Alþýðublaðið - 15.01.1940, Qupperneq 2
MÁNUDAGUR 15. JAN. 1940.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
y. LITLA IIAFMEYJAN H.C. ANDERSEN $$
ÍÍhH %, , ' . - . - ~ ■ •■- - ■
' 1 .....................................................................
m áMxr,"
15) Um kvöldið, þegar litla hafmeyjan stóð við gluggann og horfði
upp í dimmblátt hafið, hugsaði hún um stóru borgina og allt
hennar skraut. 16) Árið eftir fékk næst elsta systirin að fara upp
á yfirborö sjávarins. Hún kom upp á yfirborðið um leið og sólin
gekk til viðar. Það þótti henni fögur sjón. Himinninn leit út eins
og hann væri gulli roðinn, svo sá hún hóp af hvítum svönum
svífa hjá. 17) Árið eftir kom þriðja systirin upp á yfirborðið. Hún
var djörfust af þeim öllum og synti upp eftir stóru fljóti. Þá sá
hún vínvið, hallir og bændabýli, og hún heyrði fuglana syngja
og sólin skein. 18) í ofurlítilli vík sá hún mörg börn busla 1 vatn-
inu og hún ætlaði sér að leika við þau, en þau hlupu óttaslegin
burtu — og þá kom lítið, svart dýr, það var hundur. Hann gelti
og þá varð hún hrædd og flýði til hafs. En aldrei gat hún gleymt
hinum yndislegu skógum, sem hún sá, og börnunum.
Bæklingi m lynd-
ligi fttbýtt oi bæ-
inn á næstnnni.
TU’ÆSTU daga verður úfbýtt
■*• ^* um bæinn bæklingi með
leiðbeiningum um hagnýta
kyndingu. Verður bæklingnum
útbýtt ókeypis.
Bæklingur þessi kemur út á
vegum Rannsóknarnefndar rík-
isins, en hana skipa: Pálmi
rektor Hannesson, Emil Jónsson
vitamálastjóri og Ásgeir Þor-
steinsson. Framkvæmdastjóri
nefndarinnar er Steinþór Sig-
urðsson magister.
Bæklingurinn er 10 mínútna
námskeið í kyndingu, saminn af
Gísla Halldórssyni verkfræð-
ingi.
Er talið, að með réttri kynd-
ingu megi spara kolin um 20%
og er það ekki svo lítið.
Bæklingurinn er leiðbeining-
ar um kyndingu, eins og áður
er sagt, og ættu menn að at-
huga hann vel og fara eftir hon-
um, eins og við verður komið.
Virðist ekki veita af því nú í
dýrtíðinni að draga úr óþarfa
eyðslu svo sem unnt er á hvaða
sviði sem er.
Verkalýðsfélag Kaldrananess-
hrepps
hélt aðalfund sinn jiann 7. jan.
þ. á. að Drangsnesi. Rædd voru
aðallega þau mál. er snerta
kjarabætur og kaupgjald verka-
lýðsdns. Á fundinum lýsti sér al-
mennur áhugi manna fyrir hags-
bótum þessum málum til handa.
Þá fór einnig fram kosning í
stjóm félagsins tii næsta árs.
Kiosnir voru: Fonnaður Guðm.
Þ. Sigurgeirsson, Drangsnesi, fé-
hirðir Hállfreður Bjamason s .st.,
Ritari Jóhannes Jónsson, Hafnar-
hóli.
LÝÐRÆÐISFLOKKAR líta
svo á, að póíitísk sann-
færing eða skoðun eigi að ráða
því, hvar menn skipa sér í flokk,
þ. e. menn eigi að hafa skoðun
á þjóðmálum og fylgja frarn sinni
síefnu vegna sannfæringar um
réttau málsíað, en ekki vegna
trúar á einstaka menn.
E nræðisflokkarnir ala hins
vegar' upp í fólki trú á foríngja,
blinda trú á kenningum hans og
gerðum, sem séu óskeikular.
Lý ðræðisíi okkar byggja starf-
semi sina á almennum kosning-
um; aliir sannir lýðræðissinnar
sityðja því að almennri fiæðslu
þjóðarinnar, til þess að hver
þjóðfélagsþegn verði fær um að
myrida sér sjálfstæða sfeoðun um
venjuleg mái og atkvæði hans
geíi talizt fuílgilt. Samkvæmt
þessu skipulagi hafa lýðræðis-
flokkamir umræður um þjóðmál
og orðaskipti sín á milli fyrir
opnum tjöldum, til þess að fölk-
ið •— kjösendurmr — geti valið
á milli þeirra.
