til að spyrja mig spurninga, sem þú finnur vel, að þú hefir engan rétt til að spyrja. Þú hefir um margra ára skeið verið mikill á- hugamaður um sundíþróttina og hefir unnið mikið og gott starf fyrir félag þitt, Glímufélagið Armann. Hitt er mér ekki kunn- ugt, að þú hafir nokkurn tíma látið nokkuð til þín taka um glímuíþróttina. Ég finn alls enga skyldu hjá mér til að svara spurningum þínum nokkru. í þeim er alveg óviðeigandi yfirheyrslutónn, — þar sem þú ert ekki minn yfir- maður. Engu að síður er mér mjög ljúft að svara þeim. Það liggur við, að ég sé þér þakk- látur fyrir að bera þær fram. í spurningunum kemur nefnilega fram þessi óviðeigandi tor- tryggni ykkar leiðtoga ýmissa íþróttafélaga gagnvart okkur íþróttakennurunum, um að við séum að nota aðstöðu okkar til að hafa áhrif á það, að börnin í skólunum gangi í sérstök í- þróttafélög. Grein þín gefur mér tækifæri til að leiðrétta villur, sem þú ert ekki að vísu einn um, en ég tel æskilegt, að almenningur fái réttar hugmyndir um af hverju eru sprotnar. Það er alveg rétt, sem þú get- ur í grein þinni, að í barnaskól- unum hér í Reykjavík sé hverju barni ætlaðar aðeins 2 stundir í viku til íþróttanáms. Mér er ókunnugt um, hvort skólanefndirnar álíta þetta nægilegt eða lítið. Hitt er mér kunnugt, að eins og sakir standa, er ekki unnt að láta bömunum meira íþróttanám í té. Orsökin til þess er tilfinn- anleg vöntun leikfimihúsa. Öll börn skólanna 8—13 ára fá 2 leikfimistundir á viku. Og þó skipað sé til þess ýtrasta í hvern leikfimiflokk, eru öll leikfimihús bæjarins svo gjör- samlega fullskipuð frá morgni til kvölds, að það er ekki nokk- ur leið að láta nokkurn flokk fá einn einasta aukatíma, hve mikinn vilja, sem við leikfimi- kennararnir hefðum annars á því, t. d. fyrir próf eða sýning- ar. Sjö ára börnin fá enga leik- fimi. Ég efast ekki um, að það sé eingöngu vegna húsnæðis- vandræða en ekki fyrir skiln- ingsleysi þeirra, sem hlut að máli eiga, og að úr þessu verði bætt sem allra fyrst. Ég benti á það í greín í Alþýðublaðinu í fyrravetur, með óhrekjandi rökum, að einmitt sjö ára börn- unum væri einna mest þörf á leikfiminni. Það er álit mitt, og ég hygg allra starfsbræðra minna, að í- þróttamál skólanna væru.í við- unandi horfi, ef hægt væri að láta hverju barni í té 4 íþrótta- tíma í viku. Þú getur þér því alveg rétt til um álit okkar í- þróttakennaranna á þessu máli og rökstyður strax þessa get- gátu þína með því, að ég hafi „boðið og hafið aukatímakenslu tvisvar í viku vestur í íþrótta- húsi íþróttafélags Reykjavíkur fyrir drengi úr efstu bekkjum Austurbæjarskólans“. Þú leyfir þér svo að spyrja eins og sá, sem vald hefir(!), ,,hvort hér sé að ræða um óliðlegheit af hálfu skólastjórnar Austurbæjarskól- ans um að leyfa ekki þessa aukatíma í leikfimisal skólans“. Því svara ég algerlega neit- andi. Það myndi áreiðanlega ekki hafa staðið á því leyfi. En eins og áður er sagt er ekki laus tími í salnum allan daginn frá lögboðnum tímum. Skólastjóri Austurbæjarskólans mun votta, að ég hafi kynnt mér þetta hjá honum. Enn fremur það, hvers vegna ég óskaði að fá þessa aukatíma fyrir ca. 20—30 á- hugasömustu drengina úr efstu bekkjum skólans. Það er alls ekki rétt, að ég hafi boðið eða skipað aukatíma vestur í Í.R.