Alþýðublaðið - 15.01.1940, Qupperneq 4
jspr
1ÁNTJDAGUR 15. JAN. 1940.
HGAMLA BÍÓB
Böflnn frá
Brlmstone
Amerísk stórmynd frá
land'námstíð Norður-Ame-
rBoj.
A'ðalklutverkin leika:
WALLACE BEERY,
Lewis Stone
Dennls 0‘Keefe o. fl.
Börn fá ekki aðgang.
1. O. G. T.
ÞINGSTÚKUFUNDUR í kvöld
kl. Skipulagsskráin, um-
ræður og atkvæðagreiðsla.
Ferðafélag Islands heldur
■s'tiemmtifund aö Hötel Borg
á þriðjudagskvöldið 16. þ. m.
Aðalsteinn Sigmundsson kennari
flytur fyrirlestur um Færeyjarog
sýnir skuggamynöir. Dansað til
k.U 1. Aðgöngumiðar á morgun í
bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar og ísafoldarprentsmiðju.
Hitel Bori
Gildaskálinn
opinn í kvold.
«■■■!■ .... 1 --
pAGSBRÚNARKOSNINGARNAR
Frh. af 1. siðu.
ekki svik við verkalýðinn að
njóta stuðnings þessara verka-
manna.
Alþýðuflokksverkamenn hafa
ekki á nokkurn hátt gengið
blindandi til þessarar sam-
vinnu. Þeir telja meira virði að
stcypa hinni kommúnistisku ó-
stjórn, sem ríkt hefir í Dags-
brún, en pólitískur ágreining-
ur, sem er og verið hefir milli
Alþýðuflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins innan félags-
ins. Þeir telja aðalatriðið
að kippa Dagsbrún út úr klofn-
ingssambandi kommúnista og
láta þetta stærsta félag innan
íslenzkra alþýðusamtaka hætta
að vera tæki í höndum þeirra
áróðursmanna, sem reka hér er-
iiidi erlendra einræðisherra,
sem hóta nú öllum Norðurlönd-
um kúgun — og eyðileggingu
hinna voldugu verkalýðssam-
taka, sem verkalýður þessara
landa hefir byggt upp og notað
til að skapa sér betri kjör
Verkamenn í Reykjavík! Nú
er tækifæri til að svifta komm-
únista völdum í verkamannafé-
laginu. Þvoið þá smán af ykk-
ur, að kommúnistar fari með
stjórn í félagsskap ykkar. Fylk-
iö ykkur einhuga saman ’og
gerið sigur B-listans sem allra
glæsilegastan.
Pöstferóir á morgun.
Frá Reykjavík: Moisfellssveitar-,
Kjalamess-, ölfuss- og Flóapóst-
ar, Hafnarfjör&ur, Borgarnes,
Akranes, DalasýslupóstUT, Húna-
yatnssýslupóstur, Austur-Barða-
strandasýslupóstur, Skagafjarðar-
sýsliupóstur, Strandasýslupóstur.
Tíl Reykjavikur: Mosfellssveitar-,
Kjalarness-, Reykjaness-, ölfuss-
og Flóapóstar, Laugarvatin, Hafn-
arfjörður, Akranes, Rangárvalla-
val lasýshipóstur, Vestur-Skafta-
fellssýslupóstur.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
OðDOormuriDn i fjðr-
veitinganefnð.
AÞVí HERRANS ÁRI, sem
hinar alkunnu Alþingisrím-
Ur komu fram í dagsbirtuna, var
svo til orða tekið í einni vísu,
að þingmaður nokkur hefði spýtt
eiturormum. Líklega hefir sá
ormur verið í ætt við þann, er
þingmenn segja, að nú hafi fæðst
í fjárveitinganefndinni. Það er nú
ekki tilgangur minn með þessium
línum að gera hann allan að um-
talsefni. Það er sérstaklega einn
liiöur í honum, sem snýr að okk-
ur vegagerðarmönnum. Sá liður
er svo meingallaður og illkvittn-
islegur, að ég sem vegagerðar-
maður get ekki látið honum ó-
mótmælt.
