Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1940, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. JAN. 1940. ALI»ÝÐUBLAÐIÐ ♦------------------------ ALÞYÐUBLAÐIÐ RTCSTJÓRI: F. R. VAUDEMARSSON. 1 fjarveru h*n»: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Algreiðsla, auglýslngar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4908; Ritstjóri. WM: V. S. Vílhjélms (heima). 4905: AlþýSuprentsmiðjan. fjfWKS: Afgreiðsla. (5021 Stefán Pétursson (heima). 1 ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN <»------------------------* Oétanir Réssa vlð Norðnrlðnd R0SSAR hafa nú dagle'gia i hot unum við Norðurlandaþjóð- irnar fyrir þá hjálp, sem þær veita Finnum í baráttu þeirra fyr- ir frelsi og sjálfstæði lands síns. Þeir bera Norðurlandaþjóðunum það á brýn, að þær hafi gerzt sekar um hlutleysisbrot með þess- ari hjálp við bræðraþjóðina á Finnlandi, og þar í liggur að sjálfsögðu sú hótun, að Rúss- land áskilji sér rétt til þess að beita Norðurlandaþjóðirnar sama ofbeldinu og Finna, ef þær hætti ekki að styðja þá. Með öðrum orðum: Rússland hótar Norður- löndum stríði! Norðurlönd hafa svarað, eins og satt er, að sú hjálp, sem Finnum hafi verið veitt af þeirra hálfu, hafi ekki verið veitt af neinum yfirvöldum, heldur af frjálsum samtökum einstaklinga og félagsheilda, þannig að um hlutleysisbrot geti ekki verið að' ræða. Norðurlandaríkin eru sem ríki hlutlaus í styrjöld Rússa og Finna, en einstaklingum og fé- lagsheitum er heimilt að styðja Finna bæði í orði og verki, ein- staklingum meira að segja heim- ilt að gerast sjálfboðaliðar í her Finna til þess að berjast með þeim gegn ofurefli hins rúss- neska innrásarhers. Ef það er kallað hlutleysisbrot, þá er það fölsun á hugtaki hlutleysisins. Það er ríkið, sem átt er við, þegar í þjóðaréttinum er rætt um hlutleysi og hlutleysisbrot, en hvorki einstaklingar né samtök einstaklinga. En hver er það, sem hér leyf- ir sér að bera Norðurlandaþjóð- unum hlutleysisbrot á brýn? Það er rússneska sovét-stjórnin, sem réðist með milljónaher inn í Pól- land að baki Pólverjum, meðan þeir áttu í styrjöld við Þýzka- land, og fyrirvarð sig þó ekki að lýsa því yfir við svo að segja öll Evrópuríki um leið, að Rúss- land væri eftir sem áður hlut- ilaust í þeim hildarleik! Er hægt að húgsa sér öllu meiri hræsni en þá, þegar sama stjórn ber nú Nörðurlandaþjóðunum hlut- leysisbrot á brýn fyrir það eitt, að einstaklingar og félagsheildir á meðal þeirra skuli styrkja hina finnsku bræðraþjöð í baráttu hennar fyrir lifi sínu og frelsi með fjársöfnun, matvælasending- um, hjúkrunarsveitum og jafnvel sjálfboðaliðum? Og hvernig get- ur slíkt yfirleitt talizt hlutleysis- brot, þegar sovétstjörnin hefir sjálf lýst því yfir, að Rússland eígi ekki í neinu stríði við Finn- land? Sér er nú hver samkvæmn- in! En við hverju öðru er að bú- ast af ofbeldisríki, sem með öðr- um eins lygum og falsi hefir ráðizt á.smáþjóð til þess að ræna hana frelsi sínu, eins og Rússar hafa ráðizt á Finna? Lútttm það vera að sovétstjórn- in reyni með slíkum vífilengjum og blekkingum að bæta sinn vonda málstað. Hitt er meira, að til skuli vera á Norðurlönd- Um, einnig hér heima hjá okk- ur, ekki aðeins þeir ódrengir, sem reyna að bera blak af hinni blóð- ugu árás Rússlands á Finnland, heldur og þeir svikarar við sín- ar eigin þjóðir, að styðja álygar Rússa um hlutleysisbrot af hálfu NorðurlUnda í þeirri viðureign, í þenn augljósa tilgangi að fram- kalla og réttlæta fyrirfram rúss- neska árás á