- húsi. En þegar mér fyrir greiða- semi og góða samvinnu fyrr og síðar við núverandi kennara hjá íþróttafélagi Reykjavíkur gafst kostur á tveimur auka- tímum fyrir ca. 20 drengi úr Austurbæjarskólanum, gaf ég þeim kost á því að sækja þessa tíma. Og ástæðan til þess er 1) Langt úti á hafi eru bylgjurnar bláar og sjórinn tær, en hann er ákaflega djúpur. Þar niðri búa hafmeyjarnar. 2) Og þar sem allra dýpst er, þar býr sækonungurinn. Hallarveggir hans eru úr kór- öllum og gluggarnir úr rafi, en þakið er úr skeljum, sem opnast og lokast, eftir því sem vatnið stígur og hnígur. Þær eru fallegar, því að í hverri skel er fögur perla, sem mundi sóma sér vel á kórónu hvaða drottningar, sem væri. 3) Sækonungurinn hafði um mörg ár verið ekkjumaður, en móðir hans sá um allt innan stokks. Hún var hyggin kona, hreykin af ættgöfgi sinni, þessvegna hafði hún tólf skeljar á sporðinum, en engin önnur mátti hafa nema sex. 4) Sækonungurinn átti sex elskulegar dætur, en sú yngsta var fegurst af þeim öllum, en hún var þó eins og aðrar hafmeyjar, hún hafði enga fætur, aðeins sporð. fyrirhuguð ferð með þá í vor komandi. Ég hefi ekki beðið nokkurn um leyfi til þessarar ráðstöfunar og bið engan afsök- unar á henni. Hún er gerð af góðum hug til drengjanna og öllum að kosínaðarlausu. Ef foreldrar drengjanna væru á móti þessum aukatímum, myndu þeir banna drengjunum að sækja þá. Væri það þó all- undarlegt einungis fyrir það, að þeir fara fram í Í.R.-húsinu, en ég kenni þeim eins og í skólan- um. Annars hafa allir þessir drengir sína skólaleikfimi 1 í- þróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Gætu ekki ýms íþróttafélög eða leiðtogar þeirra álitið það áróð- ur og varhugavert fyrir dreng- ina, þar sem Glímufélagið Ár- mann hefir alla sína íþrótta- starfsemi þar. Eftir grein þinni að dæma liggur beint við að álykta, að það sé skoðun þín að ég sé að afla í. R. meðlima. Og það væri að þínu áliti háskalegt. En nú er ég alls ekki kennari hjá í. R. En ég ann í. R., eins og öllum öðrum slíkum félögum, góðs gengis með starf sitt 1 þágu í- þróttamálanna. Nei! Þórarinn minn, þessi ótti þinn er bros- legur. Ef til vill er hann þó af eðlilegum toga spunninn. Er hann ekki til orðinn fyrir þá lúalegu íþróttapólitík. sem bæði ýmsir leiðtogar og meðlimir í- þróttafélaganna hér í Reykja- vík stunda og hafa stundað lengi. Við íþróttakennarar, jafnvel þó við kennum hjá fé- lögum, leyfum okkur ekki að reyna að hafa áhrif á óþroskuð börn um það í hvaða félag þau gangi. Þekking okkar á uppeld- ismálum bannar okkur slík vinnubrögð. Hitt er afar eðli- legt, að ef kennari, sem kennir við skóla, kennir einnig við fé- lag, að börnin gangi í það fé- lag, ef þeim líkar vel við kenn- arann. Enda hefir reynsla und- anfarandi ára sýnt þetta. En það er alleftirtektarvert, að þú hefir ekki fundið ástæðu til að tala um áróður, þó að þitt fé- lag hafi á undanförnum árum haft fleiri en einn kennara, sem hafa kennt við skóla eða slíkar stofnanir, og fyrir vinsældir þeirra hafa tugir barna og ung- linga gengið árlega í viðkom- andi félag. Hvorki ég né nokk- ur annar hefir gert athuga- semdir við þetta. En eins og sakir standa er viðhorfið breytt. Þitt félag hefir engan kennara, sem starfar við skóla. Mér er ekki grunlaust að það sé þess vegna, að þú færð þennan sting þegar þú veizt, að ég kenni nokkrum drengjum í Í.R.