Einræðisfloikparnir hlíta vald-
boði ofan frá. Foringinn segir
fyrir um, hver sé afstaða, og
stefna flokksins á hverjum tíma.
Meðlimirnir fá náðarsamilegast
leyfi til að hlýða úrskurði for-
ingjans, berjast eins og hann seg-
ir, fyrir því sem hann vill, og
trúa því, að það sé ávalt hið eina
sanna og rétta, allt annað sé frá
þeim vonda.
Petta skipulag Ieiðir til þess,
að fólkið verður auðmjúkir þræl-
ar, er framkvæmiir skipun hús-
bóndans eða fær þunga refsingu
ella, oft líflát.
Hitler og Stalin hafa báðir
. nokkra. áhangendur hér á landi.
Forystumenn þessara hópa þykj-
ast berjast fyrir hugsjón og æsa
upp fylgismenn sina á þeim for-
sendum. Sumir þeirra eru ein-
/ægir trúmenn á málstaðinn, en
aðrir eru pólitískir spákaupmenn,
sem sjá aðeins sína eigin hajgs-
muni, fé, metoirð, völd.
Stærsti galli einræðisins er líka
sá, að misjafnir menn ná stjórn-
artaumurmm og nota þá mis-
kunnariaust, en fólkið verður að
Heilög skylda hvers lýðræðis-
sinna er að foirða ungu fóiki frá
einræðishættunni. Islendingar
! hafa aldrei verið ofsatrúarmenn,
; þó að á mestu niðurlægingar-
; tímum þjóðarinnar væru fram-
; kvæmdar galdrabrennur fyrir at-
beina taugabilaðra manna og
vegna fáfræði almennings. Nú er
ekki hægt að telja almenninig á
íslandi fáfróðan, en enn eru til
taugabila'ðir aumingjar og póli-
tí’skt geggjaðir ’ ofstækismenn
og pólitískir gróðabrailsmenn.
Þetta fólk hefir reýnt að gera
öðrum upp illar hvatir,.sem það
sjáift þjáist af.
Það er eftirtéktarvert og sýnir,
að reynt er til þess ýtrasta að
spilá á lægri nóturnar í manns-
eðlinu.
íslendingar eiga að rísa upp sem
einn maður og þurka áhríf þessa
fólfcs út úr íslenzku þjóðlífi. Sjálf
sagt er, að þeir, sem haldnir eru
þessari pólitísku pest, en teljast
læknandi, fái bróðurlegar mót-
tökur, þegar þeir hverfa' frá villu
síns vegar, því að gleðjast ber
yfir einum, sem bætir ráð sitt.
En þeir, sem upptök eiga og á-
byrgð bera á þessum þjóðskað-
legu eftirhermum og þjönkun við
Jandagráðuga leinræðisherra, þeir
verðskulda ekkert annað en fyr-
irlitningu og útskúfún. Því að
þeir eru útlendingar í sínu föður-
landi, sem sitja á svikráðum við
sjálfstæði þess.
xxxx
SírWsfyndBi.
Nýríkur borigari vildi jjjarnan
vekja á sér eftirtekt. Honum var
falið að athuga og skoða öll
sjiúkrahús í héraðimu, hviort þau
væru í sæmilegu ástandi nú á
stríðstímunum. Hann hafði lokið
heimsókn á eitt sjúkrahús og
hélt áhrifamildnn ræðustúf yfir
forstöóukonunni og vonaði að
ræðan birtist í blöðunum.
— Well, saigði hann; hér er
svo fínt, vel tilhaft og huggulegt,
allt sem ég hefi séð, að ég leyfi
mér að segja það, að svo framar-
lega að mig hendir eitthvert slys,
mun ég knefjast' þess að verða
la,gður hér inn. —
— Það hendir yður áreiðanlega
engin slysni, sem getur valdið
þvi, að þér komið hingað, herra,
svaraði forstöðukonan feimnis-
lega og hikandi, eða það væri að
minnsta fcosti yfimáttúrlegt,
vegna þess að þetta er fæðingar-
heimili.
*
Liðþjálfi var dauður og átti
að jarðast. Hann hafði ekki ver-
ið mjög vinsæll meðal liðsveitar-
innar, og fylgdi húú því til grafar
samkvæmt skipun með misjöfn-
um tilfinningum. Drengirnir sátu
í kirkju og hlustuöu á hjartnæma
ræðu prestsins. Þegar hann fór
að telja upp dyggðir hins látna,
ráku drengirnir upp stór augu.
