Alþýðublaðið - 08.01.1940, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.01.1940, Síða 3
MÁNWDAGUH 8. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLÁÐIÐ *-------- ■* ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJéRI: F. R. VAÍJ3EMARSSON. 1 fjarveru bana: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSL A: ALÞÝÐUHÚSIND (Inngangur fr6 Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. j4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSIÆIÐJAN i------------------------* Mjólk 09 egg. LESTIR munu haía tekið eft- ir því, að með breytingunum á gengislöguwiím var tekið út það ákvæði peirra, að verðlag á mjólk og kjöti skyldi bundið við kaupið. Þetta hefir vakið nokkurn ótta meðal neytenida hér í bæn- um iog víðar við það, að nú verði mjólk hækkuð upp úr öllu vaídi, iog að þannig verði notuð sú aðstaða, sem gafst við pað, að verðið var ekki á neinn hátt bundið. Þessi ótti er alls ekki á- stæðulaus. Hækkmiin á íslenzka smjöriinu, bjúgunum og fleiru í haust sýnir pað. Þegar pessi mál voru til um- ræðu á alþingi núna í vikunni, vakti Stefán Jóh. Stefánsson at- hygli á peBsu máli. Hann sagðist vona, að það kæmi í ljós, að sú aðstaða, sem skapazt hefði við þessa breytingu, yrði ekki mis- notuð, og hann tók það frarn, að það væri fráleitt, að mjólk og kjöt hækkaði um sama hundraðs- hluta og kaup verkamanna, og mjög ósanngjamt, ef þessar framleiðsluvörur hækkuðu svo, að það nálgaðist kaupuppbótina til verkamanna. Vitanlega er þetta rétt. Bændastéttin getur að miklu leyti lifað á eigin bús- afurðum og þarf því ekki að þola dýrtíðaraukninguna nema að nokkru leyti. Þá selur hún á er- ; lendum mörkuðum framleiðslu- vömr, sem hækka í verði og hafa þiegar hækkað, -en ekkert slíkt hefir verkalýðurinn til að selja. Eina uppbótin, sem hann fær, er kaupuppbótin. Hvorki Ólafur Thors eða Ey- steinn Jónsson minntust á þetta fcnál í ræðurn sínum, en þeir töl- uðu fyrir hönd flokka sinna. Það er mjög líklegt, að mjólk i'hækki í verði alveg næstu daga. Og menn bíða þess með töluverð- um ugg, hver hækkunin verður. Menn em ekki óhræddir um, að sú hækkun kunni að fara fram úr því, sem sanngjamt getur talizt, enda er það kunniugt, að Fram- sökharmenn eru al veg einráðir í m j ó lkurverðlagsnefn d. f þessu sambandi er rétt að mínnast á það, mjólkurverðlags- nefnd til eftirbreytni að úrslitin i kaupgjaldsmálum verkalýðsins ' em útkoma af samningium milli þriggja flokka. Engiinn einn flokkur, ekkert eitt sjónamiið, engin ein stétt fékk þar að' ráða öllu. Það væri því réttast fyrir mjólkurverðlagsnefnd, 'Og alveg í anda samstjórnarinnar, að leitað yrði samkomulags við Alþýðu- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn um það, hvað mijólfcin skuli hækka. Annað væri raunverulega gerræði. Þá er rétt í þessu samhandi, og einmitt nú, áður en mjólkur- verðlagsnefnd tekur ákvörðun um verðhækkunina, að minna hana á, hvernig fór fyrir eggja- framleiðendum hér í riágrenni bæjarins. Þeir hafa myndað með sér sterk samtök og hafa í samt- einingu ákveðið verðið á þessari framleiðsluvöm sinni. Egg fóru sífelt hækkandi allan síðari hluta sumarsins, og vom mataregg komán upp í kr. 4,80 kílóið fyrir jóli'n. Þetta verð var svo hátt, að neytendurnir gátu ekki keypt eggin. Þeir urðu