Norðurlöndin öll! Slikir menn eru ekkert annað en landráðamenn, sem biða þess, hver í sinu landi, að fá að leika hlutverk Kuusinens og mynda þar rússneska leppstjórn undir eins og það væri hægt í skjóli rúss- neskra byssustingja. Norðurlönd verða í Idag að hörf Ust í augu við þann möguleika að Rússland ráðizt í fyrirsjáan- legri framtíð á þau öll, ef þvi skyldi takast að brjóta hina fræki legu vörn finnsku þjóðarinnar á bak aftur. Þannig er barátta Rússlands „gegn stríði og fas- isma“, og þannig verndin, sem það lofaði smáþjóðunum gegn yfírgangi fasismans! Það þóttist ætla að vera sverð og skjöldur friðarins, frelsisins, verkalýðs- hreifingarinnar og smáþjóðanna gegn þýzka fasismanum. En þeg- ar til kastanna kom gerði þaó bandalag við þýzka fasismann í þeim tilgangi, sem nú er að koma betur og betur í ljós: að gerast böðull Norðurlandaþjóðanna, þar sem friðurinn, frelsið og verka- lýðshreifingin hefir áratugum sam an átt öruggara heimkynni en nokkursstaðar annars i heimin- um og fasisminn aldrei getað fest rætur! Kaoplækkanirljgar konnnúnists. ¥7" DMMONISTABLAÐIÐ endur- tók þau ósannindi sín í gær, að rikisstjórnin ætlaði að lækka kaupið við Krýsuvíkurveginn nið- ;ur í veniulegt vegavinnukaup eða úr Dagsbrúnartaxtanum, kr. 1,58, niður i kr. 0,98 á klukkustund. Jafnframt bætti það við þeim nýju ósannindum, að fyrirhugað væri að svifta vegavinnumenn ókeypis bílferðum heim um helg- ar í sumar. Þessi ósannindi hafa þegar ver- ið rekin ofan í kommúnistablað- ið með opinberum yfirlýsingum ríkissíjórnarinnar. En flestir munu þó þegar, án þeirra, hafa séð, til hvers refarnir voru skornir. Kauplækkunarlygarnar áttu að færa kommúnistum nokkur at- kvæði í Dagsbrúnarkasningunni. En meðal annarra orða: Hvert væri kaup Dagsbrúnar- manna i dag, ef þeir hefðu orðið að sætta sig við þann samning, sem Héðinn Valdimarsson var svo forsjáll að gera fyrir þá fram í júni næsta sumar? Það væri kr. 1,45 á klukkustund. Og hverjum er það að þakka, að þeir voru leystir undan því samningsákvæði strax um ára- mótin og kaup þeirra hækkað upp í kr. 1,58 á klukkustund? Var það Héðni og kommúnista- stjórn hans í Dagsbrún að þakka? Eða Skjaldborginni og þjóðstjörninni, sem Þjóðviljinn hrakyrðir mest? Þetta mættu þeir Dagsbrúnar- menn, sem eftir eiga að kjósa, vel hugleiða áður en þeir ganga að kjörborðinu i kvöld. Skemmtifélagið „Gömlu dansarnir“ hefir dans- leik í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu n. k. laugardag. Vegna þrengsla er fólk beðh) að vitja pantaðra aðgöngumiða byrir kl. O1/2 á laugardag. 6D0NIHCBN Vöf/aí/pJ 'UArtaá Wmsm. AVTWCSPrNtl f KðlhJ /I/ HLT BRUXÍUES Viðbótarhjálpinni til gamla fólltsins var vísað til fram- færslunefndar. land vegna þeirra aðstöðu, sem það er i, vigbúizt af mjög miklu kappi. Og síðan striðið brauzt út hefir það raunvemlega verið undir stríð búið, HoIIenzki herinn er nú 10 herdeildir, á* gætlega vopnum búnar, með samtals 300 000 mönnum og um 500 flugvélum, Bein afleiðing þess, að ekki et hægt að verja landssvæðið fyrir norðaustan Zuidersjóinn og að það hefir litla hernaðarlega þýð- ingu, er, að þessi her hefir verið dreginn saman fyrir sunnan Zui- dersjóinn, fyrir aftan röð af hindrunum, sem þarna eru af náttúrunnar völdum og hafa ver- ið bættar mikið og styrktar á síðustu árum. Þessar hindranir af náttúrunnar völdum eru fljót og sund um landið þvert og endí- langt, og ef fiððgáttirnar eru opnaðar, hefir það oft áður orðið til þess, að stöðva árásarþjóðina. Fyrsta varnarlínan