1 samningi milli ríkisstjómar-
innar og Alþýðusambands is-
lands frá 16. maí 1935 stendur,
að verkamenn fái um hélgar ó-
keypis flutning til og frá nœsta
kaupstað, þar sem bifreiðum
verði við komið. Þetta um helg-
ar er auðvitað nokkuð loðið 'Og
hefir aldrei átt að koma til greina
fyrir menn að siunnan, sem vinna
fyrir austan Hellisheiði, heldur
hefir sú venja verið, að þeir
fengju slíkan flutning um aðra-
hvora helgi.
Svo 'kemur höggormurinn með
sínar villukenningar og segir, að
sú venja hafi verið tekin upp
á nokkrum stöðum í sveit við
vinnu þess opinbem, að menn
hætti vinnu á hverjum laugardegi
um hádegi (engin undantekning),
fái fullt kaup fyrir daginn og
séu þar að auki fluttir á bílum
fyrir rikisfé (ekki nefnt hvert,
gætí verið upp á Hveravelli eða
Kerlingarfjöll eða hver veit hvað)
Ég hefí alls verið í vegavinnu
í 14 ár að sumrinu til og viður-
kenni, að verkamenn hafa ólikt
meiri hlunnindi nú í seinni tíð.
En þakklátur er ég ekki þeim
herrum, sem vilja ræna okkur
þeim. Ég veit, að við vegagerð-
armenn erum þama hafðir á milli
tannanna, þó ekki sé það hrein-
skilnislega tekið frarn. Ég álít,
að þarna sé jafnframt dróttað
að yfirmönnum okkar ótrú-
mennsku, þar sem við fáum auð-
vitað hjá þeim leyfi til að hætta
vinnu alla laugardága um hádegi,
og fáum þó fullt 'klaup. En í
þessum orðum liggur áugsýnilega
sú meining, að þeir borgi ofckur
kaup fyrir enga vinnu.
Ef svo kallaðir æðri starfsmenn
ríkisins hefðu aðra eins trú-
mennsku tíl að bera við sín störf
eins og vegageröarmenn og yfir-
menn þeirra, sem hér er átt við,
hafa, þá væri margt öðru vísi en
það er.
Ég endurtek það fyrir lesend-
um, sem ég vona að fái að sjá
þetta þakkarávarp, að al'drei
hefir það komið fyrir, að vega-
vimnumenn austan fjalls hafi ver-
ið látnir hætta vinnu um hádegi
alla laugardaga, en oftast annan-
hvem, stöku sinnum þriðjahvern
faugardag og t -d. á hálfum mán-
uði höfum víð gert það með
glöðu geði, að vinna það marga
hálftíma fram yfir til þess að
kvdtta þá tíma, sem við eigum
eftír frá hádegi heimfarardaginn.
Þeim væri nær þessum háu
herrum, sem allt af eru að
gramsa í fé ríkisins, að fleygja
því ekki eins ótakmarkað út fyrir
enga vinnu eins og oft hefir verið
gert- Það er hent á hverju ári
fleiri hundruðum þúsunda fyrir
mjög litla vinnu, iklakahögg oe
því um líkt. Ef það er að fara
vel með ríkisfé, þá þurfum við
vegager'ðarmenn ekki að bera
kinnroða, þótt vlð hættum annan-
hvem laugardag eftir 120 tíma
„töm“ og stígum upp í bíl, þó
rikið borgi eins og um er samið.
En meðal annara orða: Gæti
Tveir hæstaréttar-
déiar í morgun.
T MORGUN voru kveðnir
upp tveir dómar í hæsta-
rétti: Valdstjórnin gegn Berent
Karli Berentssyni fyrir óleyfi-
lega áfengissölu og valdstjórn-
in gegn Þorsíeini Guðmunds-
syni fyrir að aka bíl ölvaður.
Var Berent Karl Berentsson
dæmdur í fangelsi við venju-
legt fangaviðurværi í 20 daga
og 1000 króna sekt til Menn-
ingarsjóðs.