að hætta við að báka heima fyrir hátíðarnar, og egg hafa varla sézt á matborð- Um hér í bænium, nema þá hjá efnaðra fólki. Eggjaframleiðenidur héldu svo 'fund í samlagi sínu um áramótin og ræddu þessi mál. Samkværnt frásiögn í ríkisútvarpinu kornust þeir að þeirri niðurstöðu, að ann- aðhvort yrðu þeir að drepa al:i- fugla sína í stórum stíl eða að lækka verðið verulega. Þeir lækk- uðu verðið um einn fjórða eða unr I krónu í heíldsölu. Þetta er mjög athyglisvert fyr- ir mjólkurvierðlagsnefnd. Mjölkin er að vísu nauðsynlegri en egg, en það eru þó takmörk fyrir þvi, hve miklu menn geta eytt í mjólkurkaup. Ef verðið verður mjög hátt, þá minka mjólkurkaupin ' stór- kostlega. Það getur mjólkurverð- lagsnefnd verið alveg viss um frekiar við framburðinum gvöð í stað guð en framburðinum kval- ur í stað hvalur, hlýtur flá- mælskan að fá byr undir báða vængi, og þá getur farið svo, að ekki þurfi 200 ár, til þess að hún verði viðuikennd íslenzka, þó að hún þurfi hinis vegar ekki að verða góð íslenzka. — En hvað á að gera? spyrjia mienn. Á að lögfesta ákveðinn framblur'ð? Eða eru aðrar leiðir t’il? Ég geri ráð fyrir, að nauðsyn- legt verði, áður en langt um líð- ur, að gera einhverjiar ráðstafanir um framburð í íslenzku. Er þá einkum um tvennt að velja: anniaðbvort beina lögfestingu á- kveðins framburðar eða fyrir- myndarframburð (idealframburð), sem unnið sé að án lögfestmgar. Bein löjgfesting ákveðins fram- burðar er imjög róttæk aðferð, sé gert ráð fyrir, að Lögunuln sé hiýtt: hver íslenzkukennari sé skyldur til þess að kenna þennan framburð og vinna gegn öllum mállýzkum, þulir verði að nota hann við útvarp, prestar við guðsþjónustur, leifcarar í Jeikhús- um 'O. s. frv. Börn í barniaskól- um nota þennan framburð þá ekki aðeins í kennslustundum í íslenzku, heldur í ðllum kennslu- stundum og á heimiLunum eftir getu hvers þeirra. Smám saman verður hann þeim eðlilegur. Mál- lýzkurnar týnast, og eftir nokk- urn tíma verður sami framburð- urinn um land allt: ríkisfram- burður. Aílt er þetta vel hugsianlegt, ef tvö skilyrði eru fyrir hendi: almeriniar vinsældir framburðar- ins iog vemlega duglegir kennar- ar. — Litum svo á hina aðferðina: fyrirmyndarframburðinn. Þá er enginn beinlínis skyldur til þess að nota hann, en hins vegar er þess vænzt eða mælzt til þess, að kennarar, þulir, prestar, leik- arar o. fb geri það. Framburðin- um er haldið að fólki. í útvarp era ræður fluttar með þe&sum framburði, lesið upp og sérstakar framburðarplötur Leiknar. Þá eru og flutt fræðandi erindi um fram- burðinn 'Og mönnum Leiðbeint eft- ir því, sem kostur er. FaLli framburðurinn vel í geð, bneiðdst hann furðu fljótt út. Áð- ur en varir, eru menn farnir að nota hann. Að sjálfsöigSu geta rnenn deilt um þær tvær aðferðir, sem nú hafa vasið nefndar, en þó er Afbrot bana og aagliiga hafa aokizt á siðasta ári. -----«.