En þegar hershöfðinginn kom
frarn og hélt glæsilegá ræ'ðu um
þá „miklu og göfugu eiginleika“,
sem hinn látni hefði haft, þá
hvíslaði Bill svo hátt, að allir
máttu heyra:
— Vib erum víst við jarðarför
frá annari herdeild.
❖
Ástandið á vesturvígstöðvunum
gefur efni í marigar skrítlur og
sumar mjög einkennandi.
Frönsk könnunarsveit fór inn
á einangraðan h.Iuta einskismanns
lands, þar sem ekki varð vart
neinna stríðsaðgierða. Fyrirliðinn
spurði gamlan bónda, er sveitin
hiiíi, hvort hann hefði orðið var
við Þjóðverja. — Já; það voru
nokkrir hér í síðustu viku og
spurðu mig, hvort ég hefði séð
nokkurn Frakka.
, *
Gamall liðþjálfi sagði nýliðun-
um áhrifamiklar sögur. — Já;
skiljið þið? Þarna stóð ég og
átti aðeins eitt sfcot eftir, en tveir
Þjiöðverjar fcomu hlaupandi í átt-
ina til mín. Hvað haldið þið að
ég hafi gert.
Einn unglinganna svaraöi: —
Veit það ekki, liðþjálfi; en ég
hefði orðið dauðhræddur.
— Já, drengir! Ég tók byssu-
stinginn af rifflinum og stiakk
honum í jörð ni'ður, þannig, að
eggin vissi að mér. Því næst
sigtaði .ég nákyæmlega á eggina
Ojg hieypti af, kúlan klofnaði í
tvennt og hver helmingur drap
Þjóðverja.
*
Taugaveiklaður ungur; liðsfor-
ingi.æfði herdeild sína við mis-
munandi göng’uhra'ða. Þetta var í
fyrc'.a skipti, og hann hafði skip-
að: „Hraðan mars; áfram!"
Þannig var háttað landslagi,
að a-ingasta'ðurinn lá á sjávar-
bakka, og voru sjávarhamrar 100
metra háir.
Liðsveitin nálgaðist óðum brún-
ina, — en þe.r tóku eftir því,
að ungi liðsforinginn mundi ekki
hvaða skipun hann átti að gefa.
Nýli'ðamir þögðu þö, en þegar
örfá skref voru eftir, kallaði einn
þieirra:
— Segið þér eitthvað við okk-
ur, Sir, þó að ekki sé nema að
bjóða góða nótt.“
Og svo var það Skotinn, sem
sótti um eftir’aun 45' ára. Hann
rökstuddi umsóknina með því, að
vegna stríðsins hefði hann elzt
um 20 ár.
Trdsmiðavm&nstofan
Laufásvegi 2A.
Selur: Stofu- BORÐ frá kr.
42,00. Eldhússtóla frá kr. 6,00.
Bakstóla frá kr. 17,00. Gluggar,
hurðir og eldhúsinnréttingar
smíðaðar eftir pöntun. Upplýs-
ingar á vinnustofunni til ki. 5
og síma 1283 tii kl. 6V2 daglega.
Stór verðlækkuH
á sykri
og eggjum.
BEEKKA
Símar 1678 og 2148.
TJARNARBÚÐIN. Sími 3570.
Orðsendfng
til kaupenda út um iand.
Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram
ársfjórðungslega. —- Sendið greiðslur yðar á
réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl-
ist ekki vegna greiðslufalls.
Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið
með póstkröfu.
JOHN DICKSON CARR:
Morðiu I yasiptaíBiBB.
vasa sínum og fór að leita í því. í sama bili datt lítill hlutur
á gólfið.
Það var lítill silfurlykill.
Robiquet ætlaði að beygja sig niður til þess að taka hann
upp, en Bencolin varð fljótari til. Á lykilinn var grafið: „Paul
Demoulin Robiquet“ og „númer 19“.
— Þakka yður fyrir, sagði Robiquet. — Nei, svo virðist
sem ég hafi ekki bréfið. En ég get náð í það, ef þér óskið þess.
Hann leit upp undrandi þegar hann sá, að Bencolin ætlaði
ekki strax að fá honum lykilinn.
— Afsakið, herra, sagði Bencolin, — ef ég er að hnýsast í
leyndarmál yðar. En mér leikur meiri hugur á þessum lykli
en bréfinu. Hvar fenguð þér lykilinn?
Robiquet varð truflaður á svipinn.