Þorsteinn Guðmundsson var
dæmdur í 100 króna sekt til rík-
issjóðs og vár ennfremur svipt-
ekki þingsetutíminn verið styttri
en hann er fariinn að verða? Er
unnið þar af trú og dyggð? Oft
er þó einhver fjarverandi við at-
kvæðagreiðslur. Það virðist vera
syndlaust að skrópa þar. Það er
ekki að sjá, að þörf sé að spara
fé ríkiisins þar. Frá því ég var
barn hefi ég heyrt talað um hinn
óheyrilega og óskiljanlega ferða-
kostnað, sem þingmenn fái. Svo
ráðast sumir þessir herrar á okk-
ur vegagerðarmenn, sem fáum
íynir náð að vinna 12—14 vik-
ur um miðsumarið fyrir rúmar
40 kr. á vi'ku, að frá dregnum til-
kostnaöi, og er þetta helmingur
árstekna hjá flestum. Það er ekki
að furða, þó að slilkir legátar sjái
ofsjónum yfir þessari bílkeyrslu
á 'Okkur og vilji ræna okkur þeim
h'lunnindum, sem Alþýðusam-
bandið hefir barizt fyrir, að við
fengjum.
En hvað er höggormurinn að
vor'kenna þeim, sem vinna sveita-
vinnu? Því, sem höfundar högg-
ormsins segja að öðru leyti um
þau fríðindi, sem við vegamenn
fáum um helgar, þarf ég ekki að
svara, en veit, að sveitamiönnum
pr fremur til manna, sem
(laga vegi’na. Svo vita þeir
mikið betur en höfundur högg-
ormsins um okkar vinnuaðferð.
Illgirninni í garð sjómanna
vona ég að verði verklega svar-
að af þeim sjólfum. Það mætti
svo sem leggjast niður sá tý-
rannaháttuT, sem gilt hefir, áó
menn væru reknir út í sjó idaginn
fyrir stórhátíðir af ómerkilegum
rei’öurum. Allir fiskimenn ættu að
vera inni á stórhátíðum.
Vegageröarmaóur.
I Borg amesi
varð afarmi'kil uppskera aí
kartöflum síðast liðið haust, enda
spretta kartöflur þar yfirleitt
mjög vel. Skorti mjög geymslu-
stað fyrir uppskeruna og réðust
því 43 þorpsbúar í að stofna
með sér féjag, til þess að bæta
úr þeim vandræðum. Félagið
heitir Matjurtageyms'Ia Borgar-
ness H/F og skipa stjórn þess
þeir Jónas Gunnlaugsson, Bjarni
Jónsson og Jón Guðjónsson. —
Þegar sláturtíð var lokið í haust
hófust þeir handa og reistu
geymsluhús, 15 metra laugt og
5,60 metra breitt. Eftir miðju
húsisins er 80 sentímetra breiður
gan'gur og stíur til beggja handa,
30 að itölu. Húsið er gert úr
grjóti og torfi og þakið tyrft á
járn. Stoðir állar og sperrur eru
hinar traustustu. FO.
Kvennadeild
Slysavarnafélagsins heldur
fund í Oddféllowhúsiniu í ikvöld.
Á fundinum verða rædd ýms fé-
lagsmál.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna
í Reykjavík heldur fund í
kvöld kl. 8,30 í Kaupþingssaln-
um. Á dagskrá fundarins er m.
a.: Kosning 1 stjórn Styrktar-
sjóðs verkalýðsfélaganna.
f DAfi
Nætuii-aeknir er Páll Sigurðsson
Hávallagötu 15, sím-i 4959.
Næturvörður er í Laugavegs-
og Ingólfsapóteki.
ÚTVARPIÐ: •
19,20 Þingfréttir.
19.50 Fréttir.
20,15 Um daginn og veginn (V.
Þ. G.).
20.50 Kvennaþáttur: Hnossið
mesta (frú Aðalbjörg Sig-
urðardóttir).
21,10 Útvarpshljómsveitin: Þjóð-
lög frá Tyrol. — Einsöng-
ur (frú Elísabet Einarsdótt-
ir): a) Sveinbj. Sveinbj.:
Húldumál. b) Sigv. Kalda
lóns: Máninn. c) Sig. Þórð-
arson: Mamrna. d) A. Tate:
Þjóðvísa. e) Bjöigvin Unð-
mundsson: Þey þei 04 ró
ró.
21.50 Fréttór.
HOLLAND OG BELGIA
Frh. af 1. síðu.
Þjóðverjar hafa nú viðurkennt
að hafi átt sér stað. Franskar
flugvélar hafa farið inn yfir
Vestur- og Mið-Þýzkaland og
þýzkar inn yfir Norður-Frakk-
land!
Það vekur mikla athygli, að
skyndilega núna um helgina var
öllum heimferðarleyfum í
franska hernum frestað.