liggur frá Zuidersjó bak við fljótin Yssel og Maas til belgísku landamær- anna við Liege. Fyrir norðan er hægt að láta fljóta yfir láglend- ið frá skurðakerfinu fyrir vestan Yssel. Fyrir sunnan er hægt að láta allt héraðið Pee verða að kviksindi, með þvi að hleypa yfir það vatni, sem er 2—6 fet á dýpt. Síðasta aðalvarnarlinan er hið fræga flæðiland, sem liggur frá Zuidersjónum austur um Ut- recht og umlykur meginhluta Hollands, með hinum stóru borg- um og höfnum Amsterdam, Haag og Rotterdam. Flæðiland þetta er þannig, að hægt er að láta flæða yfir frá mörgum skurðum. Á venjulegum tímum tekur þetta töluverðan tíma, þvi að fyrst þarf að metta jarðveginn, áður en flóðið hækk- ar. Og enda þótt það sé mjög kostnaðarsamt, hafa Hollending- ar nú þegar opnað fyrir sumar flóðgáttirnar, þannig, að jarðveg- urinn er þegar mettaður og full- komið flóð komið eftir 48 klukkutíma. Jafnvel þó að svæðið bak við flæðilandið sé aðeins hlutí af Hollandi, er það þó bæði hern- aðarlega og hagfræðilega séð þýðingarmesti hluti landsins. Hol- lendingum er ljós sú hernaðar- lega þýðing, sem lega landsins hefir fyrir báðar stríðsþjóðirnar og það, að hér er aðallega rætt um hættuna af þýzkri árás, er vegna löngunar Þjóðverja til þess að ná sér niðri á Englendingum.. 1 því tilfelli, að Vesturrikjunum veiti betur, verður auðvitað að taka til greina þann möguleika, að þau reyni að komast meðfram Siegfriedlínunni gegnum Holland. Hollendingar, sem hafa neitað því að láía nokkra hemaðarþjóð ábyrgjast sjálfstæði sitt, reka hlutleysispólitík á báða bóga og Frh. á 4. síðö. Bæ j arst j órnarmeirihlutinn sá sér hins vegar ekki fært að samþykkja að svo komnu til- lögu Alþýðuflokksins um að bæta þeim upp, sem fá ellilaun og örorkubætur, 1 samræmi við ákvæði gengislaganna um kaup- uppbót. Tillögunni var vísað til hinnar nýju framfærslunefndar ríkisins. í sambandi við þessa tillögu sagði Haraldur Guðmundsson, Á ströndinni við Zuidersee, flóann, sem Hollendingar eru vanir að veita vatninu úr inn yfir landið þegar ófrið ber að höndum. 10 ¥élsklp, isframlelðsluhús og hraðfrystistðð. ——......— En nppbótonnm til gamla Vólfesins var vísað til framíærslnnefndar ríkisins. Fjárhagsáætlun Reykjavik-' ur afgreidd um kl. 2,30 i nótt. FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKUR var afgreidd á bæjarstjórnarfundi í nótt kl. 2. Hafði fundurinn þá staðið síðan kl. 5 í gær með tveimur hléum og hefir aldrei íekizt að afgreiða fjárhagsáætlun hæjarins á jafnskömm- um tíma. Þegar hefir hér í blaðinu verið skýrt frá aðalatriðum fjárhagsáætlunarfrumvarpsins og afstöðu Alþýðuflokksins til þess — og fjárhagsáætlunin er eftir afgreiðslu hennar mjög á sömu lund og frumvarpið var. Jafnframt var hér í blaðinu skýrt greinilega frá afstöðu Al- þýðuflokksins til fjárhagsáætl- unarinnar. Hún ber vitanlega svip þeirra tíma, sem við lifum á. Þetta kom og fram í framsöguræðum Jóns Axels Péturssonar og Har- alds Guðmundssonar í gær- kveldi. Stefnan hlýtur að vera sú, að stefna að lífrænni at- vinnu og aukningu framíeiðsl- unnar. Nú er einmitt líka tæki- færi fyrir bæjarfélagið að leggja inn á þessa hraut, sem svo hart hefir verið barizt um á undanförnum árum. Mikil vinna er framundan fyrir verkalýð bæjarins og því ekki eins lífsnauðsynlegt að eyða jafnmiklu í venjulega at- vinnubótavinnu, en því meiru fé ber að verja til þess að stuðla að annarri atvinnu. 