---- „Ómögulegt að starfa með góðum á~ rangri að þessum máium meðan við höfum ekki uppeldisheimili“, segir dr. Símon Jóh. Ágústsson. H RÁTT fyrir það, þó að nú og undanfarið sé miklu meira og nákvæmara unnið að barnavernd hér í Reykjavík og eftirlit haft með hörnum, sem leiðast út í ýmiskonar afhrot, stór og smá, virðist eins og að held- ur fari vaxandi afbrot og ó- knyttir harna hér í hænum. Um þetta liggja þó ekki fyrir neinar ákveðnar skýrslur enn sem komið er frá barna- verndarnefnd fyrir síðastlið- ið ár, en í fljótu bragði, og eftir starfinu á síðasta ári að dæma virðist þetta vera svona. Það er ómögulegt að ráða verulega bót á þessu ástandi meðan ekkert hæli eða dval- arheimili er til að taka við börnum, sem eru svo erfið, að foreldrar eða barnavernd- arnefnd geta ekki haft hem- il á þeim. Fyrsta og nauð- synlegasta ráðstöfunin er að koma upp betrunar og uppeldisheimili fyrir slík börn. Þetta sagði dr. Símon Jóh. Ágústsson, ráðunautur barna- verndar við Alþýðublaðið í morgun. Á síðustu árum hefir starf- ið vegna þessara barna aukist mjög mikið. 1936 var Sigurður Magnússon kennari ráðinn starfsmaður lögreglunnar til að hafa með höndum mál, er snerta afbrot barna. Dr. Símon Jóhann Ágústsson var fyrir nokkrum árum ráðinn leiðbein- andi barnaverndarnefndar og hefir starf hans bæði verið mikið og erfitt. 1937 tók frk. Guðrún Brandsdóttir við starfi hjá nefndinni sem heimilisráðu- Oig miðað ákvarðanir sínar við það. nautur og hafa þau verið til skiptis í skrifstofu nefndarinn- ar 1 Mjólkurfélagshúsinu. Starf Guðrúnar er aðallega fólgið í því, að hafa eftirlit með heim- ilum, þar sem heimilisbragur er slæmur og uppeldi og að- búnaði er áfátt, hjálpa og leið- beina mæðrum og aðstandend- um, þar sem eru vondar lieim- ilisástæður, hjálpa foreldrum að útbúa börn í sveit o. s. frv. Þetta eftirlits- og hjálparstarf var svo umfangsmikið að nefndin gat ekki sint því eins og þörf var á, né veitt heimilum aðstoð, sem að gagni kom. Þegar skýrsla barnaverndar- nefndar fyrir árið 1938 kom út — gaf hún nokkra von um að afbrot barna færu heldur minkandi, en því miður virðist raunin ekki hafa orðið sú. — Þessi skýrsla var mjög fróðleg og eru hér á eftir tekin nokkur atriði úr henni: Á árinu 1938 hefir nefndin haft meiri eða minni afskipti af 62 barnafjölskyldum (þar með eru þó ekki talin afskipti nefndarinnar af heimilum vegna afbrota barna, en af flestum 'þeim heimilum hefir nefndin og starfsmenn hennar haft mikil afskipti). Sum þess- ara heimila hafa verið undir stöðugu eftirliti nefndarinnar ár eftir ár, einkum vegna alls- konar óreglu, vanhirðu og ó- regiu og ósamlyndis. Ástæður til afskipta nefndar- innar af heimilum flokkast þannig: Eftirlitsleysi og vanhirða 12 Drykkjuskapur o. fl. 11 Skortur (viðurværi, föt o. fl.) 10 Deilur um umráðarétt yfir börnum 13 Allskonar vandræði 7 Ósamlyndi milli heimila 4 Afskipti v/ geðveiklun móð- ur 2 Lauslæti og vanhirða móður 1 Afskipti v/ hörku við börn 1 Afskipti v/ ósæmilegrar hegðunar gagnv. börnum 1 Auk þess hafa nefndinni bor- izt 4 kærur á heimili um van- rækslu á uppeldi barna, en við athugun reyndust þær ástæðu- lausar. Tala þessara heimila er svip- uð og undanfarin ár og ástæð- urnar til afskiptanna líkar. Þó virðast afskipti vegna drykkjuskapar heldur fara í vöxt (1938 11 heimili, 1937 3 heimili, 1936 8 heimili). Þá útvegaði nefndin dvalar- staði í sveit fyrir 46 börn alls. Ástæðurnar fyrir því að börn- unum var komið fyrir voru þessar: Þjófnaðir, óknyttir o. þ. h. 18 piltar, — vondar heim- ilisástæður: 28 börn. Þó að tala þeirra barna, sem uppvís yrðu að þjófnaði og ýmsum óknyttum ykist á árinu, hafði afbrotum stórum fækkað. 