-hús- inu. Þá get ég ekki stilt mig um að minna þig á, fyrst þú gefur mér svona sérstakt tækifæri til þess, að í vetur hefir það skeð, að börnum, sem alls ekki hafa verið skrásé'tt á meðlimaskrá Glímufél. Ármanns, hefir verið boðin ókeypis sundkennsla hjá félaginu. Það hefir verið farið með þau á Frakkastíginn til þín og þú hefir innritað þau í fé- lagið. Undir hvað á nú að flokka þessa starfsemi? Er þetta áróð- ur fyrir visst félag? Mér hefir verið vel kunnugt um þessa starfsemi, en ekki fundist á- stæða til að amast neitt við henni, því ég ber fyllsta traust til allra kennara og stjórnar Glímufélagsins Ármann fyrir mjög ötult og gott starf. Þrátt fyrir það er það mín bjargföst skoðun, að íþróttafélögin eigi ekkert með líkamsuppeldi barna á skólaskyldualdri að gera. Skólunum ber einum skylda til að annast það og fullnægja eðlilegri íþróttaþörf þeirra og áhuga. En á meðan skólarnir vanrækja þetta, er bæði rangt og með öllu tilgangs- laust að banna íþróttafélögun- um að hafa íþróttakennslu fyrir skólabörn, þegar þau sjálf hafa áhuga og foreldrar þeirra vilja láta þau njóta meira íþrótta- náms heldur en skólarnir veita. Á meðan þetta ástand ríkir, sem nú er, láta foreldrarnir börn sín ganga í þau félög, þar sem þeir álíta, að þau njóti beztrar kennslu og verði fyrir beztum eða heilbrigðustum fé- lagsáhrifum. En félagsáhrifin bæði eru og verða alltaf allmis- jöfn. Og það er leitt að þurfa að segja þann helbera sann- leika, að íþróttapólitík íþrótta- félaganna hér í Rvík er öllum, sem að henni standa, til hrein- ustu háðungar. Og að gefnu til- efni vil ég taka það skýrt, fram, að það erum ekki við íþrótta- kennarar, sem gerum saman- burðinn á íþróttafélögunum. úrvalsflokkum þeirra eða ein- stökum íþróttamönnum, sigrum eða ósigrum, með þeirri allra lúalegustu ósanngirni og sleggjudómum, sem unnt er að hugsa sér. Við blásum ekki að hatri og úlfúð milli félaganna í áheyrn barna og unglinga. Það gera því miður æsingafullir leiðtogar félaganna og þó enn- þá fremur ýmsir ógreindir og illa uppaldir félagsmeðlimir, sem álíta að þeir séu að vinna félagi sínu gagn. En með þessum hætti er jafn- harðan rifið niður gott og ötult starf margra góðra kennara í þá átt að innræta æskunni drengilegan hugsunarhátt og sannan íþróttaanda. í grein þinni heldur þú því fram, að sundkennslan við barnaskólana sé of lítil og ófull- nægjandi. Ekki verður því neit- að, að æskilegt væri, að hún væri meiri. En eftir minni þekkingu á þeim málum er sundið þó sá þáttur íþróttanáms skólanna, sem má teljast í við- unanlegustu horfi. Því til sönn- unar má geta þess, að 80% af þeim börnum, sem útskrifast úr barnaskólunum, ljúka sund- prófi skólanna, sem þó er all- þungt. Má efalaust þakka það ágætu starfi þeirrá Vignis And- réssonar og Júlíusar Magnús- sonar. Um leikfimikennsluna í barnaskólunum er raunar margt að segja, s. s. nauðsyn á aukningu hennar og margt fleira í því sambandi. En um það hefi ég þegar ritað og birti annars staðar við tækifæri. Þó vil ég taka það fram hér, að við barnaskólana í Rvík starfa eingöngu kennarar, sem hafa stundað nám og flestir lok- ið prófi við erlenda íþróttahá- skóla. Við vitum því hvað við erum að gera. Enda höfum við margoft opinberlega sýnt góð- an árangur af starfi okkar og munum öll