— Það getur varla verið, að þér hafði nokkurn áhuga á
slíku. Það er leyndarmál. Það er í sambandi við klúbb, sem
ég er í.
— Grímumannaklúbbinn, er ekki svo?
—i Þekkið þér hann? Ég hefi ekki komið í klúbbinn lengi.
Þetta má ekki komast í hámæli. Ef yfirmenn mínir komast
að þessu getur svo farið, að ég verði sviftur stöðunni. Hann
hækkaði röddina.
— Kæri, ungi vinur. Verið þér óhræddur. Leyndarmálið
er vel geymt hjá mér. Bencolin brosti. Ég hefi aðeins áhuga
á þessum félagsskap vegna þess, að þar hafa nýlega gerzt
atburðir, sem ekki snerta yður hið minnsta.
— Ég vil samt engar upplýsingar gefa.
— Hvað hafið þér verið lengi meðlimur?
— Um tveggja ára skeið. Ég hefi komið þar alls fimm eða
sex sinnum.
— Hvað táknar þetta númer á lyklinum?
Robiquet skalf. — Herra minn, þér hafið játað sjálfur, að
viðburðir þeir, sem hafa vakið athygli yðar 1 sambandi við
þsnnan klúbb, komi mér ekki við. Það er leyndarmál. Og ég
neita að gefa yður nokkrar upplýsingar.
Bencolin hló. — Mér þykir fyrir því, herra, vegna þess, að
þar var framið morð í gærkveldi og þar sem við vitum ekki
deili á öðrum meðlimum félagsskaparins en yður, þá er okk-
ur nauðsynlegur sá kostur, að yfirheyra yður á lögreglustöð-
inni. Og þar með er það komið í blöðin.
— Morð! æpti Robiquet upp yfir sig.
— Hugsið yður hvort blöðunum þætti ekki matur í þessu.
Hugsið um framtíð yðar.
— En ég hefi ekkert gert af mér. Þér ætlið þó ekki að
fara með mig á lögreglustöðina?
Bencolin stundi-j — Eins og ég hefi sagt yður, þarf þetta
ekki að komast í hámæli. Ég held, að þér séuð ekki á neinn
hátt við þetta morðmál riðinn. En þér verðið að svara spurn-
ingum mínum.
— Hamingjan góða! Ég skal svara öllu.
Þegar mesta hræðslan var rokin úr Robiquet, spurði Ben-
colin hann aftur um númerið.
— í þessum klúbb eru nákvæmlega fimmtíu karlmenn og
fimmtíu konur. Allir meðlimirnir hafa herbergi, stór eða lítil.
Mitt herbergi er númer 19. En hver var myrtur?
— Ó, það skiptir ekki máli, sagði Bencolin. Ég minntist nú
orða Galants við Ginu Prévost; „Við hittumst í númer 18.“
—• Þér hafið sagt mér, að þér hafið verið meðlimur í tvö ár.
Hver kom yður í klúbbinn?
— Það sakar ekki, þó að ég segi yður það. Það var Julien
D’Arbalay, kappakstursmaður, þér kannist við hann. Það fór
illa fyrir honum. Hann lézt af slysförum í Ameríku síðast-
liðið ár. Vagninn hans valt við Sheepshead Bay.
— Það var leiðinlegt!! Hversu margir af vinum yðar eru
meðlimir þessa klúbbs?
— Herra minn, þér megið trúa mér. Ég veit það ekki.
Þarna bera allir grímur. En ég hefi verið að hugsa um það,
hvort einhverjir af minni eigin fjölskyldu væru meðlimir
klúbbsins.
— Þér hafið aldrei séð neinn þarna, sem þér þekktuð?
— Ég hefi svo sjaldan komið þangað. En ég hefi frétt, að
þeir, sem fyrir þessu standa, hafi með sér sérstakt félag. og
að það sé kona, sem sér um að útvega nýja meðlimi. En ég
þekki hana ekki.
Nú var þögn stundarkorn. Bencolin drap fingrunum á borð-
plötuna.
— Jæja, herra minn, ég skal segja yður, hvað ég tek fyrir
að þegja yfir þessu máli. Þér verðið að lána mér þennan lykil.
— Gerið þér svo vel.
— Ég þarf aðeins að hafa hann í örfáa daga. Svo skal ég
skila honum. En meðal annarra orða. Er herbergi númer 19
beint á móti númer 18, eða við hliðina á því?
Robiquet hugsaði sig um. Það hefi ég nú reyndar ekki at-