1937 urðu börn 16 ára og yngri uppvís að samtals 395 þjófnað- arafbrotum (hnupl, svik og fals- anir og innbrotsþjófnaðir), en 1938 aðeins 188. Árið 1937 urðu börn 16 ára og yngri alls uppvís að 512 brotum, en 1938 að 354. Brot á lögreglusamþykkt, sem eru þess eðlis, að þau geta tæp- ast talist til óknytta, eru hér ekki talin með hvorugt árið. Það er því staðreynd, að alvarlegum afbrotum barna hefir stórfækk- að á árinu. Er það án efa að þakka auknu starfi barnavernd- arnefndar á meðal þessara barna. Viðtöl við barnið og að- standendur þess, eftirlit með heimilinu og þessháttar ber sýni lega mikinn árangur í mörgum tilfellum. Þá hefir nefndin getað spornað við því, að drengir beinlínis legðust í afbrot og ó- 1 knytti, með því að koma þeim fyrir í sveit í tæka tíð. Sést greinilega, ef bornar eru saman skýrslur nefndarinnar 1938 og 1937, að dreifing afbrotanna eru miklu meiri 1938. Flest börnin hafa aðeins orðið uppvís að einu broti, og leiðir af sjálfu sér, að sjaldnast er ástæða til að gera róttækar ráðstafanir gag*- vart þeim 1938 koma sem næst 1,7 brot á barn, en 1938 koma sem næst 3 brot á barn. Það er töluvert athyglisvert í sambandi við þessa skýrslu nefndarinnar, að athuga á hvaða aldri börnin fremja helst óknytti eða afbrot. Yfirleitt eru það drengir, sem finnast sekir. Þannig eru það 12 drengir 6 ára að aldri, sem fremja afbrot en engin stúlka. 7 ára eru eru drengirnir 9, en aðeins ein stúlka. 8 ára eru piltarnir 12, en telpurnar 3, 9 ára eru piltarnir 13 og telpurnar 3, 10 ára pilt- arnir 11 og stúlkurnar 1, 11 ára eru piltarnir 31 og stúlkurnar 2, 14 ára eru piltarnir 20 og stúlkurnar 3, 15 ára eru piit- arnir 23 og ein stúlka og 16 ára eru piltarnir og stúlkurnar 2. 11 og 13 ára aldur og jafnvel 9 ára virðist vera versti aldur- inn. 189 piltar hafa því framið afbrot á árinu og 20 telpur, en þær hafa aðallega orðið sekar um hnupl og þjófnaði. Þetta ár virtist tala afbrota- barna vera að lækka eins og að framan segir, en reynslan á síðasta ári er sannarlega hvatn- ing til okkar Reykvíkinga um að gefa þessum málum enn meiri gaum en við höfum gert og framar öllu öðru að vinna að því að koma upp barnahæli. Auglýsið í Alþýðublaðinu! AFMÆLISRIT fiélagsins I tilefini afi 25 ára starfisemi pess er til sölu á skrifistofu vorri, og kostar flmm krönur eintakið. H.f. Eimskipafélao islands vert að hafa það hugfast, að stundum vinnst meira með vin- samlegum 'Og skynsamlegum til- mælum en ströngum skipunum. í pessu sambandi skal ég að- eins nefna þrjú dæmi frá öðrum löndum til hliðsjónar. í Danmörku er framburður sá, sem kemndur er i kommglega leikskólamum, tekinn til fyrir- myndar um dan'skan framburð. Ffamburðarkennari skólaus, sem hefur verið Torkild Roose mú um alllangt skeið, kennir jafn- framt við Kaupmannahafnar há- skóla framburð þeim stúdentum, sem eru að búa sig undir að verða móðurmálskennarar. — Hins vegar er enginn á'kveðinn framburður lögfestur í Danmörku. I Englandi mun ekki heldur vera unr beina lögfestingu fram- burðiar að ræða. En ákveðinn framburður er viöurkenndur sem fyrirmynd (public scbool pro- nunciatiion) og t. d. kenndur við háskóla. í Þýzka'andi hefur frambur&ur háþýzkunnar (die Aussprache des Hochdeutischen) aldrei verið lög- boðinn. Hann er aðeins