fús, hvenær sem er, að leggja starf okkar undir dóm þeirra manna, sem hafa þekk- , ingu til að dæma um það. En i sleggjudóma allra leikmanna . höfum við að engu og látum þá að jafnaði sem vind um eyru þjóta. Þó verður ekki hjá því kom- ist að taka sleggjudómana lít- ilsháttar til meðferðar, ef þeir birtast á prenti og geta þannig óbeinlínis sakað hlutaðeigend- ur í augum almennings. í vandlætingu þinni yfir því að skólarnir skuli ekki láta kenna íslenzka glímu, kemst þú þannig að orði: „Var þess þó að vænta, að skólanefndirnar kynnu að meta hana sem þjóð- aríþrótt og íþróttagildi hennar að minnsta kosti til jafns við aðrar íþróttir, sem skólarnir láta iðka, svo sem handknatt- leik, svo eitthvað sé nefnt, sem ekki hefir íþróttagildi.11 Með öðrum orðum, þú hikar ekki við að gefa almenningi í skyn, að við íþróttakennarar skólanna kennum börnunum hitt og þetta, sem hafi ekkért íþróttagildi, sé einskis virði. Þessu neita ég hiklaust og harð- lega. Enn fremur vil ég full- vissa þig og allan almenning um, að það er aðeins á færi vel menntaðra íþróttakennara og (Frh. á 4. síðu.j Bjorn Guðfinnsson; Dm ísleizBan Iramkiri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir samkvæmt ósk margra lesenda fengiS efíirfarandi ferindi, sem flutt var í útvarpinu þ. 3. janúar, til birtingar. EGAR í upphafi útvarps- kennslunnar, árið 1935, bár- ust mér víðs vegar af landinu spurningar um framhurð eini- stakra orða og mállýzkur í ís- lenzku. Sumir ætluðust til þess, að ég skæri úr því, hver mállýzkan vær.i réttust — og rétthæst, en hinir voru pó miklu fleiri, sem skxldu, að þetta mundi ekki vera hLutverk mitt, þótt ég væri kenn- þri í íslenzku við Ríkisútvarpið. Ég le.it svo á — og lit svo á enn —, að íslenzkukennarar við skóJa eða útvarp hafi ekki Ieyfi til að kenna nemendum sínum ftina máilýzku fremur en aðra, heldur sé hér ;um iöggjafarat- riði oða viðurkennt samkomulag að ræða, ef menn vilja festa ein- hvern ákveðinn framhurð: koma á ríkislramburði. Ég hef svo hag- að mér í samræmi við þessa skoðuu: ekki reynt að hafa áhrif á það, að nemendur mínir að- hylltust frekar eina mállýzku en aðra. — Auðvifað hef ég harizt gegn flámælskunni svo nefndu: hljióðvilluuni, þar sem orðið vin- ur er borið fram venor og sum- ar verður sömar o. s. frv. Þessi hljióðbreyting er ekki mállýzka — í venjulegri nierkingu þes.s orðs. — Hún var eiuu sinni kölíuð Suóurnssjamál, en nú er áreiðanlega ekki ásitæða itil að kenna hana frekar við þann landshluta en suma aðra. Hún hefur breiðzt mjög út, og margt bendir til þess, ,að hún hefði farið yfir allt landið, yfir allar mállýzkumar, á • tiltölulega skömmum tíma, ef kennarastéttin hefði ekki nú á síðustu árum tekið í taumana. Mér er ekki grunlaust um, að íslenzk kenn- arastétt hafi unnið á þessu sviði talsvert mierkilegt starf, 'pó að því hafi ekki verið hampað sér- staklega. — Ekki svo að skilja, að kennarár hafi útrýmt hljóð- villunni. Því fer víðs fjarri. En þeir hafá stöðvað útbreiðslu hiennár sums staðar óg sótt á, ,að því er virðist, á öðrum stöð- um. Og þetta er merkilegt, þeg- ,ar þess er gætt, hve illa þeir hafa venið búnir að vopnum í þessari baráttu. — Annars mætti imargt um hljó&viiluna sogja — og meira en tími vininst til að þessu sinni. „Hún verður orðin góð íslenzka eftir 200 ár,“ sagði