Virðist allt benda til þess, að
bandamenn búizt við því að
Þjóðverjar muni á næstu dög-
um hefja sókn, hvort sem hún
verður á vesturvígstöðvunum
eða að þeir ráðist samtímis inn
yfir landamæri Hollands og
Belgíu.
Flogferðin til Prao og
yinarborgar.
•í FÚ-skeytum segir um flug-
ferðir Breta til Prag og Vínar-
borgar;
Þjóðverjar hafa orðið að
viðurkenna, að brezkir flug-
menn hafi flogið yfir Prag og
Vínarborg. En í fyrstu fregnum
var skopast að brezku flug-
mönnunum og sagt, að þeir
hefði verið nálægt Bretlandi, er
þeir hugðu sig yfir Prag og
Vín. Nú hefir hin opinbera
þýzka fréttastofa viðurkennt, að
þessar könnunarflugferðir hafi
átt sér stað, en reyndi að draga
úr afrekinu með því að segja,
að þær væri ekki hættulegar.
í þýzkum athuganastöðvum var
fylgst nákvæmlega með þessu
flugi, segir í dilkynningunni. í
London er leidd athygli að því,
að brezku flugmennirnir sögðu,
að hvergi hefði verið hleypt af
skoti á þá.
í brezkum blöðum er látin í
ljós mikil aðdáun á brezku
flugmönnunum, sem tóku þátt
1 könnunarflugferðinni miklu til
Prag og Vínarborgar. Birta
blöðin langar frásagnir af könn-
unarfluginu. Flugvélarnar, sem
flugu yfir Vínarborg flugu
einnig yfir Linz og Frankfurt og
það var þar, sem kastljósum var
beint að flugvélunum, en þeim
tókst að forðast þau, nema einni
flugvél, en það kom þó ekki að
sök, því að hún komst leiðar
sinnar heilu og höldnu, sem
hinar. Flugvélarnar, sem flugu
yfir Prag, flugu líka til Bratis-
lava, Nurnberg og Munchen.
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins
Bófinn frá Brimstone
heitir myndin á Gamla Bíó.
AðaLhlutverkið leika Wallace
Beery, Dennis 0‘Keefe og Lewis
Stone.
Verðlækkm:
Dömutöskur, leður, kr. 10,00
Bamatöskur — 1,00
Handsápa, Emol — 0,50
Violetta — 0,50
— Palmemol — 0,50
Kartöfluföt með loki — 2,75
Desertdiskar — 0,35
Ávaxtadiskar — 0,35
Áleggsföt — 0,50
Shirl. Temple Broshýr — 1,50
Smábamasögur — 0,40
Sjálfblekungar — 1,50
R. Emarsson & BJðriisson
Bankastræti 11.
NYiA BIO I
RAMÓNA
Tilkomumikil og fögur
amerísk kvikmynd frá
FOX, öll tekin í eðlilegum
litum í undursamlegrí
náttúrufegurð víðs vegar í
Californiu. — Aðalhlut-
verkin leika:
Loretta Young,
Don Ameche,
Kent Taylor og
Pauline Frederick.
FULLTRÚARÁÐ VERKLÝÐSFÉLAGANNA:
’ " F
verður haldinn í kvöld, mánudaginn 15. janúar kl. 8V2 í
Kaupþingssalnum.
FUNDAREFNI:
1. Samþykkt reikninga.
2. Kosníng í stjórn Styrktarsjóðs sjómanna og
verkamannafélaganna í Reykjavík.
3. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar.
Stjórnin.
Lelkskéli Soffín CfuGlangsðéttnr.
Nýir umsækjendur verða nú aftur teknir til reynslu.
Nánari upplýsingar hjá
SOFFÍU GUÐLAUGSDÓTTUR,
Kirkjustræti 10. Sími 3361.
Kaupum tómar SlSskur eg glos Baæcta
verði. Iáti5 sendlana taka það þcg-
ar peir koma með vorter til yðar eða
hringið í búðirnar og látið sækija
þ»r.
iQlkaupfélaqíd
PaasbrHnarmenn!
Kosnlngaskriísiofa Al-
pýðBflobksverkamaiiBa
er i AlþýðnhásÍBB^ið.
hæð. Sfml 5020. Opin
klukkan 10 —10 dagloga.
Konið pangað til viðtals!