tilmæli frá ri'kinu. Ákvörðun um fram- burðinn var tekin á fundi þýzkra málfræðinga árið 1901, en mál- fræðingurinn Duden setti síðan fram reglurnar. Sumir lralda þvi fram, að eins megi lögfesta ákveÖinn framburð og stafsetningu. Auðvitað er hasgt að setja lög um framburð ei'ns og stafsetn- ingu. Það er yfirleitt hægt að setja lög um alla skapaða hluti. En það, sem lögfest er: staf- setning annars vegar, framburður 'hins vegar, — er ekki sambæri- legt nema að nokkru leyti. Stafsetningunni má líkja við sk'ikkju, senr málið kastar yfir siig til lanigs eða skamnis tima eftir atvikum. Þessi skikkja getur auðvitað verið misjöfn að gæð- urn og farið misvel. En hvað um það: Vaxi málið upp úr henrii eða eigi kost á annarri, sem fer betur, fleygir það þeirri gömlu og tekur hina. Og þá kemiur í Ijós, að málið sjálft er óbreytt — af vöLdum stafsetningarinnar. Það er að því leyti eins og það var, áður en það brá yfir sig gömlu skikkjunni. — Þannig er þessu yfirleitt háttað um alla stafsetningu, — nema stafsetn- ingarhiugtakið sé þanið út yfir sín eigin takmörk og látið ná til málsins sjálfs. Með þeim hætti geta menn haft stafsetninguna að skálkaskjóli, ef þeir vilja vega að málinu. Um framburðinn er þetta allt á annan veg. Hann er snar þáttur málsins sjálfs. Ef við breytum framburðinum, breytum við iog málinu, — og sú breyting verður varanliþg, aö svo miklu leyti sem frambur'ður máls er varanlegur. En eimnitt af þessu: að á- kvörðun um einn framburð í landinu öllu hlýtur að valda breytingum á rnálinu sjálfu, verð- um við að fara að ölLu rneð mestu gætni og athiugun. Ég lít svo á, að ekki geti kom- ið til nokkurra mála að hrófla við þeirn mállýzlram, sem nú era í landinu, fyrr en gagngerð rann- sókn á þehn hefur farið fram. Með þessu vil ég á engan hátt gera lítið úr þeim rannsóknum, sem þegar hafa verið gerðar i íslenzkri hljóðfræði nútímamáls- ins. I því sambandi vii ég sér- stakLega nefna ritgerð þá, sem prentuð er í upphafi orðabókar Sigfúsar Blöndals, en dr. Jón Ó- feigsson samdi. Sú ritgerð er gagnmerk í sinni röð, eins og vænta mátti frá hendi Jóns. Þá hafa þeir doktiorarnir Stefán Einarsson og Bruno Kress báðir ritað mikið og merkilegt um þessi efni, og enn hafa fjiölda- maigir aðrir fengizt við hljóð- fræði nútímamálsins, þótt ekki sé þeirra getið hér. En þrátt fyrir allar þe*sar rannsóknir vantar stórlega á, að fullnægjandi sé til þess að byggja ríkisframburð á, enda hafa rannsóknirnar ékki verið gerðar með það fyrir au,gum sér- staklega. Einstök hljóð, uppruni þeirra og eðli, hafa ekki veriö raninsökuð til neinnar hlítar, og engiinn veit með neinni vissu um útbreiðslu einstakra mállýzkna. Það þarf að taka á plötur mál manna víðs vegar um landið og búa til kort yfir mállýzkusvæð- iin, eins og tíðkast með öðrum memningarþjó'ðum. Allt annað er ófullnægjandi og óverjandi nú — á tímum tækninnar, þegar hægt er að vinna menningarleg stór- virfci með litlum tilkostnaði, ef vel er á haldið. Með slíkri rannsókn íuundi marigt vmnast: Það mundi fást örugg fræði- leg undirstaða undir væntan- íeigan ríkisframburð. 'En slík und- irstaða er fyrsta skilyrði þess, að framburðurinn hljóti almenna viðurkenningu og geti orÖið vin- sæll. Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.