maður einn við mig um daginn og benti til Siamanburðar á ýmsar hljóö- breytiugar, sem orðið hafa bæði á íslenzku og öðrum málum fyrr á tímurn. Ein þetta er ekki sambærilegt nema að nokkru lieyti. Nú — á tímum hinnar furðulegu tæknj — eru skilyrði tii þess að himdra slíkar hljóð- bieytingar, ef það þykir æskilegt, en áður voru engin tök á því. Nú upp á síðikastið hiefur mönnum orðið alltíðrætt um framburð íslenzkrar tungu al- mennt. Mest hefur þetta þó verið' meðal einstakra manna, þar sem fundum hefur borið saman, en dálítið hefur þó sézt urn þetta á prenti og lítils háttar verið mliinnzt á það í útvarpinu. — Mjög margir hafa beint spurn- inigum til min um þessi efni, og það er vegnia þeirra, að ég hef ekki séð mér annað fært en víkja lítillega að þessu nú, þótt ég hefði heldur kosið að geyma það dálitið — af ástæðum, sem ég hirði ekki að greina. Þessar framburðiarspurmngar — maiigar hverjiar — eru sér- kenniieigar að einu leyti og ólík- ar öðrum málfræðispurninigum, sem mér berast: Spyrjand.inn veit — eða þykist vita — oft og tíðum, hver er sá eini rétti fram- buÆur, og spyr því ekki um það, heldur spyr hann um hitt, hvern- ig standi á því, að hann Jón Jónsson þarna í Ihinu héraðinu skuli ekki nota sama framburó, — eða hvort ekki sé blátt áfram hægt a& skylda hann til þess. Ef spyrjandinn er Norðlending- ur, en Jóax Jónsson Sunnlending- ur, þá er hann vís til að segja, að Jón sé svo linmæltur* að hljóðvillu megi telja: hann segi tagia, þegar haun eigi að segja takia, taba, þegar hann eigi að siegja tapa — og þar fram eftir götunurn. En Jón sunnlenzki ypptir öxlum og sejgir, að Norðliending- um sé bezt aö hafa hlj'ött um sig, þeir séu reyndar allir hijóð- villtir, sqgi kvalur í staðinn fyrir hvalur, kver í s'taðinn fyrir hver o. s. frv., og hefuir hann þá til jað vitna í nafna sinn Helgason*), sem sé hvorki meira né minna en prófessor í íslienzkxim fræðum (úti í benni Kaupmiannahöfn. En Jón JónÍlon úr Vestfjörö- um spyr — nxeð hógværð þess, sem veit, hvað hann er að fara, hvort framburðurinn langur, giangur o. s. frv. mundi ekki vera nærrii því rétta, þó að hann vilji hins vegar ekki beinlínis tala um hljóðvillu hjá hinum, sem segi lángur og gángur. *) Sbr. ummiæll J. H. aftan við ljóðabók hans, Úr landsuðri. Og svo kemur Jón úr Skafta- fiellssýslu og segir boji og loji mieð þvílíkum innileik, að tæp- Iega verður villzl um, hvað haun hugsar.*) Þannig verða þá allir íslend- ingar hljóðvilltir að einhverju leyti — eftir þessum dómum. Munurinn fiélst aðeins í því, hverrar tegundar hljóðvillan er. — Og svo deila íxxenn um, hver villan sé verst. — Og ég hef heyrt menn rífast urn þetta í þeim hita og með þeim ákafa, sem einkeninir þær deilur, þar sem spurningunni: af hverjiu? — er hiklaust svarað með orðunum: af því — eða: af því bara. En þó að þetta mál geti þaniniig orðið brosHeigt í laðra röndina, er það í rauninni háalvarlieigt mál — að minnsta kösti ölluim þeim, sem láta sér ekki á sama standa uxn mieðferð íslenzkrar tungu. Takist að telja mönnuim trú um, að engin ástæða sé til að amast *) Við prenmn þessa erindis eru dæmi þau, sem nefnd eru til skýringar á mállýzkum, tákniuð mieð venjulegum bókstöfum, þótt slíkt sé hljóðfræðilega mjög ó- nákvæmt.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.