10 vélskip, ísframleiðsluhús og hraðfrystistöð. í beinu framhaldi af þessari skoðun bar Alþýðuflokkurinn fram tillögu um að bærinn legði fram fé í samráði við ríki og einstaklinga til kaupa á 10 vél- skipum til útgerðar héðan úr Reykjávík og að bærinn hefði samvinnu við Fiskimálanefnd um byggingar íssframleiðslu- húss og hraðfrystistöðvar. Þau tíðindi gerðust í sam- bandi við þessa tillögu, sem kom til umræðu á bæjarráðsfundi, sem haldinn var s.l. þriðjudags- kvöld, að samkomulag varð um að bæjarráð í heild flytti til- lögu, sem gengur í svo að segja sömu átt, og Alþýðuflokkurinn sættir sig að minnsta kosti vel við. Tillaga bæjarráðs var svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn heimilar bæjar- ráði að ábyrgjast eða að taka að láni og leggja fram allt að kr. 150 000,00 til framl'eiðslubóta og atvinnuaukningar, svo sem framlag til hraðfrystistöðvar og til kaupa á fiskiskipum, enda fáist tilsvarandi framlag annars staðar frá.“ Var þessi tillaga samþykkt á bæjarstjórnarfundinum, og var þetta aðalbreytingin, sem gerð var á fjárhagsáætluninni, eins og hún lá upphaflega fyrir. Samþykkt þessarar tillögu mun af fjölda mörgum í þess- um bæ þykja mikil og góð tíð- indi. Er þess nú að vænta, að öllum undirbúningi verði hrað- að eins og mögulegt er, enda mun nú unnið að þessu af full- um krafti. að það væri alveg eins hægt fyrir bæjarstjórnina að sam- þyltkja þessa tillögu nú þegar, því að það hlyti að vera öllum ljóst, að bæjarstjórn yrði að taka þetta mál upp innan skamms tíma og afgreiða það í samræmi við tillöguna. Það yrði t. d. að hækka framfærslu- styrki í samræmi við dýrtíðar- uppbætur og bóksaflega ekkert réttlæti væri í því að skilja eftir það fólk, sem nýtur ellilauna og örorkubóta, enda myndi þetta fólk verða að öðrum kosti að leita til bæjarins um viðbótar- hjálp. Mun ástæðan fyrir því, að tillögunni var vísað til fram- færslunefndar rxkisins, sem er nýmynduð, vera sú, að hún mun hafa til athugunar þau mál, er snerta hækkun á framfærslu- styrkjum. Ilúsmæðra- og starfsstúlkna- skólinn. Soffía Ingvarsdóttir talaði fyr ir till. Alþýðuflokksins um að kjósa 5 manna nefnd, þar af 3 konur, er gerði tillögur um rekstur og fyrirkomulag hús- mæðra- og starfsstúlknaskóla hér í bænum. Hvatti hún mjög til þess að þessi tillaga væri samþykkt, því að nauðsyn væri á því að koma upp hér 1 bænum Frh. á 4. síðu. MisflMii era traistnsta visgtrðingar HoUendinpa. OTN HERNAÐARLEGA þýð- ■*■■■■ ing Hollands eins og nú er ástatt, hvílir að sumu leyti á því, að landið liggur þar að, sem Sigfriedlínan og Maginotlínan, landamæravíggirðingar Þjóðverja 'og Frakka, liggja, og að sumu leyti á þvi, að strandlengja Handsins liggur gegnt ensku ströndinni. Þýzk innrás í Holland gæti því orðið til mikils hernaðarlegs hagnaðar — og yrði þá vinstri ormur belgisku varnarlínunnar við Liége ekki aðalatriðið, því að sú varnarlína hefir verið lengd í norðvesturátt til Antwerpen. Þó að þýzk árás yrði stöðvuð við þessa varnarlínu, gæti vel heppn- luð árás fyrir norðan hana, á strönd Hollands, orðið hættuleg Englandi og þannig orðið stuðn- ingur Þjóðverjum til þess að ná takmarki sínu. Því að þótt strönd Hollands norðaustur af Zuider- sjónum hafi ekki mikla þýðingu, munu þýzkar flugvélastöðvar og flotastöðvar á hinum stóru og góðu höfnum í Vestur-Hollandi hafa þá þýðingu, að hættan fyrir Kort af Hollandi og Belgíu. Strikuðu svæðin á Hollandi sýna héruðin, sem hægt er að veita vatni á. England og siglingaleiðina í gégn urn Ermarsund er orðin ískyggi- lega mikil. Frá því árið 1935 hefir Hol-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.